Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1988, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988. 9 Utlönd Útnefning Bakers kom ekki á óvart sem þjóðimar tvær eiga í útístöðum um. Bush tílkynnti ekki um frekari skipan komandi ríkisstjórnar sinnar á blaðamannafundinum í gær. Stjómmálaskýrendur í Bandaríkj- unum telja þó líklegt að Brent Scow- croft, fyrrum herforingi í flughem- um, taki við stöðu öryggisráðgjafa en hann hélt því embættí í stjórnar- tíð Geralds Ford, fyrrum forseta. Þá er tahð líklegt að Bush biðji Richard Thomburgh dómsmálaráðherra og Nicholas Brady íjármálaráðherra um að starfa áfram eftir að valda- tímabili Reagans lýkur. Aðspurður um hlutdeild Dans Qua- yle, hins nýkjöma varaforseta, í næstu ríkisstjóm sagði Bush að hann myndi veita varaforseta sínum sama aðgang að forsetaembættinu og Re- agan hefði veitt sér síðastliðin átta ár. En hann kvaðst þó ekki hafa ígrundað fyllilega hvaða hlutverki Quayle myndi gegna í stjóm sinni. Bush kvaðst í gær myndu vinna Steinmin Böövarsdóttir, DV, Washingtan: James Baker, sem var kosninga- stjóri hins nýkjöma Bandaríkjafor- seta Georges Bush, mun taka við embætti utanríkisráðherra af George Shultz þegar ný ríkisstjóm tekur við völdum í Bandaríkjunum í janúar á næsta ári. Bush tilkynnti um útnefn- ingu Bakers á blaðamannafundi í gær, tæpum sólarhring eftir að hann hafði borið sigurorð af Michael Duk- akis, frambjóðanda demókrata í for- setakosningunum. Miklar vangaveltur hafa verið á kreiki um hveija Bush muni nefna til ráðherraembættis. Baker var orð- aður við embætti utanríkisráðherra strax í lok september og vakti útnefn- ing hans því enga furðu. Bush þarf Mtchael Dukakis, frambjóðandi demókrata, er aftur tekinn til starfa sem fylkisstjóri Massachusetts. Dukakis gagnrýndur Steirrunn Böðvaisdóair, DV, Washington: Michael Dukakis, forsetafram- bjóðandi demókrata í nýafstöðnum forsetakosningum, sneri heim á leið í gær eftír að haía tapað kosn- ingunum fyrir George Bush, fram- bjóðanda repúblikana. Dukakis, sem nú mun snúa sér á nýjan leik aö starfi sínu sem fylkisstjóri Massachusetts, mátti sæta gagn- rýni nokkurra fiokksbræðra sinna í gær. Demókratar hafa komið með margar skýringar á ósigri Dukakis. Paul Kirk, formaður Demókrata- flokksins, sagöi ljóst aö kjósendur væru ánægðir með stöðu mála eins og hún væri nú og sæu enga ástæðu til breytinga. En hann sagöi einnig, og aðrir leiðtogar demókrata eru honum sammála, að Dukakis hefði látið neikvæðum og persónulegum árásum Bush ósvarað of lengi til að ná sér á strik á nýjan leik. Duk- akis hélt góðu forskoti á Bush snerama í kosningabaráttunni en missti það út úr höndum sér þegar harðskeyttar sjónvarpsauglýsing- ar Bush náðu að sá fræi vantrausts á leiðtogahæfileika hans raeðal al- mennings. Sumir deraókratar gagnrýndu einnig val Dukakis á varaforseta- efiú. Þeir segja að Lloyd Bentsen hafi hafl litla möguleika á að færa demókrötum sigur í Texasfylki eins og vonast hafði veriö til. Þá er Dukakis gagnrýndur fyrir aö hafa ekki nýtt sér betur áluif og vinsældir blökkumannaleið- togans Jesse Jackson meðal svartra Bandaríkjamanna. Blökkumenn hafa ætíð stutt Demó- kratafiokkinn í forsetakosningum. í nýafstöðnum kosningum hlaut Dukakis stuðning rúmlega 80 pró- sent blökkumanna sem er mun minna en Walter Mondale, fram- bjóðandi demókrata árið 1984, hlaut Um 16 prósent blökkumanna veittu Bush atkvæöi sitt en það er rúmlega helmingi meira en Reagan forseti hlaut í síðustu kosningmn. Jesse Jackson sagði í sjónvarps- viðtali í gær að ein af ástæðunum fyrir ósigri Dukakis væri sú að margir þekktir og áhrifamiklir demókratar hefðu aldrei verið hluti af kosningabaráttunni. Dukakis sjálfur sagði á blaða- mannafundi í gær að engin ein ástæða væri fyrir ósigri sinum. Hann gagnrýndi þó neikvæða kosningabaráttu Bush og sagði hana hafa átt hlut í úrslitunum. Okkur tókst það, George, segir Dan Quayle, næsti varaforseta Bandarikj- anna, við Bush að loknum forsetakosningunum. Teikning Lurie. náið með þingmönnum löggjafar- Thatcher ánægð á áhrifamiklum utanríkisráðherra að halda í ríkisstjóm og Baker er vel liðinn af þingmönnum repúbhkana sem og demókrata. Baker var starfsmannastjóri Hvíta hússins og síðar fjármálaráðherra áður en hann tók við stjórnun kosn- ingabaráttu Bush. Margir eigna Bak- er sigur Bush í forsetakosningunum og víst er að hann átti stóran þátt í að skipuleggja einhverja harðskeytt- ustu og áhrifamestu kosningabar- áttu sem sést hefur í bandarískum stjómmálum. Stjómmálaskýrendur telja ólíklegt að um róttæka stefnubreytingu í ut- Niðurstöður þing- og forsetakosn- inganna í Bandaríkjunum, sem fram fóru síðastiiöinn þriðjudag, hggja nú fyrir. Repúblikanar halda völdum í Hvíta húsinu þriðja kjörtímabihð í röð en demókratar auka enn við meirihluta sinn í báðum deildum lög- gjafarþingsins. Tæplega sjö milljónir atkvæða skildu forsetaframbjóðendurna að. Hinn nýkjömi forseti, George Bush, frambjóðandi repúblikana, hlaut um 48 mihjónir atkvæða eða 56 prósent. Andstæðingur hans, Michael Dukak- is, frambjóðandi demókrata, hlaut ríflega 41 mihjón atkvæða eða 46 pró- sent. Bush bar sigur úr býtum í 40 fylkjum landsins en Dukakis í 10 auk höfuðborgarinnar. Bush vann með 314 atkvæða mun, hlaut ahs 426 kjör- mannaatkvæöi gegn 112 atkvæðum Dukákis. Th sigurs þurfti 270. at- kvæði. í fiórum stærri fylkjum Bandaríkj- anna, Kalifomíu, Ihinois, Maryland og Pennsylvaniu, með samanlagt 106 kjörmannaatkvæði vann Bush nauman sigur, 51 prósent gegn 49 prósentum. anríkismálum Bandaríkjanna verði að ræða þegar Bush tekur við emb- ætti forsetans. Á blaðamannafundin- um í gær lagði Bush áherslu á áfram- haldandi stuðning Bandaríkjanna við kontraskæruhðana í Nicaragua en það var eitt helsta baráttumál Reaganstjórnarinnar. Hann sagðist einnig myndu vinna að bættum sam- skiptum við Sovétríkin og hvetja th fundar utanríkisráðherra stórveld- anna sem fyrst. Hann kvaðst vonast eftir árangri í hinum ýmsu málum í öldungadeild þingsins bættu demókratar við sig að minnsta kosti einu sæti og hafa 55 sæti gegn 44 sætum repúblikana. Niðurstöður kosninganna í Flórídafylki hggja ekki fyrir enn sem komið er. Fram- bjóðendumir tveir voru svo að segja jafnir í gær þegar eftir var að telja utankjörstaðaatkvæði. í fuhtrúa- deildinni, sem verið hefur undir þingsins. Demokratar halda meiri- hluta í báðum deildum og búast fréttaskýrendur fastlega við að ein- hverjir hnökrar verði á samstarfi forsetans og þingsins. í þvi máh nefna þeir helst tihögur til að rétta við fjárlagahallann sem og frekari hemaðarstuðning við kontraskæru- hða í Nicaragua. Bush lætur af embætti varaforseta í janúar þegar hann veröur eiðsvar- inn 41. forseti Bandaríkjanna. fylkjum stjóm demókrata í 30 ár, bættu þeir við sig 5 sætum. Þeir hafa nú 89 þing- sæta mun, 262 sæti gegn 173 þingsæt- um repúblikana. í kosningum var einnig kosið um embætti fylkisstjóra í 12 fylkjum landsins. Demókratar bættu við sig einu fylkisstjóraembætti og em nú 28 fylkisþing undir stjóm demókrata. Valgeiöur A. Jöhaimsdóttir, DV, London: Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, vhdi sjá George Bush, ekki Dukakis, taka við af Reag- an sem forseta Bandaríkjanna. Það var líka á henni að sjá þegar hún ræddi viö fréttamenn í gærmorgun að hún fagnaði mjög úrslitum kosn- inganna á þriðjudaginn. Forsætisráðherrann vakti aha nóttina og fylgdist með talningunni og í morgunsárið í gær hringdi hún í Bush til að óska honum til ham- ingju með sigurinn, fyrst erlendra leiðtoga. Thatcher fer í heimsókn til Bandaríkjanna í næstu viku til að vera við kveðjuhóf Reagans en hún mun einnig rseða við nýkjörinn eftir- mann hans. Thatcher og Bush þekkjast vel og hafa unnið saman á ýmsum sviðum. Aðspurð sagði Thatcher aö skoðanir þeirra fæm saman í flestu og hún að hún ætti von á því að samstarf þeirra ætti eftir að vera gott. Frétta- skýrendur hafa hins vegar velt því fyrir sér hvort hið sérstaka samband sem ríkti mihi leiðtoga landanna tveggja undir stjórn Reagans muni haldast í forsetatíð Bush. Fáir vestrænir leiðtogar vom harð- ari stuðningsmenn Reagans en Margaret Thatcher og hefur hún oft verið sökuö um að hta einum of oft til Bandaríkjanna á kostnað sam- starfs við aðrar Evrópuþjóðir. í af- stöðunni til Sovétríkjanna og í mál- efnum Atlantshafsbandalagsins komst varla hnífurinn á mihi leið- toganna tveggja og öfugt við marga starfsbræður sína í Evrópu studdi Thatcher hehs hugar stefnu Reagans í Miðameríku. Hins vegar er ekki ástæða th að ætla annað en aö vel eigi einnig eftir að fara á með Thatc- her og Bush. Vitað er að skoöanir þeirra í utanríkismálum fara mjög saman. Eins og Thatcher er Bush andvígur hertum refsiaðgerðum gegn S-Afríku en hefði Dukakis verið kosinn forseti hefði járnfrúin verið mjög einangruð í þeirri afstöðu sinni á alþjóðavettvangi. • HUSQVARNA UPPÞVOTTAVÉLAR • HUSQVARNA UPPÞVOTTAVÉLAR • HUSQVARNA UPPÞVOTTAVÉLAR Sænskar Uppþvottavélar CARDINAL EXCLUSIV Fyrsta einkunn fyrir uppþvott, þurrkun og hljóð. 12-13 manna. Sparnaðarkerfi: 15 mín + upp- hitun. Stillanleg grind. Ljós inni í vélinni. DISCO Fyrirferðalítil 6 manna borðvél Fljótvirk þvær vel CARDINAL POPULÁR Sparnaðarkerfi: 20 mín + upp- 9 hitun. Frábær vél á góðu verði gg Gunnar rsson hf. Suðurtandsbraut 16 Sími 680780 Bush sigraði í 40 Steinunn Böðvarsdóttir, DV, Washington:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.