Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Side 46

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Side 46
48 um stórar vermihúsaþyrpingar er að ræða. Að þessu atriði verður vikið nokkuð síðar. 3) Vinnuafl. Ræktun í vermihúsum krefst mikillar vinnu og nákvæmni, því í vermihúsunum tekur mannshöndin að sjer, að mestu leyti, að fullnægja þörfum jurtanna, sem náttúran, undir eðlilegum kringumstæðum, gerir að meira eða minna leyti. Vermihúsarækt krefst líka tals- verðrar faglegrar þekkingar, en annars hentir vermihúsa- vinna sjerlega vel stúlkum, sem venjulega hafa meiri nákvæmni og umhyggju til bruns að bera heldur en karlmönnum alment er lagið. Pað er því vafasamt, hvort hægt er að segja, að vermihús þarfnist að sama skapj dýrrar vinnu, sem þau þarfnast mikillar. Peir, sem vermihúsarækt stunda, leggja líka venjulega áherslu á einhliða ræktun og ná því fljótt mikillar leikni í starfi sínui Vermihúsin veita nokkurnvegin jafna og stöðuga atvinnu alian ársins hring, þau eru sífrjór akur, sem framleiðir stöðugt, þó hríðar og frost leggi óyfir- stíganlegar hindranir í veg annarar ræktunar. 4) Fræ, áburður o. fl., tilheyrir líka venjulegum rekstri vermihúsa, en það er nauðsynlegt við alla jurtarækt og engin ástæða til að dvelja við það hjer. Eftir þetta stutta yfirlit um reksturskostnað vermihúsa, ætti það að vera nokkurnvegin Ijóst, að vermihús eiga mjög erfitt með að keppa við náttúrlega ræktun, við sól og sumar, þar sem flest lífsskilyrði jurtanna veitast í ríkulegum mæli án tilhlutunar mannanna. Nú skulum við grenslast eftir, hvað vort kalda og af- skekta land hefir að bjóða í þessu sambandi. Venjulega er svo talið, að því fjær, sem dregur mið- jarðarlínu, eða því meir, sem vjer nálgumst heimsskautin, því erfiðari verði aðstaða vermihúsanna gagnvart hinni náttúrlegu ræktun. Kuldinn vex og birta vetrarmánaðanna minkar. Ef vjer viljum, til þess að gera upphitunina

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.