Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Síða 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Síða 56
58 svo vjer getum eignast sem flest fólk, er faert sje um að reka slíka atvinnu. 3. Vjer verðum að tryggja ungu, efnilegu fólki, sem hefir aflað sjer þekkingar á þessari ræktun, auðveldan aðgang að landi við heitu uppspretturnar og rjett til að hagnýta orku þeirra, og byrjendum verðum vjer að veita hagkvæm lán, til þess að þeir geti hafist handa. Pegar byrjunin er hafin þá er það sannfæring mín, að fram- haldið komi af sjálfu sjer. Pegar jeg stend við hver og sje þessa óhemju ólga og spýta sjóðandi vatni í sífellu, þá dettur mjer ávalt í hug að hjer fljóti auðæfi, sem enginn hefir not af. Og þó að jeg viti, að þannig hafi þau flotið í árhundruð og þannig eigi þau eftir að fljóta í árhundruð, þó enginn reyni að hagnýta þau, þá finst mjer þetta tap á verðmæti svo sorglegt, að oss beri heldur í dag en á morgun að hefjast handa og grípa gjafirnar, sem landið vort, með stöku langlundargeði hefir rjett oss í þúsund ár. Að sýna slíku örlyndi kæruleysi og lítilsvirðingu er hrópleg skömm. Akureyri í nóv. 1926. Ólafur fónsson.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.