Morgunblaðið - 30.05.2002, Page 11

Morgunblaðið - 30.05.2002, Page 11
A B X / S ÍA Ármann Þorvaldsson er í hópi lykilstarfsmanna Kaupþings Ármann Þorvaldsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, hefur starfað í átta ár hjá Kaupþingi. Hann er 33 ára, fyrrum Íslands- meistari og landsliðsmaður í badminton. Ármann lauk BA-prófi í sagnfræði frá HÍ og MBA-prófi frá Boston University með fjármál sem sérgrein. Undir stjórn Ármanns hefur fyrirtækjasvið Kaupþings stýrt flestum af stærstu útboðum og fyrirtækjakaupum landsins á seinni árum fyrir fyrirtæki eins og Bakkavör, Baug, Pharmaco og Össur. Á síðustu tveimur árum hefur fyrirtækja- sviðið selt hlutafé fyrir um 30 milljarða króna til að fjármagna kaup íslenskra aðila á félögum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Austur-Evrópu og á Norðurlöndunum. „Kostirnir við Kaupþing eru metnaðurinn og framsæknin sem einkennir fyrirtækið. Við leggjum áherslu á að byggja upp sterk tengsl við forráðamenn þeirra fyrirtækja sem við vinnum fyrir. Lykillinn að árangri sviðsins hefur falist í því að skapa sterka liðsheild afburðastarfsfólks og vera tilbúin til að leggja mikið á okkur fyrir íslensk fyrirtæki í krefjandi verkefnum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.