Morgunblaðið - 30.05.2002, Page 18

Morgunblaðið - 30.05.2002, Page 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR samþykkt þriggja ára fjár- hagsáætlun verður sá rammi sem meirihluti K-lista óháðra og Samfylk- ingar og D-lista Sjálfstæðisflokks og óháðra vinnur eftir næstu þrjú árin. Málefnasamningur flokkanna var undirritaður í gær. Nýi meirihlutinn er skipaður þremur fulltrúum K-lista og einum fulltrúa D-lista og tekur við af hrein- um meirihluta K-lista sem verið hef- ur við völd í Sandgerði undanfarin átta ár. Ákveðið er að Sigurður Valur Ásbjarnarson verði áfram bæjar- stjóri. Óskar Gunnarsson, efsti mað- ur K-lista, verður forseti bæjar- stjórnar 1. ár kjörtímabilsins, Reynir Sveinsson, bæjarfulltrúi D-listans, annað árið og síðustu tvö árin verður fulltrúi K-listans aftur forseti. Reynir verður formaður bæjarráðs fyrsta og þriðja ár kjörtímabilsins en fulltrúi K-listans annað og fjórða árið. List- arnir skipta með sér formennsku og fulltrúum í nefndum og stjórnum. Vetraríþróttasvæði hannað Eins og fyrr segir er gildandi þriggja ára áætlun fjárhagsrammi meirihlutans næstu þrjú árin. Óskar Gunnarsson segir að fylgt verði fast eftir því stórátaki sem gert hafi verið í uppbyggingu skóla- og æskulýðs- mála á síðustu árum. Fram kemur í málefnasamningi að á þessu ári verði aukið við fjárveit- ingu til grunnskólans vegna búnaðar- kaupa fyrir náttúru- og myndlistar- stofur, fyrir allt að 2,5 milljónir kr., ráðist í hönnun vetrarútivistarsvæðis fyrir fjölskylduna við gamla malar- völlinn og varið til þess 2,5 milljónum króna og ráðist í framkvæmdir við stækkun bílastæða við leikskólann. Reynir Sveinsson segir að ekki séu framundan neinar stórframkvæmdir á vegum bæjarfélagsins. Frekar verði hugað að þörfum íbúanna fyrir þjónustu og umhverfismálum. Nefnir hann að staldrað verði við fram- kvæmdir við höfnina þegar þeim stórframkvæmdum, sem nú standa yfir, lýkur en brugðist verði við að- stæðum sem upp kunna að koma. Lögð er áhersla á að snúa vörn í sókn í atvinnumálum og að bæjar- stjórn og atvinnuráð komi að því. Meðal annars er hugmyndin að kaupa þjónustu fagaðila til að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. K-listinn og D-listinn töpuðu hvor sínum bæjarfulltrúanum í kosning- unum. Spurður að því hvort ekki hefði verið eðlilegra að gefa þeim framboðum, sem bættu við sig fylgi, tækifæri til að taka við stjórninni segir Óskar að þau hafi fengið sitt tækifæri en ekki tekist að mynda meirihluta. Vísar hann þar til við- ræðna Framsóknarflokks, Sandgerð- islistans og Sjálfstæðisflokksins. Reynir telur að samvinna K-lista og D-lista eigi að geta gengið vel í þágu bæjarbúa, samstarf þeirra hafi verið farsælt þegar þeir unnu saman 1990 til 1994. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Óskar Gunnarsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, og Reynir Sveins- son sem verður formaður bæjarráðs standa hér við rostunginn, tákn Sandgerðis, í Fræðasetrinu, að lokinni undirritun málefnasamnings. K-listi óháðra og Samfylkingar og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta Áhersla á þjón- ustu við íbúana í stað stór- framkvæmda Sandgerði BLÁA lónið hefur þróað nýja nátt- úrulega andlitslínu, Balance Geo- thermal Care. Þetta er fyrsta and- litslínan undir vörumerkinu Blue Lagoon Iceland en fyrir eru tvær lín- ur frá sama framleiðanda, bað- og spalína og meðferðarlína. Húðvör- urnar, sem kynntar voru í gær, eru árangur tíu ára þróunarstarfs og rannsókna á áhrifum Bláa lónsins á húðina. Balance Geothermal Care-andlits- línan grundvallast á einstökum nátt- úrulegum efnum Bláa lónsins, segir í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu, Bláalónsjarðsjónum, sem er ríkur af söltum og steinefnum, sem nauðsyn- leg eru húðinni til að starfa eðlilega og viðhalda jafnvægi hennar og frísklegu útliti, Bláalónsþörungnum, sem er ríkur af fjölsykrum og vítam- ínum sem hjálpa húðinni á náttúru- legan máta að styrkja sínar eigin varnir og öðrum sérvöldum náttúru- legum efnum sem hreinsa, róa og næra húðina. Andlitsvörurnar henta öllum húð- gerðum og hafa góð áhrif á við- kvæma húð og húð sem er í ójafn- vægi, að því er fram kemur. Vörurnar eru ofnæmisprófaðar, lit- ar- og ilmefnalausar. Balance geothermal care-and- litsvörulínan samanstendur af þrem- ur vörutegundum: Balance-andlits- hreinsi 150 ml, sem er mildur tvívirkur húðhreinsir. Balance-raka- kremi 30 ml, sem er létt rakagefandi dag- og næturkrem fyrir venjulega og blandaða húð. Balance-næringar- kremi 30 ml, sem er nærandi dag- og næturkrem fyrir venjulega og þurra húð og húð sem er farin að eldast. Balance Geothermal Care-vörurn- ar eru fáanlegar í Heilsulindinni Bláa lóninu, Íslandica í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Hagkaupum Smáralind, Lyfju Lágmúla, Lauga- vegi, Smáratorgi og Smáralind, Lyfjum & heilsu Austurstræti og Kringlunni og Lyfjum & heilsu Hafnarstræti Akureyri. Fyrsta and- litslínan frá Bláa lóninu Bláa lónið RAUÐAKROSSDEILDIN í Grinda- vík kom færandi hendi í Grunnskóla Grindavíkur nú á dögunum þegar öllum krökkum í 1. bekk voru gefnir reiðhjólahjálmar. Með í för voru vaskir lögregluþjónar sem fóru yfir mikilvægi hjálmanotkunar. „Okkur í Rauðakrossdeildinni er umhugað um öryggi barna. Í haust gáfum við skólahópum á leikskólum bæjarins endurskinsborða sem við vonumst til að hafi gefist vel. Ætl- unin er að hafa þessi verkefni árviss. Starfið í vetur hefur verið mjög öfl- ugt, stanslaus fatasöfnun og gám- urinn alltaf sneisafullur. Fjórar kon- ur eru starfandi í heimsóknar- þjónustu þar sem þær heimsækja ákveðna einstaklinga. Þá er mjög skemmtilegur saumahópur, „Föt sem framlag“, sem starfað hefur í vetur,“ sagði Guðfinna Bogadóttir, formaður Rauðakrossdeildar Grindavíkur. Þá eru hefðbundin verkefni alltaf í gangi, s.s. blóðsöfnun og aðstoð við fjölskyldur og einstaklinga, tomból- ur hjá unga fólkinu, barnfóstru- námskeið og fleira. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Krakkarnir í 1. bekk með hjálmana ásamt lögregluþjónum, kennurum og fulltrúa RKÍ í Grindavík. Rauði krossinn gaf hjálma Grindavík SUMARHÚSAHVERFI er að rísa á Þóroddsstöðum við Sandgerði. Ingi- mar Sumarliðason er að ljúka bygg- ingu þriggja húsa sem hann byrjar að leigja út á næstunni og Sandgerð- isbær mun einnig úthluta lóðum á svæðinu til einstaklinga. Ingimar Sumarliðason, trillukarl á Þóroddsstöðum, og Rannveig Páls- dóttir kona hans hyggjast byggja upp ferðaþjónustu á staðnum. Fengu þau leigða lóð hjá Sandgerðisbæ fyr- ir sjö sumarbústaði, auk þjónustu- húss. Þjónustuhúsið er komið og ver- ið er að ljúka byggingu þriggja bústaða og byrja þau að leigja út húsin og selja gistingu í júní. Ingimar segir að vinnan við sjó- mennskuna hafi dregist saman vegna breytingar á kvóta smábáta. Í haust hafi verið svo komið að hann treysti sér ekki til að gera út á leigu- kvóta á línu. Ástandið hafi að vísu að- eins lagast með svokölluðum ráð- herrakvóta. Hann segist þó hafa hug á að snúa sér alfarið að ferðaþjónust- unni svo fremi sem hún gangi vel, en gott sé að hafa sjómennskuna með á meðan verið sé að byggja þessa nýju atvinnu upp. Nýr valkostur Ingimar og Rannveig segja að nánast engir sumarbústaðir séu til leigu sunnan Hvalfjarðar og vestan Hellisheiðar. Því sé tímabært að bjóða upp á þessa þjónustu á Suð- urnesjum, það sé gott fyrir höfuð- borgarbúa að fá nýjan kost. Húsin verða leigð allt árið. Aðstaðan á Þóroddsstöðum er að mörgu leyti góð. Mikið fuglalíf, fal- legar gönguleiðir í nágrenninu og golfvöllur Sandgerðinga í túnjaðrin- um. Þau bæta því við að stutt sé í skemmtilega sögustaði og alla þjón- ustu og afþreyingu í Sandgerði, Garði og Reykjanesbæ. Hugmynd þeirra hjóna er að setja upp heita potta ef staðurinn fæst tengdur við hitaveituna. Rannveig er að koma sér upp nuddstofu á bænum og mun bjóða upp á þá þjónustu fyrir sumarbústaðagesti og íbúa svæðis- ins. Byggja sumarhús til að leigja út allt árið Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ingimar Sumarliðason er að byggja upp ferðaþjónustu á Þóroddsstöðum. Sandgerði INNRITUN fyrir nemendur sem nú þegar eru í Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar er í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag, frá klukkan 12 til 18. Rangar upplýsingar um þetta voru í upphafi fréttar sem birtist á Suðurnesjasíðunni í gær og er beðist velvirðingar á því. Innritun fyrir nýja nemendur verður síðan mánudaginn 3. júní, frá kl. 12 til 18. Innritað er á skrifstofu skólans, Austurgötu 13 í Keflavík. Innritun í dag Reykjanesbær ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.