Morgunblaðið - 30.05.2002, Síða 30

Morgunblaðið - 30.05.2002, Síða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ OD DI H F I4 43 9 Skráning í síma 585 0210 og á golf.is Grafarholti, laugardaginn 1. júní Golfklúbbur Reykjavíkur Ræst út frá kl 8:00 keppnisgjald 3000 Kr Keppnisfyrirkomulag •Höggleikur á mfl. teigum (hámarksforgjöf 7.4 karlar og 20.4 konur), og punktakeppni í opnum flokki. Veitt verða verðlaun fyrir: •1, 2, 3 sæti í höggleik á meistaraflokks teigum. •1, 2, 3, 4, 5 sæti í punktakeppni með forgjöf (hámarksforgjöf 24 hjá körlum en 28 hjá konum). Nándarverðlaun á 2 og 11 braut. Allir keppendur fá teiggjöf. Glæsileg verðlaun þ.á.m Evrópuferð með Flugleiðum. FYRIR GARÐEIGENDUR SEM VILJA GÓÐ VERKFÆRI SLÁTTUORF GARÐSLÁTTUVÉLAR GARÐSLÁTTUVÉLARSLÁTTUORF HEKK KLIPPUR HANDSLÁTTUVÉLAR REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka, Glæsibæjarhreppi - Sími 461-1070 ÞAR SEM GÓÐU GARÐVERKFÆRIN FÁST Létt og lipur. Fyrir sumar- bústaðinn og heimilið Sú græna góða. 4,75 hp - 6,5 hp Sú mest selda. 3,5 hp - 6 hp Fyrir þá sem vilja „alvöru“ hekkklippur „Bumbubaninn“ sem bregst ekki Hörkuorf fyrir alla sláttumenn LJÓSMYNDASAFN Reykjavíkur opnar sýningu á blaðaljósmyndum í eigu safnsins í Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15 í dag. Blaðaljós- myndir eru einn stærsti flokkur myndefnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur og varðveitir safnið filmusöfn frá ljósmyndurum sem starfað hafa sem blaðaljósmyndarar auk filmusafna frá einstökum fjöl- miðlum. Á sýningunni er dregnar fram í dagsljósið hátt á annað hundr- að blaðaljósmyndir frá árunum 1965–1975. „Á sýningunni 6́5–́75 íslenskar blaðaljósmyndir er aðallega leitast við að sýna blaðaljósmyndir með öðrum hætti en venja er því ljós- myndin er tekin úr sínu upprunalega samhengi sem lyftistöng frásagnar,“ segir Guðbrandur Benediktsson safnvörður. „Hér spilar frásögnin einvörðungu lítið hlutverk en blaða- ljósmyndin fær að njóta sín til fulln- ustu; hún eignast líf fyrir utan at- burðinn, sjálfstæðan tilverurétt. Að sama skapi veitir sýningin með fjölbreyttu myndavali nokkra innsýn í tíðarandann hvort sem um er að ræða blaða- og fréttaefni á borð við stjórnmál, mótmæli og kröfugöngur, eða íþróttir og tísku.“ Sýningin stendur til 1. september og er opin frá kl. 12–18 virka daga og 13–17 um helgar. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Sverrir Starfsfólk Ljósmyndasafns Reykjavíkur kemur fyrir sýningu á blaða- ljósmyndum á veggjum safnsins. Sýningin verður opnuð í dag. Frásagnir í blaðaljós- myndum Listasafn Íslands Halldór Björn Run- ólfsson heldur fyr- irlestur kl. 20 og nefnist hann Draumurinn um nýja list. Fyrirlest- urinn er í tengslum við sýninguna Rúss- nesk myndlist 1900– 1930. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Halldór Björn Runólfsson Listahátíð í Reykjavík Dagskráin í dag Fimmtudagur 29. maí kl. 20.00 Þjóðleikhúsið Trílógía. Þrír danshöfundar og þrjú tón- skáld semja dansa og tónverkið Trílógía. Höfundar eru Lára Stefánsdóttir og Kjart- an Ólafsson. Tónlistin er bland af raf- tónlist og lifandi flutningi. Sveinbjörg Þór- hallsdóttir og Hildigunnur Rúnarsdóttir. Hljómeyki flytur tónlistina og Ástrós Gunnarsdóttir og Lárus H. Grímsson. Lúðrasveit Reykjavíkur flytur tónlistina við rímnasöng Steindórs Andersen. Kl. 21.00 Broadway Taraf de Haidouks. Lokatónleikar Sígaunahljómsveitarinnar. ÍSLENSKA söguþingið verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14.30 í dag en þetta er í annað sinn sem íslenskir sagnfræðingar og aðrir áhugamenn um sögu koma saman til að ræða viðfangs- efni sín. Um áttatíu fyrirlestrar verða fluttir á þinginu og er dagskrá þess afar fjölbreytt. Erlendir gestir Það eru Sagnfræðistofnun Há- skóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag sem skipu- leggja þingið en fyrsta íslenska söguþingið var haldið á vordög- um 1997. Sérstakir gestir þingsins nú eru sagnfræðingarnir Jürgen Kocka, prófessor við Freie Uni- versität í Berlín, Knut Kjeld- stadli, prófessor við Óslóarhá- skóla, og Sue Bennett, formaður Evrópusamtaka sögukennara. Mun Kocka flytja hinn árlega Minningarfyrirlestur Jóns Sig- urðssonar í tengslum við þingið en þau Kjeldstadli og Bennett verða með málstofur um valið efni. Ókeypis aðgangur eftir hádegi á laugardag Þingið verður sem fyrr segir sett í dag kl. 14.30 og fara síðan fram pallborðsumræður. Eiginleg dagskrá söguþingsins hefst síðan á morgun með málstofum um hin ýmsu efni og eru allar málstofur haldnar í Odda. Að sögn Halldórs Bjarnasonar, sem á sæti í þingstjórn, eru um 240 manns búnir að skrá sig til þátttöku og kvaðst hann nokkuð sáttur við þá tölu. Hann vakti hins vegar athygli á því að þingið er ekki aðeins fyrir sagnfræð- inga, almenningur sé sérstaklega boðinn velkominn. Geta menn keypt sér dagspassa í málstofur á föstudegi og laug- ardegi og sótt þá fyrirlestra, sem þeir kjósa. Er gjaldið fyrir föstu- dag 2.000 kr. en 1.200 kr. fyrir laugardag. Dagskrá eftir hádegi á laug- ardag er síðan opin öllum endur- gjaldslaust. Framkvæmdastjóri söguþings- ins 2002 er Sverrir Jakobsson en þinginu verður slitið í Odda kl. 17 á laugardag. Íslenska söguþingið sett í dag TUTTUGASTA og níunda starfsári Söngskólans í Reykjavík lýkur með af- hendingu prófskírteina og lokatónleikum í Tónlistar- húsinu Ými í dag. Skóla- slitin fara fram kl. 18.30 og hefjast tónleikar að þeim loknum kl. 20 þar sem fram koma nemendur á öllum námsstigum, alls um 50 söngvarar ásamt píanóleikurum skólans. Um 180 nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur og luku 159 stigprófum í söng, þar af luku 8. nemendur 8. stigi, lokaprófi úr almennri deild: Aðalsteinn Jón Bergdal, Alda Arnardóttir, Elísa- bet Ólafsdóttir, Hjördís Elín Lár- usdóttir, Hulda Björg Víðisdóttir, Linda P. Sigurðardóttir, Sólveig Samúelsdóttir, Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, og hafa þau verið að fullkomna próf sitt með opinberum tónleikum undanfarna daga. Einsöngvaratónleikar Skólinn útskrifar þrjá nemendur með burtfarar- próf í söng; Áslaugu Helgu Hannesdóttur mezzó-sópr- an, Ragnheiði Hafstein, mezzó-sópran og Þórunni Marinósdóttur sópran. Tveir nem- endur luku prófgráðunni ABRSMdip í söngkennslu: Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Hólm- fríður Jóhannesdóttir en burtfar- arprófstónleikar Áslaugar Helgu verða í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7 á morgun, föstudag, kl. 20. Undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson píanó- leikari. 29. starfsári Söng- skólans að ljúka Áslaug H. Hálfdánardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.