Morgunblaðið - 30.05.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.05.2002, Qupperneq 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTDANSSKÓLI Íslandsvar stofnaður árið 1952 ogfagnar því 50 ára starfsaf- mæli sínu á þessu ári. Af því tilefni standa Listdansskólinn og Tón- skáldafélag Íslands sameiginlega að hátíðarsýningum í Þjóðleikhús- inu, í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík. Þrír íslenskir danshöfundar og þrjú íslensk tónskáld leiða saman hesta sína og skapa þrjú ný dans- verk, þau Lára Stefánsdóttir og Kjartan Ólafsson, Ástrós Gunnars- dóttir og Lárus Halldór Grímsson og Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Hildigunnur Rúnarsdóttir. Dansverkin eru sérstaklega sam- in fyrir þrjá danshópa innan List- dansskólans, sem munu í verkunum gefa til kynna þá breidd og fjöl- breytni sem skólinn býður upp á. Verkin þrjú eru Saga, eftir Sveinbjörgu og Hildigunni, þar sem tónlistin er flutt af sönghópn- um Hljómeyki. Verk Ástrósar og Lárusar heitir Ann ég, dýrust drósa, en þar er tónlistin flutt af Steindóri Andersen kvæðamanni og Lúðrasveit Reykjavíkur. Þriðji dansinn, Alfa er eftir Láru og Kjartan; tónlistin er unnin á tölvu úr rafhljóðum og náttúrulegum hljóðum. Alfa – sálnaflakk og englar Þau Kjartan Ólafsson og Lára Stefánsdóttir hafa unnið nokkrum sinnum saman áður, og Kjartan samdi á sínum tíma verkið En and- inn er veikur, fyrir Láru og Pars pro toto. Nýja verkið heitir Alfa. „Hugsun mín að baki verkinu er það sem gerist milli lífs og dauða,“ segir Lára. „Þetta er hálfgert sálnaflakk. Sálin fer yfir í annan líkama; - það er mín trú að það sé til líf eftir dauðann. Þarna er leit að friði og ljósi, og veitir ekki af á þessum ófriðartímum í heiminum. Það má segja að þetta sé einhvers konar „englaveröld“ en þar er líka kátína og gleði, ekki bara logn- molla.“ Lára segir það hafa verið hvað mest spennandi við verkefnið, hvað Listdansskólinn er orðinn virkur í að koma nemendum á framfæri, sérstaklega þeim elstu sem séu á góðri leið með að verða fínir atvinnudansarar. „Krakkarnir hafa sýnt gífurlega framför á æf- ingatímanum og eru mjög fram- bærilegir sem hópur á atvinnu- grundvelli. Það sem mér finnst líka jákvætt við samstarfið er að krakk- arnir fái að vinna með atvinnufólki, og að það sé markvisst verið að þjálfa þau í því – þau eru að vinna með danshöfundum og atvinnufólki í tónlist. Þetta eru þrjú ólík verk sem þau fá að spreyta sig á. Í mínu verki eru sex dansarar, fimm stelp- ur og einn strákur. Hann var í Listdansskólanum, en fór í fram- haldsnám til Hlífar Svavarsdóttur í Arnhem. Hann hefur verið í góðu sambandi við Listdansskólann en er eiginlega kominn út í atvinnu- dansmennsku.“ Kjartan segir að þau Lára hafi verið sammála um að verkið yrði kaflaskipt. „Við ræddum fyrst hvaða svip við vildum hafa á verk- inu – hvað ætti að vera rólegt og hvað hratt. Ég samdi grófa skissu sem ég sendi Láru, og fékk tölvu- póst til baka frá henni með hennar hugmyndum. Þannig gekk þetta á milli okkar. Hún byrjaði svo að semja og æfa með danshópnum, og þá bættum við ýmsu við tónlistina og þróuðum hana áfram. Þannig er þetta búið að vera samvinna alveg frá upphafi og það er mjög skemmtilegt að vinna þannig.“ Saga – unglingarnir og kröfurnar „Okkur var eiginlega úthlutað að vinna hvor með annarri,“ segja Sveinbjörg Þórhallsdóttir danshöf- undur og Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld um sitt verk, Sögu. „Þetta er búið að ganga mjög vel og vand- ræðalaust. Hugmyndin að sögunni kom frá Sveinbjörgu. Ég settist niður með efni sem ég átti og hafði ekki haft neina sérstaka hugmynd um í hvað ég ætti að nota, og byrj- aði að vinna út frá því, og hug- myndirnar gengu svo á milli okkar á víxl.“ segir Hildigunnur. „Við sömdum þetta þó talsvert hvor í sínu lagi,“ segir Sveinbjörg, „en þegar Hildigunnur var búinn með tónlistina settum við þetta saman og fínpússuðum; en það var furðu lítið sem þurfti að breyta í tónlist- inni.“ Saga er þríþætt verk. Segir litla sögu að sögn Sveinbjargar; einn karakterinn í verkinu heitir saga, og auk þess gæti sagan gerst í sögutíma, því sviðið er skólastofa. „Verkið fjallar um unglinga í dag og kröfurnar sem gerðar eru til þeirra. Þau eru hvorki fullorðin né börn og vita ekki alltaf í hvorn fót- inn þau eiga að stíga. Verkið fjallar um það hvernig þau kljást við sín mál; ástina og ýmislegt fleira. Við fáum líka að skyggnast aðeins inn í hugarheim stelpnanna og fylgjast með hugsunum þeirra og draum- um.“ Það er Hljómeyki sem syngur tónlist Hildigunnar, og þótt mörg- um þyki sennilega kórtónlist og dans ekki það augljósasta í sam- vinnu af þessu tagi, þá hefur Hljómeyki nokkrum sinnum áður sungið í dansverkum. „Mér datt þetta í rauninni alls ekkert í hug,“ segir Hildigunnur, „ég held að ég hafi verið beðin um þetta einmitt vegna þess að kórinn er minn helsti miðill fyrir mína tónlist, og þar er ég á heimavelli. Það er reyndar enginn texti með verkinu, til þess var ekki tími,“ segir Hildigunnur, og Sveinbjörg bætir því við að texti við tónlist og dans hefði getað orðið mjög vandmeðfarinn. Fimm dans- arar dansa Sögu, og að sögn Svein- bjargar eru þeir ólíkir. „Ég vildi hafa krakkana ólíka. Þrjú þeirra eru á mjög módern línu í dansinum, en tvær mjög klassískar. Það hefur kannski helst verið ströggl fyrir þær að takast á við mínar módern hreyfingar, en þetta hefur verið mjög skemmtilegt og gaman að fá svona ólíka krakka til að vinna saman. Þau eru öll mjög sterk, þetta eru okkar framtíðardansarar.“ Ann ég, dýrust drósa – blíðuleikar Dansverk Ástrósar Gunn- arsdóttur og Lárusar Hall- dórs Grímssonar sækir titil sinn, Ann ég, dýrust drósa, í gamalt íslenskt kvæði. „Ég byggi dans minn á kvæðunum sem Lárus Hall- dór og Steindór Andersen kvæðamaður völdu saman,“ segir Ástrós. „Þetta eru gömul kvæði um ástir og upplifun ungs manns. Þetta er það sem ég fékk í hend- urnar áður en tónlistin varð til, og ég byrjaði að semja dansinn útfrá þessum texta. Svo kom tónlistin frá Lárusi og það var hreinlega með ólíkindum hvað þetta pass- aði allt vel saman. Hann hafði auðvitað líka verið að vinna útfrá sama texta, en tónlistin og dansinn smullu strax saman. Við höfum þó aðlagað þetta betur sviðinu, ég hef verið að vinna út frá leikhúsinu, útlitslega séð. Tónlistin er svo skemmtileg að maður kemst alveg á flug við að heyra hana, þannig að ég hef verið að bæta svolítið ofan á mína grunn- vinnu, alls konar sirkuslátum og skemmtilegheitum. Við Lárus og dansararnir vorum alveg sammála um það að það væri nóg til af fólki sem tæki sig of alvarlega, þannig að við vildum vera á léttu nótunum; hafa gaman af þessu sjálf, og skemmta öðrum um leið. Við höfum húmorinn í hávegum.“ Þyki ein- hverjum sérstakt að kór syngi ball- etttónlist þykir eflaust fleirum for- vitnilegt að lúðrasveit leiki fyrir þannig dansi, en sú er einmitt raunin í tónlist Lárusar, en sjálfur er hann mikill lúðrasveitamaður og stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavík- ur, sem leikur með dansinum. „Ég hef aldrei áður unnið með lúðra- sveit, hvað þá svona stóru bandi – þetta eru um 40 manns auk Stein- dórs kvæðamanns. Þegar Lárus kom með þessa hugmynd fannst mér hún alveg brilljant – þetta er svo absúrd saman, og það var það sem var svo skemmtilegt við þetta. Ég er nú hálfhrædd við að kalla þetta ballett, því dansinn er meira í átt við fólk að hreyfa sig og skemmta sér og kóreógrafían er öll lögð þannig að næstum allir ættu að geta dansað þetta.“ Fjórir dans- arar eru í verki Ástrósar, þar af er einn nýútskrifaður leikari, sem hún segir hafa kryddað dansópinn skemmtilega. „Kvæðið segir frá ástum og ævintýrum þessa manns, og stundum túlka bæði pörin eitt par, eða skipta á milli sín þeim hlutverkum sem koma fram í kvæð- inu.“ Lárus Halldór Grímsson segir tónlistina í léttari kantinum. „Ég vinn þetta upp úr vikivökum og rímnalögum sem ég hef sankað að mér. Ég spændi líka í gegnum fullt af bókmenntum og valdi fjóra texta – heilmikla bálka, sem ég þurfti að stytta til að þetta yrði hæfilega langt. Ætli ég hafi ekki farið í gegnum 150 rímnalög til að fella að þessum textum. Við Steindór vor- um saman að grúska í þessu. Ég samdi þetta svo og útsetti fyrir lúðrasveit. Ég hef ekki samið verk fyrir Lúðrasveit Reykjavíkur áður, en þetta hefur verið stórskemmti- legt. Blásararnir hafa tekið þessu vel og haft gaman af. Ég sem þetta fyrir hljómsveitina eins og hún er í dag. Þarna eru nokkrir mjög fínir spilarar, og þeir fá þá svolítil hlut- verk, þannig að þetta hentar kannski ekki hvaða lúðrasveit sem er.“ Ástrós segist vilja þakka Þjóð- leikhúsinu og starfsfólki þess sér- staklega fyrir þeirra hlut í þessu verkefni. „Tæknimenn og starfsfólk hafa verið bæði þægileg að vinna með og velviljað og mikið fagfólk. Það hefur mikla þýðingu fyrir krakkana að kynnast þeim þætti svona vinnu; að komast inn í at- vinnuhús, sjá atvinnufólk að verki og fá að vinna með því.“ Tónskáldin og danshöfundarnir eru sammála um að það sé mjög mikilvægt að aðstæður fyrir sam- vinnu af þessu tagi verði til. Það sé mikilvægt fyrir listamenn úr ólík- um greinum að fá tækifæri til að vinna saman, og eins sé það gott fyrir langt komna listnemendur að fá að spreyta sig í samvinnu við fagfólk. Listdansskóli Íslands var stofn- aður árið 1952 og þá undir hatti Þjóðleikhússins og hét þá Listdans- skóli Þjóðleikhússins eða þar til 1990 að skólinn ásamt Íslenska dansflokknum slitu sig frá Þjóð- leikhúsinu og fluttu á Engjateig 1. Þessar tvær stofnanir störfuðu síð- an saman, Íslenski dansflokkurinn og Listdansskóli Íslands, þar til um haustið 1997 að dansflokkurinn flutti í Borgarleikhúsið og þetta urðu tvær aðskildar stofnanir. Nemendur Listdansskólans sem dansa á afmælissýningunni á Listahátíð eru Emelía B. Gísladótt- ir, Guðrún I. Torfadóttir, Hannes Þorvaldsson, Hjördís L. Örnólfs- dóttir og Saga Sigurðardóttir. Þau dansa í Sögu, verki Sveinbjargar og Hildigunnar. Hjördís og Emelía dansa einnig í Alfa, verki Láru og Kjartans, ásamt þeim Andra Ó. Jónssyni, Guðrúnu Óskarsdóttur, Katrínu D. Jónsdóttir og Maríu L. Ámundadóttur. Pörin tvö í verki Ástrósar og Lárusar Halldórs eru Hákon A. Halldórsson, Ívar Ö. Sverrisson, Tanja M. Friðjónsdótt- ir og Tinna Ágústsdóttir. Tónskáldafélag Íslands var stofnað árið 1945. Markmið félags- ins frá upphafi var að sinna hags- munamálum íslenskra tónskálda og stuðla að framgangi íslenskrar tón- listar bæði hérlendis og erlendis. Í gegnum tíðina hefur Tón- skáldafélagið staðið fyrir fjölmörg- um viðburðum á sviði tónlistar bæði með sjálfstæðum verkefnum og í samvinnu við ýmsa aðila bæði innanlands og erlendis. Frumsýning dansþrennunnar í Þjóðleikhúsinu er í kvöld kl. 20.00, en önnur sýning á laugardag kl. 14.00. Fimmtíu ára afmæli Listdansskóla Íslands haldið hátíðlegt með sýningu í Þjóðleikhúsinu Lúðrar, rafmagn og kór miðla tónlist við þrjá nýja dansa Saga, verk Sveinbjargar Þórhallsdóttur og Hildigunnar Rúnarsdóttur. Ann ég, dýrust drósa, verk Ástrósar Gunnarsdóttur og Lárusar Halldórs Grímssonar. Alfa, verk Láru Stefánsdóttur og Kjartans Ólafssonar, á dans- þrennunni í Þjóðleikhúsinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.