Morgunblaðið - 30.05.2002, Side 33

Morgunblaðið - 30.05.2002, Side 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 33 SILJA Sallé ljósmyndari opnar sýningu á verkum sínum í Norska húsinu í Stykkishólmi í dag kl. 17. Silja er fædd í Frakklandi af ís- lensku og frönsku foreldri, hefur alist upp ytra en dvalið á sumrum hjá skyldfólki á Hjarðarfelli á Snæ- fellsnesi. Hún lauk námi í Ecole Su- périeure d’Arts Graphiques í París árið 1996, og þar í borg starfar hún að list sinni. Silja lauk enn- fremur námi frá Leiðsöguskóla Ís- lands árið 1997, og hefur ferðast víða, bæði um hálendi Íslands og í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu. „Þetta eru fjórtán svarthvítar landslagsmyndir,“ segir Silja, „myndirnar eru frekar litlar, en ein stærri litmynd. Mér fannst það of augljóst að hafa myndirnar stór- ar; – ég vildi frekar að þær kölluðu áhorfandann til sín, og hann kæm- ist eins og inn í þær; – hann fer nær þeim. Á stórum myndum sérðu allt strax. Stóra myndin er allt öðru vísi en hinar og eins og dyr að annarri seríu.“ Silja segir að tengslin við Ísland séu henni mjög mikilvæg. „Það er eitthvað við Ísland sem kallar mjög mikið á mig, sér- staklega uppi á hálendinu. Þetta er svo allt öðru vísi en það sem við sjáum annars staðar. Ég hef tekið landslagsmyndir annars staðar, en það er alltaf eitthvað mjög sérstakt við Ísland; ég kem á hverju ári og þekki það og á veturna get ég sest niður og hugsað um það og und- irbúið hugmyndir að nýjum verk- efnum. Hálendið er orðið mitt vinnusvæði. Annars tek ég líka myndir af hverfinu mínu í París þar sem ég bý. Þetta eru svæði sem ég er hrifin af og það er mikilvægt fyrir mig að geta myndað þau.“ Þörf fyrir skiljanlega vegvísa Silja segir nálgun sína á ljós- myndun eiga sér uppruna í upp- lifun hennar í sveitinni á barns- aldri. „Við frændsystkinin lékum okk- ur stundum að því að ganga upp á Sneiðina fyrir ofan Hjarðarfell. Þá gengum við upp í gilið þar sem var fullt af gráum, mjúkum stein- völum. Ég fyllti vasa mína af þeim; síðan klifruðum við upp kletta. Smám saman fór ég að skynja víddina umhverfis mig með nýjum hætti, bærinn fjarlægðist, sjón- deildarhringurinn stækkaði. Uppi á brúninni uppgötvaði ég síðan ótrúlegt, endalaust flæmi: Bærinn virtist settur saman úr smáum eld- spýtnastokkum, traktorar voru eins og maurar sem mjökuðust til og frá. Síðan birtust engi og mýrar hvert af öðru og í fjarska; sjórinn. Litla stelpan sem ég var þá (mjög lág í lofti …) fór að gera sér grein fyrir víðáttunni, hvaða pláss mann- eskjan tekur í rýminu. Nálgun mín á ljósmyndun á sér uppruna í þess- ari tilfinningu og hún er jafnframt grunnurinn að syrpu svart-hvítu landslagsmyndanna sem ég tók á gönguferðum mínum síðustu sum- ur. Miðhálendi Íslands er óend- anlegt steinflæmi sem virkar sterkt á mig á göngu minni um það. Ég finn hjá mér þörf fyrir skiljanlega vegvísa og áttamerki í þessari áhrifamiklu náttúru: Varða sýnir lóðrétta stöðu og að mað- urinn hefur verið á ferð, geómetr- ísk bygging fjalls, náttúrulegur hringur birtist á jörðinni. Full- komin form og róandi í endalausri víðáttunni.“ Sýning Silju Sallé í Norska hús- inu í Stykkishólmi stendur í mán- uð. Mýrdalssandur, ein af ljósmyndum Silju Sallé. „Litla stelpan í víðáttunni“ Landslagsljósmyndir Silju Sallé í Norska húsinu í Stykkishólmi Vi› eigum 9 ára afmæli og bjó›um frábær tilbo› í tilefni af flví. Áður Nú Kjólar 6.990 kr. 4.990 kr. Pils 4.990 kr. 2.990 kr. Tunikur 4.990 kr. 2.990 kr. Jakkar 4.990 kr. 2.990 kr. Peysur 7.490 kr. 3.990 kr. Buxur 6.990 kr. 4.990 kr. Bolir 1.990 kr. 990 kr. Academy of Multimedia Design Kolding - Danmörku Fjölmiðlunarhönnuður • Tveggja ára alhliða nám í: Grafískri hönnun Viðmótshönnun Samskiptarannsóknum Verkefnastjórnun og viðskiptahagfræði • Enskukennsla • Stuðningur við erlenda nemendur: Ráðgjöf Húsnæði og fæði Félagslíf • Staðsett í Kolding sem er miðsvæðis í Danmörku. Þar er ávallt mikið um að vera á sviði menningar og mennta • Nemendur frá Norðurlöndunum þurfa engin skólagjöld að greiða. Námið heyrir undir hið opinbera danska menntakerfi. • Kennsla hefst í september 2002 Mætið á upplýsingafund í Reykjavík. föstudaginn 14. júní kl. 13.00 á Radisson SAS Saga Hótel, við Hagatorg, 107 Reykjavík, salur D. Tilkynnið þátttöku í e-pósti til jsk@ceukolding.dk. Nánari upplýsingar fást á vefsíðunni www.multimediedesigner.com eða hjá Jens Skov í síma +45 793 20100. Einnig er hægt að senda tölvupóst til sk@ceukolding.dk Að kunna skil á samskiptum í hinum nýja miðli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.