Morgunblaðið - 30.05.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 30.05.2002, Síða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 43 PÉTUR Bjarnason skrifar lokasvar til mín í Mbl. 25. maí sl. vegna greina minna í Mbl. 2., 15. og 22. maí sl. um skipan stjórnar Haf- rannsóknastofnunar- innar og vegna viðtals við hann í þættinum Auðlind í ríkisútvarp- inu og greinar hans í Mbl. 18. maí sl. Af einhverjum ástæðum er Pétur mjög ómálefnalegur í þessari lokagrein sinni og forðast að skýra með málefnalegum hætti það misræmi, sem er í texta lagagreinanna um Hafrannsóknastofnunina, sem fjalla um stjórn stofnunarinnar og verk- efni stjórnarinnar, og þess sem stjórnin gerir, að sögn Péturs. Í stað skýringa bregður Pétur mér um misskilning og að ég taki ekki mark á orðum hans. Ég tók einmitt mark á orðum hans, eins og skýrt kemur fram í greinum mínum, er ég ræði um það sem Pétur segir vera verkefni stjórnar Hafró og svo það sem lagatextinn segir vera verkefni hennar. En á því er mikill munur. Það eru því vonbrigði að Pétur skuli ekki ætla að skýra þetta misræmi nánar úr því hann fór að ræða um málið í fjölmiðlum. Þá segir Pétur að mér sé mikið í mun að koma því á framfæri að deil- ur standi um vísindalegt sjálfstæði og heiðarleika starfsmanna stofnun- arinnar. Það er ekki heiðarlegt af Pétri að saka mig um þetta. Ég hef ekki borið óheiðarleika á starfsmenn Hafró eða rætt um að deilt sé um heiðarleika þeirra né heldur gert mikið úr deil- um um vísindalegt sjálfstæði stofn- unarinnar. Ég benti hins vegar á að sjálfstæði hennar hefði verið dregið í efa af öðr- um mönnum, sem til þess væru fær- ir, og benti jafnframt á að besta leið- in til að tryggja sjálfstæði og framgang stofnunarinnar væri að stjórn hennar yrði óháð einstökum sjávarútvegsfyrirtækjum. Flestir, sem læsu greinar mínar, sæju að gagnrýni mín var á skipan stjórnarinnar og það að stjórn stofn- unarinnar væri að meirihluta skipuð stjórnendum stórra sjávarútvegs- fyrirtækja, sem hefðu möguleika á ýmiss konar vitneskju og áhrifum, sem væru nytsamlegar í viðskiptum í sjávarútvegi, en fyrirtæki stjórnar- mannanna væru um- svifamikil í sjávarút- veginum. En Pétur kýs að halda því fram að gagn- rýni mín beinist ein- göngu að stofnuninni og starfsmönnum hennar. Pétur reynir ekkert að sýna fram á að skoð- un mín á skipan stjórn- arinnar sé röng heldur slengir fram orðafroðu eins og eftirfarandi: „Það breytist ekki þótt Árni jesúsi sig í bak og fyrir og snúi út úr orð- um mínum.“ En með þessu orðalagi leggur Pétur áherslu á þá skoðun sína að stjórn Hafró vinni sín verk í samræmi við lög stofnunarinnar þótt hann hafi áður sagt að hún gerði það ekki og væri ekki venjuleg stjórn. Sú skoðun mín, að nauðsynlegt sé að gera breytingar á stjórn Hafró, hefur styrkst verulega við framlag Péturs til þessarar umræðu. Það er vond stjórnsýsla að hafa í lögum ákvæði um tilnefningar tiltek- inna hagsmunaaðila í sjávarútvegi í stjórn Hafró og hjá sjávarútvegsráð- herra að skipa í stjórnina stjórnend- ur sjávarútvegsfyrirtækja, sem margvíslegra hagsmuna eiga að gæta, sem gætu skarast í störfum stofnunarinnar, og skapa þannig möguleika á hagsmunaárekstrum og misnotkun upplýsinga. Eðlilegt sam- band sjávaraútvegsins við Hafrann- sóknastofnunina væri hægt að tryggja með margvíslegum hætti öðrum en þeim að láta þrjá sjávarút- vegsforstjóra stjórna stofnuninni. Nú á tímum hljóta menn að sjá að það er óheppilegt fyrirkomulag. Svar til Péturs Bjarnasonar Árni Þormóðsson Höfundur er öryggis- og næturvörður. Hafró Það er vond stjórn- sýsla, segir Árni Þormóðsson, að hafa í lögum ákvæði um til- nefningar tiltekinna hagsmunaaðila í sjávar- útvegi í stjórn Hafró. Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 VEÐUR mbl.is Venjuleg aðalfundarstörf skv. grein 3.5 í samþykktum félagsins. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins; nafnbreyting, hækkun hlutafjár og útgáfa jöfnunarhluta: Að nafni félagsins verði breytt úr Baugur hf. í Baugur Group hf. og að tilgangi félagsins verði breytt, þannig að hann verði verslunarrekstur, eignaumsýsla, rekstur fasteigna, kaup og sala eigna og annar skyldur rekstur. Heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins um 100.000.000 kr. - eitthundraðmilljónirkróna - að nafnverði, sem nota skal til sameiningar eða kaupa á hlutum í félögum með skylda starfsemi, svo og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum vegna hækkunarinnar. Heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins um 10.000.000 kr. - tíumilljónirkróna - að nafnverði, sem nota skal til sölu hlutabréfa til stjórnenda og starfsmanna samkvæmt kaup- réttaráætlun stjórnar, svo og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum vegna þeirrar hækkunar. Útgáfa jöfnunarhluta. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til kaupa á hlutabréfum í félaginu. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins, auk annarra gagna munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Skútuvogi 7, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. a. b. c. d. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B A U 1 77 88 05 /2 00 2 Aðalfundur Baugs hf. verður haldinn í Ís lensku Óperunni (Gamla Bíói) , Ingólfsstræti, Reykjavík, í dag 30. maí 2002 kl . 17.00. 1 2 3 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.