Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 272. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hálendið heillar Tvær kvikmyndir Páls vinna til verðlauna ytra | Menning Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Fullbúinn á furðu lágu verði  Tólf bílar bítast um hylli dómnefndar Íþróttir | Dagur er tilbúinn í slag- inn Miklar breytingar á liðunum í körfunni SÍLD af norsk-íslenskum stofni veiddist skammt undan Glettinganesi á Austfjörðum í síðustu viku og mun það vera í fyrsta sinn í 37 ár sem síld af þessum stofni veiðist svo nærri landi í vetur- setu. Gamall síldarfiðr- ingur fer um fiskifræð- inga sem segja þó enn of snemmt að spá nýju síld- arævintýri Síldarskipið Hoffell SU frá Fá- skrúðsfirði fékk sannkallaða dem- antssíld út af Austfjörðum í síðustu viku og hefur nú verið staðfest af þar var um að ræða síld af norsk- íslenskum stofni. Á síldarárunum hélt norsk-íslenska síldin til við Ís- land í um 6 mánuði á ári, kom að Norðurlandi að vori eða snemm- sumars en var við Austfirði á haustin og fram að eða yfir áramót þegar hún hélt aftur austur til Nor- egs. Þegar mest var veitt af síld við Ísland, á fyrri hluta 7. áratugarins, voru veidd hér við land hátt í 700 þúsund tonn af síld og uppistaðan í þeim afla var norsk-íslenska síldin. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur á Haf- rannsóknastofnuninni, segir að eftir sé að kanna hversu mikið af síld sé þarna á ferðinni. Ef um umtalsvert magn sé að ræða gæti verið komin upp sama staða og var hér á síld- arárunum. Hjálmar segir samt enn of snemmt að segja nokkuð til um hvort nýtt síldarævintýri sé í upp- siglingu. Fyrst þurfi að finna síld- ina og reyna að mæla hversu mikið er þarna á ferðinni. Jakob Jakobsson, fyrrum for- stjóri Hafrannsóknastofnunarinn- ar og einn helsti síldarsérfræðing- ur þjóðarinnar um árabil, telur að nú þegar síldin hafi rambað á gam- alt göngumynstur geti allt gerst á næstu fjórum til fimm árum./11                         Norsk-íslenska síldin veiðist eftir 37 ára hlé „EF Jakob Jakobsson segir að þessi síld sé af norsk- íslenska stofninum, þá er hún það ábyggilega,“ segir hinn landskunni síldarskip- stjóri, Eggert Gíslason, þeg- ar bornar eru undir hann tíð- indin af síldarmiðunum. Eggert var einn fengsæl- asti skipstjóri flotans á síld- arárunum, meðal annars á aflaskipunum á Víði II og síðar Gísla Árna. Hann segir samt hæpið að í uppsiglingu sé síldarævintýri í líkingu við það sem hann tók þátt í. „Þegar norsk- íslenski síldarstofninn var upp á sitt besta var auðvitað gríðarleg veiði. En þá voru bátarnir svo litlir og viðmiðin allt önnur. Víðir II var til dæmis lítill, bar til dæmis ekki nema um 90 tonn og var þá gersamlega á nös- unum, en var afskaplega gott skip. Ég þróaðist síðan með þessum veiðum og tók við Gísla Árna árið 1966 sem þá var stærsta síldarskip flotans, bar um 400 tonn. Nú bera síldarskipin vel á þriðja þúsund tonn og veiðarnar yrðu því allt öðru vísi. En ég get vel trúað því að norsk-íslenski síld- arstofninn sé á uppleið aftur, það væri virkilega gaman fyrir unga fólkið að kynnast alvöru síldarstemningu,“ segir Eggert Gíslason. Yrði ekki sama ævintýrið Eggert Gíslason um borð í Gísla Árna þegar síldarævintýrið var í algleymingi. ÍRANAR búa í dag yfir eldflaugum sem draga 2.000 kílómetra en það er umtalsvert meira en þeir hafa áður sagt drægið vera. Þetta kom fram hjá fyrr- verandi forseta Írans, Akbar Hashemi Rafsanj- ani, í gær en Rafsanjani er enn áhrifamaður í írönskum stjórnmálum. Íranar gerðu prófanir á endurbættri tegund af Shahab-3-eldflaugunum í sumar en sérfræðingar hafa fram til þessa talið að þær drægju aðeins á bilinu 1.300 til 1.700 km sem þó er nógu mikið til að þeim mætti beita gegn hugsanlegum skotmörkum í Ísrael og bækistöðvum sem Bandaríkjaher hefur í þessum heimshluta. Leiðtogar vesturveldanna hafa áhyggjur af þróuninni í Íran en margt bendir til að æðstu valdamenn þar stefni ótrauðir að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Fulltrú- ar á íranska þinginu eru hlynntir því að það skref verði tekið, a.m.k. ef marka má þá ákvörðun þingsins í gær að leggja blessun sína yfir löggjöf sem ætlað er að þrýsta á stjórnina í Teheran að hefja aftur vinnu við auðgun úrans, en auðgað úran þarf til gerðar kjarnorkusprengju. Hafa aukið drægni eldflauga Akbar Hashemi Rafsanjani Teheran. AP, AFP. HAMID Karzai, forseti Afganistans, hélt sinn fyrsta kosningafund utan höfuðborg- arinnar Kabúl í gær vegna forsetakosn- inga sem fara fram á laugardag. Gífurleg öryggisgæsla var þegar Karzai ávarpaði um tíu þúsund manns í borginni Ghazni, um 100 km suður af Kabúl, en síðast þegar hann hugðist halda slíkan fund varð hann frá að hverfa eftir að flugskeytum hafði verið skotið á þyrlu hans. Sú staðreynd, að Karzai hefur ekki að neinu ráði hætt sér út fyrir Kabúl í kosningabaráttunni, þykir sýna hversu ótryggt ástandið er í landinu. Alls eru sautján í framboði í kosningunum í Afganistan, þar af ein kona. Reuters Mikil öryggis- gæsla um Karzai  Geta haft/23 FORYSTUMENN samtaka sjó- manna mættu á löndunarbryggju Brims á Akureyri um hádegisbil í gær, þegar ísfisktogarinn Sól- bakur EA kom inn til löndunar og komu þeir í veg fyrir að hægt yrði að hefja löndun úr skipinu með því að leggja bílum sínum við skipshlið. Fulltrúar sjómanna telja að samningur sem gerður var við áhöfn skipsins á dögunum sé ólög- legur. Fulltrúar Brims telja samn- inginn löglegan og fóru fram á það við lögregluna á Akureyri að forsvarsmenn sjómanna og bílar þeirra yrðu fjarlægðir af bryggj- unni. Lögreglan kom á staðinn en aðhafðist ekkert þar sem um vinnudeilu var að ræða. Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims, segir að félagið muni leita réttar síns. Nauðsynlegt sé að koma aflanum í land, enda væri verið að loka 120 manna vinnustað með þessum aðgerðum. „Við verðum hér í nótt, á morg- un og aðra nótt ef þarf,“ sagði Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar. Ingólfur Jónsson, kokkur á Sól- bak EA, var ekki sáttur við að- gerðir sjómannaforystunnar og sagði að ekki hefði verið skrifað undir samninginn við útgerðina ef hann hefði ekki verið í lagi./19 Morgunblaðið/Kristján Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, ræða málin. Stál í stál við Sólbak Fulltrúar samtaka sjómanna komu í veg fyrir löndun YOKO Ono, listakonan heimsþekkta og ekkja Johns Lennon, vill reisa broddsúlu í Reykjavík. Súlunni er ætlað að varpa ljósi friðar til þjóða heimsins. Ein ástæða þess að Yoko Ono vill reisa friðarsúluna á Íslandi er staðsetning lands- ins milli heimsálfanna Evr- ópu og Ameríku. Hún kveðst bera hlýjar tilfinningar í brjósti til Íslands. Það skiptir hana miklu að Íslendingar hafa aldrei rekið eigin her. Í samtali við Morgunblaðið kveðst Yoko Ono eiga í við- ræðum við Listasafn Reykja- víkur um hönnun broddsúl- unnar og staðsetningu hennar. Henni finnst súlan verða að vera í Reykjavík, því þar „hverfast allir straumar saman í einum punkti og verða svo sterkir“. Yoko Ono segist þess full- viss að friðarsúlan rísi innan tíðar á Íslandi og verði sú fyrsta af sinni tegund. Kveðst hún munu fylgja þessu verk- efni sínu vel eftir. Reuters Allir straum- ar saman í einum punkti  Til heiðurs lífinu/35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.