Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 27 MINNINGAR Þórdís Katarínus- dóttir, sem flestir köll- uðu Dísu en ég mömmu, var góð móðir, tengda- móðir, amma, langamma og langa- langamma. Hún var trú og trygg öll- um sem kynntust henni og gestrisin með eindæmum. Sérstaklega góð var mamma ávallt við börnin og ekki bara sín eigin. Bauð hún til dæmis alltaf vinnuskólakrökkunum inn í kaffi eða sælgæti þegar hún var hætt að geta slegið sjálf. Þau sem ég þekkti hlökk- uðu alltaf til að fara og slá hjá konunni með hvíta hárið. Mamma var alltaf hress og ung í anda. Enda skildi hún unga fólkið vel og átti góða vini sem ÞÓRDÍS KATARÍNUSDÓTTIR ✝ Þórdís Katarín-usdóttir fæddist í Fremri-húsum í Arn- ardal 14. mars 1915. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 7. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akranes- kirkju 17. ágúst. voru mun yngri en hún. Öllum þótti gott að geta leitað til Dísu. Ég kom fyrst til Ís- lands 4. maí 1974. Þegar ég kom fyrst á Vestur- götu 111 tóku Dísa og Geiri mér opnum örm- um og ég kallaði þau strax mömmu og pabba. Þau ólu upp sjö dætur og er konan mín ein þeirra. Hinar eru mér sem systur og eigin- menn þeirra sem bræð- ur mínir. Við bjuggum hjá þeim í tæp tvö ár. Það var gott að koma heim úr vinnunni og fá góðan mat hjá henni Dísu. Þótt ég hafi ekki talað íslensku og hún ekki ensku skildum við hvort annað vel. Sérstaklega þegar ég sagði oj! Skata í matinn! Þá hló hún og gaf mér eitthvað annað að borða. Á þeirra fallega heimili voru allir velkomnir og alltaf glatt á hjalla. Eftir að við fluttum aftur til Banda- ríkjanna kom Ásgeir að heimsækja okkur ásamt Gylfa. Það var eina heimsókn hans til okkar því stuttu síðar lést hann. Það var mikil sorg í fjölskyldunni og tók eiginkonuna mjög sárt. En mamma átti góða að og var mjög rík, eins og hún sagði alltaf. Með fjölskylduna í kringum sig. Við komum heim á hverjum jólum og var þá glatt á hjalla. Mamma bak- aði alltaf brúna köku og eldaði hangi- kjöt með öllu tilheyrandi. Svo var sungið og dansað. Mamma Dísa hafði fallega rödd. Það var alltaf svo gaman og gott að koma heim til Íslands. Mamma Dísa var mjög trúuð kona og hjálpaði hún og kenndi mér mikið. Móður minni, Kathren Hausler, þótti vænt um Dísu og fannst hún þekkja hana í gegnum mig. Þær hittust þó aldrei. Ég gleymi aldrei þessum fjórum vikum sem við vorum saman síðustu jól. Alltaf kyssti mamma Dísa mig góða nótt. Nú sefur þessi glæsilega kona svefninum langa. Ég þakka guði fyrir að hafa kynnst henni og veit að hún fékk góðar móttökur. Þinn sonur og tengdasonur, Robert Hausler (Bob). Látin er á Akranesi dugnaðarkon- an Þórdís Katarínusdóttir, „Dísa í Heimabæ,“ eins og Hnífsdælingarnir kölluðu hana í gamla daga. Ég á Dísu margt að þakka. Þegar ég var níu ára voru teknir úr mér hálskirtlar og svo fór að blæða úr hálsinum á mér þegar ég kom heim. Ekki var hægt að kom- ast til læknis því Eyrarhlíðin var lok- uð, en frést hafði að það sama hefði komið fyrir Ásgeir, mann hennar, og þau ættu meðul sem hægt væri að nota. Dísa kom með þau og penslaði á mér hálsinn svo blæðingin stöðvaðist. Það má segja að með því hafi hún bjargað lífi mínu. Ég heimsótti Dísu fljótt eftir að ég kom á Akranes og við áttum oft skemmtilegar samveru- stundir. Hún var mjög minnug um gamla daga. Hennar líf var ekki alltaf dans á rósum, frekar en margra af hennar kynslóð, en hún var mjög dug- leg og eljusöm. Heimili hennar bar vott um mikinn myndarskap. Alltaf hreint og fágað. Dísa lét sér annt um mig og útvegaði mér góða sumar- vinnu á meðan ég beið eftir því starfi sem ég gegni í dag og er ég henni mjög þakklát fyrir það sem hún gerði fyrir mig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald.Briem.) Ég votta dætrum Dísu og öllum ástvinum dýpstu samúð. Jóna K. Sigurðardóttir. Kynni mín af Laugu hófust þegar ég var formlega kynnt fyrir henni og Alberti verðandi tengdafor- eldrum mínum fyrir um það bil 27 ár- um. Strax urðu þessi kynni okkar ein- staklega traust og góð og hefur hvergi slegið þar bletti á síðan. Laugu einkenndi fyrst og fremst mikil tilfinningasemi, einstök blíða og væntumþykja í garð allra. Hún var sérstaklega barnelsk og mátti ekkert aumt sjá, án þess að vilja allt fyrir alla gera, gladdi það hana sérlega að geta glatt aðra á einhvern hátt. Hún var einstaklega létt í lund og maður undr- aðist oft hvað hún gat verið sterk GUÐLAUG KRISTJANA GUÐLAUGSDÓTTIR ✝ Guðlaug Krist-jana Guðlaugs- dóttir fæddist að Búðum í Hlöðuvík 23. desember 1920. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnar- firði 12. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Hafn- arfjarðarkirkju 17. september. þrátt fyrir mikið mót- læti í lífinu. Hún var smávaxin kona sem hafði risastórt hjarta, fullt af kærleik og manngæsku. Lauga talaði oft um að ef hún hefði fengið tækifæri til að mennta sig þegar hún var ung hefði hún ekki verið í nokkrum vafa um að það væri til að verða ljósmóðir, sem lýsir því hve börn stóðu huga hennar nærri. Hún var trúuð kona, trúði á Guð og trúði á lífið og sagði gjarnan „Hver hefur svo sem sagt að lífið eigi að vera auðvelt?“ Lauga fæddist norður á Horn- ströndum. Hún var stolt af uppruna sínum og minntist Búða í Hlöðuvík með miklum söknuði. Hún var óþreytandi að segja sögur af uppvexti sínum norður á Búðum, þar sem lífið var margbreytilegt og alls ekki alltaf auðvelt en oft var þó líf og fjör á stóru heimili og ósjaldan grét hún af hlátri þegar hún sagði frá því hvernig hún (litla stýrið) tuskaðist við og tók í bræður sína. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fara með Árna og þeim Laugu og Alberti í stórkostlegt ferða- lag norður að Búðum fljótlega eftir að ég kynntist þeim. Þetta var bæði mín fyrsta ferð þangað og í fyrsta sinn sem þau komu norður að Búðum frá því þau fluttust þaðan sem síðustu ábúendur nærri 30 árum áður. Það var engu líkara en tvenn ung pör í til- hugalífinu væru þar á ferð. Þvílíkur tilfinningahiti og gleði yfir því að sjá átthagana aftur eftir svo langan tíma og yndislegt að fylgjast með þeim ganga um, hönd í hönd og lyfta upp gömlum fjölum úr húsgaflinum, hell- unum af eldavélinni og fylgjast með því hvernig sagan virtist lifna við í hugum þeirra við að ganga um fornar slóðir. Þar voru öll örnefnin á hreinu og hver steinn og þúfa átti sínar minn- ingar. Þarna lifðum við á náttúrunni og nutum fegurðarinnar og friðarins í vikutíma. Við áttum eftir að ferðast mikið saman og gera ýmislegt annað skemmtilegt eftir það en þetta ferða- lag er það allra eftirminnilegasta. Mér finnst ég svo óumræðilega lán- söm að hafa fengið hana Laugu fyrir tengdamóður að ég fæ það aldrei full- þakkað. Ég lærði svo mikið af henni, reynslu hennar og viðhorfum til lífs- ins. Ég votta Alberti, elskulegum tengdaföður mínum, og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð og bið algóð- an Guð að blessa þau öll. Takk fyrir allt og allt. Elínrós Eiríksdóttir. Elsku Inga. Orð fá ei lýst hve erfitt er að kveðja þig, þín verður sárt sakn- að. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, HALLDÓRA INGIBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR ✝ Halldóra Ingi-björg Ingólfs- dóttir (Inga) fæddist í Reykjavík 30. júlí 1953. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 13. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Digraneskirkju 23. september. og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sigurðardóttir.) Takk fyrir samstarf- ið og vináttuna. Megi guð styrkja alla þína ástvini. Kristín Magnús- dóttir, Snælands- skóla. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Kveðjum Ingu með þakklæti í huga og vottum fjölskyldu hennar samúð okkar. Blessuð sé minning hennar. Eva Hrund, Guðríður, Helga Irma, Silja og Sunna Dögg. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENJAMÍN MAGNÚS SIGURÐSSON frá Eyjum, Strandasýslu, Engihjalla 11, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 8. október kl. 15. Lára Loftsdóttir, Pálfríður Benjamínsdóttir, Hákon Örn Halldórsson, Sóley B. Frederiksen, Jörgen Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, ÖRN FRIÐFINNSSON, Dalalandi 1, Reykjavík, lést mánudaginn 4. október. Jarðarförin auglýst síðar. Arna Ýr Arnardóttir, Svava Andrea Arnardóttir, Anna Guðrún Bjarnadóttir, Svava Jenný Jóhannesdóttir, Guðmundur Bjarni Friðfinnsson, Sigríður Alda Ásmundsdóttir, Erna Friðfinnsdóttir, Pétur Hákon Friðfinnsson, Hjördís Braga Sigurðardóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÖRN SIGURJÓNSSON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni þriðjudagsins 5. október. Inga Guðmundsdóttir, Kristín Arnardóttir, Steinn Kárason, Ragnheiður Inga Arnardóttir, Benedikt Ó. Benediktsson, Ingólfur Örn Arnarson, Dagbjört Lára Ottósdóttir og barnabörn. HJÁLMAR SVEINSSON fyrrum bóndi á Syðra-Vatni, Efribyggð, Skagafirði, síðast til heimilis á Norðurgötu 60, Akureyri, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli þriðju- daginn 28. september, verður jarðsunginn frá Mælifellskirkju föstudaginn 8. október kl. 13.00. Soffía Sigurbjörg Jóhannsdóttir börn tengdabörn barnabörn og langafadrengur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR LOFTSSON flugvirki, Sogavegi 32, Reykjavík, sem lést mánudaginn 27. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. október kl. 13.30. Anna Lísa Gunnarsdóttir, Kristján Sigurbjörnsson, Gunnar Kristjánsson, Sigurbjörn Kristjánsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Jónas Ágústsson, Elín Hrönn Jónasdóttir, Hermann Leifsson, Helga Birna Jónasdóttir, Bergrós Hermannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.