Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 20
Fylgihlutir verða æ mik-ilvægari þegar kemurað heildarútliti frá tískuhúsunum. Í New York Times er tekið svo djúpt í ár- inni að hönnuðir þurfi varla að hanna föt lengur. Nýir skór og ný taska við hverja nýja fatasamsetningu er skylda. Frá Prada- tískuhúsinu streyma nú hippaleg belti og skór með lágum hælum í skærum litum. Ártalið 1970 kem- ur upp í hugann. Og skilaboðin eru skýr frá Dolce & Gabbana: Fylgihlutir úr slönguskinni í öllum myndum.  TÍSKA | Tískuhönnuðir leggja áherslu á fylgihluti fyrir næsta vor og sumar Fylgihlutir: Gai Mattiolo kynnti hönnun sína á tískusýn- ingunni í Mílanó. Eins og sést eru það ýmsir auka- hlutir sem fylgja fatnaðinum. Blóm: Hattur frá Prada sem sýnd- ur var á tískusýningu í Madrid ný- lega og vakti athygli gesta. Reuters Skært: Taskan er áberandi fylgihlutur kápunnar sem Trussardi átti á tískusýning- unni í Mílanó um síðustu helgi. Hattar og hippaleg belti Litskrúðugt: Hatturinn var áberandi hjá Prada í Mílanó. 20 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Helgi, sem segist orðinn þreyttur á viðtölum við fjölmiðla sem hafa fylgt honum frá 30. september. Reglur leiksins eru þær að þátttakendur mega ekki hafa neitt með sér inn á býlið nema fötin sem þeir standa í, og þeir fengu auk þess 15 kg af haframjöli til að lifa af. Í fjallgöngu eftir þrjár vik- ur hitti Helgi mann sem gaf honum sígarettu og þá varð fjandinn laus því tóbakslöngunin varð enn meiri. Í einni af fáum búðarferðum hópsins freistaðist hann til að kaupa tóbak og sápu handa stelpunum fyrir peninga sem hópnum höfðu áskotnast sameiginlega. Upp komst um kaupin og rifrildið byrjaði með áðurnefndum afleið- ingum. Helgi segist ekki hafa getað annað en hætt vegna hegðunar sinnar. Helga hefur alltaf langað að verða leikari og segir að ef honum bjóð- ist hlutverk í kvikmynd muni hann taka því. Hann Sýningar á raunveruleikaþáttunum Farmenstanda nú yfir í norska sjónvarpinu en þeirvoru teknir upp í sumar.. Íslendingurinn Helgi Ágústsson var einn af þeim sem tók þátt. Býlið gengur út á að hópur fólks á að bjarga sér á afskekktu eyðibýli og keppa sín á milli um verðlaun og að fá að vera lengur þar til einn stendur upp sem sigurvegari. Í síðustu viku var sýndur þáttur þar sem hinn 48 ára Helgi missti stjórn á skapi sínu, sló til konu sem er einnig þátttakandi í þættinum og kallaði hana hóru. Í kjölfarið ákvað Helgi að hætta í þættinum og fór. Helgi útskýrir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi strax séð eftir þessu og því viljað fara. „Ég var orðinn of villtur og mig langaði heim. Fyrstu þrjár vikurnar gengu vel en svo var orðið of erfitt að vera án tóbaks,“ segir hefur þegar fengið tilboð um hlutverk í norskri sápuóperu, Hotel Cæsar, en er ekki búinn að ákveða sig. Spurður um ástæðu þess að hann sótti um að komast að sem þátttakandi í Farmen segir Helgi að hann hafi viljað gera eitthvað í staðinn fyrir að sitja fyrir framan sjónvarpið með fjarstýringuna í hönd. „Mig langaði í ævintýri og að prófa þennan íslenska líkama sem er bara 162 sentimetrar, seg- ir Helgi sem er gamall Íslandsmeistari í fim- leikum. Líkaminn reyndist ágætlega og Íslend- ingurinn vakti mikla athygli, bæði jákvæða og neikvæða. Helgi hefur búið í Noregi í fimmtán ár og starf- ar sem prentari, síðustu sjö árin hjá Dagbladet. Á föstudaginn var hann einmitt forsíðuefni þess blaðs og á fimmtudaginn bað hann sambýliskonu sinnar, Inger Lisa Gjerdingen, í beinni útsend- ingu á TV2, og hún játaði. Að sögn Helga mun tímaritið Se og hør í Noregi borga brúðkaupið gegn því að birta umfjöllun og myndir frá því.  SJÓNVARP | Helgi Ágústsson, prentari hjá Dagbladet í Noregi, lék í norska raunveruleikaþættinum Farmen Hætti eftir þrjár vikur á býlinu Helgi Ágústsson: Var kominn með heimþrá og orðinn þreyttur eftir þriggja vikna dvöl á bóndabænum. Íslendingurinn Helgi Ágústsson hefur verið í sviðsljósinu í Nor- egi síðustu daga vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþættinum Farmen eða Býlið á norsku sjónvarpsstöðinni TV2. steingerdur@mbl.is Henson peysur í úrvali Garðatorgi 3 210 Garðabæ s: 565-6550 Hafnarstræti 106 Akureyri s: 462-5000 Vöruhúsið ehf heildverslun Ný sending af fallegum silkiblómum. Pantanir í síma 565 1504 voruhusid@internet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.