Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ BÖNDIN Á MILLI OKKAR FRUMSÝNING 14. OKTÓBER! Stóra sviðið kl. 20:00 EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Í kvöld mið 6/10 uppselt, fim. 7/10 örfá sæti laus, fös. 8/10 uppselt, fös. 15/10 örfá sæti laus, lau. 16/10 uppselt, fim. 21/10 örfá sæti laus, fös. 22/10 örfá sæti laus, lau. 30/10 örfá sæti laus, lau. 6/11 örfá sæti laus. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur Lau. 9/10 örfá sæti laus, fim. 14/10 uppselt, lau. 23/10 örfá sæti laus. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner Sun. 10/10 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 17/10 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 24/10 kl. 14:00 nokkur sæti laus. Smíðaverkstæðið kl. 20:00 SVÖRT MJÓLK – Vasílij Sígarjov Sun. 10/10, fös. 15/10 nokkur sæti laus, lau. 16/10. Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Frumsýning fim. 14/10 uppselt, sun. 17/10, lau. 23/10 Miðasalan er opin kl. 13:00-18:00 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl.13:00- 20:00. Símapantanir frá kl. 10:00 virka daga. www.leikhusid.is – midasala@leikhusid.is. Þjóðleikhúsið sími 551-1200 HÉRI HÉRASON FRUMSÝNING FÖSTUDAGSKVÖLD Stóra svið Nýja svið og Litla svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. Edward. Albee Fö 8/10 kl 20, Su 10/10 kl 20, Fi 14/10 kl 20, Fö 15/10 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Aðalæfing í kvöld kl 20 - kr. 1.000 Frumsýning fö 8/10 kl 20 - UPPSELT 2. sýn su 10/10 kl 20 - Gul kort 3. sýn fi 14/10 kl 20 - Rauð kort 4. sýn fö 15/10 kl 20 - Græn kort 5. sýn su 24/10 kl 20 - Blá kort CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir. Lau 9/10 kl 20, Lau 16/10 kl 20, Lau 23/10 kl 20 Fö 29/10 kl 20, Lau 6/11 kl 20, Lau 13/11 kl 20, Lau 20/11 kl 20 Síðustu sýningar SÍÐASTA SÖLUVIKA - ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR: ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500) MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR - VERTU MEÐ Í VETUR LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 10/10 kl 14, Su 17/10 kl 14 Su 24/10 kl 14, Su 31/10 kl 14 MENNINGARHÁTÍÐ FÉLAGS ELDRI BORGARA Lau 9/10 kl 14:30 - kr. 1.500 BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fi 7/10 kl 20, Su 17/10 kl 20Fi 21/10 kl 20, Su 31/10 kl 20 Aðeins þessar sýningar RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fi 7/10 kl 20, Fö 8/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20Su 10/10 kl 20 Örfáar aukasýningar í október 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 örfá sæti laus 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 UPPSELT 5. sýn. sun. 10/10 kl. 20 UPPSELT 6. sýn. sun. 24/10 kl. 20 UPPSELT 7. sýn. fim. 4/11 kl. 20 8. sýn. sun. 7/11 kl. 20 9. sýn. fim. 11/11 kl. 20 10. sýn. fös. 12/11 kl. 20 nokkur sæti laus „ósvikin listræn upplifun“ SAB, Mbl SVIK Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Vakin er athygli á því að atriði í sýningunni eru alls ekki við hæfi barna. ☎ 552 3000Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is MIÐNÆTURSÝNINGAR • Laugard 23/10 kl. 23 • Laugard 30/10 kl. 23 eftir LEE HALL Benjamin Britten ::: Russian Funeral Gustav Mahler ::: Kindertotenlieder Dímitríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 5 í d-moll, op. 47 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einsöngvari ::: Ólafur Kjartan Sigurðarson Malcolm Arnold ::: Tam O’Shanter, op. 51 Johannes Brahms ::: Ungverskur dans nr. 5 Manuel de Falla ::: Elddansinn úr El amor brujo Sergej Prokofiev ::: Troika úr Kitsje lautinanti Pjotr Tsjajkovskíj ::: Kínverskur dans úr Hnotubrjótnum Aaron Copland ::: Hoe-Down úr Rodeo Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Tónsprotinn og rauða röðin byrja með látum! Sagt er að fagnaðarlæti eftir frumflutning á 5. sinfóníu Sjostakovítsj hafi staðið yfir lengur en flutningur verksins. Hvað gerist í Háskólabíói á fimmtudaginn þegar þetta magnaða verk verður flutt? HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER KL. 19.30Rauð áskriftarröð #1 HÁSKÓLABÍÓI, LAUGARDAGINN 9. OKTÓBER KL. 15.00Tónsprotinn #1 Aðrir tónleikar Tónsprotans: VERÐ FYRIR 16 ÁRA OG YNGRI: 3.400 KR. VERÐ FYRIR FULLORÐNA: 5.100 KR. Verð aðeins 14.450 kr. fyrir mömmu, pabba og tvö börn ef greitt er með Visa kreditkorti. ER BAKHJARL TÓNSPROTANS 16 ÁRA OG YNGRI aðeins850 kr.pr. tónleika FULLO RÐNIR aðeins 1.275 kr. pr. tónleik a 13. NÓVEMBER Charlie Chaplin og Harold Lloyd 18. DESEMBER Jólatónleikar 2. APRÍL Ævintýri H. C. Andersen er ævintýraleg ný röð hjá Sinfóníuhljómsveitinni semmun örugglega slá í gegn hjá fjölskyldum enda eru verð og gæði Tónsprotans með ólíkindum góð. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Fös . 8 .10 20 .00 UPPSELT Fös . 15 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 16 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI F im. 21 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 22 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI „Hafð i ó t rú lega gaman að þessu . F inns t o f tas t ekk i gaman í le ikhús i e f það er ekk i g r ín le ik r i t en þet ta var a lger br i l l i . " - Auðunn Blönda l , s jónvarpsmaður - BURTSÉÐ frá lykt kvað fátt öfl- ugra en tónlist til að endurvekja löngu liðnar kenndir úr minn- ingadróma mannsheilans. Það sann- aðist enn sem fyrr á þessum nýút- komna hljómdiski, og voru vægast sagt blendnar tilfinningar sem þyrl- uðust upp við að hverfa skyndilega 34 ár aftur í tímann. M.a. sekt- artilfinning. Eða hver hefði ekki nú viljað gera eitt og annað öðruvísi á yngri árum en gert var? Engu verð- ur þó breytt úr því sem komið er, þ.á m. í kápuskrifum undirritaðs er fylgdu upphaflegu vinylhlemmum Óðmanna frá 1970. Já, ómælt vatn hefur að sönnu til sjávar sigið síðan þá var, fjórum ár- um eftir ástarsumarið 1967, þegar hárprúð hippamenning hugvíkk- aðrar („psýkedelískrar“) friðarhug- sjónar og róttækrar vinstribylgju náði hámarki meðal vestrænna ung- menna. Þá enn saklaus og óskræmd af eiturlyfjaböli og hryðjuverkaógn seinni og verri tíma. En hvað sem öllum nostalgískum saknaðartrega og tímatýpískum textaminnum líður, þá stendur eftir síðbúna endurheyrn aldarþriðjungi síðar efst í huga manns ótrúlega sér- stætt framlag. Ekki aðeins til ís- lenzkrar rokksögu, heldur einnig til almennrar tónsköpunar lands- manna, sem á tæpast sinn líka fyrr né síðar. Innan rokkgeirans rís al- búmið í dag sem eintrjáningur í eyðimörk, líkt og 10 árum síðar þjóð- lagarokkplötur Þursaflokksins. Hvorugt varð til að aðrir fylgdu í kjölfarið. E.t.v. vegna þess að eng- inn treysti sér til að taka upp svip- aðan þráð, hvað þá að gera betur – jafnvel þótt hvergi skorti aðdáun fremstu hljómlistarmanna í grein- inni á sínum tíma. Eitt af því sem enn vekur athygli við tónlist Óðmanna 1970 er vita- skuld rytmísk fjölbreytni hennar, sem sprengdi alla ramma þess er vogandi þótti í hrynbundinni tónlist, og gerir raunar þann dag í dag, þar sem flest hjakkar enn á vélrænustu afbrigðum 4/4 takts. Óðmenn fóru hins vegar vítt og um vítt yfir ósam- hverfu hrynbrigðamöguleikana líkt og hagvanir Búlgarar (raunar munu meðal frumhvata Óðmanna bæði ýmsir frömuðir frjálsa djassins og strengjakvartettar Bartóks!), og teygðu sig þannig langt fram fyrir auðþekkjanlegri samtímafyr- irmyndir úr blúsrokki eins og Hend- rix og Cream. Og þó að upptöku- hljóðið verki í dag frekar þurrt, og blöndun þess sé fjarri því gallalaus (að ekki sé minnzt á görótta söng- textafrösun í Stund og víðar), vegur ótal frumlegra uppátækja ríkulega á móti. Allt upp í ávæning af Schön- berg og Seinni Vínarskólanum („Frelsi“), sem hvað gítaristann varðar átti – nú að sjá – eftir að þróast áfram í sjálfstæðri nýsköpun hans aldarfjórðungi síðar. TÓNLIST ÓÐMENN Tvöfalt breiðskífualbúm Óðmanna frá 1970 endurútgefið á geisladiski með lög- um og spuna Jóhanns G. Jóhannssonar (rafbassi/söngur), Finns Torfa Stef- ánssonar (rafgítar/söngur) og Reynis Harðarsonar (trommur/söngur). Gestur (It takes love / Kærleikur): Tommy See- bach hammondorgel. Hljóðritun: Ivar Rosenberg, Lydteknik, Kaupmannahöfn. Lengd: 70:07 mín. IT118; Fálkinn/ Parlophone 1970, Sun Records 1978, Ís- lenzkir tónar/Skífan 2004. Dreifing: Skíf- an. Hljómdiskur Ríkarður Ö. Pálsson Horfnar hugsjónir GÖMLUM og öruggum tíma er teflt fram gegn hröðum nútímanum í skáldsögu breska rithöfundarins Mary Hoffman sem hefur skrifað um það bil áttatíu bækur fyrir börn og unglinga. Grímuborgin er fyrsta bókin í flokki sem Hoffman kallar Stravaganza en það er hugtak hennar yfir tímaflakkið sem bæk- urnar lýsa. Um þessar mundir eru ævintýrabækur sem lýsa tveim heimum geysilega vinsælar og það er víst að Grímuborgin fellur vel inn í þá bókmenntategund. Í Grímuborginni kennir ýmissa grasa, bæði kunnuglegra og fram- andi. Tímaflakkið er vel útfært; reglur þess eru útskýrðar það vel að lesendur trúa þeim en að sjálf- sögðu innan marka ævintýrisins. Farið er aftur til sextándu aldar, til borgar sem er rómantísk útgáfa af Feneyjum á Ítalíu. Landið Talía hefur aldrei verið til í raun og ekki heldur borgin Belleza en þó takast góðu og illu öflin á þar eins og í öðrum heimum mannanna. Lífið í borginni er fallegt og átakalítið þegar fólkið fær frið en helstu vopn innfæddra gegn ógnum eru galdrar og góðsemi. Lucien, sem er að- alpersóna bókarinnar, kemur hin- um lítt tæknivædda og nokkuð frumstæða heimi til hjálpar með þekkingu sinni úr nútímanum en sækir einnig þangað ró og styrk til að takast á við veikindi sín. Það eru einmitt þessar gjafir gamla heimsins til hins nýja og öf- ugt sem eru það besta við söguna. Lucien er fimmtán ára strákur sem liggur í rúminu heima hjá sér, dauðvona af krabbameini. Fyrir galdra, sem gætu allt eins verið hugarorka hans, lendir hann í gömlu borginni og eignast þar ann- að líf; vini, fósturforeldra og vin- konuna Aríönnu. Hætturnar leyn- ast víða en í þessum heilbrigða heimi er Lucien hetja sem berst af hugrekki. Í gegnum uppgötvanir aðalpersónunnar sýnir höfundur lesendum sínum gildi þess að halda gömlum venjum og siðum og bera virðingu fyrir sögunni en þetta er eðlilega gert og án prédikana. Stíll- inn er lipur og látlaus að því er virðist af þýðingunni sem sýnist prýðileg. Sagan er byggð upp með því að fara fram og aftur í tíma, milli heimanna tveggja en fram- vindan er ekki síst fólgin í því að Lucien komist tímanlega á milli svo allt komist ekki upp. Helst vantar í söguna meiri upplýsingar um líf drengsins í London en ekki verður á allt kosið því upp úr stendur að hann á von um annað líf í öðrum heimi ef krabbameinið sigrar. Það besta við bókina er svo auðvitað að lesendur ganga inn í ævintýrið og trúa á vonina í gamla heiminum. Við bíðum svo spennt eftir fleiri bókum í flokknum. Hrund Ólafsdóttir Tveir heim- ar – tvö líf BÆKUR Skáldsaga eftir Mary Hoffman Þýðing: Halla Sverrisdóttir. 341 bls. Mál og menning, Reykjavík, 2004. STRAVAGANZA Grímuborgin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.