Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 9 FRÉTTIR AFAR góðar lokatölur úr lax- veiðiánum berast hvaðanæva af landinu og ljóst að í nokkrum ám er um metveiði að ræða. Má þar nefna Selá, Haffjarðará, Hrúta- fjarðará og Breiðdalsá, auk nokk- urra áa sem byggja alla sína veiði á sleppingu gönguseiða, s.s. báðar Rangárnar, Skógá og Laxá í Nesj- um. Áður hafði verið greint frá met- veiði í Selá, þar veiddist nú 1.691 lax, en gamla metið er frá 2002 er heildarveiðin var 1.653 laxar. Hofsá, sem skilaði frábærri veiði, 1.864 löxum, var þó ekki með met því árið 1992 veiddust þar 2.238 laxar, 1993 2.028 laxar og 2002 1.877 laxar. Guðni Guðbergsson fiskifræð- ingur hjá Veiðimálastofnun fletti upp þessum tölum fyrir Morg- unblaðið og gat þess í leiðinni að sveiflur í veiði í Vopnafjarð- aránum hefðu á stundum verið gífurlegar, þannig hefðu veiðst 123 laxar í Selá árið 1984 og árin 1981 og 1982 veiddust 141 og 145 laxar í Hofsá. Um líkt leyti, eða 1984, gaf Breiðdalsá 4 laxa, að- eins sex árum eftir metveiðina sem féll í sumar, en þá veiddust 412 laxar, en 701 lax nú. Met í Haffjarðará … og víðar Guðni fletti upp Haffjarðará og sagði þar um metveiði að ræða, 1.133 laxar, en fyrra metið var 1.131 lax árið 1986. Met í Hrúta- fjarðará féll líka í sumar, gamla metið var 536 laxar teknir árið 1986, en í sumar veiddust þar 610 laxar. Þá er ljóst að met er fallið í Eystri-Rangá, Ytri-Rangá, Skógá og Laxá í Nesjum. Ekki met … 810 laxar á tvær stangir í Leir- vogsá er ekki metveiði, en 1.057 laxar veiddust í ánni 1988. Guðni telur þó að taka beri með í reikn- inginn að það sumar var mikið af eldis- og hafbeitarlaxi í ám á suð- vestanverðu landinu, m.a. veidd- ust hátt í 4.000 laxar í Laxá í Kjós og Bugðu það sumar. Frábær tala, 523 laxar, í Flóku er heldur ekki met, en hún gaf t.d. 613 laxa 1975. Sama með Fnjóská með sína 446 laxa, áin gaf t.d. 554 laxa 1992. Þá hefur Víðidalsá nokkrum sinnum gefið meira en 1.770 laxa, t.d. 1.948 laxa 1979, 1.851 1978 og 1.792 1977. Þá má nefna að stórkostleg veiði í Mið- fjarðará, 2.268 laxar, er ekki met í ánni, sumarið 1977 veiddist þar 2.581 lax og sumarið eftir 2.337 laxar. Skilyrði og samsetning Guðni Guðbergsson sagði að ýmsu að hyggja varðandi sum- arið, t.d. var hann ekki sammála þeim röddum sem segja Borg- arfjarðarárnar hafa „klikkað“ og taldi þær nærri sínu meðaltali þó sumar þeirra væru neðan við það á meðan aðrar voru mjög góðar. Hann sagði líka að á gullaldarár- unum, ’70–’80, hefði verið miklu meira af stórlaxi í bland við smá- lax, en athyglisvert að þessi mikla veiði í sumar væri borin uppi af smálaxi. „Veiðin á árunum 1970– 1980 byggðist upp á góðum skil- yrðum sem héldust í hendur og maður hélt satt að segja að kæmu aldrei aftur, en maður spyr sig eftir sumar eins og nú var að líða,“ bætti Guðni við. Metveiði í nokkrum ám í sumar Morgunblaðið/Einar Falur ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? H rin gb ro t Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Gallajakkar, pils og buxur Bankastræti 3 • sími 551 3635 Póstkröfusendum • www.stella.is Snyrtistofa Lilju, Stillholti l4, Akranesi. Hjá Laufeyju, Hjarðarlundi l, Akureyri. Ný kremlína Útsölustaðir: Ný kremlína Moisturizing Formula • Dagkrem • Næturkrem Sn y r t i v ö r u r Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Nýjar micro-úlpur www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. frá Flott föt og skór (str. 39-44) Bankastræti 8 • 101 R. Snyrtivöruverslunin hættir rekstri eftir nokkra daga Að því tilefni verða vörur í versluninni seldar með góðum afslætti. Sara vill þakka öllum sem átt hafa viðskipti við verslunina á undaförnum árum. Látum ekki kuldabola bíta börnin okkar Laugavegi 51, sími 552 2201 Vind- og vatnsheldir kuldagallar og fylgihlutir Ný sending Flauelsbuxur - Flauelsjakkar - Flauelspils Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 TVEIR starfsmenn Sorpu í Gufu- nesi voru fluttir á slysadeild eftir að eitraðar gufur bárust frá sorppressu á laugardag. Líklegt er talið að guf- urnar hafi stafað frá neyðarblysi sem hent hafði verið í ruslið. Ásmundur Jónsson, verkstjóri hjá Sorpu, segir að mennirnir hafi orðið slappir og kastað upp en þó ekki misst meðvitund. Einkennin hafi í raun ekki verið ósvipuð reykeitrun. Þeir hafi verið tiltölulega fljótir að braggast. Ásmundur bendir á að hlutum eins og neyðarblysum eigi menn ekki að kasta í ruslið heldur skila hjá Efnamóttökunni ehf. Eitraðar gufur í Gufunesi FLUGLEIÐIR hafa auglýst tilboð þar sem meðlimum Vildarklúbbs Flugleiða býðst að kaupa flugmiða fyrir börn yngri en 12 ára á 1.000 vildarpunkta. Auglýsingin hefst á þessum orðum: „Kæru mömmur og pabbar, nú er ráð að bregða sér til útlanda með alla fjölskylduna því í fjarsölu Icelandair kostar flugmið- inn aðeins 1.000 vildarpunkta fyrir börn undir 12 ára.“Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa, er auglýsingin viðbrögð við því ástandi sem nú ríkir í samfélaginu vegna kennaraverkfalls. „Fjölskyld- ur eru í allt öðrum gír heldur en venjulega á þessum árstíma og við höfum fundið fyrir því í okkar sölu- starfi að við fáum mun meira af fyr- irspurnum um fjölskyldutengd ferðalög en við eigum að venjast á þessum árstíma. Þannig að það var ákveðið að setja út svona auglýsingu og þar að auki er verið að prófa áfram Vildarklúbbinn og bjóða upp á ýmsar á nýjungar.“ Bjóða sérkjör á fjölskylduferðum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.