Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 32
Orð dagsins: Í kærleika sínum ákvað hann fyrirfram að veita oss son- arrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og náð, sem hann lét oss í té í sín- um elskaða syni. (Ef. 1, 5.-7.) Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Beini © LE LOMBARD OG ÞETTA KALLAST AÐ ELTAST VIÐ MÝS... ÉG SÁ AÐ ÞÚ NÁÐIR HENNI EKKI ÉG ER MEÐ TILLÖGU UM RÆÐU BYRJAÐU Á TILVITNUN ÚR 8. KAFLA Í FYRSTU SAMÚELSBÓK... TRÚARLEG TILVITNUN KEMUR ÞÉR LANGT GLEYMDU ÞVÍ!! EINA SEM ÞEIR TRÚA Á ÞARNA Í HUNDABÝLINU ER MATARDISKURINN! VIÐ SKULUM SJÁ HVAÐ SKÓLASTJÓRINN HEFUR AÐ SEGJA UM SKORT Á ATHYGLI VIÐ HÖFUM NÁÐ STÖKKBREYTTA GEIMFARANUM GEIMVERURNAR VILJA VAFALAUST FORMÚLUNA FYRIR KJARNAKNÚNA OSTASKERANN ÁÐUR EN FARIÐ VAR AÐ PYNTA HANN ÞÁ EYDDI HANN FORMÚLUNNI AF HVERJU ER HANN AÐ BORÐA MJÓLKURMIÐANA ÉG HEF EKKERT VERIÐ AÐ TALA UM ÞETTA ÞVÍ ÞAÐ MUNDI ENGINN TRÚA MÉR Dagbók Í dag er miðvikudagur 6. október, 280. dagur ársins 2004 Vinnufélagi Víkverjasegir sínar farir ekki sléttar í sam- skiptum við starfs- fólkið hjá Símanum. Í lok júlí fór hann með dóttur sinni að kaupa fyrir hana Frelsi í útlöndum þar sem fjölskyldan var á leiðinni til Spánar í frí. Þegar vinnufélaginn gerði samninginn við Símann vildi hann kaupa þak á notk- unina sem átti að vera 5.000 krónur. Þá var honum tjáð að það væri ekki hægt og þyrfti ekki þar sem SMS yrði sent í hans síma og dótturinnar eftir hverjar 1.000 krón- ur. Það bárust engin SMS um notk- unina fyrstu 12 dagana og vinnu- félagi Víkverja var orðinn nokkuð viss um að notkunin væri a.m.k. komin í 1.000 krónur. Á tólfta degi dvalarinnar á Spáni kom síðan fyrsta SMS skeytið um notkunina sem var komin í rúmar 16.000 krón- ur. Þá var tekið fyrir notkun á sím- anum þangað til komið var heim. Engu að síður bárust nokkur skeyti uns upphæðin var komin í 26.000 krónur. Þegar heim var komið var strax haft samband við þjón- ustuver Símans og lát- ið skoða málið. Eftir að hafa hringt í það 4 sinnum á 3 dögum og alltaf beðið eftir að hringt væri til baka var haldið í verslun Símans í Smáralind og reynt að hafa uppi á manneskjunni sem samningurinn var í upphafi gerður við. Þar var ný manneskja sett í málið sem ætlaði að hringja samdæg- urs. Eftir að hafa ekk- ert heyrt var farið daginn eftir og starfsmaðurinn sagð- ist ætla að ýta við málinu. Ekkert heyrðist síðan. Þessi saga endurtók sig aftur og aftur frá miðjum ágúst og fram til loka september. Þann 30. september hafði vinnufélaginn sam- band við innheimtuna og 1. október kom sú niðurstaða að greiddar yrðu 5.000 krónur til baka. Við leiðrétt- inguna tókst ekki betur til en svo að vinnufélagi Víkverja situr nú uppi með kvittun þar sem hann er sagður skulda Símanum 10.000 krónur því leiðréttingin var gerð öfugt, 5.000 króna afslátturinn varð að skuld. Hann er þegar búinn að færa öll viðskipti sín á annan stað. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Þjóðarbókhlaðan | Þessa dagana stendur yfir sýning á bandarískum og þýskum barnabókum í Þjóðarbókhlöðunni. Sendiherra Bandaríkjanna, James I. Gadsden, var meðal þeirra sem fluttu upphafserindi, en bandaríska sendiráðið keypti og gaf Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni hundr- að nýjar bandarískar barna- og unglingabækur með yfirskriftinni „Images of children in contemporary U.S. Children’s literature“. Þá er einnig að finna á sýningunni farandsýningu á þýskum barna- og unglingabókum sem Goethe Zentrum hefur fengið að láni frá Internationales Jugendbibliothek. Sýningarnar verða opnar í Þjóðarbókhlöðu til fimmtánda október en þá fara þær út á land. Það skal tekið fram að börnum er ekki leyfður aðgangur að Þjóðarbókhlöðunni nema í fylgd með fullorðnum. Morgunblaðið/Þorkell Barnabókmenntum fagnað MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.