Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ KANADAMAÐURINN Douglas Fishbone skreytti í gær Trafalg- artorgið í London með listaverki úr banönum. Hrúgan fékk að keppa um athyglina við Þjóðlistasafnið (í baksýn) og Nelsonstyttuna fram eftir degi. En síðan var vegfar- endum boðið að snæða verkið og tóku margir boðinu. Reuters Listrænir bananar, gjörið svo vel! PAUL Bremer, fyrrverandi land- stjóri í Írak, sagði í ræðu í fyrradag að Bandaríkjamenn hefðu ekki haft nógu marga hermenn í Írak eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli og að þeir hefðu „goldið þess dýru verði“. Bremer sagði að þegar hann fór til Íraks 6. maí í fyrra til að stjórna uppbyggingarstarfinu í landinu hefði ástandið þar verið mjög slæmt vegna rána og gripdeilda. „Við guldum þess dýru verði að stöðva þetta ekki vegna þess að það skapaði andrúmsloft lögleysu,“ sagði Bremer á ráðstefnu samtaka trygg- ingasala í V-Virginíu. „Við höfðum aldrei nógu marga hermenn í Írak.“ Bremer bætti þó við að hann væri „sannfærðari en nokkru sinni fyrr“ um að rétt hefði verið að koma Sadd- am frá völdum. „Ég er bjartsýnn á framtíð Íraks.“ Skömmu eftir ræðuna sendi Brem- er The Washington Post yfirlýsingu þar sem hann kvaðst styðja stefnu George W. Bush forseta í málefnum Íraks. „Ég tel að við séum núna með nógu marga her- menn í Írak,“ bætti hann við. Rumsfeld missaga Donald Rums- feld varnarmála- ráðherra sagði í ræðu í New York í fyrradag að hann hefði ekki vitað um skýr tengsl milli al-Qaeda og Sadd- ams Husseins fyrir innrásina í Írak. Þegar ráðherrann var spurður um tengslin neitaði hann í fyrstu að svara en sagði síðan: „Að því er ég best veit hef ég ekki séð nein skýr og óræk sönnunargögn sem tengja þessa tvo.“ Nokkrum klukkustundum eftir ræðuna gaf Rumsfeld út yfirlýsingu þar sem hann sagði að ummælin hefðu „því miður verið misskilin“. Hann kvaðst hafa sagt frá september 2002 að tengsl hefðu verið milli sam- taka Osama bin Ladens og stjórnar Saddams. Rumsfeld sagði einnig á ráðstefn- unni að upplýsingar leyniþjónustunn- ar um meint gereyðingarvopn Íraka hefðu verið rangar. „Núna kemur á daginn að við höf- um ekki fundið nein gereyðingar- vopn,“ sagði Rumsfeld. „Ég er ekki í aðstöðu til að svara því hvers vegna upplýsingar leyniþjónustunnar voru rangar, en heimurinn er betur settur með Saddam Hussein í fangelsi.“ Þetta virtist stangast á við ummæli Rumsfelds í sjónvarpsviðtali á sunnu- dag þegar hann kvaðst telja að Sadd- am Hussein hefði átt gereyðingar- vopn fyrir stríðið og að sannleikurinn kæmi í ljós eftir nokkra mánuði eða á næstu árum. John Kerry, forsetaefni demó- krata, gerði sér í gær mat úr ummæl- um Bremers og fagnaði því að hann hefði viðurkennt mistökin. En einnig réðst Kerry á Rumsfeld fyrir meint dómgreindarleysi og ekki síst Dick Cheney varaforseta. Hinn síðar- nefndi hefði ávallt verið bak við tjöld- in þegar rangar ákvarðanir hefðu ver- ið teknar, að sögn Kerrys. „Höfðum aldrei nógu marga hermenn“ Washington, Tipton í Iowa. AP, AFP. Bremer segir andrúmsloft lögleysu hafa tekið við í Írak Paul Bremer LANDSFUNDUR breskra íhalds- manna hófst í gær með stefnuræðu Michaels Howards, leiðtoga flokks- ins. Fyrr um daginn hafði birst skoð- anakönnun sem sýnir að Bretar eru almennt þeirrar hyggju að Howard eigi engan möguleika á að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. Í stefnuræðu sinni á þinginu í Bournemouth lagði Howard mesta áherslu á að Íhaldsflokkurinn væri verðugur þess að njóta trausts kjós- enda. Hann viðurkenndi að síðasta ríkisstjórn Íhaldsflokksins hefði svikið kosningaloforð sín og það mætti ekki gerast aftur. Howard sagði að aukin glæpatíðni væri sá samfélagsvandi sem hann myndi taka fyrst á fengi hann til þess umboð eftir næstu þingkosningar sem almennt er talið að fram fari næsta vor. „Hanskanum verður kast- að,“ sagði hann en breskir íhalds- menn hafa löngum haldið því fram að aukinni glæpatíðni beri að svara með aukinni hörku. Vilja segja þjóðina frá sjávarútvegsstefnu ESB Þá lýst Howard yfir því að hann myndi á fyrsta degi sínum sem for- sætisráðherra ákveða dagsetningu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Breskir íhaldsmenn eru andvígir stjórnarskránni. Lýsti Howard yfir því að íhaldsmenn vildu segja Breta frá hinni sameiginlegu sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins og fé- lagsmálalöggjöf þess. Howard hét skattalækkunum en lagði jafnframt áherslu á að Íhalds- flokkurinn myndi aðeins gefa loforð sem hann treysti sér til að uppfylla. Minnti hann á að flokkurinn hefði heitið skattalækkunum árið 1992 en raunin hefði orðið sú að skattarnir hækkuðu. „Fólk er dauðleitt á stjórn- málum vegna þess að stjórnmála- menn hafa brugðist því,“ sagði How- ard. Hann veittist einnig harkalega að Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og sagði hann rúinn trausti. Einkum gagnrýndi hann Blair fyrir að segja þjóðinni ekki satt um raun- verulegar ástæður þess að innrás var gerð í Írak. Þá aðgerð studdu íhalds- menn á sínum tíma. Sagði hann al- menning krefjast þess af stjórnmála- mönnum að þeir sýndu „ábyrgð og örlitla auðmýkt“ eða í stuttu máli al- gjöra andhverfu þess sem einkennt hefði framgöngu Tonys Blairs. Kvaðst hann vona að Blair þyrfti ekki á ný að fara fyrir Bretum í stríði því fólk hlyti að spyrja sig hvort unnt væri að treysta þeim manni eftir rás atburða í Írak. Fáir telja Howard eiga möguleika Howard verður aldrei forsætisráð- herra í Bretlandi, að því er 78% að- spurðra sögðu í skoðanakönnun sem breska útvarpið, BBC, birti í gær. Samkvæmt könnuninni telur miklu hærra hlutfall kjósenda að Frjáls- lyndi demókrataflokkurinn sé skil- virkari í stjórnarandstöðu en Íhalds- flokkurinn. Aðeins 22% telja flokk Howards skilvirkasta stjórnarand- stöðuaflið en 42% Frjálslynda. Aðeins 12% aðspurðra telja að Howard verði forsætisráðherra eftir næstu þingkosningar. Meirihluti stuðningsmanna Íhaldsflokksins – eða 65% – telur meira að segja að Howard eigi ekki eftir að gegna hlut- verki forsætisráðherra. Könnunin var framkvæmd 1.–3. þessa mánaðar. Howard segir íhaldsmenn traustsins verða Skoðanakönnun leiðir í ljós veika stöðu Howards og Íhaldsflokksins Reuters Michael Howard, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, flytur stefnuræðu sína í Bournemouth í gær. Bournemouth. AFP. NÓBELSVERÐLAUNIN í eðlisfræði hljóta í ár Bandaríkjamennirnir David J. Gross, H. David Politzer og Frank Wilczeck. Fá þeir verðlaunin fyrir uppgötvun og könnun á svo- nefndum sterkum kröftum og kvörkum. Sænska Nóbelsakademían greindi frá verðlaunahöfunum í gær. Þre- menningarnir starfa við Háskólann í Kaliforníu í Santa Barbara, Tækni- stofnun Kaliforníu og Tæknistofnun Massachusetts (MIT) og hafa gert mikilvægar, kennilegar uppgötvanir „varðandi sterka kraftinn, eða „lita- kraftinn“ eins og hann er einnig nefndur,“ segir akademían í tilkynn- ingu sinni. „Sterki krafturinn er ríkjandi í frumukjarna á milli kvark- anna inni í róteind og nifteind.“ Uppgötvanir Gross, Politzers og Wilczecks voru birtar opinberlega 1973 og voru undirstaða svo- nefndrar skammtalitfræði. Verðlaunaðir fyrir rannsóknir á kvörkum Stokkhólmi. AP. Reuters David Gross (t.v.), David Politzer (fyrir miðju) og Frank Wilczek. TVÖ stutt gufu- og öskugos urðu í eldfjallinu St. Helens í Washington- ríki í Bandaríkjunum í fyrradag og jarðvísindamenn sögðu líklegt að þau væru undanfari eldgoss sem gæti hafist hvenær sem væri. Fyrra gufu- og öskugosið stóð í 40 mínútur en síðara gosið í um það bil tíu mínútur. Almannavarnayfirvöld hafa aukið viðbúnaðinn vegna yfirvofandi eld- goss í St. Helens og bannað alla flugumferð í grennd við fjallið. Þá hefur þjóðgarði við St. Helens verið lokað og fólki bannað að fara inn fyrir átta km radíus umhverfis fjall- ið. Þúsundir lítilla jarðskjálfta hafa orðið í St. Helens frá 23. september. Er þetta mesta skjálftavirkni í fjall- inu frá sprengigosinu árið 1980 þeg- ar 57 manns létu lífið. Jarðvísindamenn sögðu að þótt búist væri við eldgosi væru litlar líkur á að það yrði jafnkröftugt og sprengigosið árið 1980. Stutt gufu- og öskugos í St. Helens St. Helens. AFP, AP.    !   "#$%& & ?  %2  %   %:%$&%2  , % %&  ! % %2% 2 %2  1  %2%2; * %% %$ % D% %&  ! %! * +%2  %  % 7 %! %  %&% 6%:%&  %&%!  %$ %   %(%2N (%= 4% %%  2%$; 7  %&%%2% 4% : 9 $ %, % 2%2 ,  2% 6%  % * : %: 62 %! %  27* %:%& %2%6 %: :% * %2 6 %&% %%*  7 %(%  2%$; %: $$ 2%'* :  ! !! #!  !/0#!!/10% 234+2256! ,#!27   !8   !! * !!8 ! #!  9! !  !   ! *   !* !/10%#!8 :  !;*! !&%%! !! !8    !  ! $#1"%! = * % 7 %& % $#""%! :,  $#$%%! <% *  @%2%! B : 62  8 ! !   ' "  I " O + - L  % P! &5 : P"1)L =0 ,#!27 !<!7=65 8 ! !!'!  ;  ! !!)   !!8>!/10%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.