Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 23 Fyrstu frjálsu kosningarnar ísögu Afganistans verða álaugardag, 9. október,þremur árum eftir að hryðjuverkin í Bandaríkjunum urðu til að breyta sögu og örlögum þessa lands. Hingað til hafa þau einkennst af ófriði og átökum, ýmist milli þeirra þjóða, sem landið byggja, eða og ekki síður vegna yfirgangs er- lendra ríkja. Ekki er við öðru að bú- ast en eitthvað verði fundið að fram- kvæmdinni enda aðstæðurnar erfiðar, stór svæði á valdi einstakra stríðsherra og liðsmenn al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna og leifar Talibana-hersins gera allt til að spilla fyrir þeim. Kosningarnar eru samt mjög mikilvægar og geta haft áhrif í öllum hinum múslímska heimi og á framhald baráttunnar gegn hryðjuverkum. Frambjóðendur í forsetakosning- unum á laugardag eru alls 18 en langlíklegast er, að Hamid Karzai, sem gegnt hefur embættinu til bráðabirgða í rúm tvö ár, verði fyrir valinu sem fyrsti kjörni forseti landsins. Helsti andstæðingur hans er Yunus Qanooni, fyrrverandi menntamálaráðherra, en hann nýtur stuðnings Mohammeds Fahims, nú- verandi varnarmálaráðherra, og Ab- dullahs, núverandi utanríkisráð- herra. Eru þeir allir Tadzíkar, fyrrum frammámenn í Norður- bandalaginu, en það átti mikinn þátt í að hrekja Talibanastjórnina frá með stuðningi Bandaríkjamanna. Meðal annarra frambjóðenda eru tveir fyrrverandi ráðamenn á valda- tíma kommúnista og Sovétmanna á níunda áratugnum, nokkrir stríðs- herrar og baráttumenn gegn yfir- ráðum Sovétmanna, til dæmis Úz- bekinn Abdul Rashid Dostum og Hazerinn Mohammed Mohaqeq, og, sem sætir kannski hvað mestum tíð- indum, ein kona. Á kjörskrá í kosningunum verða trúlega 11 til 12 milljónir manna, langflestir ólæsir og óskrifandi. Ekki hefur farið mikið fyrir venjulegri málefnabaráttu enda lofa allir fram- bjóðendur því sama og því, sem öllu skiptir í Afganistan. Það er friður í landinu eftir stanslaus átök í 25 ár. Atkvæðaskipting eftir þjóðarbrotum Í Afganistan búa nokkur þjóðar- brot og fyrirfram er ljóst, að það mun ráða miklu um skiptingu at- kvæðanna, ekki síst vegna þess, að engir eiginlegir stjórnmálaflokkar starfa þar enn sem komið er. Eru Pastúnar langstærsta þjóðarbrotið og tilheyrir Karzai, núverandi for- seti, því. Sigurlíkur Karzais byggjast að sjálfsögðu mest á því, að fyrir utan að gegna forsetaembættinu er hann Pastúni en aðrir frambjóðendur eru fulltrúar afmarkaðri hópa eða smærri þjóðarbrota. Með það í huga hefur verið nokkur hreyfing í þá átt meðal hinna frambjóðendanna að sameinast gegn Karzai og síðast í gær voru fréttir um, að Qanooni ætti í viðræðum um það við 14 aðra for- setaframbjóðendur. Jafnvel þótt honum yrði eitthvað ágengt í því er ólíklegt, að það muni duga til enda hafa þeir Dostum og Mohaqeq lýst yfir, að þeir muni ekki taka þátt í neins konar kosningasamstarfi. Í Afganistan sjálfu hafa 10,6 millj- ónir manna látið skrá sig sem kjós- endur og búist er við, að kjósendur meðal landflótta Afgana í Íran verði um 400.000. Hefur verið rekinn harður áróður fyrir því meðal flótta- fólksins, þar og í Pakistan, að það láti skrá sig og í gær voru fréttir um, að kjósendatalan í síðarnefnda landinu væri komin í 740.000. Áætlað er, að afganskir flótta- menn í Pakistan hafi verið flestir um fjórar milljónir en enginn veit með vissu hve margir þeir eru nú. Þó er talið, að þeir séu þar enn á bilinu tvær til þrjár milljónir. Athygli vekur hve skráningin í Pakistan hefur gengið vel en þar hafa Talibanar og liðsmenn al-Qaeda látið mikið að sér kveða og haft í hót- unum við fólk og einkanlega konur. Af 740.000 væntanlegum kjósendum í Pakistan eru konur þó um 28% og um 41% af kjósendum innan Afgan- istans. Hlutskipti kvenna í Afganist- an hefur lengi verið erfitt og í tíð Tal- ibanastjórnarinnar má heita, að farið hafi verið með þær eins og hver önn- ur húsdýr. Þótt ástandið hafi batnað mikið eiga þær enn langt í land með að njóta í raun sömu réttinda og karlmenn. Það vekur því athygli og vonir um betri tíð, að meðal fram- bjóðendanna í forsetakosningunum á laugardag er ein kona, Masooda Jalal. Æ algengara er að konur kasti bláa kuflinum „Það má næstum segja, að konur séu frjálsar nú miðað við ástandið á Talibanatímanum,“ segir Fatima Jailani, yfirmaður menntastofnunar fyrir konur í borginni Kandahar í Suður-Afganistan. „Nú eru þær farnar að sækja sér menntun, stunda skólanám, kenna og vinna skrifstofustörf eins og ég.“ Í Kabúl verður það æ algengara, að konur kasti frá sér bláu „burg- unni“, kuflinum, sem huldi þær allar frá hvirfli til ilja og var tákn þeirrar kúgunar, sem þær voru beittar. Nú láta þær einfaldan höfuðklút nægja. Í nýrri stjórnarskrá Afganistans er þeim tryggt jafnrétti á við karlmenn, þær hafa fengið kosningarétt og 25% sæta á væntanlegu þjóðþingi eru frá- tekin fyrir þær. Í reynd og einkan- lega úti á landsbyggðinni eru rétt- indi þeirra samt enn fótum troðin. Þessu vill Masooda Jalal breyta. Hún er rúmlega fertug að aldri, pró- fessor í læknisfræði við háskólann í Kabúl. Þótt hún geti ekki gert sér neinar vonir um ríkulega uppskeru í kosningum, hefur hún verið miklu duglegri í kosningabaráttunni en aðrir frambjóðendur og farið ásamt öðrum konum og stuðningsmönnum sínum um landið þvert og endilangt. „Afganar eru eins og lítið barn, sem þarf á móður að halda. Þeir eru með opið sár á sálinni og sem læknir og móðir vil ég gera mitt til að græða það. Á laugardag munu kjósendur fá í hendur seðil með 18 myndum, 17 af körlum, einni af konu. Kjósið kon- una,“ segir Jalal og leggur áherslu á, að aukin menntun sé lykillinn að frelsi kvenna og alls samfélagsins. Vægilega tekið á fyrstu skrefunum Í Afganistan eru nú rúmlega 27.000 erlendir hermenn, 18.500 bandarískir og 9.000 frá öðrum ríkj- um Atlantshafsbandalagsins, NATO. Ljóst er, að þeir munu ekki geta tryggt öryggi kjósenda á öllum kjörstöðunum 5.000 og návist nokk- urs hóps erlendra eftirlitsmanna mun litlu breyta um það. Það er því líklegt, að eitthvað muni fara úr- skeiðis en talsmenn eftirlitsmann- anna segja, að með tilliti til aðstæðna muni þeir ekki kveða upp stóra dóma yfir þessum fyrstu skrefum Afgana á lýðræðisbrautinni. Ráðamönnum í nágranna- ríkjunum ekki rótt Forsetakosningarnar í Afganistan á laugardag eru ákaflega mikilvæg- ar og geta hugsanlega rutt brautina fyrir nýjum tíma í múslímskum ná- grannaríkjum þess. Ríkir eins konar einræði eða klerkastjórn í þeim flest- um enda er sagt, að ráðamenn þar líti kosningarnar illu auga og hafi af þeim áhyggjur. Jafnvel herstjórn- inni í Pakistan mun ekki vera rótt enda er enn langt í land með raun- verulegt lýðræði þar í landi. Her- stjórnin hefur þingið í höndum sér og Pervez Musharraf, hershöfðingi og forseti, er ekki kjörinn af þjóð- inni. Ef vel tekst til, þótt ekki verði nema að hluta, munu kosningarnar verða meiriháttar áfall fyrir al- Qaeda og Talibana, sem gera sitt til að spilla fyrir þeim. Þær munu sýna, að þessir hópar hafa engan stuðning meðal almennings í landinu og þær munu sýna, að vonir fólksins snúast um frið og betri framtíð. Fyrst og fremst munu þær senda þau skila- boð til múslíma, að lýðræðið eigi líka heima meðal þeirra. Að það hafi ekki bara gildi á Vesturlöndum, heldur um allan heim, að fá tækifæri til að velja sér ríkisstjórn. Helstu heimildir: AP, AFP, BBC. Fyrstu frjálsu kosningarnar í sögu Afganistans verða á laugardag Geta haft áhrif í öðrum ríkjum múslíma Fréttaskýring | Kosn- ingarnar í Afganistan á laugardag eru mjög mikilvægar, ekki aðeins fyrir landsmenn sjálfa, heldur munu þær ef vel tekst til geta rutt brautina fyrir lýðræð- islegum stjórnarhátt- um í öðrum ríkjum múslíma. AP Afganar hafa enga reynslu af frjálsum, leynilegum kosningum en stjórnvöld hafa gert sitt til að kynna fólki hvernig þær fara fram. Hér eru konur í borginni Faizabad, 320 km norðaustur af Kabúl, að æfa sig í að kjósa. Masooda Jalal, eina kona í fram- bjóðendahópnum. Hamid Karzai forseti og líklegur sigurvegari í kosningunum. ’Afganar … eru með opið sár á sálinni og sem læknir og móðir vil ég gera mitt til að græða það.‘ ssísk hlutverk- m um rra verka rækni en ón- aldan nfónískra það hlut- nsköpun n sem n því mið- áli, erfitt til hvatn- skáld eftir að það loks- svo göm- væri fyr- við sig og ráða li formað- nfón- ellóleik- hvernig agði það t, þar átta. sem ann að a öndveg- ningar, angur g söngv- maverk. ónarmiða ðfæra- narmið rkefna- vern hans m verk- mestu í Rumons m Arnþór efnaval gesta- rra fer erk- efnaval er ákveðið. Fyrir komi að gestastjórnendur séu ekki tilbúnir til að stjórna tónleikum með þeim verkefnum sem nefndin og aðal- hljómsveitarstjóri hafa ákveðið. Þar sem skrifstofa hljómsveit- arinnar ráði gestastjórnendur, sé það í þeirra höndum að ákveða hvort farið verði að óskum gesta- stjórnendanna eða ekki. Breytingar á verkefnavali af þessum ástæðum komi því ekki inn á borð verk- efnavalsnefndar, og geti því auð- veldlega raskað heildarjafnvægi verkefnavalsins. Æskilegt að stofna kamm- ersveit í hljómsveitinni Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands sat í pallborði ásamt frummæl- endum að erindum þeirra loknum. Hann sagði það vissulega vanda að aðalhljómsveitarstjóri hljómsveit- arinnar og listrænn ráðunautur, Rumon Gamba, hefði ekki viðdvöl á landinu nema í tíu vikur á ári milli þess sem hann stjórnaði hljóm- sveitum annars staðar í heiminum. Hann sagði að sú hugmynd verið rædd, að innan hennar yrði starf- rækt kammerhljómsveit, sem gæti þjónað sem verkstæði sem laðaði að íslensk tónskáld og hentaði þeim betur en hljómsveit í fullri stærð. Hugsanlegt væri hins vegar að slíkt fyrirkomulag gæti teflt lífi Kamm- ersveitar Reykjavíkur í tvísýnu og til þess yrði að taka tillit. „Þannig eru ýmsar hindranir í því að framkvæma það sem við telj- um að sé æskilegt að gera. Það er eðlilegt að listrænn stjórnandi geti nýtt sér bæði þessi form, en við höf- um bara þetta eina stóra,“ sagði Þröstur. Sigfríður sagði það sorglegt ef menn teldu það eingöngu hlutverk minni hljómsveita og kammerhópa að kljást við nýja tónlist. „Sinfón- íuhljómsveit er sérstakt fyrirbæri og á að vera vettvangur fyrir tón- skáld sem leggur atgervi sitt í það að semja verk sem er nýtt og ferskt og segir okkur eitthvað um menn- ingu okkar og okkur sem mann- eskjur og gerir íslenskt samfélag þess virði að lifa í því.“ Arnþór sagði Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa þá sérstöðu meðal ann- arra menningarstofnana hér, að hún væri ekki fagleg. Hann bar stjórnun hljómsveitarinnar saman við stjórnun Íslenska dansflokksins þar sem listrænn stjórnandi er alls- ráðandi. Þjóðleikhúss og fleiri menningarstofnana væru faglegir stjórnendur, og slíkt bundið í lög, en það ætti ekki við um Sinfón- íuhljómsveit Íslands. „Hjá hljómsveitinni er ófagleg stjórn og ófagleg framkvæmda- stjórn, í bestu merkingu þess orðs. Þessi stjórn ræður til sín þríhöfða manneskju, sem er í senn æf- ingastjóri, hljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi. Þegar þessi listræni stjórnandi og stjórnin tala saman, getur sú umræða aldrei orð- ið fagleg, fyrr en stjórnin hefur áð- ur fengið allar upplýsingar frá list- ræna stjórnandanum. Þannig sé ég Sinfóníuhljómsveit Íslands í sam- tímanum. Það er eðlismunur á ástríðu fagmannsins og ástríðu áhugamannsins.“ Hjálmar sagði að það mætti hrósa íslenskum tónskáldum fyrir að hafa þrátt fyrir allt samið hljóm- sveitarverk – því það væri hrein bil- un að semja verk sem engin vissa væri fyrir að fengjust nokkurn tíma flutt. Þröstur Ólafsson tilkynnti að stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefði ákveðið að ráða í fyrsta sinn íslenskt tónskáld til að starfa með hljómsveitinni. Að þessu hefði verið unnið alllengi. Stjórn hljómsveit- arinnar ákvað að ráða Atla Heimi Sveinsson fyrstan til þessa starfs til loka ársins 2006. hljóm- kki góð t Ís- mál- ó í um eit- ð/Kristinn ands: Ás- Sveins- s 2006. begga@mbl.is hefur n, því t í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.