Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LANDIÐ Garðabær | Sumarleikirnir eru hreint ekki að baki hjá börnum á grunnskólaaldri þó að haustið sé komið. Þeir Jökull og Grétar úr Garðaskóla nýttu hið óvænta haustfrí til þess að hjóla bæði á láði og lofti, og létu svalan vind sem leikið hefur um höfuðborgarsvæðið undanfarna daga ekkert á sig fá. Morgunblaðið/RAX Hjólað um háloftin í verkfallinu Hafnarfjörður | Boðað er til íbúa- þings í Hafnarfirði laugardaginn 9. október undir yfirskriftinni Undir gafli, en þar gefst bæjarbúum kostur á að koma sínum hugmyndum, áherslum og ábendingum á framfæri við bæjaryfirvöld. Yfirskrift þingsins vísar í gamla tíma þegar Hafnfirðingar áttu það til að standa undir göflum og skegg- ræða málin, og segir Lúðvík Geirs- son bæjarstjóri að nú eigi að kalla íbúa til samræðu um bæjarsamfélag- ið á sama máta og upprunalegu gafl- ararnir gerðu fyrr á árum, þar sem íbúarnir sjálfir ráði ferðinni. Lúðvík segir þingið ætlað hinum venjulegu íbúum bæjarins, aðflutt- um jafnt sem innfæddum. „Við erum fyrst og fremst að leita eftir hug- myndum, áherslum og ábendingum íbúanna um samfélagið, byggðina og þjónustuna, eins og þetta er í dag og eins og menn sjá þetta fyrir sér.“ Það er mikill hraði í uppbygging- unni í Hafnarfirði, og segir Lúðvík að íbúum fjölgi um í kringum 4% á ári um þessar mundir. „Bæjarbúar eru að verða 22 þúsund, og verða orðnir 30 þúsund innan fárra ára. Þetta þýðir auðvitað að bærinn er að stækka og færast suður í hraunin, en um leið eru menn að leggja áherslu á það að styrkja, efla og byggja upp miðbæinn sem kjarnasvæði í versl- un, þjónustu og afþreyingu.“ Ekki fundur fram á kvöld Íbúaþingið hefst kl. 10 á laugar- dag í Íþróttahúsinu við Strandgötu og lýkur kl. 18. Lúðvík segist vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að koma við og stansa í lengri eða skemmri tíma. „Aðalatriðið er það að koma við og koma ábendingum og tillögum á framfæri, en það er ekki verið að kalla eftir því að fólk sitji yf- ir einhverjum fundi og umræðum frá morgni til kvölds. Þetta er vettvang- ur til að koma, stansa jafnvel í stutta stund, og koma að sínum sjónarmið- um. Menn geta gert það með ýmsum hætti, það er ekki verið að vinna þetta með ræðuhöldum heldur að menn komi, skrifi sínar ábendingar og hugsanir á miða og blöð og skilji þau eftir.“ Áhugasamir íbúar geta einnig tekið þátt í hópvinnu þar sem rætt verður um skóla, þjónustumál, umhverfismál o.fl. Barnagæsla verð- ur á staðnum, og boðið upp á hádeg- isverð og kaffi fyrir bæjarbúa til að sem flestir geti tekið þátt. Stefnt er að því að vinna hratt úr upplýsingum og ábendingum sem berast, og hefur verið boðað til borg- arafundar í Hafnarborg miðvikudag- inn 13. október til að kynna helstu tillögur og niðurstöður. „Það er al- veg öruggt mál að þær ábendingar sem koma fram verða skoðaðar, og þær munu verða innlegg í umræðu um bæði það skipulag sem við erum að horfa til, og hvernig menn leggja sínar áherslur á þjónustu og aðra uppbyggingu í bænum. Það er auð- vitað það innlegg sem skiptir mestu um það sem bæjaryfirvöld eru að vinna með hverju sinni, hvaða sjón- armið koma fram hjá íbúunum,“ seg- ir Lúðvík. Þetta er fyrsta íbúaþingið sem haldið er í Hafnarfirði, ef undan er skilið vel heppnað unglingaþing sem haldið var í vor. Lúðvík segir að ekki sé búið að taka formlega ákvörðun um hvort fleiri íbúaþing verða haldin í framtíðinni, en segist þess fullviss að þetta verði einungis fyrsta þingið af mörgum á komandi árum. Hafnfirðingum boðið á íbúaþing næstkomandi laugardag Íbúarnir sjálfir ráða ferðinni Hólmavík | Um hundrað manns voru við hátíðarhöldin þegar Orkubú Vestfjarða hélt upp á 50 ára afmæli Þverárvirkjunar á Ströndum en þau fóru fram í hús- næði virkjunarinnar í Þiðriksvalla- dal. Við þetta tækifæri var einnig fagnað endurbyggingu virkjunar- innar sem staðið hefur yfir und- anfarin misseri og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra gangsetti endurbyggða virkjunina með formlegum hætti. Við athöfnina var opnuð sýning á myndlist Guðbjargar Lindar Jónsdóttur. Málverk hennar munu prýða virkjunina næstu vikur en þau falla vel að húsnæðinu og um- hverfi þess. Einnig var opnuð sýn- ing úr sögu virkjunarinnar sem Sögusmiðjan á Kirkjubóli á Ströndum setti upp í tilefni af- mælis Þverárvirkjunar. Sú sýning mun einnig standa áfram og getur þar m.a. að líta gamla muni, ljós- myndir og myndband. Sérstaka athygli sýningargesta vöktu rúllu- gardínur fyrir gluggum hússins, en á þær eru prentaðar gamlar teikningar sem skannaðar voru úr gömlum ársskýrslum Orkubús Vestfjarða. Við hátíðina í virkjuninni var einnig tónlistarflutningur og Kristján Haraldsson orkubússtjóri rakti sögu Þverárvirkjunar og minntist um leið 100 ára afmælis rafvæðingar á landinu. Haldið upp á hálfrar aldar afmæli Þverárvirkjunar Iðnaðarráðherra gangsetti endurnýjaða virkjun Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Einarsdóttir Gangsetning virkjunar Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fékk það hlutverk að gangsetja endurgerða Þverárvirkjun með formlegum hætti. Breiðholt | Unnið hefur verið mikið starf undanfarin ár við að koma Breiðholtslaug úr gamla tímanum í þann nýja, og eru sex nýjar örygg- ismyndavélar sem sýna neðri hluta laugarinnar og botninn því sem næst lokahnykkurinn á þeim framkvæmd- um. Gunnar Hauksson, forstöðumaður Breiðholtslaugar, segist að vonum ánægður með breytingarnar, og seg- ir hann nýju myndavélarnar auka enn á öryggi sundlaugargesta. Þær auðvelda eftirlit með sundlaugar- botninum þegar aðstæður í eftirlits- turni eru erfiðar. Gunnar segir að undanfarna daga hafi mátt sjá hversu vel vélarnar virka, þegar mikill vindur gárar yf- irborð laugarinnar og gerir eftirlit úr turninum erfiðara. Einnig séu þær mikið þarfaþing þegar uppgufun og frostþoka valda því að sundlauga- vörður sér ekki til botns. Auk myndavélanna voru ljós sett í veggi laugarinnar til að útsýnið verði sem best. Ekki viðbrögð vegna slysa Gunnar segir að með uppsetningu öryggismyndavélanna sé ekki verið að bregðast við slysum sem orðið hafa í lauginni, en þrjú alvarleg slys urðu í lauginni á seinni hluta árs 2003 og í byrjun árs 2004. Hann seg- ir að myndavélarnar hefðu í raun engu breytt í þeim tilvikum enda ör- yggi eins gott og það geti verið bæði fyrir og eftir komu nýju myndavél- anna. Eftir að nýju myndavélarnar komu hefur sundlaugavörðurinn sem stendur vaktina í eftirlitsturn- inum bæði eftirlit með botninum á sjónvarpsskjá og með berum augum. Myndir úr myndavélunum sex birt- ast á skjánum, ein vél í senn í fimm sekúndur, svo með því að horfa í tæplega hálfa mínútu má sjá hvað um er að vera á öllum laugarbotn- inum. Lokahnykkur á framkvæmdum Vélarnar og ljósin voru boruð inn í sundlaugarveggina, og eru inni í vatnsheldum hólkum sem hægt er að taka út úr veggnum til viðhalds án þess að tæma laugina, sem Gunnar segir auðvelda allt viðhald með tækj- unum. Auk myndavéla og ljósa í lauginni hefur einnig verið lagt mikið í endurnýjun á öðrum tækjabúnaði tengdum lauginni, og nú er verið að vinna frekar í frágangi á lóðinni. Gunnar segir að nú sé lokahnykk- urinn á framkvæmdum undanfar- inna ára framundan, segja megi að laugin sé nú komin inn í nútímann. Starfsmenn ánægðir „Þetta er mjög þægilegt og allir mjög ánægðir með þetta,“ segir Gunnar. Hér sést Sveinn Auðunsson, sundlaugarvörður í Breiðholtslaug, fylgjast með myndunum úr öryggismyndavélunum. Breiðholtslaugin nútímavæðist Grindavík | Komið hefur verið upp svokölluðum „heitum reit“ í Bláa lón- inu – heilsulind þar sem gestir stað- arins hafa aðgang að þráðlausu há- hraða netsambandi. Heitu reitirnir eru í veitinga- og ráðstefnusölum heilsulindarinnar. Var þessu komið upp í samstarfi Bláa lónsins hf. og Og Vodafone. Þjónustan er gestum að kostnað- arlausu. Notkun á heitum reitum hefur notið mikilla vinsælda erlendis en hérlendis hefur þessi aðgangur staðið tölvunotendum til boða gegn gjaldi. Og Vodafone er brautryðj- andi í að bjóða þessa þjónustu endur- gjaldslaust á völdum stöðum hér á landi, segir í fréttatilkynningu. Einnig kemur fram að töluverð eft- irspurn hefur verið eftir netsam- bandi á staðnum, bæði meðal gesta heilsulindarinnar og ráðstefnugesta. Vel tengd Komið hefur verið upp endurgjaldslausu þráðlausu netsam- bandi í heilsulind Bláa lónsins og ráðstefnusölum Eldborgar. „Heitur reitur“ í Bláa lóninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.