Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sveinn Kjartans-son pípulagn- ingameistari fædd- ist í Reykjavík 12. desember 1957. Hann lést 25. sept- ember 2000. Hann var sonur Kristínar Árnadóttur og Kjartans Sveinsson- ar. Þau slitu sam- vistum og ólst Sveinn upp hjá móð- ur sinni. Systkini sammæðra, Þórdís Vilhjálmsdóttir. Systkini sam- feðra, Þórarinn, Álfheiður og Arndís. Sveinn hóf búskap 1979 með Halldóru Lydíu Þórðardóttur og giftu þau sig 1987. Þau eignuðust þrjú börn, Þuríði Ósk, f. 1981, Kjaran, f. 1984 og Benedikt, f. 1993. Sveinn lærði pípulagnir í Iðn- skólanum í Reykja- vík og varð meist- ari 1984. hann stofnaði Pípulagn- ingameistarann ásamt Magnúsi Smára Kristinssyni og þeir ráku það fyrirtæki saman þar til Sveinn lést. Minningarathöfn verður um Svein í Grafarvogskirkju í dag og hefst hún klukkan 13.30. Mig langar til að minnast Svenna bróður míns. Nú eru liðin rúm 4 ár síðan Svenna heitins var saknað, hinn 25. september árið 2000 og komið að kveðjustund. Þrátt fyrir, að við Svenni hefðum ekki alist upp saman, var ætíð mik- ið samband milli okkar bræðranna og leið ekki langt á milli þess að við værum í sambandi, hvort sem það tengdist leik eða starfi. Við vorum báðir á unglingsaldri þegar við fórum að kynnast hvor öðrum betur en áður. Á þessum árum bjuggum við í námunda hvor við annan. Svenni bjó þá á Rauðarár- stíg, ásamt móður sinni, Kristínu, og Dísu, systur sinni, en ég bjó á Hallveigarstíg. Svenni var flest sumur í sveit fyrir austan á Ormarsstöðum hjá ömmu sinni og afa. Hann sagði sjálfur gjarnan þá sögu að sumarið sem hann var 14 ára hefði hann lengst um 13 cm. Hann þakkaði það aðallega því að hann drakk mjólkina úr kúnni á bænum í ann- að málið á hverjum degi. Þegar ég kvaddi Svenna um vorið, horfði ég niður á litla bróður minn en um haustið var barið að dyrum heima hjá mér og stóð þá þar ungur sláni fyrir framan mig. Ég varð að líta vel upp til hans og hef þurft að gera það allar götur síðan. Við fórum á þessum árum að umgangast hvor annan meira en við höfðum áður gert. Við vorum saman í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Það var um tveggja ára ald- ursmunur á okkur en Svenni var bráðþroska. Hann var stór og mik- ill eftir aldri, og orðinn fúlskeggj- aður strax í gagnfræðaskóla og minnist ég þess að Svenni fór ung- ur að árum oft í „Mjólkurbúðina“ á Snorrabraut til að versla fyrir okk- ur hina, sem vorum mun eldri en hann. Það voru því tíðar heimsókn- ir til hans á föstudögum á Rauð- arárstíginn! Við félagarnir Þórir, Týri, Hilmar heitinn Karlsson, og frændi Svenna, Einar Sveinn, vor- um tíðir gestir á Rauðarárstígnum, ásamt fleirum. Svenni bjó einn í nokkur ár, á Rauðarárstígnum, eft- ir að Kristín og Dísa fluttu í Garða- bæinn. Svenni fór ungur að vinna fyrir sér. Hann vann í byggingarvinnu og fór snemma á samning í pípu- lögnum og lauk meistaraprófi í þeirri grein. Vinnudagurinn varð oftast langur hjá honum frá unga aldri. Eftir langan vinnudag í pípu- lögnum vann hann í nokkur ár, flestöll kvöld og helgar í Júnó-ís í Skipholti, sem einnig var billiar- dstofa. Þrátt fyrir ungan aldur var honum fljótlega treyst fyrir um- sjón með staðnum og leysti það auðvitað vel af hendi eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Svenni var heljarmenni að burð- um og vexti, þrátt fyrir ungan ald- ur. Mér er minnisstætt atvik, þeg- ar Svenni, Þórir og Týri, ásamt mér, þurftum að rífa niður og tengja Danfoss-kerfi á gríðarlega stóra og þunga pottofna, í húsi sem ég hafði fest kaup á, ásamt móður minni, á Bergstaðastrætinu. Við þurftum að vera þrír, öðrum megin á ofnunum en Svenni var einn á hinum enda ofnanna og mátti ekki á milli sjá, hvorir hefðu meira fyrir átökunum, við eða hann. Eins og áður hefur komið fram var Svenni pípulagningameistari en ég er húsasmíðameistari og lágu okkar leiðir mikið saman, í vinnu. Margir félagar okkar voru einnig iðnaðarmenn. Þetta er stór og góð- ur hópur sem hélt mikið saman, bæði í vinnu og stangveiði, seinni ár. Þeir sem þekktu til Svenna minnast hans sérstaka „húmors“ og hláturs, sem gjarnan fylgdi hon- um. Magnús Kristinsson og Svenni ráku saman fyrirtækið Pípulagn- ingameistarann í mörg ár. Þeir voru lærlingar hjá sama meistara. Þegar Svenni var um tvítugt kynntust hann og Dóra. Þau bjuggu fyrstu árin í Engihjalla í Kópavogi. Þar bjuggu þau sér fal- legt heimili og eignuðust Þuríði Ósk og Kjaran. Nokkrum árum seinna byggðu þau sér raðhús í Logafoldinni og bættist þá Bene- dikt í barnahópinn. Þuríður Ósk fæddist árið 1981 og Kjaran árið 1984, þau eru bæði fædd 13. júní með þriggja ára millibili. Svenni og Dóra giftu sig 13. júní árið 1987, sama dag og dóttir mín Ólöf Katrín fæddist. Þá bjó ég í Fredrikstad í Noregi, ásamt fjölskyldunni minni. Við hjónin höfum verið að rifja upp minningar um Svenna og fjöl- skylduna hans, sem var honum svo mikilvæg. Okkur er sérstaklega minnisstæð heimsóknin þeirra til okkar þegar við bjuggum í Fred- rikstad, sumarið sem Svenni og Dóra giftu sig og Ólöf Katrín fæddist. Það urðu fagnaðarfundir og við áttum notalegar og skemmtilegar stundir saman. Við bræðurnir og fjölskyldurnar okkar, áttum öll saman margar góðar stundir, í útilegum, sumarbústöð- um og afmælum. Svenni var mikill fjölskyldumað- ur og talaði oft um, með stolti, hvað hann var ánægður með börn- in sín öll þrjú. Dóra og Svenni lögðu metnað í að gera heimilið sitt fallegt. Þau höfðu gaman af að bjóða fólki til sín og héldu oft veg- legar veislur, sem Dóra útbjó af einstakri smekkvísi. Ég kveð þig, kæri Svenni minn, með miklum söknuði og eftirsjá og vona að þér líði vel, hvar sem þú ert. Minningarnar sem ég á um góðan dreng, munu áfram lifa í huga mínum og hjarta. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Í dag kveðjum við Svenna hinstu kveðju. Samúðarkveðjur sendum við Dóru, Þuríði Ósk, Kjaran, Benedikt, Kristínu, Þórdísi og fjöl- skyldum Svenna og Dóru. Þórarinn Kjartansson og fjölskylda. Að setjast niður og skrifa í minn- ingu Sveins vinar míns vekur und- arlega tilfinningu. Það eru orðin nokkur ár síðan hann hvarf sjónum okkar, maður í blóma lífsins, langt fyrir aldur fram. Það er ekki ætlun mín að skrifa einhvern langhund, enda væri það ekki í anda Sveins. Sveinn var maður athafna fremur en orða og ekkert var fjær honum en sýnd- armennska. Hann var vinur vina sinna, allur þar sem hann var og faldi engin geðbrigði, auk þess að vera afskaplega hlýr maður og ein- staklega raungóður. Ég gæti tíund- að ýmsa kosti og eiginleika Sveins, en tel þess ekki þörf. Sennilega voru einlægnin og heiðarleikinn hans yndislegustu kostir. Greinarkorni þessu er ekki ætlað að vera æviágrip Sveins, heldur skrifað til að votta virðingu og lýsa söknuði yfir gengnum vini sem ég átti samleið með frá barnæsku. Hafi hann þökk fyrir samfylgdina. Eftirlifandi eiginkonu og börnum votta ég mína dýpstu samúð. Valtýr Guðmundsson. Í dag er komið að kveðjustund, elsku Svenni, þín er sárt saknað. Mér verður oft hugsað til þín og tel ég það forréttindi að hafa fengið að kynnast þér sem unglingur. Þú og Dóra tókuð mér opnum örmum sem hálfbróður hennar og ég varð einn af ykkur. Æsku okkar svipaði á margan hátt saman og áttum við margar góðar og gefandi stundir um þau efni. Allt sem þú gerðir fyrir mig sem og aðra sýnir hversu stórt hjarta og góðan mann þú hef- ur að geyma. Við þökkum fyrir þær góðu stundir sem við áttum með þér, Dóru og ykkar yndislegu börnum. Við eigum minningu um góðan mann sem gerði líf okkar allra rík- ara að hafa kynnst. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Elsku Dóra, Þuríður, Kjaran og Benedikt, guð blessi ykkur vegna missis ykkar. Hallur og Vala. SVEINN KJARTANSSON Það er ekki langt síð- an við vorum saman- komin á „Fáskrús“ til að kveðja hann afa minn og bróður þinn Christen Sörensen. Okkur var boðið í kaffi til Siggu og Ægis á eftir og þáðum það auðvitað. Við sátum saman við borðstofuborðið og vorum að tala saman um þegar ég var lítil og hlógum að gömlum tíma. Þegar þú spurðir mig hvað ég væri að gera og ég svaraði að ég væri að fara í skóla að læra hárgreiðslu, þá skaust þú að mér að ég gæti klippti litlu hárin þín og ýttir olnboganum í mig og hlóst. Svo var haldið heim og ég kvaddi ykkur hjónin og þú sagðir við mig að ég ætti að kíkja á ykkur næst þegar ég kæmi austur og mætti ekki gleyma því og því lofaði ég þér. Dag- SÖREN KRISTINN SÖRENSEN ✝ Sören KristinnSörensen fæddist 26. júní 1924 á Mjó- eyri við Eskifjörð. Hann lést á heimili sínu Silfurtúni á Eskifirði 13. septem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Eskifjarðar- kirkju 20. septem- ber. arnir liðu og ég fór í skólann og var í mínum fyrsta herraklippitíma þegar síminn minn hringir og það er pabbi. Hann segir mér tíðind- in, að þú hafir kvatt okkur um nóttina. Mér brá að heyra þetta, að þú værir farinn frá okk- ur, en svona er lífið og dauðinn gerir ekki boð á undan sér. En ég skal standa við að heim- sækja hana Sigurborgu okkar þegar ég á leið austur og ekki ætla ég að láta líða langt á milli núna. Fyrir austan er alltaf gott að vera. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Ég votta Sigurborgu og fjölskyldu þeirra samúð mína. Sören, takk fyrir allan tímann sem við áttum saman þegar ég var lítil. Margrét Rut Sörensen (Rut litla). Erfidrykkjur Salur og veitingar Félagsheimili KFUM & KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 588 8899. www.kfum.is Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Englasteinar Legsteinar Minningarathöfn um föður minn og bróður, JÓHANN F. SIGÐURÐSSON fyrrum svæðisstjóra Flugleiða í Bretlandi, verður haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 8. október nk. kl. 13.30. Alfred Sigurður Jóhannsson, Kristinn Jóhann Sigurðsson. Okkar ástkæra, AÐALBJÖRG SIGNÝ SIGURVALDADÓTTIR, Eldjárnsstöðum, Blöndudal, sem lést mánudaginn 27. september, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 9. október kl. 14.00. Jarðsett verður í Svínavatnskirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag A-Húnvetninga eða aðrar líknarstofnanir. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Sigurjón E. Björnsson, Sigurvaldi Sigurjónsson, Guðbjörg Þorleifsdóttir, Kristín B. Sigurjónsdóttir, Guðbergur Björnsson. EGGERT ÓLAFSSON frá Brautarholti, Hofsósi, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar mánudaginn 27. september. Jarðsett var í kyrrþey mánudaginn 4. október. Vinir og vandamenn. Elskuleg dóttir okkar, systir og unnusta, HJÖRDÍS KJARTANSDÓTTIR, Seilugranda 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 4. október. Magnea Guðmundsdóttir, Kjartan Ólafsson, Ólafur Kjartansson og Peter Fork.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.