Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 29 FRÉTTIR FUNDUR trúnaðarmanna og for- manna félagsdeilda framhaldsskóla hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við kjarabar- áttu grunnskólakennara og kröfu- gerð þeirra. „Grunnskólakennarar berjast fyr- ir bættum launum, breyttum vinnu- tíma og öðrum starfskjörum. Bar- átta grunnskólakennara er barátta allra þeirra sem hafa það markmið að gera skóla að eftirsóttum vinnu- stöðum vel menntaðs fólks og að skapa kennarastarfinu þann sam- félagslega sess sem því sæmir. Fundurinn skorar á sveit- arstjórnir um allt land að stilla sam- an krafta sína og hefja tafarlaust málefnalegar viðræður við samn- inganefnd grunnskólakennara um lausn deilunnar. Fundurinn skorar á ríkisvaldið að koma að lausn deil- unnar svo að sveitarfélögin fái rétt- mætan skerf af skatttekjum sam- félagsins til standa undir skólastarfi af þeim gæðum sem nútíminn gerir kröfu um.“ Styðja kröfur grunnskóla- kennara MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá stjórn Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar: „Stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sendir kenn- urum í verkfalli stuðnings- og bar- áttukveðjur, verkföll eru ekki úrelt! Hvetjum samningsaðila til að leggja sig fram um að leysa deiluna hið allra fyrsta.“ Baráttukveðjur til kennara HAUSTFUNDUR Soroptimista- sambands Íslands var haldinn í Munaðarnesi fyrir skömmu. Fund- inn sóttu á annað hundrað konur víðsvegar af landinu. Alþjóða- samband Soroptimista eru samtök starfsgreindra þjónustuklúbba, sem ná yfir heimsbyggð alla. Það sameinar konur úr öllum starfsgreinum til þess að vinna að eflingu hugsjóna soroptimista og til samstarfs við önnur samtök um að stuðla að góðvild, skilningi og friði meðal þjóða. Starfsár Soroptimista hefst 1. október og lýkur 30. september ár hvert. Hafdís Karlsdóttir, Kópa- vogsklúbbi, hefur verið forseti landssambandsins sl. tvö ár, og af- henti hún Sigríði Þórarinsdóttur, Snæfellsnessklúbbi, forsetakeðjuna í hátíðarveislu á haustfundinum. Félagar eru nú um 92.000 í fjór- um heimshlutasamböndum, og eru klúbbar um 3.200 í 125 löndum. Í Soroptimistasambandi Íslands eru 16 klúbbar með samtals 465 fé- lögum. Helstu verkefni klúbbanna til þessa hafa verið námsstyrkir og styrkir til ýmissa menningar- og félagsmála, aðstoð við aldraða, fatlaða og þroskahefta, tækjagjafir til sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila aldraðra o.fl. og jafnframt marg- vísleg fræðslustarfsemi fyrir klúbbfélaga. Nýr forseti Soroptimista Hafdís Karlsdóttir, fráfarandi forseti, afhenti Sigríði Þór- arinsdóttur forsetakeðjuna til næstu tveggja ára. LÍFEYRISSJÓÐIR eru of margir og áhættudreifing er oft óskynsam- leg þar sem sjóðirnir eru tengdir ákveðnum stéttum. Frekari samein- ing sjóðanna, sérstaklega þeirra smærri, myndi hjálpa til við áhættu- dreifingu og „það væri líka þægi- legra fyrir þá aðila sem eru í stjórn að vera ekki fastir við ákveðið at- vinnusvæði því það skapast örugg- lega oft óþægilegur þrýstingur á stjórnina að taka þátt í verkefnum sem eru í heimabyggð og það er ekki endilega það sem er skynsam- legast fyrir viðkomandi lífeyris- sjóð.“ Þetta sagði Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, á fundi Lífeyrissjóðs verkfræðinga í gær þar sem sú spurning var m.a. rædd hvort núverandi skipan íslenska líf- eyrissjóðakerfisins væri ákjósanleg til frambúðar. Á fundinum var einn- ig varpað fram spurningum varð- andi frjálsa aðild að lífeyrissjóðum og aukið sjóðsfélagalýðræði. Fund- urinn var haldinn í tilefni þess að liðin eru fimmtíu ár frá því Lífeyr- issjóður verkfræðinga var stofnað- ur. Sigurjón Þ. Árnason, sem var einn frummælenda á fundinum, sagði lífeyrissjóðskerfið í meginat- riðum mjög gott, sérstaklega í sam- anburði við önnur lönd. Nefndi hann nokkra ókosti kerfisins, t.d. þann að sjóðirnir væru sumir hverjir bundn- ir ákveðnum atvinnugreinum. „Það er ekki skynsamleg áhættudreifing að allir sjómenn séu t.d. í sama sjóðnum,“ sagði Sigurjón. „Skyn- samlegra væri að horfa ekki á þetta eftir atvinnugreinum heldur að meiri dreifing væri á sjóðfélögum þannig að öll áhætta sem tengist sjómönnum safnist ekki saman í sama sjóðnum.“ Velti hann upp þeirri hugmynd að ákveðinn hluti af lífeyrissjóðakerf- inu yrði sameiginlegur. Að sögn Sigurjóns eru um fimm- tíu lífeyrissjóðir í landinu og þar af eru fjörutíu enn virkir. Sagði hann að talað væri um að fjármálastofn- anir væru of margar og að það sama hljóti að gilda um lífeyrissjóðina. „Þess vegna er eðlilegt að reyna að ýta undir það að sjóðir sameinist. Það merkilega er að það er að ger- ast, en það eru þessir stærstu frek- ar en þeir smærri, sem þó væri æskilegt að fella meira saman.“ Aldurstengdur lífeyrir er tímasprengja Pétur H. Blöndal alþingismaður sagði ákveðinn vanda felast í því að verðtrygging lífeyris hefur fylgt verðlagi en ekki launum. „Og þegar að lífeyrissjóðum á fundinum og sagði Gunnar Páll Pálsson, formað- ur Verslunarmannafélags Reykja- víkur og varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV), að það gæti reynst erfitt fyrir sjóði á borð við LV þar sem félagar væru um 100 þúsund og margir hverjir borguðu aðeins í skamman tíma. Sigurjón benti á áhættudreifingu í þessu sambandi og sagði að ef ein- staklingar gætu valið sjálfir í hvaða lífeyrissjóð þeir færu gæti það orðið til þess að enginn vildi taka við fólki úr áhættusömustu stéttunum. Pétur Blöndal sagði að eitt af því sem mælti gegn því að fólk væri skyldugt að borga í ákveðna sjóði væri að meðalaldur sjóðfélaga væri misjafn eftir sjóðum. Sagði hann sjóð sem í er margt eldra fólk standa verr en sjóður sem hefur marga unga sjóðfélaga. „En það sem myndi gerast ef þetta yrði gefið frjálst er að það myndu allir vilja fá inn einstæða karlmenn sem taka ekki barnalífeyri og lifa þar að auki skemur heldur en konurnar. Þannig að það yrði búinn til sérstakur líf- eyrissjóður fyrir einstæða karl- menn, eða sjóður sem borgar bara ellilífeyri til karlmanna í ákveðin ár. Þetta þurfum við að horfast í augu við nema menn tækju upp kyn- og aldursbundinn lífeyri. Þá væri þetta orðið andfélagslegt,“ sagði Pétur. Fundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga um framtíðarfyrirkomulag lífeyrissjóða Skylduaðild veldur óskyn- samlegri áhættudreifingu Morgunblaðið/Golli Sigurður Áss Grétarsson, formaður Lífeyrissjóðs verkfræðinga, og Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri sjóðs- ins, ræða við Þórólf Árnason borgarstjóra, sem stýrði fundinum. Frummælendurnir Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, Pétur Blöndal alþingismaður og Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, eru í forgrunni. launin hafa nánast tvöfaldast fer þetta að verða mjög áberandi. [...] lífeyririnn hefur því ekki haldið í við launaþróunina.“ Sagði Pétur aldurs- tengdan lífeyri tímasprengju hjá líf- eyrissjóðunum. „Og lýðræðið vantar líka,“ sagði Pétur en benti á að Líf- eyrissjóður verkfræðinga væri ann- ar tveggja sjóða þar sem ríkti sjóðs- félagalýðræði, þ.e. að sjóðsfélagar gætu kosið sér stjórn. Einnig var rætt um frjálsa aðild SIGURJÓN Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, sagði á fundinum að fólk virtist treysta lífeyrissjóðunum en margir héldu því fram að al- menningur væri áhugalaus um líf- eyrismál og þekkti þau illa. „Hinn almenni Íslendingur er tiltölulega áhyggjulaus út af þessum málum. Það endurspeglar að einhverju leyti það að kerfið sé mjög gott. Almennt séð eru Íslendingar mjög rólegir yf- ir því að fara á eftirlaun [...] það telst ekki tiltökumál að taka fjörutíu ára lán í dag og það hlýtur að stafa af því að fólk hefur trú á lífeyriskerf- inu í heild sinni.“ Pétur Blöndal alþingismaður hafði aðra skýringu á meintu áhuga- leysi landsmanna á lífeyrismálum. „Sigurjón sagði áðan að fólk treysti á eftirlaunin, það held ég að sé ekki rétt,“ sagði Pétur. „Ég held að þjóð sem er búin með launin sín 15. hvers mánaðar og er svo bara að harka og lifir endalaust með gjald- fallin lán og svoleiðis vesen, hún er ekki mikið að spekúlera í hvað ger- ist eftir tuttugu ár, það er aðeins eitt vandamál sem hún glímir við í einu. Þetta er vegna þess að þjóðin hefur ekki fengið hallæri í sextíu eða sjö- tíu ár. Hún hefur haft það fjandi gott, endalaus atvinna og alltaf hægt að redda málum. Það er það sem Sigurjón er að rugla saman. Menn eru ekkert að reikna út hvað þeir munu fá í lífeyri – því þeir vita að þeir geta reddað því.“ Pétur benti á að hver vinnandi Ís- lendingur ætti að meðaltali fimm milljónir inni í lífeyrissjóðum. Af því vissu fæstir. „Fólk veit af bílnum sínum og húsinu sínu en veit ekki af eign sinni hjá lífeyrissjóðunum. [...] Sumir eiga tíu eða tuttugu milljónir í lífeyrissjóðnum sínum en hafa ekki hugmynd um það. Þótt þeir eigi meira að meðaltali hjá lífeyr- issjóðnum sínum en í bílnum og hús- inu.“ Traust eða áhugaleysi? HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra sýknaði í gær pilt af ákæru um að hafa nýtt sér ölvun og svefndrunga stúlku til þess að hafa við hana sam- farir gegn hennar vilja aðfaranótt 20. janúar sl. Pilturinn neitaði sök og í dómnum segir að við heildstætt mat á framburði vitna, stúlkunnar og piltsins verði að telja að nokkur vafi leiki á því að um að hegðun hans hafi verið saknæm. Pilturinn og stúlkan voru vinir og höfðu að sögn oft farið saman á skemmtanir og drukkið saman áfengi. Umrædda nótt höfðu þau farið ásamt öðr- um á skemmtistað og voru þau bæði ölvuð. Stúlkan lýsti því svo að hún hefði boðið piltinum og félaga hans að gista heima hjá sér um nóttina en foreldrar hennar voru fjarverandi. Félagi hans hefði fljótlega sofnað í hjónaherberginu og þar hugðist hún einnig sofa en hætti við vegna þess að hann hraut. Hún hefði því farið í herbergið sitt þar sem pilturinn hafði komið sér fyrir. Hún hefði spurt hvort hún mætti sofa þar hjá honum og hann hefði samþykkt það. Pilturinn hefði fljótlega byrjað að þukla á henni og draga buxur hennar niður. Þetta hefði gengið í smástund en hún hefði sagt honum að hætta en hann alltaf byrjað aftur. Kvaðst hún síðan hafa sofnað en vaknað við að pilturinn var að hafa samfarir við hana. Hún hefði þá stokkið á fætur, farið fram, klætt sig og sent vina- og skyldfólki boð um að verða sótt. Engin vitni Pilturinn neitaði sök og sagði að samfarirnar hefðu farið fram að frumkvæði stúlkunnar, hún hafi verið vakandi og tekið fullan þátt í þeim. Hann hefði síðan sofnað en þegar hann vaknaði hafi stúlkan verið farin. Hann hefði því vakið fé- laga sinn og þeir farið úr íbúðinni. Engin vitni urðu að samskiptum þeirra í íbúð- inni, hvorki fyrir né eftir hið meinta kynferðis- brot. Í niðurstöðum dómsins segir að af framburði þeirra sem stúlkan hafði samskipti við eftir það megi ráða að hún hafi verið mjög miður sín eftir atburðinn. Þá þótti það styrkja framburð hennar að pilturinn og félagi hans yfirgáfu íbúðina fljót- lega eftir að stúlkan fór þaðan. Í niðurstöðunum segir ennfremur: „Á hitt er að líta að [stúlkan] bað ákærða, að fyrra bragði, um að fá að sofa hjá honum í rúminu. Verður að leggja til grundvallar að hún hafi skömmu áður farið úr hjónarúmi þar sem [félagi hans] svaf og hraut. Þrátt fyrir að ákærði sýndi strax áhuga á sam- förum brást [stúlkan] hvorki við með því að yf- irgefa rúmið né óska eftir að ákærði gerði það. [Stúlkan] kveður ákærða hvorki hafa beitt sig valdi né haft uppi hótanir um það. Þykir fram- burður ákærða fá nokkurn stuðning í framan- greindu.“ Taldi dómurinn að við heildstætt mat á fram- burði stúlkunnar, piltsins og vitna að nokkur vafi léki á að hegðun piltsins væri saknæm. Var jafn- framt vísað til þess að verknaður sé ekki saknæm- ur, nema hann sé unninn af ásetningi eða gáleysi en fyrir gáleysisbrot skuli aðeins refsað að sér- stök heimild sé til þess í almennum hegningarlög- um. Freyr Ófeigsson dómstjóri og héraðsdómararn- ir Ásgeir Pétur Ásgeirsson og Ólafur Ólafsson kváðu upp dóminn. Ragnheiður Harðardóttir sótti málið af hálfu ríkissaksóknara en Ólafur Rúnar Ólafsson hdl. var til varnar. Sýknaður af ákæru um svefnnauðgun ÓVENJUMARGIR árekstrar urðu í Reykjavík í gær, en frá kl. 7 til 17.40 urðu 16 árekstrar. Er þetta nokkuð yfir dagsmeðaltali í borg- inni sem er 11 árekstrar. Að sögn varðstjóra var mikil um- ferð í borginni í gær, en aksturs- skilyrði góð og því ekki einhlít skýring á fjölda árekstra. Ekki urðu þó slys í þessum óhöppum en eignatjón nokkuð. 16 árekstrar í borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.