Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 25 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VEGNA umfjöllunar um styrkveit- ingu sem ég varð aðnjótandi fyrr í sumar og fjallað var um í DV fimmtudaginn 16. september síðast- liðinn, vil ég taka eftirfarandi fram: Blaðamaðurinn, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, sem hafði samband við mig frá DV, gerði mér engan veginn ljóst að það sem okkur fór á milli í óformlegu samtali í síma, yrði slegið upp sem viðtali við mig með þeim hætti sem raun ber vitni á síðum blaðsins. Mér skildist á henni að hún væri að leita sér upplýsinga meðal fleiri aðila, LÍN, Listasafni Íslands, hjá þeim sem fékk styrkinn með mér, auk mín. Blaðamaðurinn lagði hart að mér um að fá að segja frá málinu í heild sinni, og lofaði um leið að hafa EKKERT eftir mér án þess að leyfa mér að lesa það yfir. Sjálf gerði ég blaðamanninum ljóst að ég væri mjög treg til að láta hafa nokk- uð eftir mér um þetta mál í DV og því hefði átt að vera þeim mun meiri ástæða fyrir hann að virða ósk mína um yfirlestur og sýna þar með fag- leg vinnubrögð. Í stuttu máli lýsi ég því yfir að greinin í DV var birt án míns samþykkis og ég á engra ann- arra kosta völ en biðja þá hlutaðeig- andi aðila sem minnst er á í ummæl- um höfðum eftir mér í greininni afsökunar á því að það sem einungis átti að vera tveggja manna tal skuli hafa birst á prenti. ELÍN HANSDÓTTIR, Ingólfsstræti 10, 101 Rvík. Leiðrétting Frá Elínu Hansdóttur: NÝLEGA birtist grein í Morg- unblaðinu þar sem yfirskriftin var að sjálfsvígum barna undir 15 ára aldri hefði fjölgað. Í greininni kem- ur fram að sjálfsvíg eru meðal fimm algengustu dán- arorsaka í aldurs- hópnum 15–19 ára í heiminum og er svo einnig hér á landi. Landlæknisembættið hefur nú gefið út upp- lýsingarrit um sjálfs- víg og sjálfsvígs- hegðun barna og unglinga. Útgáfa bæklingsins er liður í forvarnarverkefninu Þjóð gegn þunglyndi. Vitað er um sjálfsvígs- tilraunir barna hér á landi alveg niður í 12–13 ára. Sam- kvæmt tölum Landlæknisembætt- isins eru sjálfsvígstilraunir milli 500 og 600 á ári. Forvarnir skila bestum árangri sé þeim beitt markvisst og ítrekað auk þess að vera samhljóma. Til þess að forvarnir skili sér til barna skiptir máli að gott samstarf sé milli heimila, skóla og annarra sem starfa með börnum. Forvarnir eru með ýmsu móti. Fræðsla í einhverri mynd er líklega þekktasta form forvarna. Forvarnir felast líka í við- varandi meðvitund og innsæi þeirra sem að barninu standa. Því meðvit- aðri sem t.d. foreldrar og kennarar eru um ýmis hættueinkenni í hegð- un barns því meiri líkur eru á að hægt sé að grípa inn í og stöðva vaxandi vandamál með viðeigandi úrræði. Ýmis forvarnarúrræði eru í boði í samfélaginu. Því aðgengilegri sem forvarnarúrræðin eru því meiri líkur eru á að þau nái að hafa þann tilgang sem þeim er ætlað. Forvarnarmarkmiðum er náð ef það tekst að koma þeim ein- staklingum til hjálpar sem hafa í hyggju að skaða sjálfa sig eða aðra. Til að stemma stigu við tilraun til sjálfsvígs skiptir sköpum að greina einkenni undirliggjandi vanlíðanar fljótt og nákvæmlega. Þegar að- dragandi sjálfsvígs og sjálfsvígstil- rauna er krufinn til mergjar kemur í flestum tilvikum í ljós að viðkom- andi hafði um nokkurn tíma sýnt með hegðun sinni og viðmóti ýmis merki vanlíðanar og að hegðunarbreyting í einhverjum mæli hafði átt sér stað. Í mörgum tilvikum hefur viðkom- andi jafnvel með ein- um eða öðrum hætti gefið vinum og vanda- mönnum fyrirætlan sína í skyn. Ef barn er í sjálfsvígshugleið- ingum eru ekki miklar líkur á að það eigi sjálft frumkvæði að því að leita að- stoðar fagaðila til að ræða og vinna úr orsökum vanlíðanar sinnar. Enda þótt í mörgum tilvikum virð- ist sem enginn mannlegur máttur hefði getað komið í veg fyrir sjálfs- víg eða sjálfsvígstilraun þá eru það samt sem áður einna helst for- eldrar sem sjá og skynja fyrst af öllum hvort barnið þeirra sé ef til vill í áhættu. Ef hegðun barns hef- ur versnað til muna bæði á heimili og í skóla og foreldrar skynja sam- hliða hegðunarbreytingunni depurð og leiða þá getur skipt sköpum að leita sem fyrst til fagaðila svo hægt sé að leggja mat á alvarleika máls- ins. Sálfræðingar eru flestir hverjir sérhæfðir í að greina hvort viðkom- andi er í sjálfsvígshættu. Þeir eru jafnframt þjálfaðir í að beita við- talstækni sem líklegust þykir til að skjólstæðingurinn tjái sig um sín innstu mál og fyrirætlanir. Sál- fræðingar leggja mat á hvaða úr- ræði séu nauðsynleg hverju sinni. Þeir leiðbeina foreldrum um hvaða einkenni flokkast sem hættuein- kenni, hvernig þeim ber að bregð- ast við og hvenær ljóst sé að grípa þurfi inn í. Eins og málin standa í dag hafa ekki allir sama tækifæri til að nýta sér sálfræðiþjónustu. Í raun má segja að sálfræðiþjónusta standi einna helst þeim efnameiri til boða. Notendur hennar þurfa að greiða hana fullu verði þar sem hún er ekki hluti af þeirri heilbrigðisþjón- ustu sem almannatryggingakerfið tekur þátt í að greiða niður. Þegar notendur sálfræðiþjónustu spyrja hverju þetta sæti hefur verið fátt um svör. Margt getur legið því til grundvallar af hverju Íslendingum hefur ekki tekist að fylgja ná- grannaþjóðum sínum í þessu efni. Hitt er annað að varla er hægt að kenna um áhugaleysi ráðamanna því þeir hafa flestir lýst því yfir að sálfræðiþjónusta sé afar mikilvæg heilbrigðisþjónusta og eðlilegt væri að endurgreiða notendum hennar hluta kostnaðarins. Sá hópur sál- fræðinga sem valinn hefur verið til að reyna að koma á viðræðum við heilbrigðisráðuneytið og Tryggingastofnun ríkisins um gerð þjónustusamnings telur það skyldu sína að halda málinu lifandi. Væri samningur í gildi milli TR og Sálfræðingafélags Íslands sem kveður á um slíka endurgreiðslu getur sálfræðiþjónusta flokkast sem raunhæf forvörn gegn sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum sem og öðrum erfiðleikum og vandamálum sem upp kunna að koma í lífi sérhvers einstaklings. Sálfræðiþjónusta forvörn gegn sjálfsvígum Kolbrún Baldursdóttir fjallar um forvarnir og sjálfsvíg ’Forvarnir skila best-um árangri sé þeim beitt markvisst og ítrek- að auk þess að vera samhljóma. ‘ Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur. LAUGARDAGINN 9. október eru 25 ár liðin síðan framsýnt fólk kom saman og stofnaði með sér fé- lagsskap aðstandenda, sjúkra og áhugafólks um málefni geðsjúkra. Mikil áhersla var á það lögð frá upphafi að meginverkefni félagsins yrði að gæta hagsmuna hinna veiku. Þeir töldu þá ekki fara sam- an að reka þjónustu fyrir geðsjúka og berjast fyrir hags- munum þeirra. Það sem ríki og sveit- arfélögum að lögum bæri að reka myndi Geðhjálp ekki gera. Þarna hefur viss stefnubreyting orðið á umliðnum árum. Geð- hjálp rekur nú fé- lagsmiðstöð, mötu- neyti, tölvuver, sálfræðiþjónustu og aðra ráðgjöf og hýsir átta sjálfshjálparhópa. Þar fyrir ut- an hýsir Geðhjálp skóla með hundr- að nemendum og er hann rekinn er af Fjölmennt. Með rökum má segja að margt af þessu ætti ríkið að reka en staðreyndin er sú að fólk leitar fremur til Geðhjálpar en til op- inberrar stofnunar. Þetta er mik- ilvægt atriði sem við sem stjórnum þessu félagi verðum að taka með í reikninginn. Á þessum tímamótum er þakklæti til frumkvöðlanna mér efst í huga. Því verður heldur ekki á móti mælt að staða geðsjúkra í dag er allt önnur og að mörgu leyti betri en fyrir aldarfjórðungi. Þó þarfnast sennilega enginn málaflokkur í heil- brigðiskerfinu meiri lagfæringar en geðheilbrigðismálin. Enn er það svo að geðlækningar eru að langmestu lyflækningar og því þarf að breyta. Nýjar rannsóknir sýna að sjúk- lingar í samtalsaðferðum halda enn betur meðferð og árangurinn er ekki lakari en með lyfjunum þótt þetta eigi ekki við mikið oflætisást- and. Þessu þarf að gefa miklu betri gaum. Það er margt að gerast í löndunum í kringum okkur á þessu sviði og þangað þurf- um við að leita hug- mynda. En við eigum líka að skoða okkar reynslubanka því hér hefur margt það gerst á allra síðustu árum á vettvangi grasrót- arinnar sem er til eft- irbreytni í öðrum lönd- um. Kiwanishreyfingin hefur um árabil verið Geðhjálp haukur í horni. Án tilstillis hreyfingarinnar og velvilja stjórnvalda væri Geðhjálp ekki með sína starf- semi í hinu glæsilega húsi á Tún- götu 7 en þrátt fyrir stærðina er starfsemin í húsinu við það að sprengja allt utan af sér. Nú er enn blásið til sóknar með sölu á K-lykli Kiwanishreyfingarinnar. Ágóði úr söfnuninni, sem stendur frá 7.–10. október, rennur að þessu sinni til barna- og unglingageðdeildar Landspítala og Geðhjálpar. Í sept- ember voru 90 börn á biðlista eftir innlögn á BUGL og hefur ástandið ekki verið verra. Mjög brýnt er að ný meðferðarálma rísi sem allra fyrst og mun söfnunarframlagið skipta verulegu máli. Þeim hluta sem rennur til Geðhjálpar verður varið til þess að rjúfa einangrun geðsjúkra á landsbyggðinni. Í sam- vinnu við Rauða kross Íslands munu fulltrúar Geðhjálpar fara um landið, upplýsa almenning og fag- fólk og vinna markvisst að því að skapa þeim sem eiga við geðrask- anir að stríða nýja samskiptamögu- leika og batavon. Ég heiti á þig, les- andi góður, að styðja þessi verkefni og bregðast vel við Kiwanismönn- um um helgina. Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn er enn haldinn hér á landi um helgina. Ganga með blöðrur og lúðrasveit í broddi fylkingar verður farin frá Hlemmi niður Laugaveg á laugardag og blöðrunum sleppt með táknrænum hætti áður en gengið verður til dagskrár í ráðhús- inu. Það er von Geðhjálpar að sem allra flestir taki þátt í þessu. Á sunnudag bjóðum við svo til afmæl- isveislu í húsi okkar á Túngötu þar sem allir eru sömuleiðis velkomnir. Þakkarlisti núverandi stjórnar Geð- hjálpar er langur á þessum degi og sennilega aldrei tæmandi. Því segi ég; Þakka ykkur, Íslendingar, fyrir allan stuðninginn og hlýhug til fé- lagsins. Til hamingju, öll, með af- mælið! Geðhjálp á tímamótum Sigursteinn Másson skrifar um Geðhjálp og Landssöfnun Kiwanis ’Þeim hluta sem rennurtil Geðhjálpar verður varið til þess að rjúfa einangrun geðsjúkra á landsbyggðinni. ‘ Sigursteinn Másson Höfundur er formaður Geðhjálpar. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkaðurinn í Banda- ríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumið- stöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svo- kallaður almenningur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til ál- framleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, löndum …“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari ál- bræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipulagstillögu bæjaryfirvalda …“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallarbreytinga er þörf …“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlits- ins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílíkum vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkr- unardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Hafsteinn Hjaltason segir landakröfumenn engar heimildir hafa fyrir því að Kjölur sé þeirra eignarland eða eignarland Biskupstungna- og Svína- vatnshrepps. Sveinn Aðalsteinsson: „Nýjasta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Á mbl.is Aðsendar greinar Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva verður haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum föstudaginn 8. október 2004 kl. 11.00 Dagskrá: Skýrsla stjórnar Arnar Sigurmundsson, formaður SF. Ársreikningar SF 2003 Kosning stjórnar og endurskoðenda. Ræða Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Horft til framtíðar í rannsóknum og þróun Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Rf. Íslenskur hlutabréfamarkaður – Er sjávarútvegur á útleið? Kjartan Ólafsson, viðskiptastjóri sjávarútvegsteymis Íslandsbanka hf. Staða fiskvinnslunnar - launakerfi sjómanna, samkeppnisstaða fiskvinnslu í landi og sjóvinnslu Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. Samkeppnisstaða, rannsóknir og fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi Pallborðsumræður undir stjórn Sigmundar Ernis Rúnarssonar fréttastjóra. Auk frummælenda eru þátttakendur Finnbogi Jónsson stjórnarformaður Samherja hf. og Gunnar Tómasson stjórnarformaður Þorbjörns Fiskaness hf. Önnur mál Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.