Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 33 DAGBÓK Kennaravæl MIKIÐ hefur verið rætt um þetta kennaraverkfall og hversu illa er farið með kennara. Búið er að birta auglýsingar með launaseðlum fólks og þar stendur að fólkið sé búið að vera í háskóla í 3 ár og eigi skilið meiri laun. En færri taka eftir því að þetta er fyrirframgreiðsla fyrir ágústmánuð en kennarar kenndu ekki nema nokkra daga í þeim mán- uði. Arnar Einarsson, Eyrarlandi, Akureyri. Borga ekki fyrir stúdenta HÁSKÓLASTÚDENTAR segjast munu mótmæla af hörku ósk um hærri innritunargjöld. Ég held að stúdentar geti vel borgað fyrir sig. Það sýnir bílaflotinn þeirra í há- skólahverfinu, þar sem öll bílastæði eru yfirfull. Það er ósiður að ætlast til að aðrir borgi allt fyrir mann. Ég er eldri borgari og vil ekki borga hærri skatta fyrir stúdenta. Öðru máli gegnir um veikt fólk og öryrkja. Kona. Sammála ÉG vil taka undir skrif konu sem skrifaði í Velvakanda laugardaginn 2. október sl. Hún sá mann fara illa með hundinn sinn og hrækja á hann. Þessi frásögn fór illa í mig og fór ég að velta því fyrir mér hvort til væri fólk sem fengi sér dýr til að skeyta skapi sínu á. Ég spyr: Hver hrækir á hundinn sinn? Finnst mér þetta til skammar og fólk lítillækkar sjálft sig með svona framkomu. Björg. Sjóngleraugu í óskilum SJÓNGLERAUGU með silfurlitaðri spöng fundust sl. mánudag fyrir framan Kristal og postulín við Bæj- arlind. Eins fannst á sama stað bíl- lykill. Upplýsingar í síma 544 4044. Tvær læður fást gefins 2 LITLAR og sætar læður fást gef- ins. Þær eru 12 vikna og kassavanar. Þeir sem hafa áhuga hafi samband í síma 568 4555 eða 867 6977. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Geðhjálp stendur fyrir hinu árlega Geð-hlaupi næsta laugardag, 9. október, enmarkmiðið með Geðhlaupinu er aðvekja athygli á því að líkamlegt og andlegt atgervi helst í hendur. Hlaupið er haldið samhliða dagskrá Alþjóðlega geðheilbrigðisdags- ins en í ár er umfjöllunarefnið einmitt tengsl lík- amlegrar og andlegrar heilsu. Geðhjálp hefur áhuga á að festa Geðhlaup í sessi sem árlegan viðburð sem tekið er eftir og sem hlauparar og velunnarar Geðhjálpar sjái sem fastan lið. Þetta er í þriðja sinn sem hlaupið er haldið og hefur þátttakan aukist frá ári til árs, en í ár er búist við enn meiri þátttöku en í fyrra. Rögnvaldur Bergþórsson á við alvarlegan geð- sjúkdóm að etja, en hefur undanfarin ellefu ár stundað hlaup af kappi. Hann æfir reglulega í hlaupahópi og hefur nú keppt í ellefu maraþon- um. Að sögn Rögnvalds skiptir það líklegast ekki minnstu máli að honum er tekið sem einum af hópnum og sem jafningja. Rögnvaldur tekur nokkuð virkan þátt í þjóðfélaginu og má ætla að þátttaka hans í hlaupahópnum hjálpi honum mik- ið til að viðhalda félagslegri færni og að halda niðri einkennum sjúkdómsins. Þá hefur verið hægt að minnka lyfjagjöf Rögnvalds um helming. „Ég byrjaði að hlaupa 1992–93 sjálfur en hef hlaupið með hóp síðan ’95. Ég varð fyrir meiðslum fyrst af því ég stappaði fótunum of mikið niður, en ég lærði fljótlega betri hlaupa- tækni,“ segir Rögnvaldur, sem hefur notið leið- sagnar Péturs Inga Frantzsonar maraþonhlaup- ara. „Ég hljóp með skokkhóp hjá Námsflokkunum og hvíldi af og til.“ Hvaða áhrif hefur þessi hreyfing haft á þig? „Hún hefur haft mikil áhrif á mína heilsu. Ég er líka að lyfta og fleira. Maður frískast upp og verður hressari. Ég hætti líka að reykja fyrir nokkru,“ segir Rögnvaldur sem einnig stundaði nám meðfram skokkinu og náði öllum prófum. „Hreyfingin skerpir hugann og maður verður all- ur frískari.“ Hvers vegna tekur þú þátt í Geðhlaupinu? „Mig langar bara að sýna samstöðu og vera með. Ég er ekki alltaf að reyna að sigra, enda er ég ekki nógu góður, en ég er alltaf að keppa við sjálfan mig. Mér finnst betra að hlaupa með fólki en einn. Mér finnst miklu betra að hafa fé- lagsskap.“ Eru hlaup og líkamsrækt góð endurhæfing? „Já, en það eru ekki allir sem glíma við geð- sjúkdóma tilbúnir í það. Menn þurfa að byrja ró- lega í hreyfingunni.“ Þess má geta að Geðhlaupið hefst kl. 13 á laug- ardag við Nauthólsvík. Hlaupnir verða 2 km án tímatöku og 10 km með tímatöku. Nánari upplýs- ingar má finna á www.gedhjalp.is. Geðrækt | Hlaupið verður til heiðurs geðheilsunni á laugardaginn Mikilvægt að byrja rólega  Rögnvaldur Berg- þórsson er fæddur í Reykjavík árið 1967. Hann greindist með geðklofa á unglings- árum. Við það varð hlé á námsferli hans, þangað til hann lauk grunnskólanámi við Námsflokka Reykja- víkur eftir að hann hóf hlaup. Rögnvaldur hefur búið á Bjargi á Seltjarn- arnesi undanfarna tæpa tvo áratugi. Opnunartími: Mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Hausttilboð Nýir bolir Nýjar skyrtur Verð 1.500 & 1.900 kr. Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 9-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 EIGNIR ÓSKAST Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Í kjölfar vaxtalækkana hefur sala eigna aukist verulega. Okkur vantar eignir fyrir trausta og örugga kaupendur. Í mörgum tilfellum er boðið upp á staðgreiðslu eða langan afhendingartíma: • Hæðir/parhús/raðhús og einbýlishús í Vogum, Heimum og Laugarneshverfi. Verðbil 15-50 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Garðabæ. Verðbil 20-60 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Breiðholti. Verðbil 20-40 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Kópavogi. Verðbil 25-70 millj. • Hæðir í Kópavogi. Verðbil 17-25 millj. • 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í Bakkahverfi. Verðbil 9-16 millj. • Hæðir í austurborginni. Verðbil 20-40 millj. • 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir fyrir opinberan aðila. Langur afhendingartími getur verið í boði. • Einbýlishús, raðhús og parhús í Fossvogi og Smáíbúðahverfi. Verðbil 20-60 millj. • Einbýlishús, parhús og raðhús í Grafarvogi og Grafarholti. Verðbil 25-50 millj. • Einbýlishús/parhús/raðhús í Skerjafirði og á Seltjarnarnesi. Verðbil 30-100 millj. • Einbýlishús/parhús/raðhús í Mosfellsbæ. Verðbil 20-40 millj. • 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í miðbæ Reykjavíkur, austur- og vesturbæ. Verðbil 9-20 millj. HAFIÐ SAMBAND OG VIÐ SKOÐUM SAMDÆGURS. VERÐLEGGJUM EIGNIR YKKUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU. 1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Rc3 d5 8. cxd5 exd5 9. Bg2 0–0 10. 0–0 He8 11. Re5 c6 12. He1 Bb7 13. e4 dxe4 14. Rxe4 Dxd4 15. Rg5 Bc5 16. Rgxf7 Dxf2+ 17. Kh1 Rbd7 18. Hf1 Dd4 19. Hf4 Rxe5 20. Hxd4 Bxd4 21. Rxe5 Hxe5 22. Hc1 Re4 23. Be1 c5 24. b4 Hf8 25. h3 Staðan kom upp á Norðurlanda- móti taflfélaga á Netinu sem lauk fyr- ir skömmu. Berge Ostenstad (2.482) hafði svart gegn Arne Matthiesen (2.330). 25... Hf1+! 26. Bxf1 Rxg3+ 27. Kh2 Rxf1#. Berge þessi var í langan tíma alþjóðlegur meistari en varð stórmeistari fyrir nokkrum ár- um. Hann varð efstur á norska meist- aramótinu í ár ásamt undrabarninu Magnusi Carlsen. Þeir skildu svo jafnir í tveggja skáka einvígi en það þýddi að Berge varð norskur meistari vegna þess að hann varð hlutskarpari á stigum á sjálfu mótinu. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Til heiðurs og hug- bótar er nafn rits sem inniheldur greinar um trúar- kveðskap fyrri alda. Ritið kemur út í útgáfu Snorra- stofu, rannsókn- arstofnunar í mið- aldafræðum, en ritstjórar eru Svanhildur Óskarsdóttir og Anna Guðmundsdóttir. Í ritinu eru erindi sem níu fræðimenn fluttu á mál- þingi í Snorrastofu 13. október 2001, en ritið heitir eftir málþinginu og vísaði nafnið til hins tvöfalda tilgangs trúar- kveðskapar, lofsöngs til Guðs og hugg- un og athvarf dauðlegra manna. Trú Bókin Ekki orð af viti eftir Ragnar Inga Aðalsteins- son frá Vaðbrekku er komin út í út- gáfu Bygg- ingasjóðs Fanna- foldar 103. Þar má finna fjölda kvæða og staka sem liggja eftir þrjátíu ára hagyrðings- feril Ragnars. Ljóð Guðmundur Helgi Helgason hefur gefið út ljóðabók- ina Ljóðsár. Yrk- isefni Guðmundar eru persónulegar upplifanir og tengsl við hinar ýmsu hliðar til- vistar mannsins. Ljóð JPV útgáfa hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur um Vélakrílin, en sjón- varpsþættir um Vélakrílin eru nú sýndir í sjónvarpi hér á landi. Út eru komnar tvær sögubækur sem heita Kappi kemst á flug og Raul- ruggan auk límmiðabókar sem heitir Vinnum saman. Guðni Kolbeinsson þýddi bæk- urnar. Börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.