Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Vinafélag Sinfóníuhljóm-sveitar Íslands gekkstfyrir málþingi í fyrra-kvöld undir yfirskriftinni Sinfónían og samtíminn. Tilefni málþingsins var greinaskrif í Morg- unblaðinu um áherslur í verkefna- vali hljómsveitarinnar og umræður sem spunnist hafa í kjölfarið. Frum- mælendur á málþinginu voru Jónas Sen píanóleikari og tónlistar- gagnrýnandi, Sigfríður Björns- dóttir framkvæmdastjóri Íslenskr- ar tónverkamiðstöðvar, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og rektor Listaháskóla Íslands og Arnþór Jónsson sellóleikari og fyrrum nefndarmaður í verkefnavalsnefnd Sinfóníuhljómsveitarinnar. Jónas Sen ræddi vaxandi sam- runa hámenningar og lágmenn- ingar í framsögu sinni með hliðsjón af verkefnavali Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Hann tæpti á mörgu því sem hann skrifaði í Les- bókargrein sinni, þar sem hann gagnrýndi að hljómsveitin legði stöðugt meiri áherslu á að leika vin- sæl sígild tónverk, sem færðust stöðugt nær því að verða fjöldalist, meðan hún vanrækti einkum ís- lenska tónlist. Flest verk heyrast aðeins einu sinni Sigfríður Björnsdóttir fram- kvæmdastjóri Íslenskrar tónverka- miðstöðvar sagði að hæg en jöfn aukning hefði verið á skilum á ís- lenskum hljómsveitarverkum frá tónskáldum til Tónverkamiðstöðv- arinnar á síðustu áratugum. Hún sagði að ef tekið væri meðaltal síð- ustu þrjátíu ára væru samin hér um 8,5 hljómsveitarverk á ári, en með- altal síðustu 10 ára væri um 10 verk á ári. Þessa hægu aukningu sagði hún þó í engu eðlilegu hlutfalli við fjölda þeirra sem fengjust af fullri alvöru við tónsmíðar á Íslandi í dag. Greinilegt væri að deyfð ríkti yfir nýsköpun hljómsveitartónlistar. Meðaltal fluttra íslenskra hljóm- sveitarverka hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands væri 7,9 verk á þrjátíu ára tímabili, en væri 8,7 verk ef með- altal síðustu 10 ára væri tekið. Hafa yrði í huga að þetta væru þó ekki eingöngu ný verk, heldur einnig eldri íslensk verk sem hljómsveitin tekur til flutnings eða endurflutn- ings. Þannig væri frumflutningur nýrra íslenskra verka í raun fátíður á þeirri dagskrá sem hljómsveitin mótaði sjálf. Sigfríður sagði lífsvon íslenskra hljómsveitarverka yfirleitt ekki góða, því stærstur hluti þeirra heyrðist aðeins einu sinni á tón- leikum. Þá væri það líka áberandi að á tónleika með nýjum íslenskum verkum væru ekki ráðnir þekktustu hljómsveitarstjórarnir og frægustu einleikararnir, og taldi að betur þyrfti að gera í því að kynna erlend- um tónlistarmönnum sem koma til starfa með hljómsveitinni tíma- bundið, þann sjóð sem íslensk tón- list er. Hún minnti á að miklu skipti fyrir íslenskt samfélag að íslensk tónlist eins og önnur menning- arverðmæti fegni góða kynningu erlendis. Sigfríður sagði dæmi þess að tónverk væru frumflutt af Sin- fóníuhljómsveitinni áratugum eftir að þau voru samin, en hefðu þó fengið góðar viðtökur. Vert væri því að skoða þau verk sem hafnað hefur verið gegnum árin, því perlur gætu leynst í skugga þagnar. Veikir listræna stjórn að hafa ekki íslenskan stjórnanda „Það ber að fagna þessari um- ræðu um stefnumótun fyrir Sinfón- íuhljómsveit Íslands,“ sagði Hjálm- ar H. Ragnarsson í upphafi framsögu sinnar. Hann ræddi síðan um stöðu klassískrar tónlistar og kvað hana hafa almennt minna vægi í listumræðunni en áður. Aðrar teg- undir tónlistar hefðu með sér fersk- ari blæ og fjölbreytnin hefði aukist. Lykilorðið nú, hvort sem væri í list- um eða atvinnulífinu almennt, væri frumleiki og nýsköpun, og listform sem vanrækti þessa þætti væri dæmt til stöðnunar og síðan dauða. Sinfónían, sem tónlistarform, hefði því miður upphafið sögulegt gildi sitt á kostnað endurnýjunar og frumleika. Til hliðsjónar nefndi Hjálmar Pekingóperuna og jap- anska Kabukileikhúsið sem dæmi um listform sem lifði einungis sem söguleg hefð en hefði engan end- urnýjunarkraft, mikilvægir safn- gripir en dauð listform. Hjálmar vék að breyttum lífs- háttum fólks með æ tæknivæddara samfélagi og hvaða áhrif það hefði á viðgang listanna. Með stórbættum samgöngum berist áhrifin fljótar á milli borga og landa, og hver hljóm- sveitin færi að hljóma eins og sú næsta. Stjórnendur flakka á milli og það verður æ fátíðara að einhver einn stjórnandi móti hljóm sinnar hljómsveitar eftir eigin smekk og karakter. Sömu tónverkin væru leikin aftur og aftur, og mismun- urinn á flutningnum verður hverf- andi lítill. Hjálmar sagði að Sinfón- íuhljómsveit Íslands hefði afar mikilvægu hlutverki að gegna í ís- lensku tónlistarlífi. Hlutverk henn- ar væri skilgreint í lögum en ákvæðin væru frekar opin og því hægt að móta stefnu hennar frá ein- um tíma til annars nokkuð frjálst. Skipulag hljómsveitarinnar væri þannig að aðalhljómsveitarstjórinn væri hinn listræni leiðtogi og í raun sá aðili sem mest hefði með listræna stefnumótun að segja, Hljómsveit- arstjórarnir hefðu hingað til alltaf verið útlendingar sem lítil sem eng- in kynni hefðu af íslenskri tónlistar- menningu, og því væri vart við því að búast að þeir legðu sig sér- staklega eftir íslenskri tónlist – sem þeir þekktu ekki. Aðalhljómsveit- arstjórinn hefði sem listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar ekki þann status sem listrænir stjórn- endur annarra menningarstofnana hefðu, vegna fjarveru sinnar frá landinu, og því hefði hann lítið sem ekkert vægi í íslenskri menningar- pólitík. Þetta kvað Hjálmar veikja mjög hljómsveitina útávið og gera henni erfitt með að skapa sér sterka ímynd og fá pólitískan stuðning. Að lokum spurði Hjálmar hvað menn raunverulega vildu með rekstri hljómsveitarinnar. Útávið birtist stefnan í ofuráherslu á klas meistaraverk, en uppeldish inu, íslenskri tónlist, ferðum landið og frumflutningi nýr væri frekar sinnt af skyldur af sterkri löngun. Hjálmar fullyrti að Sinfó íuhljómsveitin hefði sárasja haft frumkvæði að smíði sin tónverka og alls ekki rækt þ verk sitt nógu vel að efla tón í landinu. Fyrir hann sjálfan tónskáld hefði hljómsveitin ur ekki skipt mjög miklu m væri að fá verkin flutt og lít ing til smíðanna. Mörg tóns þyrftu að bíða árum saman heyra verkin sín og þegar þ ins gerðist væru þau orðin s ul tónverkin að tónskáldið v ir löngu búið að skilja það v missa spenninginn yfir því. Gestastjórnendur r líka verkefnaval Arnþór Jónsson fyrrum f ur verkefnavalsnefndar Sin íuhljómsveitar Íslands og s ari í hljómsveitinni skýrði h verkefnavalið fer fram og s bæði flókið verk og seinlegt sem líta þyrfti til margra þá Meðal faglegra sjónarmiða taka þyrfti tillit til nefndi ha hljómsveitin þyrfti að flytja istónverk vestrænnar menn íslensk tónverk, vera vettva fyrir innlenda einleikara og ara, og leika erlend samtím Þá þyrfti að taka tillit til sjó hljómsveitarstjóra og hljóð leikara, og fjárhagsleg sjón réðu alltaf talsverðu um ver valið. Arnþór fjallaði um hv þessara þátta nánar. Í máli kom fram að val á íslenskum um til flutnings væri nú að m höndum aðalstjórnandans R Gamba. Eitt af þeim atriðum sem nefndi og hafa áhrif á verke hljómsveitarinnar er óskir g stjórnenda, en ráðning þeir ekki fram fyrr en eftir að ve Lífsvon íslenskra sveitarverka er ek Hvers konar tónlist á Sinfóníuhljómsveit lands að spila? Bergþóra Jónsdóttir sat m þing Vinafélags hljómsveitarinnar í Iðnó fyrrakvöld þar sem umræður spunnust u áherslur í verkefnavali og stöðu hljómsve arinnar í samtímanum. Morgunblaðið Íslensk tónskáld á málþingi Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Ísla kell Másson er í forgrunni en fyrir aftan hann situr Atli Heimir S son, nýráðinn hústónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands til ársin ’Vert er að skoða verk sem hafnað h verið gegnum árin perlur geta leynst skugga þagnar. ‘ SKYLDURNAR UPPFYLLTAR Sá styr sem staðið hefur umverkefnaval Sinfóníuhljóm-sveitar Íslands, í kjölfar umfjöllunar í Morgunblaðinu um það efni á undanförnum vikum, hefur orðið til þess að draga fram í dagsljósið ýmis sjónarmið um hlutverk og þýðingu hljómsveit- arinnar. Á málþinginu „Sinfónían og samtíminn“ sem vinafélag hljómsveitarinnar efndi til í Iðnó í fyrradag kom t.d. fram í máli Sig- fríðar Björnsdóttur, framkvæmda- stjóra Íslenskrar tónverkamið- stöðvar, að dæmi séu um að íslensk tónverk bíði í tíu, fimmtán og allt upp í sautján ár eftir því að Sinfóníuhljómsveitin frumflytji þau, en hljóti þó góðar viðtökur þegar að flutningi kemur. Í þeim verkum sem svo lengi bíða flutn- ings, en sanna sig þó að lokum, liggja auðvitað gríðarleg menn- ingarverðmæti sem enginn hefur haft hugmynd um og engu skila inn í menningarlífið fyrr en seint og um síðir. Slíkur seinagangur í flutningi skekkir að sjálfsögðu þær hug- myndir sem hver tími hefur um tónlist síns samtíma og sína sögu. En eins og Hjálmar H. Ragnars- son, tónskáld og rektor Listahá- skóla Íslands, vísaði til á þinginu, er nýsköpun á sviði tónlistar afar mikilvæg í dag – rétt eins og í öðr- um listum. Og eins og hann benti á er mjög miður að nýsköpun tón- verka skuli vera hliðargrein, en söguleg upplifun hljómsveita aðal- atriði. Því þótt auðvitað sé engin ástæða til að draga úr mikilvægi þess að stórar hljómsveitir á borð við Sinfóníuhljómsveit Íslands spili verk sem tilheyra hinum klassíska tónlistarheimi fortíðar- innar, felst listrænn kraftur alls skapandi starfs í eðlilegri endur- nýjun hugmynda og strauma, á hverjum tíma fyrir sig í bland við þær gömlu. Það er því einstaklega ánægju- legt að á málþinginu skuli Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, hafa tilkynnt að eitt þekktasta tón- skáld íslensks samtíma, Atli Heimir Sveinsson, skuli hafa verið ráðinn til ársins 2006 til að vinna með hljómsveitinni og semja verk fyrir hana. Eins og Atli Heimir segir sjálfur í Morgunblaðinu í dag, „eru fordæmin fyrir því að tónskáld sé ráðið við hljómsveit [...] fjölmörg allt í kringum okkur. Það er alsiða að við ríkishljóm- sveitir sé staða tónskálds, einnig við tónlistarháskóla og tónleika- hallir“. Með því að hlúa að ís- lenskri tónsköpun með þessum hætti er Sinfóníuhljómsveit Ís- lands að uppfylla eina mikilvæg- ustu skyldu sína; að setja íslenska tónlist í viðeigandi samhengi í tónlistarsögunni, íslenskri sem er- lendri. Ef þeirri skyldu er fylgt eftir af metnaði mun það vonandi að lokum leiða til þess að engin ís- lensk hljómsveitarverk sem standa undir nafni, þurfi að bíða árum saman eftir því að vera frumflutt. FLÓTTAFÓLK ÁN MATAR Flóttamenn í heiminum teljast áþessu ári vera 11 milljónir. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að enn vanti Matvælahjálp Sam- einuðu þjóðanna 220 milljónir doll- ara eða um 15 milljarða króna af þeim 865 milljónum dollara, sem þarf til að geta brauðfætt þessar 11 milljónir manna. James Morris, framkvæmda- stjóri Matvælahjálparinnar, sagði í ávarpi á fundi Flóttamannahjálpar SÞ í Genf að flóttamannavandinn væri víða aðkallandi um þessar mundir. Hann sagði að matur handa um 750 þúsund manns í Líb- eríu yrði á þrotum eftir átta vikur. Flóttamenn teljast þeir, sem hafa þurft að flýja heimaland sitt og komast ekki til baka, en víða hefur fjöldi manns misst heimili og eigur sínar og í raun í sömu stöðu og flóttamenn. Það á til dæmis við í héraðinu Darfur í Súdan. Þar er mikill vandi á höndum og hafa meðal annars 200 þúsund flótta- menn þaðan safnast fyrir í Chad. Adam Ereli, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að ekkert eitt ríki gæti leyst þann vanda. Hann sagði að ýmis ríki, sem heitið hefðu framlögum, hefðu ekki staðið við loforð sín án þess að nefna nöfn. Ríki heims verða að gera betur og það á einnig við um okkur Ís- lendinga. Það er óverjandi að milljónir flóttamanna svelti vegna þess að þjóðir, sem búa í vellyst- ingum, láta ekki nægilegt fé af hendi rakna. Af þeim 6,6 millj- örðum króna, sem utanríkisráðu- neytinu eru ætlaðar samkvæmt fjárlögum næsta árs, er gert ráð fyrir að tæpar 700 milljónir renni til Þróunarsamvinnustofnunar Ís- lands, en á fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir 519 milljónum. Tæp- um 400 milljónum verði varið til þróunarmála og alþjóðlegrar hjálparstarfsemi, en á fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir um 176 milljónum. Sérstaklega er tek- ið fram í fjárlögum næsta árs að 62 milljónum króna verði varið í mannúðarmál og neyðaraðstoð og hefur sú tala nær ferfaldast frá fjárlögum þessa árs. Það er gott að auknu fé skuli varið til aðstoðar af ýmsum toga, en betur má ef duga skal. Fyrir þremur áratugum var samþykkt á þingi Sameinuðu þjóðanna að þróunaraðstoð iðn- ríkjanna skyldi nema sem sam- svaraði 0,7% af landsframleiðslu þeirra. Á þessu ári munu framlög Íslands til þróunarmála nema 0,16% af landsframleiðslu. Reynd- ar hefur framlagið aukist verulega á undanförnum árum, sem sést best á því að árið 1999 var hlut- fallið 0,09% af landsframleiðslu. Í þessum málaflokki ber okkur skylda til að gera betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.