Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Golli Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á BUGL, og Ást- björn Egilsson, Evrópuforseti Kiwanis. FORSVARSMENN Kiwanishreyfingarinnar kynntu í gær Landssöfnun til styrktar geðsjúkum sem fram fer dagana 7.–10. október nk. Ágóði af K-lyklinum svo- nefnda rennur að þessu sinni til Barna- og unglinga- geðdeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss við upp- byggingu göngudeildar BUGL og til Geðhjálpar, sem hyggst koma á fræðslu- og tengslaneti í því skyni að rjúfa einangrun geðsjúkra um land allt. K-lykillinn verður seldur við verslanir og í fyr- irtækjum, auk þess sem gengið verður í hús en einnig er hægt að styrkja söfnunina um eitt þúsund, þrjú og fimm þúsund krónur með því að hringja í símanúmerin 905-5001, 905-5003 og 905-5005. Fyrsti K-dagurinn til styrktar geðsjúkum var hald- inn fyrir þrjátíu árum, í október 1974, og hafa alls tæp- ar 200 milljónir króna safnast á þeim tíma framreikn- aðar til núgildis. K-dagurinn er nú haldinn í 11. sinn en söfnunin fer fram þriðja hvert ár. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á BUGL, og Sig- ursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, þökkuðu báðir á fundi með fréttamönnum í gær, rausnarlegt framlag Kiwanishreyfingarinnar sem hefði komið sér mjög vel fyrir starfsemi þeirra í gegnum tíðina. Sigursteinn bætti við að án aðstoðar Kiwanis-manna hefði Geðhjálp tæpast getað komið sér upp aðstöðu í húsnæðinu á Tún- götu 7. Landssöfnun Kiwanis fyrir geðsjúka hefst á morgun Safna fyrir BUGL og Geðhjálp 6 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17-19 DALALAND 9 - LAUS STRAX Nýtt á skrá. Falleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð (miðhæð ) í fjölbýli. Þrjú svefn- herb., rúmgóð stofa og stórar flísa- lagðar suðursvalir. Nýbúið að leggja parket á eldhús, hol og stofu. Bað- herbergi nýlega flísalagt, baðkar og t.f. þvottavél. Björt og vel skipulögð íbúð á eftirsóttum stað í Fossvogin- um. Stutt í skóla og alla almenna þjónustu. Verð 14,5 millj. 22. daga ævintýraferð á ári Hanans: til Kína með KÍNAKLÚBBI UNNAR 13. maí – 3. júní 2005 á besta tíma ársins, hitastig um 28º Farið verður til Beijing, Xian, Guilin, Shanghai, Suzhou og Tongli. Siglt verður eftir Li ánni og Keisaraskurð- inum og gengið á Kínamúrinn. Heildarverð kr. 350 þús. Allt innifalið þ.e. allar skoðunarferðir, gisting í tvíbýli á lúxushótelum, fullt fæði, allir skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, sem er sérfræðingur í skipulagningu ferða til Kína, en þetta verður 20. ferðin sem hún leiðir um Kína. Kínaklúbbur Unnar, Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími/símbréf 551 2596 og 868 2726 Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur Netfang: kinaklubbur@simnet.is Ljósmyndasýning Unnar: MYNDIR FRÁ KÍNA 1. – 31. okt. mánud. - laugard. 11.00 - 18.00 FENG SHUI húsinu, Laugarv. 42 B, inngangur frá Frakkastíg. Geymið auglýsinguna SÉRA Hjálmar Jóns- son dómkirkjuprest- ur gekkst undir hjartaaðgerð þann 20. september síð- astliðinn. Hann kveðst vera á góðum batavegi og reiknar með að snúa aftur til starfa í byrjun að- ventu. „Þetta kom skyndilega til,“ sagði séra Hjálmar í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Hjartaþræðing leiddi í ljós alvar- legar stíflur við hjartað þannig að ekkert annað en skurðaðgerð myndi duga. Ég gekkst undir aðgerð 20. september síð- astliðinn. Það var tengt fram hjá stíflum í kransæðum og stofnæð- um hjartans á fjórum stöðum. Að- gerðin heppnaðist mjög vel.“ Séra Hjálmar segir að við nána athugun hafi komið í ljós að líf hans hafi raunar verið í hættu undanfarin fimm ár vegna ástands hjartans. Þó hafi hann talið sig fylgjast vel með heilsunni. „Ég hélt að mér ætti ekkert að líða betur en mér leið. Hafði stundum þreytuverki í öxlum og hélt að það væri bara vöðvabólga. En málið er að hjartakransæð- arnar voru hættar að flytja blóð og blóðstreymið til hjartans orðið heft. Ég hef mikinn áhuga fyrir því að fólk láti athuga vel heilsuna. Fari til hjartalæknis og í þolpróf og láti mæla ástand hjartans. Ég fór í hjartaómun og síðan hjartaþræð- ingu sem leiddi þetta í ljós.“ Séra Hjálmar fór í þriggja mánaða veikindaorlof. Hann segist vera að ná sér undrafljótt og heilsast mjög vel eftir aðstæðum. Fram undan er end- urhæfing. Hann segist horfa fram til þess að verða miklu betri til heilsu en hann var fyrir aðgerðina. „Hjartalæknirinn minn, Bjarni Torfason, segir að þetta hafi heppnast mjög vel. Við eigum hörkulið þarna á hjartaskurð- deildinni. Ég fór tiltölulega ung- ur í þessa aðgerð og Bjarni telur að ég verði fljótur að ná fullum styrk aftur. Ég reikna með að verða kominn aftur til starfa á aðventunni,“ sagði séra Hjálmar. Hann kvaðst vilja þakka allar þær fjölmörgu góðu óskir sem hann hefur fengið, beint og óbeint, heimsóknir og fyrirbænir. Þær hafi á allan hátt verið hjarta- styrkjandi og reynst sér styrkur í baráttunni. „Hélt að mér ætti ekkert að líða betur“ Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Morgunblaðið/Sverrir NORÐFIRÐINGAR fóru ekki var- hluta af veðurofsanum í fyrrinótt. Telja margir að brostið hafi á með Nípukollsveðri, en svo kallast mjög slæm veður í austnorðaustan- eða norðnorðaustanáttum, þegar sterk- ar bylgjur myndast niður með Níp- unni með tilheyrandi ofsahviðum, einkum í ytri hluta bæjarins. Nípukollsveður eru tiltölulega sjaldgæf og oft líða mörg ár, jafnvel áratugir, á milli þeirra. Veðurfræð- ingar skýra slík fyrirbrigði sem dæmigert ofsaveður sem verður hlé- megin fjalla, en þá myndast fjalla- bylgjur er valda sterkum hviðum sem oft eru tvisvar sinnum sterkari en meðalvindurinn. Töluverðar skemmdir urðu í veð- urofsanum og segjast margir ekki muna svo slæmt veður í langan tíma. Tré rifnuðu upp með rótum, þakplöt- ur fuku og garðhús bútaðist niður. Gömul hús á Neseyrinni urðu illa úti og m.a. skemmdist austurgaflinn á gamla vélaverkstæðinu og þak fór af íbúðarhúsi. Þá urðu skemmdir á þaki tónskólans sem stendur ofarlega á eyrinni og rafmagnslaust var um tíma í öllum bænum. Flutti sig í barnaherbergið Sumir íbúar, einkum þeir er búa yst í bænum, völdu að flytja sig úr svefnherbergjum sem snéru í norður og austur og á skjólbetri staði sunn- an og vestan megin í húsum sínum. „Þetta er með því versta sem ég hef upplifað í langan tíma,“ sagði Smári Geirsson sem flutti sig um set og svaf í barnaherbergi sem snýr á móti vestri um nóttina. „Fyrsta hviðan í mikilli byljasúpu sem byrjaði upp úr miðnætti mæld- ist um 54 m/sek, en því miður týndi ég skráningum á þeim hviðum sem á eftir komu, því rafmagnið fór af og allt fór úr minni mælisins,“ sagði Halldór Þorsteinsson. „Hviðurnar stóðu stutt, kannski 15–20 sekúndur og aldrei meira en mínútu.“ Veðrið versnaði verulega þegar nálgast tók miðnættið, en um fjög- urleytið var farið að lægja aftur. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Ásmundur Þorsteinsson, Haukur I. Sigurbergsson og Guðmundur H. Þórsson byrjaðir að lagfæra eftir óveðrið. Nípukollsveður gekk yfir í Neskaupstað Neskaupstað. Morgunblaðið. ÁFORMAÐ er að byggja um 1.400 fermetra húsnæði á lóð barna- og unglingageðdeildar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss við Dalbraut, sem er álíka stórt og það hús- næði sem deildin hefur yfir að ráða í dag, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar, yfirlæknis á BUGL. Áætlað er að kostn- aður við bygginguna nemi a.m.k. 300 milljónum króna og hefur BUGL yfir að ráða um 150 milljónum í dag. Ólafur segir tilvísunum og bráðamálum hafa fjölgað ört á deildinni á undanförnum árum og samanlagt séu þau um 500 á ári. Í flestum tilfellum nægi göngudeildarþjón- usta en innlögnum hafi einnig fjölgað verulega þannig að ekki verði komist hjá „yfirinnlögnum“ yfir vetrartímann. BUGL sé í raun eina deildin sinnar tegundar á landinu sem sinni sérhæfðu hlutverki í þjónustu við börn og ung- linga með geðraskanir. Um 90 manns voru á biðlista BUGL í haust, samanborið við 50 við lok árs í fyrra. „Núna stöndum við þannig að húsnæði okkar við Dal- braut er löngu sprungið og báðar legudeildir okkar fyrir börn og unglinga búa við mjög þröngan kost, sérstaklega unglingadeildin, og göngudeildin getur ekki sinnt hlut- verki sínu að fullu og alls ekki aukið þjónustuna miðað við núverandi stöðu.“ „Húsnæðið löngu sprungið“ SIGURSTEINN Másson, formaður Geðhjálpar, greindi í gær frá fyrirhuguðu verkefni Geðhjálpar „Rjúfum ein- angrun“ sem ráðist verður í fyrir tilstilli Landssöfnunar Kiwanis-hreyfingarinnar. „Það sem við ætlum að leggja áherslu á að þessi sinni er að ná til fólks sem býr við einangrun vegna sinna geð- raskana og geðsjúkdóma vítt og breitt um landið.“ Samkvæmt þarfagreiningu sem Rauði kross Íslands hefði unnið væri þjónusta við geðsjúka mjög takmörkuð víða á landsbyggðinni utan höfuðborgarsvæðisins og Ak- ureyrar. „Jafnvel á Suðurnesjum er mjög mikill skortur á þjón- ustu. Það er enginn geðlæknir í Reykjanesbæ svo dæmi sé tekið,“ sagði Sigursteinn. Ráðgert er að verkefnið verði unnið í nánu samstarfi Geðhjálpar og RKÍ við að koma á öflugu tenglaneti við allar byggðir landsins þannig að fólk með geðsjúkdóma hafi greiðari aðgang að stuðningi og þjónustu sem sam- tökin veita. Áformar Geðhjálp að senda fulltrúa sinn á vettvang um landið í því skyni. Framgangur verkefnisins er þó undir því kominn hvernig söfnun Kiwanis- hreyfingarinnar tekst til, að sögn Sigursteins. „Mikill skortur á þjónustu“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.