Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Embætti héraðsdómara Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, samkvæmt tillögu dómstólaráðs, auglýsir laust til setning- ar embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, meðan á leyfi skipaðs dómara stendur, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um dómstóla, nr. 15/1998. Dómsmálaráðherra setur í embættið frá og með 1. nóvember 2004 til og með 31. október 2005, að fenginni ábendingu dómstólaráðs um umsækjanda til starfans. Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu, Skuggasundi, eigi síðar en 22. október 2004. Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 4. október 2004. Sú regla gildir hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess að hafa skal í heiðri jafnrétti kynjanna við stöðuveitingar. í Laugarás og Selás. Verður að vera 18 ára Upplýsingar í síma 569 1376 Aðalbókari Snæfellsbær óskar eftir að ráða aðalbókara í 100% starf á skrifstofur bæjarins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. nóvember. Við leitum að einstaklingi sem hefur góða bók- halds- og tölvuþekkingu. Æskilegt er að umsækjandi hafi viðskipta- eða rekstrarfræðimenntun, það er þó ekki skilyrði en gerð er krafa um stúdentspróf. Nánari upplýsingar gefur bæjarritari í síma 436 6900/895 6714, netfang lilja@snb.is . Skriflegum umsóknum skal skilað á bæjarskrif- stofu Snæfellsbæjar fyrir 21. október nk. Umsækjendur athugið að Bæjarskrifstofur Snæfellsbæjar eru reyk- laus vinnustaður. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Lagerhúsnæði óskast Erum að leita eftir ódýru ca 400 fm lager- húsnæði á Reykjavíkursvæðinu. Þarf að vera laust strax. Skammtímaleiga. Upplýsingar í síma 824 6611. Í kvöld kl. 20.00 Hjálparflokkur í Garðastræti 38. Allar konur velkomnar.  Njörður 6004100619 I Fjhst.  HELGAFELL 6004100619 VI I.O.O.F. 9  18510068½  Rk I.O.O.F. 7  18510067½  O. I.O.O.F. 18  1851068  Kk. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR sungu fyrir þátttakendur í árlegu hlaupi til styrktar brjóstakrabbameinsrann- sóknum í Winnipeg í vikubyrjun og var Skagfirðing- unum vel fagnað, en um 6.500 manns tóku þátt í hlaup- inu. Hlaupið fór fram í 13. sinn og hófst við íshokkíhöllina í Winnipeg. Frekar kalt var í borginni í gær og hvasst en Álfta- gerðisbræður létu það ekki á sig fá og viðstaddir klöpp- uðu þeim lof í lófa. Íslandsdagar standa nú yfir í Manitoba á vegum kynn- ingarátaksins Iceland Naturally og aðalræðismanns- skrifstofu Íslands í Winnipeg. Þetta er í fyrsta sinn sem kynning af þessu tagi fer fram í Winnipeg og nágrenni. Ísland er kynnt sem ferða- mannaland, Hilmar B. Jónsson kynnir íslenskan mat á völdum veitingastöðum og íslensk tónlist fær að njóta sín. Dagskráin hófst með tónleikum í Listasafni Winni- peg. Rachelle Gislason frá Bresku Kólumbíu söng og lék frumsamin verk á píanó, djasstríóið Cold Front (Björn Thoroddsen, Richard Gillis og Steve Kirby) sýndi enn einu sinni í Vesturheimi hvers það er megnugt og Álfta- gerðisbræður fengu troðfullan salinn, um 300 manns, til að syngja með eftir að hafa sungið mörg lög af sinni al- kunnu snilld. Viðstaddir þökkuðu þeim frammistöðuna með því að rísa úr sætum og lófaklappinu ætlaði aldrei að linna. Fyrir tónleikana sungu Álftagerðisbræður fyrir íbúa á Betilstöðum, sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða af ís- lenskum ættum, og á föstudag sungu þeir í þinghúsinu í Winnipeg. Þeir verða einnig með tónleika í Riverton, í Gimli og í Lundar. Álftagerðisbræðrum vel fagnað í Winnipeg Álftagerðisbræður hylltir, f.v. Stefán Gíslason undirleikari, Óskar, Pétur, Gísli og Sigfús Péturssynir. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Kvenréttindafélags Íslands. „Enn einu sinni er óhjákvæmilegt að mótmæla skipun dómara í Hæstarétt Íslands þar sem við skip- unina var ekki gætt lögbundinna jafnréttissjónarmiða. Nú sitja að- eins tvær konur í Hæstarétti af alls níu dómurum og hefði ráðherra því átt að skipa konu dómara að þessu sinni, kysi hann að fara eftir ákvæðum jafnréttislaga, enda var í hópi umsækjanda kona sem var a.m.k. jafn hæf og aðrir umsækj- endur. Í jafnréttisáætlun ríkisstjórn- arinnar svo sem í lögum er skýrt kveðið á um það að jafna skuli hlut- föll kynjanna í störfum sem nánast eingöngu eru skipuð einstaklingum af öðru kyninu. Ekki síst er rík- isvaldinu skylt að sýna gott for- dæmi fyrir hinn almenna vinnu- markað og er jafnréttisstefna ríkisstjórnarinnar ekki trúverðug ef ekki fara saman orð og efndir. Stjórn Kvenréttindafélags Ís- lands telur að ráðherra hafi brotið ákvæði jafnréttislaga með skipun hæstaréttardómara og mótmælir henni því eindregið. Stjórn Kven- réttindafélags Íslands skorar á rík- isstjórnina að standa við eigin jafn- réttisáætlun og gera eftirleiðis allt sem í hennar valdi stendur til að koma á jafnri skipan kvenna og karla í æðstu embætti þjóðarinnar. Það er löngu orðið tímabært að menn í ríkisstjórn svo sem annars staðar í þjóðlífinu geri sér grein fyrir að jafnrétti verður ekki náð nema með því að skipa konur í störf sem losna á þeim stöðum sem karl- ar eru í meirihluta. Öll jafnrétt- isumræða, jafnréttisáætlanir og lög eru orðin tóm ef ekki er fylgt þeirri reglu.“ Mótmæla skipun hæsta- réttardómara Í STUÐNINGSYFIRLÝSINGU læt- ur Félag háskólakennara í ljós undrun sína á þeirri sérkennilegu stöðu sem grunnskólakennarar og nemendur eru settir í vegna tog- streitu ríkis og sveitarfélaga um fjármagn og lýsir jafnframt yfir eindregnum stuðningi við kjarabar- áttu grunnskólakennara og sendir þeim baráttukveðjur. Háskólakennarar styðja kennara AÐALFUNDUR Frjálshyggju- félagsins var haldinn fyrir skömmu, og kaus hann nýja stjórn félagsins. Nýkjörinn formaður er Gunnlaugur Jónsson fjármálaráðgjafi. Sam- þykkti aðalfundur lagabreytingu þess efnis að stjórnarmönnum var fjölgað úr ellefu í átján, að formanni meðtöldum. Áhugi á starfi félagsins hefur aukist ár frá ári, og taldi aðal- fundur rétt að veita þeim, sem vildu, tækifæri til að starfa í stjórn félags- ins, segir í frétt frá félaginu. Stjórn Frjálshyggjufélagsins starfsárið 2004–2005 skipa: Gunn- laugur Jónsson fjármálaráðgjafi, formaður, Arnar Arinbjarnarson bankamaður, Ásgeir Jóhannesson nemi, Birgir Már Daníelsson við- skiptafræðinemi, Bjarni Ólafsson laganemi, Fannar Jónsson viðskipta- fræðinemi, Friðbjörn Orri Ketilsson hagfræðinemi, Guðmundur Arnar Guðmundsson hagfræðingur, Gylfi Ólafsson kennaranemi, Haukur Örn Birgisson lögfræðingur, Hjalti Bald- ursson framkvæmdastjóri, Hulda Sigrún Haraldsdóttir lífefna- fræðinemi, Ívar Páll Jónsson blaða- maður, Kristín Ninja Guðmunds- dóttir laganemi, Oddgeir Einarsson lögfræðingur, Sævar Guðmundsson nemi, dr. Valur Einarsson verkfræð- ingur og Þór Harðarson þjón- ustustjóri. Ný stjórn Frjáls- hyggjufélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.