Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 17
OSRAM flúrperur á alla vinnustaði Jóhann Ólafsson & Co Sundaborg, Johan Rönning Sundaborg/Akureyri, Rekstrarvörur, Osram Perubúðir: Árvirkinn Selfossi, Faxi Vestmannaeyjum, R.Ó. Rafbúð Reykjanesbæ, Glitnir Borgarnesi, Rafbúðin Hafnarfirði, G.H. Ljós Garðabæ, Þristur Ísafirði, Ljósgjafinn Akureyri, S.G. Egilsstöðum, Lónið Höfn, Straumur Ísafirði, Víkurraf Húsavík, Vírnet Borgarnesi. Rafverkstæði Árna Elíssonar Reyðarfirði. Höfuðborgin | Akureyri | Landið | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Stofna Textílssetur | Unnið er að stofn- un Textílsseturs Íslands á Blönduósi. Kem- ur það fram í erindi sem Páll Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra frá Höllustöðum, sendir bæjarráði Blönduós- bæjar fyrir hönd undirbúningshóps um stofnun setursins. Óskað er eftir því að bæj- arfélagið gerist aðili að sjálfseignarstofnun með einnar milljónar kr. fjárframlagi. Bæj- arráð Blönduósbæjar samþykkti erindið. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Varðveita veðurstöð | Áhugi er á því á Blönduósi að varðveita á staðnum tækja- búnað veðurskeytastöðvarinnar sem þar var rekin um árabil en var lokað á síðasta ári. Bæjarstjóri hefur kannað málið hjá Veðurstofunni og var falið af bæjarráði að senda stofnuninni formlegt erindi. Herjólfur í áætlun | M/s Herjólfur er kominn aftur til Vestmannaeyja eftir tveggja vikna ferð til Danmerkur þar sem viðgerðir fóru fram á skipinu sem og al- mennt viðhald. Smátafir urðu vegna véla- viðgerða og seinkaði það heimkomu um einn dag. Heimsiglingin gekk vel og mun skipið hefja aftur áætlunarsiglingar í dag. Skipið St. Ola sem leyst hefur Herjólf af á meðan heldur aftur til Eistlands en Eyja- menn hafa almennt verið mjög ánægðir með skipið, að því er fram kemur í frétt á vef Frétta, www.eyjafrettir.is. FélagsskapurinnHúsfreyjurnarhefur veg og vanda af samkomu nokk- urri er nefnist Sviðamessa og haldin verður í Ham- arsbúð á Vatnsnesi föstu- dagskvöldið 15. og laug- ardagskvöldið 16. október næstkomandi. Þetta er mikil matarhátíð, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins sem birt er á vef Forsvars á Hvammstanga, og dregur hún nafn sitt af gamalli hefð þar sem ein- göngu svið og meðlæti eru á borðum. En svið eru ekki bara ný svið því þarna bjóðast þau einnig reykt og söltuð að ógleymdum sviðalöppum og reyktum kviðsviðum. Eins og á öðr- um góðum mannamótum verður veislustjóri sem fer með grín og gamanmál og gestir taka vel undir í fjöldasöng. Sviðamessa Sérkennileg birta varí höfuðborginniþegar rokið var sem mest síðdegis í fyrra- dag. Voldug ský fuku eft- ir himninum og sólin lýsti þau skemmtilega upp. Urðu skýin og bjarminn mörgum myndasmiðnum að yrkisefni. Ljósmynd/Jóhann G. Kristinsson Gullin stormský Friðrik Steingríms-son hjó eftir þvíþegar ástarviku lauk í Bolungarvík og skriða lokaði Óshlíðarvegi: Nú er vika ástar öll einhver verður feginn, því landið skalf svo skriðuföll skullu yfir veginn. Séra Hjálmar Jónsson bætti við: Ástin hún blómstrar í Bolungar- víkinni, bægja þau frá sér uppdráttar- sýkinni. Byrjaði vikan á sífelldum samförum er síðan urðu að náttúru- hamförum. Þá Kristján Eiríksson: Ég skil að vestra vaxi ár og lækir og verði skriðuföllin þegar kveldar. En sú spurning á minn huga sækir hví urðu forðum þessir Mývatns- eldar? Friðrik svaraði fyrir Mývetninga: Eldar kvikna í ástarinnar bríma enn í dag á milli hals og svanna, það var bara ekkert viagra á þeim tíma og vantaði ekki eins og dæmin sanna. Náttúran kallar pebl@mbl.is Laxamýri | Það er jafnan gleði- efni þegar börn fæðast og fjölg- un íbúa er eitt af þeim mark- miðum sem mörg sveitarfélög hafa. Sum þeirra verðlauna fólk fyr- ir barneignir. Nýlega fékk Hildi- gunnur Jónsdóttir í Lyngbrekku í Þingeyjarsveit, sem var að eignast son, góða heimsókn. Sveitarstjórinn, Jóhann Guðni Reynisson, kom með fangið fullt af bleiupökkum sem hér eru komnir í fang Hildigunnar. Þetta var gjöf frá sveitarfé- laginu sem vill með þessu lýsa ánægju sinni yfir fjölgun íbúanna í sveitinni. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Vel gert við barnafólkið Fólksfjölgun Þórshöfn | Hafin er undirbúningsvinna við hönnun og breytingu á kúfiskverksmiðju Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, tæknimál- um og fleiru. Að sögn Magnúsar Helgason- ar framkvæmdastjóra verður byrjað á framkvæmdunum um miðjan desem- ber. Fyrirhugað er að umbylta verk- smiðjunni en nýtt niðurfallskerfi verður þá sett, nýtt gólfefni og öll aðstaða endurbætt. Nýr sjóðari og tilheyrandi búnaður í verk- smiðju mun þá auka afköstin um helming en í framhaldi af því verður vinnuaðstöðu breytt í líkingu við það sem tíðkast í rækju- vinnslu, þ.e. að færibönd verða í einu rými og pökkunaraðstaða í öðru svo aðstaða starfsfólks breytist til hins betra. Miklar vonir eru bundnar við kúfisk- vinnslu á Þórshöfn og afurðir sem þar eru unnar. Kúfisksúpan er hið mesta sælgæti og á orðið fastan sess sem sérréttur á Þórs- höfn en Veitingastaðurinn Eyrin hefur til dæmis boðið upp á hana við ýmis tækifæri við góðar undirtektir. Kúfisk- verksmiðju umbylt Húsavík | Nýja málverkið er heiti á mynd- listarsýningu sem stendur yfir í Safnahús- inu á Húsavík þessa dagana. Þar eru sýnd verk eftir tíu myndlistarmenn sem komu fram á sjónarsviðið fyrir um tuttugu og fimm árum og hafa síðan margir verið áberandi í íslenskri myndlist. Listamennirnir eru Gunnar Örn Gunn- arsson, Hulda Hákon, Jón Óskar, Daði Guðbjörnsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Valgarður Gunnarsson, Jón Axel Björns- son, Vignir Jóhannesson, Jóhanna Kristín Yngvadóttir og Tumi Magnússon. Safnahúsið hefur á umliðnum árum stað- ið fyrir komu sýninga frá Listasafni Ís- lands og hafa þar einkum verið á ferðinni sýningar á verkum gömlu meistaranna. Að þessu sinni er boðið upp á verk listamanna sem eins og áður segir hafa verið áberandi frá því um 1980 og stendur sýningin til 10. þessa mánaðar Nýja mál- verkið í Safnahúsinu ♦♦♦ Kynna þjóðgarð | Nýskipaður umhverf- isráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, mun ásamt samstarfsfólki sínu halda kynn- ingar- og samráðsfundi í Sveitarfélaginu Hornafirði um stækkun Þjóðgarðsins í Skaftafelli. Kemur fram á Samfélagsvef Hornafjarðar að fyrri fundurinn verður á Hrollaugsstöðum á morgun, fimmtudag, kl. 20.30, og síðari fundurinn á Hótel Höfn í Hornafirði föstudaginn 8. október kl. 12. Rætt verður um reglugerð fyrir þjóð- garðinn eftir stækkun og tillögur sem settar hafa verið fram um Vatnajökulsþjóðgarð. Stækkun Þjóðgarðsins var tilkynnt form- lega og við hátíðlega athöfn í Skaftafelli 12. september sl. Ráðherra efnir til kynning- arfundanna til að fylgja málinu eftir.          Morgunblaðið/Þorgeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.