Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. LAUFBLÖÐIN tínast af trjánum í fyrstu haustlægðunum þessa dagana og fjúka í tonnatali um borg og bí. Hundurinn Loki Laufeyjarson, sjö ára að aldri, var í sinni heilsubótargöngu um Njarðargötuna, ásamt eigandanum Benný Brynjarsdóttur. Þótt vindar blésu fannst Loka greinilega gaman að leika sér í laufbeðinu og samkvæmt veðurspánni fyrir Reykjavík ætti hann að geta haldið þeim leik áfram í dag. Að minnsta kosti á að lægja og því lítil hætta á að vindurinn feyki hinum lauflétta Loka til. Morgunblaðið/Golli Loki í laufblöðunum SAMKVÆMT frumvarpi til fjáraukalaga, sem Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram á Al- þingi í gær, er gert ráð fyrir að tekjuafgangur á ríkissjóði aukist um 1,1 milljarð króna á þessu ári og fari úr 6,7 milljörðum samkvæmt fjárlögum fyrir 2004 í 7,8 milljarða króna í endurskoðaðri áætlun. Lagt er til í frumvarpinu að útgjaldaheim- ildir verði hækkaðar um 6,3 milljarða kr. frá fjár- lögum ársins. Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs á yfirstand- andi ári eykst um 4,1 milljarð skv. endurskoðaðri áætlun og er nú gert ráð fyrir að lánsfjárafgangur á árinu verði 17 milljarðar eða um þremur millj- örðum kr. meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Verður þessum aukna lánsfjárafgangi m.a. ráðstafað til að greiða niður skuldir. Alls er lagt til að fjárheimild félagsmálaráðuneytisins verði aukin um rúma tvo milljarða króna, einkum vegna tæplega eins millj- arðs kr. aukinna útgjalda atvinnuleysistrygginga og 300 milljóna útgjalda Ábyrgðasjóðs launa. Útgjöld heilbrigðisráðuneytisins aukast um rúma tvo milljarða króna, m.a. með 675 milljóna framlagi til reksturs Landspítalans. Geir H. Haarde segir að niðurstaða fjárauka- laga geti verið vel viðunandi, sér í lagi tekjuauk- inn. Viðbótarútgjöld séu á bilinu 2–3% af áætlaðri útkomu fjárlaganna og hafi oft verið hærri. Alltaf megi þó gera betur í þeim efnum. Útgjöldin séu mörg hver ófyrirséð og vegna breyttra aðstæðna. Geir segir það skipta miklu máli að tekjuaf- gangur ríkissjóðs aukist, haldið verði áfram að bæta stöðu ríkissjóðs með niðurgreiðslu skulda og safna innistæðum í Seðlabankanum. Tekjuafgangur í fjáraukalagafrumvarpi áætlaður 7,8 milljarðar króna Auknar tekjur á árinu styrkja stöðu ríkissjóðs Vel viðunandi niðurstaða, segir fjármálaráðherra  Sótt um heimild/28 TILVÍSANIR á þjónustu sjúkra- þjálfara hafa aukist að undanförnu langt umfram áætlanir heilbrigðisyfirvalda. Útgjöld sjúkra- trygginga vegna þjálfunar stefna í að verða tæplega 1,4 milljarðar kr. á næsta ári skv. fjár- lagafrumvarpinu. Áætlað er að á yf- irstandandi ári verði útgjöldin 1.300 millj- ónir eða umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Er því sótt um 100 milljóna kr. hækkun á framlagi vegna sjúkraþjálfunar í frumvarpi til fjáraukalaga. Kostn- aður sjúkratrygginga vegna þessa málaflokks nam rúmum 1.100 milljónum í fyrra. Sæunn Stefánsdóttir, aðstoð- armaður heilbrigðisráðherra, segir að eftirspurn eftir sjúkraþjálfun hafi orðið meiri en ráð var fyrir gert og skýringar á þessari aukningu liggi ekki fyrir. Rætt hefur verið innan ráðu- neytisins hvernig bregðast eigi við því hvað þessi þáttur heilbrigðisþjónust- unnar er orðinn stór og er talið nauðsyn- legt að fara yfir hvort þessir fjár- munir séu nýttir á nægilega skilvirkan hátt, skv. upplýs- ingum Sæunnar. „Við höfum hug á því að marka skýrari stefnu í endurhæfing- armálum. Við höfum ákveðið að ráða verkefnisstjóra á sviði end- urhæfingar, sem á að fara yfir stefnumörkun í þessum mála- flokki og hvaða þjónustu stofn- anir og sjálfstæðir sjúkraþjálf- arar eiga að inna af hendi,“ segir hún. Útgjöldin talin auk- ast í 1,4 milljarða Aukning tilvísana á sjúkraþjálfun LÍFEYRISSJÓÐIRNIR eru of margir og áhættudreifing þeirra oft óskynsamleg vegna tengingar við ákveðnar starfsstéttir. Þetta kom fram í máli Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans, á fundi Lífeyrissjóðs verkfræðinga í gær. Fundurinn var haldinn í tilefni hálfrar aldar afmælis sjóðsins. Sigurjón sagði íslenska lífeyris- sjóðakerfið í meginatriðum mjög gott, einkum samanborið við það sem ger- ist í öðrum löndum. Hann benti á ákveðna veikleika sem felast í því að tengja sjóðina starfsstéttum. Skyn- samlegra væri að hafa meiri dreifingu á atvinnu sjóðsfélaga. Benti hann á þann möguleika að ákveðinn hluti líf- eyrissjóðakerfisins verði sameigin- legur. Þá væru um 50 lífeyrissjóðir í landinu, þar af 40 virkir, og eðlilegt væri að stuðla að sameiningu sjóða. Pétur H. Blöndal alþingismaður var einnig frummælandi á fundinum. Hann sagði aldurstengdan lífeyri vera tímasprengju hjá lífeyrissjóðun- um. Pétur benti á þann vanda sem fólginn er í því að verðtrygging líf- eyris hefur fylgt verðlagi en ekki launum. Eins sagði hann vanta meira lýðræði í sjóðina. Lífeyrissjóður verk- fræðinga er þar undanskilinn því hann er annar tveggja sjóða þar sem sjóðsfélagar geta kosið sér stjórn. Pétur benti á að fjöldi fólks gerði sér enga grein fyrir eign sinni í lífeyr- issjóði, en hún geti verið meiri en sú eign sem bundin er í húsnæði og bíl. Fækka þarf lífeyrissjóðum og dreifa áhættu  Skylduaðild veldur/29 SAMNINGAFUNDIR kennara og sveitarfélaga halda áfram hjá rík- issáttasemjara í dag, sjöunda dag- inn í röð. Fundahöld stóðu yfir í um átta tíma í gær og lauk á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Talsmenn deiluaðila vildu ekki tjá sig að fundi loknum, að öðru leyti en því að gær- dagurinn hafi farið í að skiptast á hugmyndum um launakerfi kenn- ara. Ásmundur Stefánsson rík- issáttasemjari segir að þótt skipst hafi verið á hugmyndum hafi gær- dagurinn ekki skilað neinni nið- urstöðu í viðræðunum. Ekki sé ástæða til neinnar bjartsýni en það komi í ljós í dag hvort einhver hreyfing verði á málum. Mikilvægt sé að báðir deiluaðilar fari vand- lega yfir stöðuna og komi með end- urmat á henni til viðræðna í dag. Skipst á hug- myndum um launakerfi ÞÝSKI frystitogarinn Kiel NC, sem er í eigu Deutsche Fischfang Union GmbH, DFFU, dótturfélags Sam- herja, kom til Akureyrar í gær- kvöldi með um 700 tonn af frystum flökum og er uppistaðan þorskur. Aflaverðmæti skipsins er rúmar 300 milljónir króna, sem er eitt- hvert mesta aflaverðmæti, sem komið hefur verið með að landi hér- lendis úr einni veiðiferð. Kiel var á veiðum í Barentshafi og á Svalbarðasvæðinu og tók veiðiferðin tvo mánuði. Þetta er jafnframt mesta aflaverðmæti sem Kiel hefur komið með að landi en afli skipsins upp úr sjó er um 2.000 tonn. Aflaverðmætið rúmar 300 milljónir TILLÖGU F-listans í borgarstjórn, að fella tímabundið niður fargjöld barna og unglinga, eldri borgara og öryrkja, var vísað til borgarráðs í gær. Þórólfur Árnason borg- arstjóri sagði þetta athygl- isvert mál sem yrði skoðað samhliða upp- töku nýs leiða- kerfis Strætó bs. „Það ber að taka þessari til- lögu með jákvæðu hugarfari,“ sagði Þórólfur og fyrirhuguð væri markaðssókn í tengslum við inn- leiðingu nýs leiðakerfis og smart- kortavæðingu Strætó bs. Margrét Sverrisdóttir, varaborg- arfulltrúi F-listans, mælti fyrir til- lögunni. Í máli hennar kom fram að fella ætti niður fargjöld þessara hópa í sex mánuði og kostnaði yrði þá mætt með auknu framlagi sveit- arfélaganna til Strætó bs. Áætlaður kostnaður væri fimm milljónir króna vegna niðurfellingar barna- fargjalda, um 25 milljónir vegna aldraðra og öryrkja og 80 milljónir króna vegna fargjalda unglinga að 18 ára aldri. „Heildarkostnaður er þannig um 110 milljónir vegna nið- urfellingar fargjaldanna í sex mán- uði auk einhvers fjármagns í áróð- ursherferð fyrir aukinni notkun almenningsvagna,“ sagði Margrét. Þórólfur sagði hugmyndir uppi um að lækka eða fella jafnvel niður fargjöld framhaldsskólanema á ákveðnum tíma dagsins. Borgarráð ræði niðurfellingu strætófargjalda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.