Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 5% staðgr. afsláttur Kreditkortasamningar, upplýsingar veittar í versluninni Varahluta- og viðgerðarþjónusta – Verslið þar sem þjónustan er H ön nu n: G un na r S te in þó rs so n / M ar ki ð / 1 0. 2 00 4 Allt í heilsuræktina! Hvergi meira úrval! Hvergi betra verð!r i ir r l! r i tr r ! Trampólín Verð kr. 5.605 stgr. Boxvörur á góðu verði Boxhanskar frá kr. 3.900 Boxpúðar frá kr. 12.900 Tilboð á Þrekpöllum. Verð aðeins kr. 2.990 stgr. AB megrunarbelti. Verð frá kr. 2.375 Lyftingabekkur og járnlóð 50 kg.Tilboð kr. 27.720 stgr. Lóðasett 50 kg. frá kr.13.205 stgr. Bekkur kr. 16.055 stgr. Vönduð þrekhjól frá Kettler Verð frá kr. 38.950 stgr. Joga æfingadýnur Verð frá kr. 4.200 Handlóð margar þyngdir, Verð frá kr. 700 Borðtennisborð með neti Verð kr. 29.925 stgr. Borðtennisspaðar og kúlur Elliptical fjölþjálfi frábærar æfingar fyrir þrek, fætur og handleggi. Verð frá kr. 42.750 stgr. Kettler Astro Elliptical fjölþjálfi Verð kr. 66.405 stgr. Rafdrifin hlaupabönd frá Kettler Tilboð frá kr. 129.200 stgr. Svona gerum við þegar við hræðum okkar lið … Í stefnuræðu HalldórsÁsgrímssonar komm.a. fram að samfara lækkunum á tekjuskatti ætti að vinna að endur- skoðun á virðisaukaskatti en að öðru leyti greindi forsætisráðherra ekki frá því í hverju breytingarnar myndu felast né heldur hvenær þær eigi að koma til framkvæmda. Í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnar- flokkanna segir það eitt að taka eigi virðisaukaskatt- skerfið „til endurskoðunar með það í huga að bæta kjör almennings“ sem varla verður túlkað á ann- an hátt en þann að lækka eigi virðisaukaskattinn. Í frum- varpi til fjárlaga er tekið fram að árið 2007 eigi lokaáfangi lækkunar tekjuskatts að koma til fram- kvæmda „ásamt endurskoðun virðisaukaskatts“ og því ljóst að neytendur þurfa enn að bíða um hríð eftir lægri álögum á neyslu- vörum. En út á hvað ganga hug- myndir stjórnarflokkanna um breytingar á virðisaukaskattskerf- inu? Og er byrjað að ræða þessi mál innan ríkisstjórnarinnar? Viðræður að hefjast Fyrir liggur að stjórnarflokk- arnir hafa ekki gengið frá því sín á milli hvaða breytingar á að gera á virðisaukaskattskerfinu. Málið hefur þó verið rætt innan stjórn- arflokkanna, aðallega á milli ráð- herra stjórnarflokkanna, en nú er hins vegar stefnt að því að þessar viðræður fari í gang af krafti og á næstunni, líklega með skipun sér- staks starfshóps eða nefndar. Ný lög um virðisaukaskatt voru samþykkt um mitt ár 1988 en kerf- ið leysti söluskattskerfið gamla af hólmi en það kerfi þótti vera orðið ónothæft, m.a. vegna fjölmargra undanþágna. Segja má að deilur um virðis- aukaskattskerfið hafi verið ein af ástæðum þess að upp úr ríkis- stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks undir for- ystu Þorsteins Pálssonar slitnaði á haustmánuðum 1988; Alþýðu- flokkurinn undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar vildi hafa kerfið sem einfaldast og að- eins eitt þrep en Sjálfstæðisflokk- urinn vildi lægri skatt á matvæli. Þrátt fyrir þau slit var það þó engu að síður ný ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks sem gerði breytingar á kerfinu og tók upp tvö virðisaukaskattsþrep í byrjun árs 1994. Í núverandi kerfi er hið al- menna virðisaukaskattsþrep 24,5% en 14% virðisaukaskattur leggst á sölu flestra matvæla en auk þess á sölu tímarita og dag- blaða, á afnotagjöld hljóðvarps- og sjónvarpsstöðva, sölu bóka, sölu á heitu vatni, rafmagni og olíu til hit- unar húsa og útleigu á hótel- og gistiherbergjum. Vilja 14%-þrepið niður í 7% Skilningur sjálfstæðimanna á fyrrgreindu ákvæði í stjórnarsátt- málanum hefur frá upphafi verið sá að lækka eigi virðisaukaskatt- inn með breytingum á kerfinu og þar hafa þeir fyrst og fremst ein- blínt á lækkun „matarskattsins“ svokallaða eða öllu heldur á endur- skoðun á neðra eða 14% virðis- aukaskattþrepinu. Í kosningabar- áttunni lögðu sjálfstæðismenn áherslu á þetta atriði og þá var nefnt að æskilegt væri að lækka 14%-þrepið um helming eða niður í 7% og þá einkum með það í huga að lækka verð á matvöru sem skila myndi sér til heimilanna. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er þetta enn sem fyrr útgangs- punktur Sjálfstæðisflokksins þegar rætt er um endurbætur á virðisaukaskattskerfinu. Þeir vilja og halda í einfaldleika kerfisins, þ.e. að hafa bara tvö þrep sem táknar að lækkun á 14% þrepinu myndi þá ekki bara taka til mat- væla heldur allrar þeirrar vöru og þjónustu sem nú ber 14% virðis- aukaskatt. Rökin eru sem fyrr þau að einfalt kerfi sé almennt skil- virkara og betra en flókið kerfi. Skilningur framsóknarmanna á umræddu ákvæði virðist vera með öðru sniði; af hálfu flokksins hafa menn ekki nefnt neinar ákveðnar tölur eða útfærslur í sambandi við endurbætur á virðisaukaskatt- skerfinu enda ekki lögð áhersla á það atriði í kosningabaráttunni. Framsóknarmenn leggja áherslu á langtímaáætlun ríkis- stjórnarinnar um lækkun skatta þar sem lækkun tekjuskatts, af- nám eignarskatts og samræming á erfðafjárskatti komi á undan breytingum á virðisaukaskatt- skerfinu. Þá liggur og fyrir að framsóknarmenn hafa miklum mun meiri áhuga á hækkun barna- bóta en að gera umfangsmiklar breytingar á virðisaukaskattskerf- inu. Kostar um fimm milljarða En hvað myndi það kosta rík- issjóð að lækka 14%-þrepið í 7%? Líklega myndi kostnaðurinn losa um fimm milljarða króna á ári; 14%-þrepið skilar ríkissjóði nú um tíu til ellefu milljörðum króna og vaskurinn í heild 91 milljarði. Lækkun vasksins næmi því um 5,5% af heildartekjum af virðis- aukaskatti og 1,7% af heildar- skatttekjum ríkisins sem nema nú um 290 milljörðum. Fréttaskýring | Virðisaukaskattskerfið verður endurskoðað Skatturinn lækki 2007 Einkum horft til þess að lækka virðisaukaskattinn á matvæli Matarverðið mun lækka. Áratugur frá því 14%- þrepið var tekið upp  Sjálfstæðismenn hafa nokkuð eindregnar hugmyndir um breytingar á virðisaukaskatt- skerfinu sem myndu fela í sér verulega lækkun á matvælaverði en framsóknarmenn vilja lítt tjá sig um þær hugmyndir en leggja meiri áherslu á hækkun barna- bóta. Lækkun 14% virðisauka- skattsþrepsins í 7% myndi vænt- anlega kosta ríkissjóð um fimm milljarða króna á ári. arnorg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.