Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 7 FRÉTTIR nx7010 fartölvan hefur slegið í gegn á Íslandi - yfir 1000 fartölvur seldar á einu ári 10 fáanlegar hjá TRS á Selfoss 10 fáanlegar hjá TÞA á Akranesi 10 fáanlegar hjá Snerpu Ísafirði 5 tölvur fáanlegar hjá Tölvusmiðjunni á Austurlandi 5 tölvur fáanlegar hjá Pennanum Akureyri 5 tölvur fáanlegar hjá Bóka- verslun Þórarins Stefánssonar Húsavík 10 tölvur fáanlegar hjá Samhæfni í Reykjanesbæ 10 fáanlegar hjá Pennanum Hallarmúla 10 fáanlegar hjá Odda Höfðabakka 40.000 kr. lækkun á nx7010 aðeins 149.900 kr. næstu tvo daga! Aðeins 75 tölvur eftir hjá viðurkenndum HP umboðs- og þjónustuaðilum víða um land Fyrstur kemur fyrstur fær HP Compaq nx7010 Örgjörvi: Intel Pentium-M Centrino1.5GHz, Minni: 256MB DDR í 1 kubb (mest 2GB) Netkort: Innbyggt 10/100 Innbyggt þráðlaust 802.11b netkort og Bluetooth Skjár: 15.4" Wide Screen WXGA+ skjár Harður diskur: 40GB Drif: Sambyggt DVD/CD-RW 24x Rafhlöðuending: allt að 5 klst. Stýrikerfi: Microsoft Windows XP Pro Ábyrgð: 2ja ára neytendaábyrgð (árs fyrirtækjaábyrgð) Vörunúmer: DU391A TÞA á Akranesi, sími 430 7000 Penninn Akureyri, sími 461 5070 TRS á Selfoss, sími 480 3300 Samhæfni Reykjanesbæ, sími 421 7755 Tölvusmiðjan Austurlandi, sími 470 2230 Snerpa Ísafirði, sími 520 4000 Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, s. 464 1234 Oddi Höfðabakka, sími 515 5100 Penninn Hallarmúla, sími 540 2000 Innflutnings- og dreifingaraðili: Opin kerfi ehf. - Höfðabakki 9 - 110 Reykjavík - www.ok.is MIKLAR breytingar eru fyrirhug- aðar á miðbæ Kópavogs á næstu ár- um og er vinna nú hafin við að leggja torg þvert yfir Hafnarfjarð- arveginn á milli menningarmið- stöðvarinnar vestanmegin og Fann- borgar austanmegin. Torgið verður lagt á milli tveggja húsa sem einnig brúa Gjána, sem hingað til hefur klofið bæinn í tvennt. „Þetta hefur það í för með sér að bæjarhlutarnir sameinast [...] og bærinn virkar meira sem ein heild. Þetta var bein afleiðing þess að þegar ákvörðun var tekin um að gera Hafnarfjarðarveginn klofnaði bærinn í raun í tvo hluta. Þarna er verið að sameina bæinn á ný,“ segir Benjamín Magnússon arkitekt, en hann hefur hannað þennan nýja miðbæ Kópavogs. Torgið sjálft verð- ur hellulagt, og á því verður stórt svið sem mun snúa að kirkjunni vestan megin við gjána. Búið er að reisa húsið sem stend- ur norðan megin við fyrirhugað torgstæði, og reiknar Benjamín með því að fyrsta hæðin í húsinu verði tekin í notkun fyrir áramót. Á fyrstu hæðinni verða banki og lyfjabúð, en annarri hæðinni er enn óráðstafað. Hugmyndir hafa m.a. verið uppi um að færa heilsugæsluna í þetta hús- næði, en engin ákvörðun hefur verið tekin um það á þessari stundu. Byrjað er að hanna húsið sem verður sunnan megin við Gjána, en ekki er reiknað með að byrjað verði að byggja það fyrr en búið er að loka yfir Gjána. Húsin tvö sem af- marka torgið verða um 2.000 fer- metrar á tveimur hæðum. „Þetta er dálítið flókin framkvæmd af því að þetta er allt á hreyfingu,“ segir Benjamín. Hann segir að hugsa þurfi alla hönnun eins og ef um risa- vaxna brú væri að ræða, annar end- inn þurfi að vera laus til að gera ráð fyrir áhrifum hitabreytinga og jarð- skjálfta. Ætla að ljúka verkinu árið 2007 Benjamín segir að vinna sé nú þegar farin í gang við að brúa gjána að fullu, og er verktakinn byrjaður að reisa stoðveggi sem halda eiga gólfinu uppi. Hann reiknar með því að verkið verði klárað á árinu 2007, en auk þess að leggja torgið sjálft á einnig eftir að byggja annað af tveimur húsum sem munu afmarka torgið á miðri gjánni. Búið er að semja við verktakafyr- irtækið Ris ehf. um að byggja yfir gjána, auk þess að byggja húsið sem verður sunnan megin við torgið. Í Kópavogi verður torg lagt yfir Gjána milli menningarmiðstöðvar og Fannborgar Teikningar/ONNO Nýtt miðbæjartorg í Kópavogi eins og það kemur til með að líta út eftir þrjú ár, séð úr lofti úr norðurátt. Torgið sameinar bæjarhluta Húsið fyrir miðju mun rísa sunnan megin við fyrirhugað torgstæði. Á miðju torginu verður stórt svið sem snýr að kirkjunni vestan við Gjána. FORRÁÐAMENN Iceland Ex- press útiloka ekki að viðræður verði teknar upp milli fyrirtæk- isins og flugfreyja og flugþjóna vegna fyrirhugaðra uppsagna og endurráðningar hjá flugfélaginu Astraeus sem annast flug fyr- ir Iceland Ex- press. Flugfreyjur og flugþjónar fyrirtækisins hafa lýst því yf- ir að uppsagn- irnar hafi komið þeim í opna skjöldu. Vona þau að Iceland Ex- press semji áfram við Flugfreyju- félag Íslands svo þau geti verið áfram félagar þar. Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express, kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær vita til þess að gagnkvæmur vilji væri til viðræðna um málið hjá flug- freyjum og flugþjónum annars vegar og Iceland Express hins vegar. Segir Ólafur að erfitt sé fyrir Iceland Express að ná fram hag- ræðingu í rekstrinum þegar gera þurfi kjarasamninga við t.d. flug- freyju- og flugþjónahópinn í gegnum Flugfreyjufélagið sem tæki um of mið af stærsta at- vinnurekandanum í faginu, Flug- leiðum. Sagði hann flugfreyjur og flug- þjóna Iceland Express aðeins vera um 7% félagsmanna Flug- freyjufélagsins eða um 40 í allt. Kvaðst hann vona og raunar ekki útiloka að lausn fyndist á málinu sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Vilja ræða við flugfreyjur og flugþjóna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.