Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Eitthvað óvænt og ánægjulegt gæti komið í þinn hlut á leiðinni í vinnuna í dag. Ný kynni gætu einnig verið á næsta leiti. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ný ást gæti blómstrað í dag og það úr óvæntri átt. Bakgrunnur viðkomandi manneskju er allt annar en þinn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Innibyrgð spenna í fjölskyldunni gæti fengið útrás í dag. Hvað sem gerist er um eitthvað að ræða, sem hefur verið að gerjast lengi og nú er allt opið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þín daglega hringrás verður trufluð í dag. Þú getur búist við að hlutirnir taki óvænta stefnu, t.d. með nýjum áætl- unum, nýju fólki eða óvæntum fréttum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Í dag er mikil freisting að bregðast við mótlæti með því að fara í búðir, en rétt er að gæta þess að eyða ekki um efni fram. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nýtt samband gæti hafist í dag eða að setja þurfi spilin á borðið í sambandi, sem staðið hefur í nokkurn tíma. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Eirðarleysi og óþolinmæði hrjá þig í dag. Þú leitar spennu og hefur fengið nóg af því að geta séð allt fyrir sem ger- ist. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vinur gæti fært þér óvæntar fréttir eða þú gætir hitt kostulega manneskju, sem mun ekki láta þér leiðast. Vertu vakandi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Farðu varlega í námunda við foreldra þína, kennara og yfirmenn, sem gætu sprungið af bræði af minnsta tilefni. Gamlar syndir eru ekki gleymdar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú vilt gera allt, sem er öðruvísi og erf- itt, í dag og leitar uppi skemmtun og æv- intýri. Möguleiki til að ferðast gæti opn- ast. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir átt óvæntan glaðning í vænd- um, hvort sem það verður slegið á skuld- irnar, maki þinn fær launauppbót eða þú færð gjöf, sem fær þig til að brosa breitt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver gæti komið þannig fram við þig eða maka þinn, jafnvel með daðri, að það komi þér úr jafnvægi. Stjörnuspá Frances Drake Vog Afmælisbörn dagsins: Þú vilt ævintýri og trúir því að allt sem gerist verði á endanum til betri vegar. Þetta stappar í þig stálinu. Ef þú leggur hart að þér í vinnu munt þú uppskera á næsta ári. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 fátæka, 8 við góða heilsu, 9 depill, 10 spil, 11 fiskur, 13 híma, 15 dramb,18 ógild, 21 hár, 22 þrautin, 23 verur, 24 far- angur. Lóðrétt | 2 halda, 3 sjá eft- ir, 4 báran, 5 hnugginn, 6 óns, 7 lesta, 12 álít, 14 slöngu, 15 mann, 16 skel- dýr, 17 ámu, 18 viljugt, 19 fóðrunar, 20 grugg. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 þröng, 4 skref, 7 torfa, 8 ermar, 9 sár, 11 röng, 13 snúa, 14 efast, 15 last, 17 ólán, 20 aða, 22 göfug, 23 fátíð, 24 sorta, 25 rorra. Lóðrétt | 1 þotur, 2 ögrun, 3 glas, 4 sver, 5 ræman, 6 fórna, 10 ásauð, 12 get, 13 stó, 15 leggs, 16 sófar, 18 lætur, 19 naðra, 20 agga, 21 afar. Bækur Þjóðarbókhlaðan | Kl. 16, fyrirlestrar um barnabókmenntir. Fyrirlestrar Gerðuberg | Zen-meistarinn Jakusho Kwong Roshi heldur fyrirlestur kl. 20. Að- gangseyrir krónur 700. www.zen.is. Listaháskóli Íslands | Þorlákur Einarsson sagnfræðingur og Ólöf Erla Bjarnadóttir leirlistamaður á opnum fyrirlestri. Námskeið ITC Fífa | Kynningarfundurinn kl. 20.15 í Safnaðarheimili Hjallakirkju, Álfaheiði 17, Kópavogi. Uppl. www.simnet.is/itc itcfifa- @isl.is og síma 698 0144. Íslenskir radíóamatörar | Námskeið á veg- um íslenskra radíóamatöra byrjar í kvöld kl. 19 í VR 2. Skráningargjald kr. 7000 greiðist við innritun. Innifalin eru öll námsgögn. Uppl. í síma 867 8520 og www.ira.is. Reykjavíkurdeild RKÍ | Námskeið í skyndi- hjálp verður 8., 9. og 10. okt., Laugav. 120, fyrir 15 ára og eldri. Skrán. í s. 5450400. Málstofur Háskóli Íslands | Kl. 12.15 flytur Ársæll Val- fells, Viðskiptafræðistofnun, erindi um fjár- festingar í UT í Odda, stofu 101. Hótel Loftleiðir | Landvernd og Umhverf- isst. HÍ boða til opinnar málstofu um lofts- lagsmál fös. 8. okt.kl. 13. Háskólinn í Reykjavík | Málþing kl. 12 í þingsal 101. Efni þingsins verður DC++ Mannfagnaður Kvenfélagið Hrönn | Skemmtifundur fimm- tud. 7. okt. kl. 20, Borgartúni 22, 3. hæð. Konur taki með sér gesti. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Verslunarferð í Hagkaup Skeifunni, farið frá Aflagranda kl. 10, postu- línsmálning kl. 9 og 13, leshringur kl. 13.30. Árskógar 4, | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, heilsugæsla kl. 10.30–11.30, smíði og útskurður kl. 13–16.30, spil og keila kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 böðun, kl. 9–16 vinnustofan op- in og glerlist, kl. 13–16.30 bridge og vist. Félag eldri borgara í Hafnarfirði | Opnað kl. 9 blöðin, rabb, kaffi á könnuni, sam- verustund og myndmennt kl. 10–16, pílu- kast kl. 13.30, pútt á Ásvöllum kl. 15–16, æf- ing hjá Gaflarakórnum kl. 16. Félag eldri borgara Reykjavík | Sam- félagið í nærmynd kl. 11, þáttur um málefni eldri borgara á RUV. Síðdegisdans kl. 14– 16, húsið opnað kl. 13.30, hljómborðsleik- arinn Guðmundur Haukur leikur fyrir dansi, kaffi og kökur, söngfélag FEB, kóræfing kl. 17, línudanskennsla kl. 19.15. Félagsstarf aldraðra Garðabæ | Kvenna- leikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11, bridge og handavinnuhorn kl. 13 í Garðabergi, gler- skurður kl. 13 og postulínsmálun kl. 16, opið hús í Holtsbúð kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar frá kl. 9–16.30, kl.10.30 gamlir leikir og dansar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14.30 kóræfing. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dag- blöðin, almenn handavinna, bútasaumur, útskurður, hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 11, banki, kl. 12 hádegismatur, kl. 13, bridge, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58, | Opin vinnustofa kl. 9–15, samverustund kl. 10.30, bingó kl. 14 spilaðar verða 6 umferðir, kaffi og meðlæti, námskeið í myndlist kl. 15–18, fótaaðgerðir. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, fimmtu- dag, pútt Korpúlfsstöðum kl. 10. Norðurbrún 1. | Vinnustofa opin kl. 9, kl. 9 smíði, kl.13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, op- in fótaaðgerðastofa. Rauði kross Íslands | Félagsstarf kvenna- deildarinar hefst með haustfundi 7. októ- ber kl. 19 í Akóges, Sóltúni 3. Sjálfsbjörg | Félagsvist í kvöld kl. 19.30 í fé- lagsheimilinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10– 12 sund (Hrafnistulaug), kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus Holtagörð- um, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tré- skurður, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg | Smiðja kl. 8. 45, bókband og hárgreiðsla kl. 9, morgunmessa, séra Sig- urður Pálsson kl. 10, handmennt almenn kl. 10–16, fótsnyrting kl. 10, kóræfing kl. 13. Þórðarsveigur 3 | Opið hús kl. 13.30–16. Kirkjustarf Aðventistar SD | Opinberar samkomur næstu þrjú kvöld kl. 20 í Loftsalnum, Hóls- hrauni 3, Hafnarfirði. Ræðumaður verður Louis Torres sem áður gerði garðinn fræg- an með Bill Hailey and the Comets. Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn, Krist- björg á Punktinum kynnir starfsemi stað- arins. Kirkjuprakkarar kl. 15.30–16.30 (1.–4. bekkur). TTT–starf kl. 17–18 (5.–7. bekkur). Árbæjarkirkja | Kyrrðarstund frá 12–12.30. Tónlist, hugleiðing, fyrirbænir. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á vægu verði. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tón- list, hugleiðing, fyrirbænir. Léttur máls- verður eftir stundina. Bústaðakirkja | Samverur frá kl. 13. Við spilum, föndrum og erum með handavinnu. Kl. 15 er kaffi. Gestur með fróðleik eða skemmtiefni. Stutt bænastund fyrir kaffi. Digraneskirkja | Barnastarf 6–9 ára kl. 17.15–18 á neðri hæð. Garðasókn | Foreldramorgnar Vídal- ínskirkju kl. 10 til 12. Heitt á könnunni. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið upp á léttan hádegisverð á vægu verði. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, org- elleikari Hörður Bragason. Æskulýðsfélag í Engjaskóla kl. 20–21, fyrir 8. bekk. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8. For- eldramorgnar kl. 10–12. Háteigskirkja | ,,Vinafundir“ hefjast aftur fimmtudaginn 7. okt. kl. 14 í safnaðarheim- ili Háteigskirkju. Þar hjálpast fólk að við að enduruppgötva minningarnar. Boðið er upp á kaffi og meðlæti. Umsjón sr. Tómas Sveinsson og Þórdís Ásgeirsdóttir. Upplýs- ingar í síma 511 5405. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjölskyldu- samveran hefst kl. 18 með léttri máltíð á kostnaðarverði. Kl. 19 er Biblíulestur fyrir alla fjölskylduna, Samúel Ingimarsson mun tala til okkar. Barnastarfið skiptist niður í aldurshópa: 1–2 ára, 3–4, 5–7 ára, 8–9 ára, 10–12 ára og 13–17 ára. Kapella Fríkirkjunnar í Reykjavík | Kyrrð- ar- og bænastundirnar eru byrjaðar aftur í hádeginu á miðvikudögum kl. 12.15 í Kap- ellu Safnaðarheimilisins, Laufásvegi 13. Kaffi, te og létt meðlæti í lok samveru. Kristniboðssalurinn | Samkoma kl. 20. „Ákall um hjálp“ Sálmur 38, Ræðumaður Ragnar Gunnarsson. Pétur Ragnarsson segir frá ferð til Kína. Kaffiveitingar. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmumorgunn. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum. Kl. 14.10–15.30 Kirkjuprakkarar. (Starf fyrir 1.–4. bekk) Kl. 16.15 T.T.T. (Starf fyrir 5.–7. bekk.) Kl. 19 Fermingar–Alfa. Kl. 20.30 Unglingakvöld. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Kaffi og spjall. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Opið hús eldri borg- ara. Nýja safnaðarheimilið skoðað. Einar Benediktsson, fv. sendiherra, kynnir Barna- hjálp SÞ. Kaffiveitingar. 7 ára starf kl. 14.30. Kór Neskirkju, æfing kl. 19. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Hecht Cup. Norður ♠G9 ♥K76 ♦10752 ♣ÁDG3 Vestur ♠876 ♥1032 ♦ÁKDG ♣962 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 spaðar Pass Pass Pass Ib Lundby, ritstjóri danska brids- blaðsins (Dansk Bridge) hafði umsjón með daglegu mótsblaði Hecht- keppninnar. Félagi Ibs í fræðunum, Peter Lund, var tíður gestur á kont- órnum og lagði meðal annars fyrir hann varnarþrautina að ofan. „Þú tekur fyrst tvo slagi á tígul og makker sýnir þrílit. Hvað svo?“ spurði Lund. Já, hverju myndi lesandinn spila í þriðja slag? Norður ♠G9 ♥K76 ♦10752 ♣ÁDG3 Vestur Austur ♠876 ♠K105 ♥1032 ♥ÁDG8 ♦ÁKDG ♦863 ♣962 ♣875 Suður ♠ÁD432 ♥954 ♦94 ♣K104 Lund var í austur og félagi hans Tomas Berg skipti yfir í hjarta – þrist- inn, nánar tiltekið. Matthías Þorvalds- son sat í sagnhafasætinu og hann lét lítið úr borðinu. Matthías gat svo hald- ið vestri út úr spilinu og hent einu laufi niður í frílauf: Átta slagir og 16 stig yf- ir miðlung í NS, en ef vestur hefði fundið þá vörn að spila hjartatíunni hefði spilið tapast og AV uppskorið 20 stig yfir miðlung. Stór sveifla og Lund var ekki ánægður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is  Hlutavelta | Þessar brosmildu stúlk- ur héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 5.319 krónur. Þær heita Rakel Ösp Sævarsdóttir og Heiða Hlín Björnsdóttir. 95 ÁRA afmæli. Ámorgun, 7. október, verður 95 ára Friðgeir Grímsson, f.v. öryggismálastjóri ríkisins, nú til heimils á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Í tilefni þess- ara tímamóta tekur Friðgeir á móti vinum og vandamönn- um á afmælisdaginn milli kl. 17 og 19 í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Í DAG kl. 12 stendur Hafnarborg, menn- ingar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, fyrir mánaðarlegum hádegistónleikum, en hefð hefur mynd- ast fyrir slíkum tón- leikum í Hafnarfirði. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru hugsaðir sem tæki- færi fyrir fólk sem starfar í miðbæ Hafn- arfjarðar til að njóta tónlistar í hádegishléi. Það er Antonía Hevesi, píanóleikari og org- anisti við Hafnarfjarðarkirkju, sem er list- rænn stjórnandi hádegistónleikaraðar Hafnarborgar, og hefur hún valið þá lista- menn sem fram hafa komið á tónleikunum. Í dag mun Antónía leika undir söng Auðar Gunn- arsdóttur sópran, en Auður hefur komið víða við í óperuheim- inum á annars stutt- um ferli, meðal ann- ars með Fílharmóníusveit- unum í Stuttgart, Reutlingen og Bad- en-Baden og í óp- eruhúsum víða í Þýskalandi og á Ítalíu. Á efnisskrá hádeg- istónleikanna verða meðal annars verk eft- ir L.Bernstein, L. Webber og E. De Cilea, en kaffistofa Hafnarborgar sér síðan um að metta matarlyst gestanna með léttum réttum í takt við tónlistina. Ljúfir hádegistónar í Hafnarborg Auður Gunnarsdóttir Antonía Hevesi FYRIRSÖGN fréttar á forsíðu Morgunblaðsins í gær gefur til kynna að framleiðendur geimflaug- arinnar SpaceShipOne hafi tryggt sér 10 þúsund dollara verðlaun þeg- ar flauginni var á mánudag flogið í annað skipti á fimm dögum út fyrir gufuhvolf jarðar. Þetta er rangt eins og raunar kemur fram í fréttinni sjálfri: verðlaunaféð var nefnilega tíu milljónir dollara, eða rúmlega 700 milljónir íslenskra króna. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.