Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 5 FRÉTTIR TTT auglýsingastofa/Ljósm .S S J Mark skrifstofustólar Ótrúlegt verð! Mark er ný og glæsileg lína skrifstofustóla frá Á. Guðmundssyni ehf. fyrir vinnustaði og heimili. Stólarnir eru hannaðir af Pétri B. Lútherssyni. Hægt er að velja um fjölda lita á áklæði. Nú bjóðum við þessa stóla á frábæru kynningarverði. Hæðarstilling á baki Pumpa til að stilla stuðning við mjóhrygg Hæðarstillanlegir armar Hallastilling á baki Sleði til að færa setu fram og aftur Mjúk hjól Hæðarstilling á setu og baki Hægt er að stilla stífleika setu og baks eftir þyngd notanda Veltustilling á setu og baki KYNNINGAR AFSLÁTTUR! 30% Mark 20 Kr.25.340 Mark 10 Kr.13.930 Mark 30 Kr.38.570 Bæjarlind 8-10 • Sími 510 7300 • www.ag.isHeildarlausnir í skrifstofuhúsgögnum LANDSMENN flykkjast þessa dag- ana til þess að bólusetja sig gegn inflúensunni, en hennar er að vænta á þessum árstíma. Um 55 þúsund manns létu bólusetja sig í fyrra en þá kom hún með fyrra fallinu. Har- aldur Briem sóttvarnarlæknir hvet- ur landsmenn til þess að láta bólu- setja sig, sérstaklega aldraða og börn og aðra sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir flensunni. Bólusetn- ing gegn inflúens- unni hafin Morgunblaðið/Golli LÖGREGLA getur ekki fylgst með netnotkun einstaklinga nema að fengnum dómsúrskurði, sam- kvæmt upplýsingum sem fengust hjá Jóni B. Snorrasyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra. Rannsókn ríkislögreglustjóra á meintri ólöglegri dreifingu á höf- undarréttarvörðu efni á Netinu, sem leiddi til handtöku tólf manna í síðustu viku, rakti ekki upphaf sitt til þess að lögregla væri að fylgjast með netnotkun viðkomandi heldur byggðist hún á kærum frá umboðsmönnum rétthafa þessa efnis, skv. upplýs- ingum Jóns. Hann sagði að það hefðu verið kærendurnir sjálfir, eigendur þeirra hagsmuna sem þarna um ræðir, sem uppgötvuðu dreifingu á efni sínu, þar sem fólki buðust kvikmyndir, tónlist o.fl. með því að leggja sjálfir annað efni í púkkið. Upphaf málsins, og þess að kæra var lögð fram, hafi því verið sú að einstaklingi sem gæti hags- muna rétthafanna hafi verið boð- ið svona efni. Ekki fylgst með netnotkun án dómsúrskurðar SEPTEMBER nýliðinn var þrítug- asti mánuðurinn í röð í Reykjavík með hita ofan meðallags, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Ís- lands. Meðalhiti í Reykjavík var níu gráður og er það 1,6 gráðum yfir meðallagi áranna 1961–1990. Mánuðurinn var því nokkuð hlýr yfir það heila, en úrkomusamur og fremur sólarlítill. Á Akureyri var meðalhitinn 8,8 gráður og er það 2,6 gráðum ofan meðallags. Í Akurnesi var með- alhitinn 9,3 gráður og 4,5 gráður á Hveravöllum. Úrkoma í Reykjavík í sept- ember mældist 94 mm og er það um 40% ofan meðallags. Á Ak- ureyri mældist úrkoman 57 mm og er það 58% ofan meðallags, í Akurnesi mældist hins vegar 238 mm. Veðurstofan segir sumarið (júní til september) í ár hlýtt, en sum- arið í Reykjavík var hið fimmta hlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga. Sama var uppi á ten- ingnum á Akureyri en sumarið þar var einnig það fimmta hlýj- asta. Sólskinsstundir í Reykjavík í sumar mældust 753 og gerir það níunda mesta sólarsumar frá upp- hafi sólskinsstundamælinga. Á Akureyri mældust stundirnar 682 og hafa þær einungis fimm sinn- um orðið fleiri þar að sumarlagi. Hitastig áfram yfir meðallagi NETNOTKUN innanlands á Ís- landi hefur aukist á nýjan leik eftir gríðarlegan samdrátt í kjöl- far aðgerða ríkislögreglustjóra gegn tólf notendum skráaskipti- forrita fyrir viku. Maríus Ólafs- son hjá Interneti á Íslandi segist ekki sjá neina ástæðu til þess að notkunin nái ekki fyrri hæðum. Á fjórða tug lögreglumanna leituðu á heimilum og handtóku tólfmenningana síðdegis þriðju- daginn 28. október. Daginn eftir snarminnkaði netnotkun og varð hún minnst um fjórðungur þess sem hún hafði verið áður en rík- islögreglustjóri lét til skarar skríða. Internet á Íslandi mælir band- víddarnotkun milli kerfa netþjón- ustufyrirtækja og má sjá upplýs- ingar um hana á vefnum www.rix.is. Þar sést að netnotkun hefur smátt og smátt færst í aukana á nýjan leik. Netnotkun hefur smátt og smátt aukist á ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.