Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 21 UMRÆÐAN EINKENNILEGUR leiðari birt- ist í Morgunblaðinu 1. október sl. og þar var mér helgaður eftirfar- andi texti vegna grein- arkorns sem birt var 29. september og ég sendi að gefnu tilefni. „Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir í grein í Morgunblaðinu í gær: „Jafnframt getur rétturinn raðað um- sækjendum eftir því, sem hann telur, að rétt- inum sé mestur styrkur að.“ Þetta er rangt hjá Sigurði Líndal. Í lögum um dómstóla er hvergi að finna heimild til þessarar forgangsröðunar. Jafnvel þótt dómarar og prófessorar séu miklir lögvísindamenn hafa þeir enga heimild til að lesa út úr lögum, sem Alþingi hefur sett, eitthvað sem þar er ekki að finna. Þetta eru sambærileg vinnubrögð og KGB stundaði á tímum Sovjetríkj- anna sálugu, þegar þeir handtóku föður Lennart Meris, síðar forseta Eistlands, fyrir að eiga vopn á heimili sínu og túlkuðu lögin á þann veg, að bókahnífur á skrifborði hans væri ólögleg vopnaeign.“ Nú hefði leiðarahöfundur þurft að lesa greinarkorn mitt til enda svo að einfaldast væri að birta það hér aftur og þá væri þessu svarað. En ég geri ekki ráð fyrir að ritstjórar sjái sér fært að gera það svo að ég verð að láta nægja að taka þetta fram: Samkvæmt orðum leiðarahöfundar má Hæstiréttur ekki láta í ljós álit nema samkvæmt sérstakri lagaheim- ild. Nú er reyndar al- menn lagaheimild í stjórnarskrá sem trygg- ir tjáningarfrelsi og dómendur Hæstaréttar njóta þess, þótt þeir að sjálfsögðu setji því til- hlýðileg takmörk eins og allir með ábyrgð- artilfinningu hljóta að gera. Með þetta í huga skortir mig skarpleika í hugsun til að sjá sam- hengi milli þess að láta í ljós rökstutt álit ráð- herra til íhugunar og handtaka mann fyrir að eiga bókahníf af því að hann teljist til ólöglegra vopna. En málið snýst ekki eingöngu um tjáningarfrelsi. Samkvæmt lögum um dómstóla ber Hæstarétti að láta í té umsögn um „hæfi og hæfni“ umsækj- enda og þetta gerði rétturinn með ýt- arlegri greinargerð þar sem umsækj- endum var raðað. Sú aðferð er þekkt þegar taka á afstöðu til hæfni og hæfileika umsækjenda til starfa. Þeg- ar lögmælt er, að ákveðinn álitsgjafi skuli láta í té umsögn um hæfni án þess að nánar sé tiltekið í lögum um form og framsetningu umsagnar, er viðurkennt í stjórnsýslurétti, að sá sem umsögn gefur hafi mikið svig- rúm við framsetningu meðan hún er til þess fallin að upplýsa mál og svara spurningum um hæfni umsækjenda. Ráðherra er ekki bundinn sam- kvæmt neinum lagabókstaf við mat Hæstaréttar á því hverja hann telur réttinum fyrir beztu að skipi dóm- arasæti. En hann hlýtur að gefa því fyllsta gaum ef hann vill vinna í sam- ræmi við góða stjórnsýsluhætti. Öðr- um kosti færi hann gild rök fyrir af- stöðu sinni. Þar nægir ekki að vinza eitt atriði úr og láta það ráða úrslit- um, heldur verður að leggja mat á alla þætti sem til álita koma; öðrum kosti ræður geðþótti þar sem ekkert samræmi er í ákvörðunum. Einn daginn ræður „sérþekking“ í Evrópurétti og annan reynsla af lög- mannsstörfum. Nú er það óumdeild grunnregla í íslenzkri stjórnskipan að dómsvaldið sé sjálfstætt og á hún sér stoð í 2. gr. stjórnarskrárinnar. Sá ráðherra sem vill virða þá reglu hlýtur að hafa mál- efnalegar ábendingar dómstóls sem hafa ríkt sönnunargildi að leiðarljósi við veitingu dómaraembætta nema gild rök séu til annars. Lögþvingun lagabókstafar á ekki að vera nauð- synleg til að tryggja rétta breytni ráðherra. Morgunblaðið segir að afskiptum dómara við Hæstarétt af vali dómara verði að linna og þeir eigi ekki að hafa umsagnarrétt. Ef málið er skoðað í samhengi við síðustu skipanir er í reynd verið að krefjast þess að hand- hafar framkvæmdavalds hafi skipan dómara að öllu leyti í hendi sér, and- stætt því sem er í öllum lýðræðis- og réttarríkjum. Getur það verið, að Morgunblaðið sé orðið helzta málgagn ofsatrúar og alræðishyggju á Íslandi? Ofsatrú og alræðishyggja Sigurður Líndal svarar leiðara Morgunblaðsins ’Getur það verið, aðMorgunblaðið sé orðið helzta málgagn ofsa- trúar og alræðishyggju á Íslandi?‘ Sigurður Líndal Höfundur er prófessor emeritus. Í NÆRRI 100 ára kaupstaðarsögu Hafnarfjarðar hafa íbúar bæjarins alla tíð lagt áherslu á að samhliða hraðri og öflugri upp- byggingu bæjarfélags- ins séu varðveitt helstu sérkenni byggðar og mannlífs. Hafn- arfjörður er sérstakur, með sitt einstaka um- hverfi og byggðina í hrauninu. Hafnfirskt samfélag er líka um margt sérstakt, fé- lagsstarf er afar fjöl- breytt í bænum og rík samkennd meðal íbú- anna. Þessi sterku félags- og tilfinningabönd ásamt meðvitund um umhverfi og samfélag eru afar mikilvæg sem vegvísir til komandi framtíðar í frekari upp- byggingu og þróun Hafnarfjarðar. Með íbúaþingi, þar sem Hafnfirðingar allir er kallaðir til samráðs og samvinnu „Undir gafli“ á morgun, laugardag- inn 9. október, gefst enn frekar tækifæri til að skerpa á lykiláherslum í því sem við viljum vernda og viðhalda um leið og við horfum fram á veginn til frek- ari uppbyggingar og enn betra sam- félags á öllum sviðum. Íbúaþing er mikilvægur vettvangur fyrir bæj- arbúa til að koma sjónarmiðum sín- um, tillögum og áherslum á framfæri. Fyrir hönd bæjarstjórnar hvet ég Hafnfirðinga alla til að vera virkir þátttakendur í um- ræðunni um bæinn okk- ar, samfélagið, þjón- ustuna og umhverfið. Samráð og samvinna bæjarbúa allra er ekki bara mikilvæg heldur nauðsynleg. Íbúaþing er ein af þeim leiðum sem við höfum til að auka enn frekar og efla sam- ráð og íbúalýðræði. Fyrr á þessu ári var haldið unglingaþing í Hafnarfirði sem tókst með miklum ágætum. Nú skulum við fylgja góðu fordæmi unga fólksins okkar eftir og fjölmenna á íbúaþingið. Hafnarfjörður er um margt sérstakur og við viljum hafa Hafnarfjörð sérstakan. Okkur líður vel í einstöku umhverfi og bæjarsálin er bæði sterk og hlý. Leggjum okkar af mörkum á laugardaginn til að gera góðan bæ enn betri. Þín- ar hugmyndir og til- lögur skipta máli fyrir okkur öll. Sjáumst á íbúaþinginu á morgun. Horfum til fram- tíðar á íbúaþingi í Hafnarfirði Lúðvík Geirsson skrifar um íbúaþing í Hafnarfirði Lúðvík Geirsson ’Íbúaþing ermikilvægur vettvangur fyrir bæjarbúa til að koma sjónar- miðum sínum, tillögum og áherslum á framfæri. ‘ Höfundur er bæjarstjóri. HVAÐ GENGUR eiginlega á hjá Morgunblaðinu? Forseti Alþingis varð sjálfum sér og embætti sínu til minnkunar í þingsetn- ingarræðu sl. föstudag. Hann misbauð stórum hluta þjóðarinnar og fjölda þingmanna sem gengu úr þingsalnum í mótmælaskyni. Frétt- in af þessu fordæma- lausa uppnámi við setningu Alþingis barst á svipstundu um allt samfélagið, fyrst með uppslætti á mbl.is og síðan sem aðalfrétt í öllum fréttatímum ljósvakamiðla síðar um kvöldið. Um tveimur tímum eftir að mbl.is sló fréttinni upp var búið að nema hana brott af forsíðu þessa víðlesna netmiðils, án tilvísana, og grafa djúpt í safn lítt merkra tíðinda á undirsíðum, líkt og um frumhlaup hefði verið að ræða eða misskilning af hálfu viðkomandi fréttamanns. Degi síðar birtist svo leiðari þar sem leitast er við að rétt- læta fráleitan málflutning forseta Al- þingis og sett er ofan í við þá þing- menn sem voguðu sér að ganga út úr sölum þingsins. Davíð segir það og mér finnst það Leiðaraskrif ritstjóra Morgunblaðs- ins hafa á undanförnum misserum orðið sífellt furðulegri og illskilj- anlegri. Þau hafa ýtt undir alls kyns vangaveltur í netmiðlum og prent- miðlum. Í stað hinnar sjálfstæðu og oft á tíðum aðdáunarverðu ritstjórn- arstefnu blaðsins á tímum tvíeykisins Matthíasar Johannessen og Styrmis Gunnarssonar, hefur nú verið tekinn upp gamaldags stíll flokksmálgagns sem aldrei vogar sér að gagnrýna stefnu Flokksins eða forystusveitar hans, sama hvað mönnum kann að verða á í messunni á þeim bæ. Nægir að nefna í því samhengi vanhugsaða aðild okkar að hópi hinna „stað- föstu“ aðildarríkja inn- rásarinnar í Írak, Spronmálið, fráleit vinnubrögð við und- irbúning fjölmiðlalög- gjafar og nú síðast út- spil forseta Alþingis sem lengi hefur verið ill- hemjanlegt vandræða- barn flokksins. Fyrir gamalgróna lesendur þess ágæta miðils sem Morgunblaðið var, er þetta áhyggjuefni og reyndar alls ekki til þess fallið að styrkja blaðið í þeirri hörðu samkeppni sem stjórn- endur þess þurfa nú að horfast í augu við eftir tilkomu Fréttablaðsins. Skal í því samhengi bent á hvernig þjónslund fyrrum ritstjórans Óla Björns Kárasonar við forystu Sjálfstæðisflokksins leiddi til algers hruns DV fyrir fáeinum misserum. Trúverðugleikinn glat- aðist og allt annað í kjölfarið. Er hér með skorað á ritstjóra Morgunblaðs- ins að reka af sér slyðruorðið og hefja nútímaleg, fagleg og sjálfstæð vinnubrögð til vegs að nýju, í krafti óumdeildrar hæfni sinnar. Að óbreyttu verður Morgunblaðinu al- farið hafnað sem leiðarljósi í hlut- lausri umræðu um málefni líðandi stundar. Vinur er sá er til vamms segir Jakob Frímann Magnússon fjallar um Morgunblaðið Jakob Frímann Magnússon ’Trúverðugleik-inn glataðist og allt annað í kjöl- farið. ‘ Höfundur er áskrifandi að Morgunblaðinu. Frá Salzburg er þægilegt að komast á öll helstu skíðasvæðin, en í Austurríki eru frábærir skíðastaðir og hin einstaka Týrólastemning með söng og heitum fjalladrykkjum í lok vel heppnaðs skíðadags gerir dvölina ógleymanlega. á mann í tvíbýli á Hótel Zum Hirschen í Zell am See 19. febrúar, hálft fæði innifalið. Flugsæti frá 45.250 kr. – skattar innifaldir. 87.230* kr. Ver› frá: * Innifali›: Flug, skattar, ferðir til og frá flugvelli erlendis, gisting með hálfu fæði í 7 nætur og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 59 66 0 9/ 20 04 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is Skíðaferðir til Austurríkis Morgunflug til Salzburgar St. Anton • Lech • Wagrain • Zell am See Beint leiguflug 3. jan. 9 dagar / Uppselt 4. jan. 8 dagar / Aukaferð, örfá sæti 13. jan. 9 dagar / Örfá sæti laus 5. feb. 7 dagar / Laus sæti 12. feb. 7 dagar / Laus sæti 19. feb. 7 dagar / Örfá sæti laus 26. feb. 7 dagar / Laus sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.