Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ etta er algjör snilld! Þessi orð eru höfð eftir eiginmanni Ruthar Reginalds, söngkonu með meiru, á forsíðu nýjasta heftis viku- blaðsins Séð og heyrt. Ég tel mig vita að eiginmaðurinn sé þarna að vísa til útlitsbreytingar eiginkonunnar, en eins og mörg- um er eflaust kunnugt um, fór hún í margvíslegar fegrunar- aðgerðir fyrr á árinu, í samstarfi við morgunþátt Stöðvar 2. Á forsíðu umrædds vikurits gefur að líta mynd af eiginmann- inum – mjög svo ánægðum, ef marka má yfirlýsinguna um snilldina. Við hliðina er svo hin nýja og endurbætta Ruth. Óneit- anlega vel útlítandi; slétt og strokin. Á yf- irborðinu að minnsta kosti. Og er þá ekki tilganginum náð? Eða hvað? Eftir því sem fram kom í morgunþætti Stöðv- ar 2 og í öðrum fjölmiðlum sem fjallað hafa um málið, lagðist söngkonan undir hnífinn til þess að breyta útlitinu. Og það oftar en einu sinni. Eitthvað var víst teygt og skorið í andlitinu og bætt var í brjóstin – án þess þó að ég kunni að segja frá þessum skurðaðgerðum í smáatriðum. (Ég vona að mér sé fyrirgefið þótt ég fjalli svo persónulega um söngkonuna í þessum pistli en segja má að hún hafi boðið upp á slíka umræðu er hún ákvað að gera breytingarnar fyrir opnum tjöldum, þ.e. í samstarfi við fjöl- miðil.) Sjálfsagt er ég þó að bera í bakkafullan lækinn með því að ræða enn einu sinni um útlits- breytingar söngkonunnar. Um þær hefur víða verið fjallað síð- ustu mánuðina, enda er hún fyrsta manneskjan sem við- urkennir það opinberlega hér á landi að hafa farið í víðtækar fegrunaraðgerðir. Heilu þáttaraðirnar ganga víst út á alls konar fegrunaraðgerðir – bæði vestan hafs og austan. Þær fara meira að segja fram í beinni útsendingu, að því er nýj- ustu fregnir herma! Og því kannski bara tímaspursmál að slíkar aðgerðir yrðu gerðar frammi fyrir alþjóð hér á landi. Við Íslendingar erum jú þekktir fyrir að taka upp „alþjóðlega trenda“. Og það fyrr en síðar. Ummæli eiginmannsins á títt- nefndri forsíðu Séð og heyrt vekja mig þó til umhugsunar um það hvaðan rótin að fegrunar- aðgerðunum kemur. Af hverju eru sumar konur svona óánægð- ar með útlitið að þær eru til- búnar til þess að leggjast undir hnífinn? (Ég segi konur, því þær virðast, ef marka má fjölmiðla, í miklum meirihluta þeirra sem fara í fegrunaraðgerðir). Hvaðan fá þær hugmyndina um að þær séu ekki nógu fallegar? Frá öðr- um konum? Frá körlum? Frá eiginmönnunum? Og hvað telst vera fallegt útlit? Og síðast en ekki síst: hvaða væntingar fylgja nýju og breyttu útliti? Vonir um betra líf og meiri hamingju? Því má heldur ekki gleyma í þessu sambandi að skurð- aðgerðir eru ekki hættulausar. Til að mynda mætti nefna hætt- una á alvarlegum sýkingum og mistökum. Og hver hefur ekki séð afskræmt og í raun óeðlilegt útlit eftir margar og ítrekaðar fegrunaraðgerðir? Þekktasta dæmið í því sambandi er senni- lega bandaríski söngvarinn, Michael Jackson. (Hann er líka dæmi um karlmann í hópnum). Ef marka má yfirlýsingar lýta- lækna þar vestra er nefið hans að molna í sundur af völdum ótal fegrunaraðgerða! Til að svara spurningunum um það hvar þetta byrji allt saman nefni ég útlits- og æsku- dýrkun, sem hér virðist ríkjandi, eins og víðast hvar annars staðar í hinum vestræna heimi. Hvarvetna er ýtt undir mikilvægi þess að líta vel … nei ekki bara vel, heldur „óaðfinn- anlega“ út; í fjölmiðlum, í aug- lýsingum, í kvikmyndum. Og þeir sem hagnast á þessari „fullkomnu ímynd“, t.d. snyrti- vöruiðnaðurinn, ýta enn frekar undir hana með alls kyns aug- lýsingum og gylliboðum um enn fegurra og þar með væntanlega hamingjuríkara líf. Og við látum glepjast! Gleym- um því að það er ekki útlitið sem skiptir máli heldur inni- haldið. Gleymum því að ham- ingjan kemur ekki að utan held- ur að innan! Gleymum þessu öllu og tökum þátt í leiknum! Förum í fegrunaraðgerðir, þ.e. konurnar í meirihluta. Karlarnir standa á hinn bóginn hjá og dásama verkið! Að minnsta kosti sumir, ef marka má fjöl- miðla. En ég spyr ekki bara hvar þetta byrji. Ég hlýt líka að spyrja; hvar endar þetta? Því fegrunaraðgerðir virðast, þrátt fyrir allt, njóta æ meiri vin- sælda. Sífellt fleiri „bregða sér“ undir hnífinn enda virðast möguleikarnir óteljandi. Spurn- ingin er bara hvað maður vill: breytingar á nefi, andlitslyft- ingu, fitusog eða brjósta- stækkun? Nefndu það bara! Það er ekki laust við að mað- ur velti því fyrir sér hvort við verðum kannski bara öll eins eftir einhverja áratugi! Verðum við kannski öll steypt í sama mót – í orðsins fyllstu merk- ingu? Verður margbreytileikinn og um leið fegurðin horfin? Á maður kannski sjálfur eftir að falla í freistni og skipta al- gjörlega um útlit? Mæta svo ferskur í samkvæmið og segja: Hæ, þetta er ég? Ég! Ég, hún Arna! Þekkirðu mig ekki!? Nei, satt best að segja geðj- ast mér ekki að þessari framtíð- arsýn – hún er eiginlega mar- tröð líkust. Mér hugnast heldur ekki sú þróun að æ fleiri konur telji ástæðu til þess að fara í fegr- unaraðgerðir; þ.e. telji ástæðu til að leggjast undir kaldan hníf- inn til að breyta útlitinu og færa það nær hinum hefð- bundna fegurðarstaðli. Staðli sem neyslumarkaðurinn hefur búið til. Hvar er líka fegurðin í því? Já og ég spyr: hvar er snilldin? Algjör snilld? „Á maður kannski sjálfur eftir að falla í freistni og skipta algjörlega um útlit? Mæta svo ferskur í samkvæmið og segja: Hæ, þetta er ég? Ég! Ég, hún Arna!“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÉG UNDIRRITAÐUR Albert Sævarsson sé mig knúinn til þess að rita þetta opna bréf til stjórnar knattspyrnudeildar UMFG vegna samskipta minna við hana. Ég tel að ég verði að fá að skýra frá mínu sjónarmiði, hver ástæða þess var að ég sá mér ekki fært að ljúka keppn- istímabilinu með lið- inu. Ástæðan er ein- föld. Svikin loforð. Málið hófst með því að Grindvíkingar höfðu samband við mig í Færeyjum, þar sem ég var samnings- bundinn færeyska knattspyrnuliðinu B 68, og spurðu hvort ég væri ekki tilbúinn til að koma heim til að spila með Grindavík. Ég var að sjálfsögðu tilbúinn til þess en ekki fyrir minni tekjur en vera mín hjá B 68 í Færeyjum skilaði mér. Aðalgeir Jóhannsson, einn stjórn- armanna í knattspyrnudeild UMFG, var upphafsmaðurinn að þessum þreifingum, en bæði hann og Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar, vissu að ég kæmi ekki heim fyrir minni tekjur. Þeir þrýstu á mig að ég tal- aði við formann B 68 til að fá mig lausan og að ég höfðaði til veikinda móður minnar til að fá mig frekar lausan, en ég var samningsbundinn færeyska félaginu út þetta ár. Þeir voru tregir til að sleppa mér en létu undan að lokum. Ég gerði þau mis- tök að fara frá Færeyjum án þess að samningur hefði verið undirrit- aður, en samið var milli okkar munnlega um að ég fengi 2,5 millj- ónir króna fyrir árið auk ákveðinna fríðinda. Ekki var talað um hvort samningurinn yrði til eins árs eða fleiri. Þetta munnlega samkomulag var samþykkt og í kjölfarið kom ég til Íslands og þurfti þá að skrifa undir félagaskipti. Þar komu stjórn- armenn knattspyrnudeildar strax með KSÍ-samning til þriggja ára, sem ég átti að skrifa undir, sem ég neitaði, því ég vildi fá hinn samning- inn á hreint fyrst. Þarna byrjaði ég strax að þrýsta á þá um að fá samn- ing til undirskriftar. Loksins þegar þeir komu með hann var það viku fyrir verslunarmannahelgi. Þá voru þeir búnir að lækka upphæðina nið- ur í 2,4 milljónir, eða 200.000 krónur á mánuði og ekkert að yrði úr þeim fríðindum, sem fólust í hinum upphaflega munnlega samningi. Ég lét skoða samninginn fyrir mig og nið- urstaðan var sú að ég skrifaði ekki undir enda hafði betri samningur verið staðfestur munn- lega, en frumkvöðullinn að þessu öllu saman var allan tímann Aðalgeir Jóhannsson. Eftir verslunar- mannahelgina sagði ég þeim að ég vildi fá þann samning sem mér hafði verið lofað og réð úrslitum um það að ég kom heim og spilaði með Grindavík á ný, þennan síðari samning skrifaði ég ekki undir. Þeir gerðu ekkert í málinu fyrr en ég kom til þeirra í ágústlok og sagðist ekki spila fyrir félagið, nema þessum málum væri kippt í lag. Það var rétt fyrir heimaleikinn gegn FH. Leiknum var frestað og daginn eftir kom Aðalgeir til mín með öðr- um manni tilbúinn að gera við mig þannig viðbótarsamning, að hann færði mér það sem okkur hafði upp- haflega farið á milli. Þennan samn- ing handsöluðum við, en hann var eingöngu okkar á milli og stjórnin átti ekkert að vita af honum. Þetta var fyrir leikinn við FH, sem hafði verið frestað og ég spilaði hann svo í ljósi þessarar leynilegu samnings- viðbótar. Daginn eftir var ég kallaður á fund með Ingvari Guðjónssyni, framkvæmdastjóra og Jónasi Þór- hallssyni, formanni. Þeir vildu ganga frá samningnum frá því í júlí við mig og ég var alveg til í það, enda gerði ég ráð fyrir að staðið yrði við samkomulagið frá deginum áður, sem þeir vissu ekkert um. Ég ákvað þó að tala betur við Aðalgeir áður en ég skrifaði undir til að full- vissa mig um að samningur okkar stæði. Þá kom í ljós að hann stæði ekki lengur og mér var ætlað að skrifa undir gamla samninginn, sem var ég hafði hafnað áður og var að auki lægri en samið var um í upp- hafi, þar sem ekki var gert ráð fyrir greiðslum í þrjú ár, heldur aðeins tvö ár og fimm mánuði, sem þýddi mun lægri upphæð. Þá sá ég að það var alls ekki ætlunin að standa við það sem mér var upphaflega lofað. Ég bauðst engu að síður til að spila tvo síðustu leikina gegn því að ég fengi greidd laun fyrir september og október, en því var hafnað. Ég hafði þegið laun að þeirra forskrift á tímabilinu í góðri trú um að staðið yrði við gefin loforð. Því miður vildu þessir mætu menn ekki efna eigin orð. Ég viðurkenni að mín mistök voru að treysta forystumönnum knattspyrnudeildarinnar. Ég hefði aldrei átt að koma heim án þess að hafa undirritaðan samning undir höndum. Mér hefur hins vegar alltaf runnið blóðið til skyldunnar og verið tilbúinn til að gera mitt til að stuðla að góðu gengi Grindavíkurliðsins. Ég kom heim í þeirri trú að þessir menn væru verðugir orða sinna. Það reyndist því miður ekki rétt. Ég hafna því að ég sé að svíkjast undan merkjum. Ég hef verið svikinn og það er á ábyrgð knattspyrnuforyst- unnar, sem ekki hefur staðið við gefin loforð. Ég óska knattspyrnudeild UMFG alls hins besta og um leið þeim í for- ystunni, sem geta og vilja standa við gefin loforð. Svikin loforð Albert Sævarsson skrifar um knattspyrnudeild UMFG ’Ég kom heim í þeirritrú að þessir menn væru verðugir orða sinna. Það reyndist því miður ekki rétt.‘ Höfundur er knattspyrnumaður. Albert Sævarsson Í MORGUNBLAÐINU 30. sept. sl. er grein eftir Arnljót Arn- arsson, matsvein á Guðmundi í Nesi RE. Þar sem greinin fjallar um skrif mín í dagbókina mína finnst mér eðlilegt að hafa á henni skoðun. Fyrir það fyrsta er ánægjulegt að Arn- ljótur skuli fylgjast með skrifum mínum og gefa sér tíma til þess að hafa á þeim skoðanir þrátt fyrir annir um borð og leggja greinilega á sig nokkra fyrirhöfn til að koma at- hugasemdum sínum í Morgunblaðið með hraði. Hvað þetta varðar þá get ég tek- ið undir með honum um að hann starfar greinilega hjá góðri útgerð. Um allar hans djúphugsuðu vangaveltur um þjónustuhlutverkið þá ætla ég að sleppa því að þessu sinni að hafa á þeim skoðanir. Þú segir að um borð í Guðmundi í Nesi séu í yfirstandandi veiðiferð 24 í áhöfn en gætu hæglega verið 20. Af hverju skyldi nú þessi ást- sæli útgerðarmaður sem vill allt fyrir áhöfnina sína gera vera með 24 manna áhöfn í þessari veiðiferð í stað 20 þar sem heildarkostnaður af mannahaldinu er heldur minni m.v. 20 menn en 24 og þar sem við fjölgunina minnkar hlutur hvers og eins í áhöfninni um 14% þ.e. að fara úr 20 í 24 manna áhöfn. Getur það verið að þessi fórnfúsi, örláti útgerðarmaður sé að hefna sín á áhöfninni vegna þess að honum hefur ekki enn tekist að haga kjör- um hennar að vild. Í ljósi þessarar furðulegu fram- komu Guðmundar skil ég nú vangaveltur Arnljóts um frystiá- lagið þar sem það er hagstæðara fyrir áhöfnina að vera 20 án frysti- álags en 24 með frysti- álagi. Vandinn er bara sá að það er ekki á valdsviði áhafnarinnar að breyta gildandi kjarasamningi til lækk- unar. Hún hefur heim- ild til hækkunar en ekki öfugt. Með þessu framferði sínu er Guð- mundur í reynd að beita áhöfn skipsins þvingunum til þess að ná fram breytingum sem eru ekki á vald- sviði hennar. Ótrúlegt ef satt er. Arnljótur greinir frá því í sinni grein að Guðmundi finnist 10% frystiálagið við grálúðuveiðar ósanngjarnt þar sem vinnan við grálúðuna sé lítil í samanburði við flakafrystinguna. Af þeim orðum má skilja að honum finnist frystiá- lagið eðlilegt við hina hefðbundnu flakafrystingu. Í ljósi þessa hlýt ég að spyrja; hvernig stendur þá á því að í samningsdrögum fyrir Guð- mund í Nesi RE sem dreift var um það leyti sem skipið kom til lands- ins er að finna ákvæði þess efnis að frystiálagið skuli falla niður við allar veiðar? Þar segir orðrétt. ,,Skipið frystir allan aflann um borð þá er átt við allar fisktegundir.“ Síðan er frá því greint hvaða gr. í samningi SSÍ og LÍÚ eigi ekki að gilda um Guð- mund í Nesi RE. Þar á meðal er gr. 5.28. sem kveður á um frysti- álagið. Af þessari afurð Guð- mundar verður ekki annað ráðið en honum finnist frystiálagið ósann- gjarnt við allar veiðar og vinnslu; það er út af fyrir sig sjónarmið sem Guðmundur hefur fullt leyfi til að hafa. Til fróðleiks þá finnst mér að fjölmargt í kjarasamningum vél- stjóra á fiskiskipum ætti að vera öðruvísi en það er. Þannig verður það trúlega lengst af. Arnljótur, staðreynd málsins er sú að VSFÍ er með samning sem gildir til ársloka 2005, honum get ég ekki breytt einhliða hvaða skoð- un sem ég eða þú hafa á efni hans. Þetta verða bæði yfir- og und- irþjónninn að skilja hvað sem allri þjónustulund líður. Eina leiðin til sérsamninga vegna Guðmundar í Nesi er í gr. 1.51. í nefndum samn- ingi. Þegar Guðmundur leitaði fyrst eftir sérsamningum vegna skipsins var hann beðinn um grein- argerð um að hvaða leyti rekstur skipsins yrði frábrugðinn rekstri annarra frystitogara, sú grein- argerð er ókomin enn þrátt fyrir eftirgrennslanir. Förum að samningum Helgi Laxdal svarar Arnljóti Arnarsyni ’Vandinn er bara sá aðþað er ekki á valdsviði áhafnarinnar að breyta gildandi kjarasamningi til lækkunar.‘ Helgi Laxdal Höfundur er formaður Vélstjórafélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.