Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TEKJUAFGANGUR á ríkissjóði á yfirstandandi ári verður 1,1 millj- arði kr. meiri en áætlað var í fjár- lögum og verður alls 7,8 milljarðar kr. ef áætlanir ganga eftir, sam- kvæmt endurskoðaðri áætlun í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir yf- irstandandi ár. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. Atvinnuleysistryggingasjóður fái 948 milljónir til viðbótar Lagt er til í frumvarpinu að heim- ildir til aukinna útgjalda verði hækkaðar um 6,3 milljarða kr. frá fjárlögum ársins. Meðal þess sem veldur mestu um þessa útgjalda- aukningu, eru vaxandi útgjöld vegna atvinnuleysis. Lagt er til að fjárheimild Atvinnuleysistrygginga- sjóðs hækki um 948 milljónir og far- ið er fram á 300 milljóna kr. viðbót- arheimild til Ábyrgðarsjóðs launa, þar sem greiðslur úr sjóðnum eru umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þá er farið fram á 95 milljóna kr. viðbótarframlag í kjölfar samkomu- lags á vinnumarkaði í mars sl. um að treysta stöðu einstaklinga á vinnumarkaði með því að gefa þeim kost á að efla og endurnýja þekk- ingu sína og gera þá hæfari til að takast á við ný verkefni. Lánsfjárafgangur er talinn verða um 17 milljarðar króna Handbært fé frá rekstri ríkis- sjóðs á þessu ári eykst um 4,1 millj- arð frá því sem gert var ráð fyrir á fjárlögum, einkum vegna bættrar innheimtu tekna. Lánsfjárafgangur á þessu ári verður tæpir 17 millj- arðar í stað 14 milljarða eins og gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Verður auknum lánsfjárafgangi ráð- stafað til að greiða niður skuldir og styrkja stöðuna við Seðlabankann, að því er fram kemur í frumvarpinu. Endurskoðuð áætlun gerir nú ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs á árinu verði rúmlega 290 milljarðar kr. eða átta milljörðum kr. hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Fjármagnstekjuskattur ein- staklinga skilar 7,7 milljörðum Talið er að skattar á tekjur og hagnað einstaklinga og lögaðila verði 87,7 milljarðar á þessu ári eða 4,5 milljörðum kr. hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þessa hækkun má nær eingöngu rekja til aukinna tekna af fjármagnstekjuskatti ein- staklinga og tekjuskatti lögaðila. Fjármagnstekjuskattur einstak- linga er nú áætlaður 7,7 milljarðar og hækkar um 2,1 milljarð frá fjár- lögum. Þá er gert ráð fyrir að tekjur af stimpilgjöldum aukist um- talsvert á árinu og stefna þær nú í 850 milljónir kr. Tveggja milljarða útgjalda- aukning í heilbrigðismálum Útgjöld heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis aukast um rúma 2 milljarða kr. á árinu umfram það sem fjárlög gerðu ráð fyrir og vegur þar þyngst 675 milljóna kr. framlag til reksturs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, rúmlega 550 milljónir, sem eru vegna útgjalda sjúkra- trygginga, einkum vegna lyfja- kostnaðar, um 350 milljónir eru út- gjöld bóta félagslegrar aðstoðar og um 300 milljónir eru aukin útgjöld lífeyristrygginga vegna fjölgunar öryrkja umfram forsendur fjárlaga. Rúmlega 930 milljóna aukin út- gjöld falla undir fjármálaráðuneyti, þar af eru 600 milljónir vegna vaxtabóta umfram áætlun og 300 milljónir vegna kostnaðar við kjara- samninga á almennum markaði um- fram launaforsendu fjárlaga og dreifast þau útgjöld á önnur ráðu- neyti. Útgjöld menntamálaráðuneytis aukast um 500 milljónir, þar af eru 250 milljónir vegna fjölgunar nem- enda í framhaldsskólum, rúmar 100 milljónir vegna lokaframkvæmda við Þjóðminjasafn og óskað er eftir að framlag til Ríkisútvarpsins verði aukið um 107 milljónir kr. í sam- ræmi við endurskoðaða tekjuáætlun RÚV í framhaldi af hækkun afnota- gjalda um 7% 1. maí sl., að því er fram kemur í skýringum frum- varpsins. Sótt um 375 milljónir vegna ganga undir Almannaskarð Útgjöld samgönguráðuneytis aukast um rúmlega 410 milljónir. Þar af eru 375 milljónir vegna jarð- ganga undir Almannaskarð. Sótt er um heimild til að auka út- gjöld utanríkisráðuneytis um tæp- lega 300 milljónir. Þar vega þyngst tæplega 190 milljóna kr. auknar tekjur Flugmálastjórnar á Keflavík- urflugvelli af öryggis- og lending- argjöldum sem skilað er til stofn- unarinnar, sem er í B-hluta fjárlaga. Útgjöld dóms- og kirkjumála- ráðuneytis aukast um tæplega 170 milljónir og vegur þar þyngst rúm- lega 50 milljóna kr. framlag til að endurnýja samning um Tetra-fjar- skiptakerfið, 35 milljónir til að styrkja rekstrargrunn héraðsdóm- stóla og 35 milljóna kr. framlag til að fjölga lögreglumönnum í Reykja- vík. Útgjöld landbúnaðarráðuneytis aukast um tæplega 165 milljónir og munar þar mest um 135 milljóna kr. framlag vegna sauðfjárframleiðslu er féll niður í fjárlögum. Útgjöld forsætisráðuneytis hækka um 125 milljónir og vegur þar þyngst 70 milljóna kr. framlag til niðurrifs á Sölvhólsgötu 11 í Reykjavík. Loks lækka útgjöld viðskipta- ráðuneytis um 90 milljónir vegna niðurlagningar á Flutningsjöfnun- arsjóði sements og útgjöld sjávarút- vegsráðuneytisins lækka um tæp- lega 470 milljónir þar sem gjald í Þróunarsjóð sjávarútvegsins var lagt af frá 1. september sl. Útgjöld annarra ráðuneyta breytast minna. Tekjuafgangur ríkissjóðs á árinu 2004 hækkar um 1,1 milljarð frá fjárlögum Sótt um heimild til að auka útgjöld um 6,3 milljarða Heildartekjur eru taldar verða átta milljörðum meiri en á fjárlögum    !!8* !$%%&?!  !!  :  Q!; %:%2 62% (    ) 2 *  ' 7(%  2( ( ' 7(%  A .: 7  7  1   7     %$%, $  2    9   6  %$  4  '; %$(% 2%2% 4  % & ;  & &  6  ' ,; >R,; "$  7  7  6  "   %   .  6  %:  % 22  2 % %6%&%   O:  $  "  %7 5%&%    ;   (  (  ( (  ( ( (  ( (  ( (  ( ( ( //@#0@" ( ( (  ( ( ( (  ( (  ( (  ( (  ( //A#BA&            (      @#0@1 A A A A A A A A A A A A A A @9&A Morgunblaðið/Eggert Farið er fram á 100 milljóna króna fjárheimild til þess að ljúka að fullu við endurbæturnar á Þjóðminjasafni Íslands, sem tekið var í notkun að nýju í haust.  Lögð er til 240 milljóna kr. hækk- un á fjárveitingu vegna örorkulíf- eyris á yfirstandandi ári í frumvarpi til fjáraukalaga í samræmi við end- urskoðaða áætlun en talið er að út- gjöld ársins vegna örorkulífeyris verði um 4.195 milljónir kr.  Farið er fram á 100 milljóna kr. fjárheimild í fjáraukalaga- frumvarpinu til að ljúka að fullu við framkvæmdir við hús Þjóðminja- safn Íslands. Endurskoðuð áætlun leiðir í ljós að fjárþörf hefur aukist um 65 milljónir kr., annars vegar vegna hækkunar á kostnaði við grunnsýningu og loftræstikerfi og hins vegar kostnaðar við aukaverk og ófyrirséða verkþætti. Í fyrri áætlun var ekki gert ráð fyrir inn- réttingu turnbyggingar á þessu ári en nú er lögð áhersla á að ljúka því, m.a. vegna öryggis sýningargripa. Kostnaður við þá framkvæmd er áætlaður 35 milljónir.  Utanríkisráðuneytið sækir um 32 milljóna kr. aukafjárveitingu á fjár- aukalögum vegna hreinsunar á svo- kölluðu Nikkelsvæði, fyrir ofan íbúðarbyggð Njarðvíkur í Reykja- nesbæ sem varnarliðið á Keflavík- urflugvelli skilaði ríkissjóði árið 2001. Skv. samningi við Bandaríkja- menn sáu þeir um að fjarlægja píp- ur neðanjarðar en ríkið tók að sér yfirborðshreinsun landsins.  Sótt er um 14 milljóna kr. auka- fjárveitingu á Alþingi vegna viðbót- arútgjalda við þingstörfin í maí sl., umfram það sem áætlað var, og sumarþingið í júlí.  Fram kemur í frumvarpi til fjár- aukalaga að heildartap á vís- indaveiðum á hrefnu á síðasta ári skv. mati Ríkisendurskoðunar var um 12 milljónir kr. Er sótt um 8,5 milljóna kr. fjárheimild á þessu ári til að greiða fyrir hluta tapsins.  Farið er fram á 11,1 milljónar kr. framlag til Flugskóla Íslands hf. í fjáraukalagafrumvarpinu. Er beiðnin lögð fram í samræmi við niðurstöður nefndar, sem falið var að gera tillögur að endurskipulagn- ingu á rekstri skólans með að leið- arljósi að atvinnuflugmannsnámi verði áfram sinnt hér á landi.  Óskað er eftir 14 milljóna kr. við- bótarfjárheimild til skattrannsókn- arstjóra ríkisins vegna stórra mála sem eru til meðferðar hjá embætt- inu. Þarf m.a. að leita aðstoðar sér- hæfðari mannafla og kaupa þjón- ustu sérfræðinga, að því er segir í fjáraukalagafrumvarpinu.  Fjárveiting utanríkisráðuneytis vegna Íslenskrar friðargæslu hækk- ar um 70 milljónir kr. á árinu verði umsókn um viðbótarfjárveitingu samþykkt. Verkefni friðargæsl- unnar hafa reynst kostnaðarsamari en gert hafði verið ráð fyrir. Þá hef- ur ríkisstjórnin ákveðið að leita eft- ir 30 milljóna kr. framlagi vegna flutninga með flugi í þágu örygg- issveita Atlantshafsbandalagsins til Afganistan.  Sótt er um 16,2 milljóna kr. hækkun á fjárheimild landbún- aðarráðuneytisins vegna nið- urgreiðslu á lýsingu í ylrækt. Er þetta gert vegna aðlögunarsamn- ings um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða.  Lagt er til í fjáraukalaga- frumvarpinu að veitt verði 30 millj- óna kr. framlag til embættis Rík- islögreglustjóra vegna siglingaverndar en innleiða á al- þjóðlegar reglur og skuldbindingar um vernd gegn hvers kyns ógnum eða hryðjuverkum. Áætlað er að 23 milljónum verði varið til kaupa á vopnum og búnaði fyrir lögregluna og 7 milljónum vegna þjálfunar og kynningar lögregluembætta og vinnu við vottun svonefndra vernd- arfulltrúa hafna. Einnig er farið fram á 9 millj. kr. hækkun fjárveit- ingar til Landhelgisgæslunnar vegna laga um siglingavernd. Þar af er gert ráð fyrir að 4 milljónum verði varið til kaupa á vopnum og skotheldum vestum fyrir 8 manns í áhöfn hvers varðskips. FERJAN Norræna sneri aftur til Færeyja um klukkan hálftvö í fyrri- nótt. Skipið var þá komið um 100 sjómílur norður fyrir Færeyjar á leið til Íslands. Það hreppti af- spyrnuvont veður, beint á móti. Norræna kom til Þórshafnar um kl. 11 í gærmorgun. „Við vissum að það yrði vont veð- ur, það var búið að spá því. En ekki að það yrði svona vont,“ sagði Jón- as Hallgrímsson, framkvæmda- stjóri Austfars og stjórnarmaður í Smyril-Line. „Þegar skipstjórinn sá að ekki yrði hægt að halda áætlun vegna veðursins ákvað hann að sleppa þessum legg og snúa við til að raska ekki áætluninni frekar. Það var engin hætta um borð og urðu engir skaðar, hvorki á fólki né farmi.“ Norræna verður í Þórshöfn til fimmtudags en þá á skipið að sigla þaðan samkvæmt áætlun. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem áætlun hinnar nýju Norrænu raskast svo verulega frá því að siglingar henn- ar hófust að nýju til Íslands í mars síðastliðnum. Norræna sneri við vegna veðurs BORGARMÁLAHÓPUR Heimdall- ar, félags ungra sjálfstæðismanna, bauð vegfarendum á mótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar kókómjólk og kleinur í gærmorg- un. Jafnframt var dreift upplýs- ingablaði og vildi hópurinn með þessu vekja athygli á þeirri skoðun sinni að mislæg gatnamót væru mun vænlegri til að draga úr slys- um en sú hugmynd Reykjavík- urlistans að bæta við akreinum og beygjuljósum. Brynjólfur Ægir Sævarsson, for- maður hópsins, tjáði Morg- unblaðinu að hópurinn væri and- vígur þeirri leið meirihluta borgarstjórnar að fresta gerð mis- lægra gatnamóta á þessum stað. Vitnaði hann í áfangaskýrslu vinnuhóps Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar frá í fyrra þar sem fram kæmi að með gerð beygjuljósa og fjölgun akreina myndi slysum fækka um 30 til 50% en um 80 til 90% ef gerð yrðu mis- læg gatnamót. Segir Brynjólfur að árin 1995 til 2002 hefðu um 100 slys að meðaltali orðið á þessum gatnamótum og 233 slasast. Sagði hann kostnað af þessum slysum nema hundruðum milljóna króna á ári. Brynjólfur sagði að vegfarendur hefðu tekið framtakinu vel, hóp- urinn hefði dreift upplýsingunum til um 200 vegfarenda meðan þeir biðu á rauðu ljósi. Borgarmálahópur Heimdallar sýndi spjöld þar sem krafist er mis- lægra gatnamóta hið fyrsta. Vilja mislæg gatnamót LITHÁINN sem var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli með um 300 grömm af kókaíni innvortis hefur ekki greint lögreglu frá því hverjir samverkamenn hans voru. Ákæra gegn honum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness og er dóms að vænta innan einnar viku. Kókaínið var í um 70 pakkn- ingum sem maðurinn hafði gleypt. Upplýsir ekki um samverkamenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.