Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 19 MINNSTAÐUR Haust- og vetrarlitirnir 2004-2005 Haust- og vetrarlitirnir eru komnir. Aqua Fusion er nýtt rakakrem sem fyllir húðina raka og orku. Tilboð á öllum virkustu kremunum. Endilega lítið við og fáið persónulega ráðgjöf varðandi förðun og húðumhirðu. Glæsilegir kaupaukar. Kynning í Lyf og Heilsu frá kl. 11 til 16 Melhaga sími 552 2190 fimmtudaginn 7. okt. Mjódd sími 557 3390 fimmtudaginn 7. okt. Austurstræti sími 562 9020 föstudaginn 8. okt. Austurveri sími 581 2101 föstudaginn 8. okt. Spennandi haust hjá AKUREYRI Grindavík | Ekki var veðrið skemmtilegt sem skólahópur hjá leikskólanum Laut fór út í til að heimsækja Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands. Allir voru þó vel klæddir og létu ekki smá rign- ingu á sig fá. Vel var tekið á móti þessum efnilegu nemendum sem fylgdust með fræðslunni sem boðið var upp á og þáðu með þökkum end- urskinsborða og ís. Leikskólinn fékk líka fínar gjafir en það er nýtt kennsluefni um dreng sem heitir Hjálpfús sem gefið er út af RKÍ. „Það er alltaf gaman að sjá ný andlit og krakkar eru ævinlega sérlega móttækileg fyrir svona boðskap um vináttu, hjálpsemi og samúð,“ sagði formaður deild- arinnar, Guðfinna Bogadóttir, um leið og hún rauk til að taka á móti skólahópi frá leikskólanum Króki. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Hjá sjúkrabílnum Börnin af leikskólanum Laut fengu að skoða sjúkrabíl- inn í heimsókn til Grindavíkurdeildar RKÍ. Heimsækja Rauða kross-deildina SUÐURNES Tjáningarfrelsi | Rökstuðningur tjáningarfrelsisins er heiti fyr- irlestrar sem fluttur verður á fé- lagsvísindatorgi í dag, þriðjudaginn 6. október, kl. 16.30 í stofu L201, Sól- borg. Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildarforseti kennaradeildar HA, fjallar um tjáningarfrelsisákvæðið í Stjórnarskrá Íslands og hvað heim- spekingarnir, Immanuel Kant og John Stuart Mill, hafa að segja um inntak og hlutverk tjáningarfrels- isins. Skora á deiluaðila | Stjórn For- eldra- og kennarafélags Síðuskóla á Akureyri hefur sent frá sér álykt- un þar sem skorað er á deiluaðila í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga „að sýna nú viljann í verki og setjast að samningaborði með opnum og jákvæðum huga, til að leysa þá deilu sem því miður er farin að hafa áhrif á líf og störf allt- of margra fjölskyldna í þessu landi,“ eins og segir í ályktun stjórnarinnar. FULLTRÚAR í forystu samtaka sjómanna voru mættir á löndunar- bryggju Brims á Akureyri um há- degisbil í gær, þegar ísfisktogarinn Sólbakur EA kom inn til löndunar og komu þeir í veg fyrir að hægt yrði að hefja löndun úr skipinu með því að leggja bílum sínum við skipshlið. „Við verðum hér í nótt, á morgun og aðra nótt ef þarf,“ sagði Konráð Alfreðsson, formaður Sjómanna- félags Eyjafjarðar, en hann var einn þeirra sem stóðu að aðgerðunum á bryggjunni. Guðmundur Kristjáns- son, forstjóri Brims, heilsaði upp á fulltrúa sjómanna og fór fram á að þeir fjarlægðu bíla sína, svo hægt yrði að landa úr skipinu en án árang- urs. „Ef þið viljið halda friðinn við okk- ur verðið þið að fara að samningum,“ sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, við full- trúa Brims. Guðmundur sagði að- gerðir sjómannaforystunnar ólög- legar og að félagið myndi leita réttar síns. „Við höfum verið tilbúnir til við- ræðna um þetta mál. Það mun hins vegar gerast hjá okkur líkt og í öðr- um greinum, að gerðir verða ramma- samningar fyrir greinina og svo verða ákveðnir vinnustaðasamning- ar innan greinarinnar. Sjómenn hafa ekki viljað laga sig að aðstæðum og gefið þetta frelsi til að gera vinnu- staðasamninga.“ Guðmundur sagði að ástæðan fyr- ir því að samningur Sólbaks væri ut- an við stéttarfélögin væri sú að þeim hafi verið neitað um að fara hina leið- ina. „Við margreyndum í sumar að ná samningum en það var aldrei hlustað á okkur.“ Guðmundur sagði mjög mikilvægt að koma afla Sólbaks í land sem allra fyrst. „Hingað koma menn að sunn- an og ætla að loka 120 manna vinnu- stað með þessum aðgerðum. Þetta er engin kjaradeila, heldur miklu frek- ar spurning um formsatriði og þá hvort hvíla eigi stálið í 30 tíma. Við höfum farið fram á það við lögreglu að bæði menn og bílar verði fjar- lægðir af bryggjunni. Við trúum á lög og rétt í þessu landi og teljum okkur í fullum rétti.“ Útgerðarfélagið Sólbakur ehf., sem gerir út Sólbak EA, er að fullu í eigu Brims en félagið er ekki aðili að LÍÚ og sjómenn sem starfa á skip- inu standa utan stéttarfélaga. Geng- ið var frá ráðningarsamningi við áhöfnina á dögunum og telja for- svarsmenn sjómanna samninginn ólöglegan. Lögreglan fylgdist með aðgerðum sjómannaforystunnar á bryggjunni í gær en aðhafðist ekkert, þar sem um vinnudeilu væri að ræða. Árni Bjarnason, forseti Far- manna- og fiskimannasambandsins, sagði að með þessari aðgerð væri verið að sýna á afgerandi hátt af- stöðu sjómannaforystunnar til þess sem gerst hefði með Sólbak og að það væri þeirra mat að um lögbrot væri að ræða. Þetta er tifandi tímasprengja „Atriði samningsins hafa verið birt á Netinu og þar eru fjölmargir þættir sem eru borðleggjandi þannig vaxnir að það er horfið mjög langt aftur í tímann. Þetta kemur aldrei til með að ganga upp og er bara tifandi tímasprengja. Ég tel mig þekkja það vel til sjómanna að vita að þeir hafa ekki nokkurn áhuga á því að eyða sínum frítíma eða inniverum í að semja við sinn útgerðarmann um kaup og kjör. Þeir vilja að stéttar- félögin geri það.“ Árni sagði að þetta væri vont mál og að öllum mögulegum ráðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að það þróaðist áfram. „Það eru ekki svo mjög margar vikur síðan Guðmund- ur Kristjánsson var í mínum huga ljósið í myrkrinu í þessum útgerð- arbransa. Mér fannst hann með ferskar hugmyndir en svo kemur bara í ljós að þarna fer úlfur í sauð- argæru og maður sem er virkilega varhugaverður í sjávarútveginum í dag,“ sagði Árni. Sævar Gunnarsson sagði að á meðan forsvarsmenn Brims yrðu ekki við þeim tilmælum að hætta að brjóta lög og samninga yrði staðin vakt á bryggjunni. Ísfisktogarinn Sólbakur EA kom til heimahafnar á Akureyri í gærdag Forysta sjómanna kom í veg fyrir löndun afla Morgunblaðið/Kristján Málin rædd Fulltrúar Brims, Sæmundur Friðriksson útgerðarstjóri, Guðmundur Kristjánsson forstjóri og Óttar Már Ingvason, ræða við Sævar Gunnarsson, formann Sjómannasambands Íslands, og Árna Bjarnason, forseta Far- manna- og fiskimannasambandsins, á löndunarbryggju Brims á Akureyri eftir að skipið lagðist að bryggju. INGÓLFUR Jónsson, kokkur á Sólbak EA, var ekki sáttur við aðgerðir sjómannaforyst- unnar. „Mér finnst þessar aðgerðir heimskulegar. Við hefðum ekki skrifað undir samninginn við útgerðina ef hann væri ekki í lagi,“ sagði hann, og var ekki sáttur við aðgerðir sjómannaforyst- unnar. „Sjómannaforystan hefur ekkert bakland í þessum að- gerðum, hvar eru allir sjó- mennirnir? Þeir átta sig ekkert á því, karlagreyin, fyrir hvað þeir standa og halda að félögin séu fyrir þá en ekki fyrir fólkið,“ sagði Ingólfur. „Forystan hefur ekkert bakland“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.