Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás 3. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i 14 ára.  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2 Frábær og eftirminnileg kvik- mynd eftir meistaraleikstjór- ann, Steven Spielberg. Með óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. Lífið er biðí i i Tom Hanks Catherine Zeta Jones TOM CRUISE JAMIE FOXX COLLATERAL Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat MBL Frábær ný mynd frá þeim sömu og framleiddu nóa albínóa í aðalhlutverkum eru Gary Lewis, Martin Compston og Guðrún Bjarnadóttir AKUREYRI Sýnd kl. 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. Ég heiti Alice og ég man allt KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. B.i. 16 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10.15.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. s t ri t J s Fór beint á toppinn í USA Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins.  Ó.H.T. Rás 2 KVIKMYNDIN World of Solitude eða Öræfakyrrð, eftir Pál Stein- grímsson var nýlega valin til verð- launa á kvikmyndahátíð í St. Péturs- borg í Rússlandi. „Green Vision“ (Græn sýn) hátíðin er helguð kvik- myndum um umhverfismál og var nú haldin í 9. sinn frá 21. september til 24. september síðastliðins. Til hátíðarinnar bárust meira en 350 kvikmyndir frá 29 þjóðlöndum. Dómnefnd, sem skipuð var fulltrúum úr ýmsum greinum lista og fræði- greina víða að úr Austur- og Vestur- Evrópu, veitti mynd Páls verðlaun fyrir „kjarkmikla kvikmyndagerð um umhverfismál“. Níu aðrar kvikmynd- ir fengu verðlaun í níu öðrum flokk- um. Sigur í fyrstu atrennu Þetta er fyrsta erlenda kvik- myndahátíðin sem World of Solitude er sýnd á. Hún hefur aðeins einu sinni verið sýnd hér á landi. Það var á kvikmyndahátíð Landverndar sem haldin var í Háskólabíói á uppstign- ingardag í vor er leið. Páll segir að því stefnt að senda myndina á eina stóra kvikmyndastefnu í Vestur- Evrópu og aðra vestanhafs. En um hvað er myndin? „Myndin fjallar um Vatnajökul, vatnasvið jökulsins og hugmyndir okkar um þjóðgarð sem næði frá strönd til strandar. Alls staðar þar sem hægt væri að koma því við og mannabyggð og mannvirki trufla ekki,“ sagði Páll í samtali við Morg- unblaðið í gær. Höfundur handrits og þulur World of Solitude er hinn þekkti sjónvarps- maður Magnús Magnússon. „Mér datt Magnús strax í hug sem sam- starfsmaður,“ segir Páll. „Í upphafi miðaði ég strax við erlendan markað. Myndin þurfti að vera á ensku fyrir norðanverða Evrópu og Skandinavíu. Ég var málkunnugur Magnúsi og vissi að ef hann fengist til að gera þetta þá værum við með úrtöku- sterkan mann. Hann er einn af sára- fáum, sem ég þekki, sem hefur svo sterka útgeislun. Ég efaðist ekki um að hann kæmi efninu vel til skila. Eft- ir að ég leitaði til hans hikaði hann um stund. En þegar hann var ákveð- inn í að vera með þá var hann óstöðv- andi. Kom hér með ritara og vann sleitulaust. Við þinguðum aftur og aftur um inntak myndarinnar. Það var mjög sterkt að hafa hann með í leiknum frá byrjun því hann mótaði söguna að hluta. Við vorum að mestu leyti búnir að taka myndirnar, en sagan mótaðist ekki fyrr en hann fór að taka viðtöl við viðmælendur í myndinni. Magnús er enginn ný- græðingur og á að baki gríðarlega fína sjónvarpsþætti hjá BBC, til dæmis um biblíuslóðir, víkingana og landafundi svo nokkuð sé nefnt.“ World of Solitude er 52 mínútna löng og gerð til sýningar í sjónvarpi. „Ég er búinn að bjóða bæði Rík- issjónvarpinu og Stöð 2 myndina. Ég veit ekki hvað stöðvarnar gera, en mér þykir það klént ef hún fæst ekki sýnd hér. Myndin er allt of góð til að enginn sjái hana hér heima.“ Ísaldarhesturinn, önnur kvikmynd úr smiðju Páls, hlaut einnig verðlaun á dögunum. Hún lenti í 3. sæti mynda um manninn og náttúruna á Matsalu- náttúrumyndahátíðinni í Eistlandi. „Þetta var dálítið skemmtileg við- bót við Ísaldarhestinn, því það hefur gengið gríðarlega vel að koma hon- um í umferð,“ segir Páll. „Að minnsta kosti tólf erlendar sjónvarpsstöðvar hafa sýnt Ísaldarhestinn til þessa. Ég hef ekki vitað til þess áður að tvær þýskar sjónvarpsstöðvar keyptu sömu mynd til sýningar. ARTE- sjónvarpsstöðin var með hana á besta útsendingartíma á jóladag í fyrra og NDR var með hana á dag- skrá nú í ágúst. Ísaldarhesturinn vann til fyrstu verðlauna á Wildlife Europe kvikmyndahátíðinni.“ Ný mynd um Kjarval Páll og samstarfsmenn hans í Kvik hf. er með mörg járn í eldinum. Í undirbúningi er mynd um undur vatnsins. Þá eru fjórar fuglasögur í vinnslu, um spóann, hrafninn, skarf- inn og rjúpuna. Myndirnar um spó- ann og hrafninn eru komnar vel á veg og er miðað við að ljúka þeim um mitt næsta ár og hinum tveimur ári síðar. „Ég er ekki einn í þessum slag. Frið- þjófur Helgason, tökumaður, hefur verið með mér í fimm ár. Það sam- starf hefur reynst mjög farsælt,“ sagði Páll. Nýjasta mynd Páls, Kjarval, verð- ur frumsýnd 15. október næstkom- andi fyrir þá sem að myndinni stóðu. Frumsýninguna ber upp á afmæl- isdag Jóhannesar Sveinssonar Kjar- val. Myndin fjallar um líf og list meistarans. Þetta verkefni hefur lengi blundað með Páli. Þegar hann var við nám í kvikmyndadeild New York-háskóla 1973 skrifaði hann handrit að myndinni. Páll segir að Kjarval hafi veitt sér, sem ungum myndlistarmanni, mikinn innblástur og verið mjög örvandi. „Þegar ég sýndi verk mín í fyrsta sinn utan Vestmannaeyja, í Boga- salnum, kom Kjarval seint um kvöld að skoða myndirnar. Ég var farinn heim en hann skrifaði mér strax um kvöldið. Ég hef aldrei gleymt því bréfi. Það hófst á orðunum: „Sko elsku drenginn… Kom seint í gær…“ Þessi upphafsorð eru mér enn í huga og fylgir þeim ákveðin ögrun. Verkin mín voru unnin úr jarðefnum, sandi og steinum, og meistarinn velti því fyrir sér hvernig hægt væri að varð- veita myndirnar. Fyrir mann sem var að stíga fyrstu skrefin var þetta mjög uppörvandi. Ég veit að hann var ekki að skálda þetta, honum þótti þetta skemmtilegt.“ Þrír þulir eru í myndinni, Thor Vil- hjálmsson, Guðjón Einarsson og Kristinn Sigmundsson, og lesa þeir texta myndarinnar til skiptis. Kvikmyndir | Páll Steingrímsson fær alþjóðleg verðlaun „Kjark- mikil kvik- mynda- gerð“ Ljósmynd/Friðþjófur Magnús Magnússon í myndinni World of Solitude, sem vann til verðlauna. Morgunblaðið/Þorkell Páll Steingrímsson kvikmynda- gerðarmaður. DAGSKRÁIN á tónlistarhátíð- inni Iceland Airwaves liggur nú fyrir. Íslenska rappsveitin Quar- ashi hefur bæst í hóp þeirra fjöl- mörgu erlendu og innlendu sveita sem troða upp á hátíðinni, sem fram fer dagana 20.–24. október. Quarashi spilar á Nasa á laug- ardagskvöldinu, þegar hátíðin nær hápunkti. Fram koma ásamt Quarashi hljómsveitirnar Ampop, Ske, Mugison, Unsound, The Bravery, Trabant og Gus Gus. Dagskrá Iceland Airwaves liggur fyrir í heild sinni á vef há- tíðarinnar en tónleikar verða haldnir víða í miðbæ Reykjavík- ur. Tónlist | Dagskrá Iceland Airwaves komin á Netið Quarashi bætist í hópinn Morgunblaðið/Árni Torfason Quarashi spilar á Nasa á tónlist- arhátíðinni Iceland Airwaves laugardagskvöldið 23. október. www.icelandairwaves.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.