Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 4
stofnunar Íslands og Umhverfis- stofnunar. Ráðherra gat þess einnig að samkvæmt fjárlögum og fjárauka- lögum yrði 3 milljónum kr. varið til rjúpnarannsókna á þessu ári og 4,4 milljónum á því næsta. STEFNT er að því að rjúpnaveiðar verði leyfðar á ný haustið 2005, eða ári fyrr en núgildandi rjúpnaveiði- bann rennur út. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra mun í haust leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýr- um með það að markmiði að styrkja stjórnun rjúpnaveiða. Ráðherra sagði á blaðamanna- fundi í gær að mikilvægt væri að tryggja sjálfbærar rjúpnaveiðar og að ekki þurfi að grípa aftur til tímabundinna friðunaraðgerða. Til að ná þessu fram hefur ráðherra falið rjúpnanefnd þeirri sem skipuð var í kjölfar veiðibannsins 2003, að semja fyrrnefnt frumvarp og á nefndin að skila tillögum af sér fyr- ir 15. nóvember 2005. Því er beint til nefndarinnar að hún skoði sér- staklega heimild til að banna sölu rjúpna og rjúpnaafurða, heimild til að kvótabinda veiðarnar, takmörk- un á notkun farartækja og hugs- anlegar breytingar á veiðitíma, þ.e. upphafi og endi hefðbundins veiði- tíma. „Ef ekkert óvænt kemur upp á, þá ætti að vera óhætt að leyfa veið- ar næsta haust með breyttu kerfi sem tryggir sjálfbærar veiðar á rjúpu,“ sagði Sigríður Anna. „Þetta er auðvitað aðalatriði málsins því það kerfi sem við höfum notað við veiðarnar hefur ekki komið í veg fyrir ofveiði þannig að það er alveg ljóst að það varð að grípa til að- gerða. Þótt skoðanir hafi verið skiptar um hvort grípa hafi átt til veiðibannsins, þá var það gert á sínum tíma og bannið tryggir að þeim vísindalegu rannsóknum sem farið hafa fram fái að ljúka.“ Sölubannið áhrifaríkt Sigríður Anna benti á að allir þeir sem hefðu fjallað um rjúpna- veiðar, hefðu bent á sölubann á rjúpu sem áhrifaríkustu aðgerðina til að takmarka veiðarnar. Hún sagði rjúpnaveiðibann for- vera síns umdeilt, en hins vegar væri algerlega ljóst að það er ekki ágreiningur um að þörf væri á að- gerðum. „Ég byggi ákvörðun mína á þessu og tel að hún leggi var- anlegan grunn að stjórnun rjúpna- veiða í framtíðinni og tryggi sjálf- bærar veiðar.“ Við ákvarðanir á framkvæmd rjúpnaveiða frá og með næsta hausti, að því gefnu að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi, verður stuðst við ráðgjöf Náttúrufræði- „Ég legg líka áherslu á að veiði- menn fari að reglum og skili inn veiðiskýrslum því það hlýtur að vera hagur allra sem hafa áhuga á þessum málum að skýrslurnar sýni þann raunveruleika sem menn lifa í.“ Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra vill leyfa rjúpnaveiðar næsta haust Mikilvægt að tryggja sjálfbærar veiðar rjúpu Morgunblaðið/Sverrir Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra ásamt Ingimar Sigurðs- syni skrifstofustjóra og Magnúsi Jóhannessyni ráðuneytisstjóra. 4 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EFTIR PER GUSTAVSSON MYNDABÓKÁRSINS SVONA GERA PRINSESSUR M Á T T U R IN N & D † R ‹ IN STÓRSKEMMTILEG OG FALLEG BÓK FYRIR PRINSESSUR OG PRINSA Á ALDRINUM 2-7 ÁRA „NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN er mjög sátt við þessar aðgerðir, enda eru þær í takt við þær tillögur sem við höfum gert á síðustu tveimur árum,“ segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Ís- lands, um ákvörðun umhverf- isráðherra um rjúpnaveiðar. „Það sem ég er ánægðastur með er stað- festing á því að það þarf að fara mjög varlega í nýtingu á þessum stofni. Ákvörðun ráðherra um veið- ar næsta haust er skilyrt með því að aflað verði lagaheimildar fyrir styrkari veiðistjórnun.“ Náttúrufræðistofnun lagði til ár- ið 2002 að rjúpnaveiðar yrðu minnkaðar um 50–70% og styttingu á veiðitíma auk sölubanns. Í kjölfar þess að Alþingi hafnaði tillögum um sölubann tók þáverandi umhverf- isráðherra, Siv Friðleifsdóttir, ákvörðun um þriggja ára friðun rjúpunnar. Jón Gunnar segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að þær rjúpnaveið- ar verði leyfðar sem eru með þeim hætti að þær tryggi áframhaldandi uppgang stofnsins. „Hugmyndir um sölubann, kvótabindingu, griðlönd og strangari veiðitíma eru þær hin- ar sömu og við höfum komið með á undanförnum árum og við getum því ekki verið annað en sáttir, því í rauninni er verið að flýta þeim að- gerðum sem við vorum að vonast eftir. Svo er bara að sjá hvort þetta nái fram að ganga á Alþingi.“ Í takt við til- lögur Náttúru- fræðistofnunar ÉG er mjög ánægð með að rjúpnaveiðar skuli ekki vera leyfðar í haust, heldur að banninu verði viðhaldið Mér sýnist að mínar upphaflegu tillögur séu að verða að veruleika þ.e. að veiðar hefjist ekki fyrr en þær verða sjálf- bærar og að þingið þurfi að setja ný lög til að hægt verði að koma veið- unum í sjálfbært horf,“ segir Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverf- isráðherra, sem setti á þriggja ára rjúpnaveiðibann í júlí 2003. Siv er ánægð með hugmyndir um sölubann á rjúpu, sem hún lagði til á sínum tíma en var hafnað af umhverfisnefnd Alþingis. Ánægð með ákvörðun ráðherra Morgunblaðið/RAX SAMRÁÐSHÓPUR um sam- ræmda vefmælingu á modernus- .is hefur birt athugasemd með vefmælingu á vísi.is, eftir að sá vefur og einkamal.is voru sam- einaðir. Við skoðun eftirlitsaðila með vefmælingunum, sem er Versl- unarráð Íslands, kom í ljós að mælikóði vísis.is var í síðustu viku einnig settur inn á einka- mal.is. Þetta hafði þau áhrif að flettingar á vísi.is jukust um 90% á einni viku og notendum fjölgaði um rúm 20%. Þegar vefslóðin einkamal.is var slegin inn, kom einnig upp nafn vísis, og gerir enn. Tilvik sem þetta hefur ekki komið upp áður og segir Jens Jensen hjá Modernus ehf., sem framkvæmir mælingarnar, að sameining þessara stóru vefja kalli á skýrari reglur. Samráðs- hópur um samræmda vefmæl- ingu kom saman í vikunni og ræddi um þær aðstæður sem skapast þegar tveir vefir samein- ast án þess að annar gefi frá sér eigið lén. Voru skiptar skoðanir um að kóði eins vefjar væri sett- ur á annan. Mun samráðshóp- urinn koma saman að nýju í þessari viku. Hvorki Modernus né Verslun- arráði var tilkynnt um eigna- breytingar hjá vísi.is og einka- málum.is og í athugasemd með mælingunni segir að tilkynning hefði verið eðlileg, sérstaklega í ljósi þess að hvor vefur fyrir sig hafi á einhverjum tímapunkti verið þátttakandi í samræmdri vefmælingu. Athugasemd með vefmælingu á vísi.is „ÉG byrjaði að lesa ellefu mínútur yfir ellefu og lauk sögunni 26 mín- útur yfir eitt um nóttina. Þannig að þetta eru 14 klukkutímar og 15 mín- útur,“ segir Jakob S. Jónsson, leik- húsmaður og verkefnisstjóri, sem búsettur er í Jönköping í Svíþjóð. Jakob gerði sér lítið fyrir og las alla Njálu á sænsku á borg- arbókasafninu í Jönköping á menn- ingardegi þar í borg sl. laugardag. Jakob segir þetta hafa komið til vegna spjalls sem hann hafi átt við borgarbókavörð í Jönköping í fyrra- vetur. Jakob segist hafa verið að kvarta yfir því að bókmenning og upplestur væri afþreying á und- anhaldi, borgarbókavörðurinn hafi því hvatt sig til þess að gera eitthvað til þess að bæta úr því. „Eftir smá vangaveltur varð það bara úr að taka lengstu og mögn- uðustu Íslendingasöguna sem til er, sjálfa Njálu, og lesa hana í einum rykk,“ segir Jakob og bætir við að lesturinn hafi átt sér stað á menn- ingardegi í Jönköping og hafi því átt vel við. Hann segist hafa lesið í um 25 mínútur í einu og tekið um 2–6 mínútna pásur á milli. Hann segir fólk hafa komið og farið á meðan lestrinum stóð, en einn áheyrandi sat allan tímann frá upphafi til enda að sögn Jakobs. Spurður um hvort þetta hafi verið gert áður segist hann ekki vita til þess að einn og sami maðurinn hafi lesið söguna í einum rykk. Þar sem hann náði ekki að gera Heims- metabók Guinness viðvart í tæka tíð fyrir lesturinn ætlar Jakob að leika leikinn aftur á sama stað að ári og stefna að því að fá afrekið skráð með löglegum hætti sem heimsmet. Las Njálu upp- hátt á 14 tímum LANDLÆKNIR telur ástæðu til þess að Landspítali – háskólasjúkrahús feli faglærðu starfsfólki aftur að sinna tilteknum verkefnum sem um áramót voru falin starfsmönnum sem ekki hafa menntun á heilbrigð- issviði. Þessi ákvörðun kemur í kjöl- far kæru Sjúkraliðafélags Íslands til embættisins. Eins og kom fram í Morg- unblaðinu á sunnudag laut kæran að breytingum á starfslýsingu fyrir ófaglært starfsfólk en Sjúkraliða- félagið taldi að með henni væri gengið inn á verksvið sjúkraliða. Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkr- unarfræðingur hjá Landlæknisemb- ættinu, segir að miðað við verklýs- ingu LSH séu nokkur störf sem embættið telji að heilbrigðisstarfs- fólk eigi með réttu að sinna en ekki ófaglært starfsfólk. Aðeins sé um ör- fá verkefni að ræða. Eitt þeirra felist í því að „svara bjöllum“, þ.e.a.s. svara aðstoðarbeiðnum frá sjúkling- um. Vilborg segir að rætt verði við stjórnendur kvennasviðs LSH um að verkin verði aftur falin fagfólki. Verk verði aftur falin fagfólki HVASSVIÐRI og sterkir svipti- vindar urðu til þess að tvær stúlkur, 10 og 11 ára gamlar, treystu sér ekki niður úr Hamri, fjalli fyrir ofan Hveragerði um hádegi í gær. Þær hringdu eftir aðstoð og sá Hjálparsveit skáta í Hveragerði um að koma þeim klakklaust nið- ur þar sem fjölskyldur þeirra biðu. Lárus Guðmundsson, formaður hjálparsveitarinnar, segir að stúlkurnar hafi ekki beinlínis verið í hættu en verið skelkaðar og kaldar. Þær hafi brugðist rétt við aðstæðum, hringt á aðstoð og síðan haldið kyrru fyrir. Björgunarsveitarmenn voru komnir á vettvang um fimm mín- útum eftir útkall. Þeir klifu um 200–300 metra að þeim stað sem stúlkurnar voru. Tvær ungar stúlkur í sjálfheldu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.