Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 41
EIN af þeim mörgu erlendu sveitum sem spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár er New York-sveitin The Bravery. Að öðrum ólöstuðum er sveitin ein af þeim mest spenn- andi á hátíðinni en hún hefur vakið athygli fyrir að spila rokk í anda The Rapture og Franz Ferdinand. Leiðtogi sveitarinnar er Brooklyn- búinn Sam Endicott, en hann syngur auk þess að spila á gítar og semja lög og texta. „Við hlökkum virkilega til. Enginn okkar hef- ur komið áður til Íslands og ég hef heyrt að það sé virkilega gaman á Íslandi og að það sé til mikið af góðum íslenskum hljómsveitum,“ segir Sam en hann er sérlega áhugasamur og spyr margra spurninga um land og þjóð. Hann lýsir yfir sérstökum áhuga á svartþungarokki og vill sjá slíka tónlist á Airwaves og því ekki ólíklegt að hann líti á tónleika hjá Sólstöfum. Spilað saman í innan við ár „Okkur finnst frábært að fá tækifæri til að spila víða um heim. Það er gaman að fá að skoða sig um í heiminum. Auk Íslands förum við til Amsterdam, Parísar og London og víðar á Eng- landi á næstunni,“ segir hann en sveitin hefur haft nóg að gera í spilamennsku. Hljómsveitin hefur spilað saman á tónleikum í innan við ár en hún hélt fyrstu tónleika sína í nóvemberlok á síðasta ári. Forsagan er sú að Sam og hljómborðsleikarinn John Conway gengu báðir í Vassar-háskóla í New York og voru saman í annarri hljómsveit á þeim tíma. Þá var Sam bassaleikari en hann langaði að gera nýja hluti og hætti í sveitinni. Sam og John fóru að semja lög og leika sér með þau. „Við gerðum þetta um tíma og komumst að því að þetta væri nokkuð gott og ákváðum að reyna að spila þetta á tónleikum,“ segir hann og fengu þeir til liðs við sig Michael Zakarin gítarleikara, Mike Hindert bassaleikara og Anthony Burulcich trommara. Rafrænt og lífrænt „Ég sem lögin á kassagítar og svo vinnum ég og John með þau og bætum við rafrænum þátt- um. Svo vinnum við með hljómsveitina alla til að Tónlist | New York-sveitin The Bravery spilar á Iceland Airwaves Hugrakkir dansrokkarar ingarun@mbl.is Hægt er að hlusta á þrjú lög með hljómsveit- inni á vefnum www.thebravery.com. koma með lífræna hlutann í tónlist- inni,“ segir Sam sem segist halda upp á hljómsveitir sem noti hefð- bundnar lagasmíðar eins og Bítl- ana, Rolling Stones, Ramones og Clash. „Við erum komnir með fastan aðdáendahóp í New York. Þegar við byrjuðum spiluðum við á öllum tónleikum sem við komumst yfir. Við spiluðum á al- gjörum skítabúll- um fyrir fimm manns og einn þeirra var bróðir einhvers og annar fyrrverandi kær- asta,“ segir Sam og bætir við að með sífelldri spilamennsku hafi hljómsveitin orðið betri og tónleikastaðirnir stækkað. Þar kom eitt atriði ekki síst til. „Við fengum umboðsmann, sem var vinur trommarans úr háskóla. Hann fékk þá hugmynd að spila oft á sama stað. Í maí spiluðum við á hverjum fimmtudegi á stað sem heitir Arlene’s Grocery í New York. Við settum upp plaköt út um allt og bjuggum til þriggja laga disk sem við létum fólk fá. Þarna fóru hlutirnir fyrst að gerast. Á fyrstu tónleikunum mættu ágætlega margir, það varð uppselt á öðrum tónleikunum og biðröð á þeim þriðju. Eftir það tóku margir eftir okkur.“ Stuttskífa í nóvember Nú ætlar The Bravery að endurtaka leikinn í London og spila einu sinni í viku í mánuð á tón- leikastaðnum Metro. „Við ætlum að flytja þang- að og vera duglegir í að kynna okkur,“ segir Sam og inn á milli spilar sveitin á öðrum stöðum í Bretlandi og í Evrópu. Þetta gerir sveitin til að kynna stuttskífu með þremur lögum, sem kem- ur út í nóvember og svo er breiðskífa langt komin og er væntanleg á næsta ári. Hugmyndin á bak við The Bravery er að „gera góða tónlist til að dansa við og tónlist sem er góð á tónleikum“. Sam segir að honum hafi fundist leiðinlegt að fara á klúbba og fundist vanta betri tónlist til að dansa við og ákveðið að búa hana til sjálfur. „Ég ólst upp við pönk- rokk og vil fá lifandi rokkfíling í tónlistina. Það er ekkert betra en að fara á rokk og ról tónleika. Við erum að reyna að gera hvort tveggja, dans og rokk,“ segir Sam en plötusnúðar spila tónlistina þeirra. The Bravery sinnir þeirri hlið með því að gera endurhljóðblandanir af lögunum og lengri útgáfur fyrir dansgólfið. The Bravery er New York-sveit og er nafnið tekið úr boðskap textanna. „Það sem lög- in fjalla um kemur frá New York. Ég skrifa lög, sem fjalla um að finnast maður týndur og óviss um stað sinn í heiminum og framtíðina. Lögin eru leið til að minna sjálfan mig á að gefast ekki upp og verða hræddur. Mér finnst eins og öllum sem ég þekki á þrítugsaldrinum líði svona. Maður hefur enga afsökun lengur.“ Hljómsveitin The Bravery spilar á Iceland Airwaves síðar í október. „Ég ólst upp við pönkrokk og vil fá lifandi rokk- fílíng í tónlistina. Það er ekkert betra en að fara á rokk og ról tónleika,“ segir söngvarinn Sam m.a. í viðtalinu. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 41 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.30 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl.8. ÁLFABAKKI Sýnd kl.10.15. B.i. 12 ára.  DV KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. AKUREYRI Sýnd kl. 8. Frá leikstóra The Princess Diaries og Pretty Woman JULIE ANDREWS ANNE HATHAWAYJ I Hún þarf að setja upp hringinn til að taka við rf ún a að tj se a u ri i tilh ng nn t iað aka v ð EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.20. Ástríða sem deyr aldrei  Ó.H.T. Rás 2 KRINGLAN Sýnd kl. 5.45 og 10.15. KRINGLAN Forsýning kl. 8. Sérstakt Yu Gi Oh! Safnkort fylgir með öllum miðum. 4 tegundir til að safna! Verður þetta síðasta einvígið? í i í i TOM CRUSE JAMIE FOXX Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat COLLATERAL Fór beint á toppinn í USA MILLA JOVOVICH Ég heiti Alice og ég man allt ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins. Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 6. MBL  H.J. KRINGLAN Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. LÉTTLEIKANDI OG FRÁBÆR NÝ RÓMANTÍSK GAMANMYND FRÁ FRAMLEIÐENDUM BRIDGET JONES DIARY, LOVE ACTUALLY OG NOTTING HILL. MEÐ PAUL BETTANY HINUM NÝJA HUGH GRANT OG KIRSTEN DUNST. tónlist þetta lengi segja þeir ekkert pláss hafa verið fyrir gamalt efni. Þeir hafi átt nóg af nýjum lögum, sem þeir sömdu saman, Hafþór og Har- aldur, á síðustu tveimur árum. „Við hættum eiginlega alveg í tón- list í tíu ár, hættum í það minnsta að semja. Spiluðum bara í brúðkaupum og einkasamkvæmum hjá vinum og vandamönnum,“ segir Hafþór. „En svo var það ekki lengur nóg og við vildum gera eitthvað af viti.“ Haraldur bætir við að þeir hafi ver- ið búnir að ganga með það í maganum í ein fimm, sex ár að gefa út plötu. Eftir að hafa aðstoðað Ívar Bjarklind og sveit hans MÍR við eftirfylgni plöt- ÞETTA nafn á sér í raun enga aðra merkingu en að það þýðir hávaði. Brak og brestir gætu verið önnur orð yfir rokk og ról,“ útskýrir Hafþór Ragnarsson söngvari hljómsveit- arinnar BRaK sem gaf út sína fyrstu plötu á dögunum. Platan heitir Silfurkoss og hefur að geyma tólf ný lög eftir þá Hafþór og Harald Gunnlaugsson. Tólf lög með íslenskum textum, melódísk, poppuð og dramatísk rokklög með svolítið blómakenndum hippískum und- irtónum, sem stundum minna á Spil- verk þjóðanna og Ný dönsk. Íslenskir textar íslenskumanna „Við leggjum mikið uppúr melódí- um og textagerðin býr yfir húmanísk- um anda,“ er útskýring þeirra BRaK- liða. „Það er kannski einhver ómeð- vitaður hippatendens þarna. Samlíkingin við íslensku sveitirnar svo ekkert skrítin því við erum á svip- uðu reki og strákarnir í Ný dönsk og höfum hlustað ofsalega mikið á Spilverkið í gegn- um tíðina,“ segir Hafþór. Það hafi þó verið markmið að herma ekki eft- ir neinum: „Við vildum gera plötu eftir okkar höfði.“ Hafþór og Haraldur eru æskuvinir, bekkjarfélagar úr Digranesskóla í Kópavogi, og hafa verið að garfa í tónlist allt síðan þá, sundur eða sama. Þeir hafa komið við í sögu ýmissa sveita, Haraldur m.a. í Tennessee Trans („Hipp Hopp Halli“) og Hafþór í Sonum Raspútíns en með Sonum Raspútíns vakti Hafþór fyrst athygli fyrir hálfum öðrum áratug eða svo í Söngkeppni framhaldsskólanna er þeir kepptu fyrir hönd MK og slógu í gegn með laginu „Fjötrar“. „Það var vissulega áhugi á því að gefa okkur út á sínum tíma en það strandaði á því að útgefendur vildu hafa okkur á ensku en við vildum syngja á ís- lensku,“ segir Hafþór um skamm- vinna frægð Raspútínssona. „Það hefur alltaf verið þannig með okkur báða. Við höfum alltaf viljað vera í sveitum sem syngja á ís- lensku,“ bætir Haraldur við. Úr MÍR í BRaK Þeir viðurkenna að með útkomu plötunnar sé að rætast langþráður draumur. „Það er óneitanlega eftirsjá að því að hafa ekki gert plötur með þessum sveitum sem við höfum starf- að með í gegnum tíðina. Það var kom- inn tími á að gera plötu.“ Þótt þeir séu búnir að bauka við unnar Tilraunaraunir árið 2002 hafi þeir svo loksins fengið sparkið í rassinn til að drífa í þessu, keyra í plötuna langþráðu. Uppúr því samstarfi varð til sveit- in BRaK sem fyrst um sinn var dúett þeirra Hafþórs og Haraldar, en er nú auk þeirra skipuð þeim Gísla Elíassyni á trommum, Dav- íð Atla Jones á bassa og Sævari Jökli Solheim hljómborðsleikara. „Það er erfiðara en and- skotinn að halda úti hljóm- sveit þannig að við end- uðum á því að gera plötuna tveir saman en erum nú orðnir að alvöru hljóm- sveit,“ segir Haraldur. „Það er skemmtilegt að spila í hljómsveit, svo lengi sem maður spil- ar ekki yfir sig,“ segir Hafþór. Kvintettinn BRaK mun halda út- gáfutónleika annað kvöld á Gauki á Stöng. Þar verður lögum samkvæmt keyrt í gegnum efnið á nýju plötunni en trúbadorinn Helgi Valur Ásgeirs- son leikur á undan, en hann sigraði trúbadorakeppni Rásar 2 á dögunum. Útgáfutónleikar BRaK eru á Gauki á Stöng fimmtudagskvöld. Hefjast kl. 22.00. Helgi Valur Ásgeirsson hitar upp. Miðaverð 500 kr. Hafsteinn og Hafþór BRaK-liðar ásamt ónefndum gangandi vegfaranda sem blæs til þeirra silfurkossi. Tónlist | BRaK gefur út plötu Brakandi Silfurkoss Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.