Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 11 ÚR VERINU HOFFELL SU frá Fáskrúðs- firði fékk sannkallaða demants- síld út af Austfjörðum í síðustu viku og hefur nú verið staðfest af þar var um að ræða síld af norsk-íslenskum stofni. Þetta mun vera í fyrsta sinn frá árinu 1967 sem síld af þessum stofni veiðist svo nærri landi á þess- um árstíma. Síldin sem Hoffellið veiddi þótti einkar feit og falleg og voru send sýnishorn til Haf- rannsóknastofnunarinnar. Þar hefur nú verið staðfest af um norsk-íslenska síld er að ræða. Hún hefur ekki veiðst hér við land síðan haustið 1967 en þá hrundi stofninn og náði sér ekki á strik aftur fyrr en um miðjan 9. áratuginn. Frá því að stofn- inn hrundi hefur síldin ekki gengið inn í íslenska lögsögu, heldur að mestu haldið sig inn- an norskrar lögsögu og ekki þurft að leita í vesturátt að Ís- landi eftir æti. Breytt göngumynstur Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur á Hafrannsókna- stofnuninni, segir að stofninn hafi ekki náð fyrri styrk en sé engu að síður nokkrar milljónir tonna. Hann hafi stækkað nokkuð á undanförnum árum og um leið komið sífellt vestar í ætisleit. Skip hafi orðið vör við norsk-íslenska síld við og rétt innan íslensku landhelginnar að vorlagi á undanförnum árum en síðan hafi hún gengið inn í Sval- barðasvæðið um mitt sumar og aftur að norðvesturhluta Nor- egs að hausti, hvar hún hefur jafnan haft vetursetu. „Göngu- mynstur norsk-íslensku síldar- innar hefur breyst nokkuð allra síðustu árin, skipin eru enn að veiða hana innan Síldarsmug- unnar og núna verður hennar vart á íslenska landgrunninu. Trúlega er ekki mikið magn þar á ferðinni en við höfum ekki séð norsk-íslenska síld á þessum slóðum í áratugi og þykir þetta því merkilegt.“ Hjálmar segir að eftir sé að kanna hversu mikið af síld sé þarna á ferðinni. Ef um umtals- angur til að kanna útbreiðslu norsk-íslensku síldarinnar fyrir Austfjörðum. Bæði hafrann- sóknaskip stofnunarinnar séu nú upptekin í togararallinu svo- kallaða og muni væntanlega fara yfir umrætt svæði. „Þetta eru þó merkileg tíðindi sem full ástæða er að fylgja eftir. Við munum að sjálfsögðu reyna að afla einhverra sýna,“ segir Jó- hann. Stygg og erfið Ekki var um mikinn afla að ræða, aðeins um 5 tonn, sem Hoffellið fékk í nót á Glettinga- nesgrunni. Að sögn Bergs Ein- arssonar skipstjóra sást meira til síldar af svæðinu en hún hafi verið stygg og því erfitt að ná í hana. Bergur telur að þótt þarna sé um lítið magn að ræða gæti það þó verið vísir að ein- hverju meira. „Við fengum síld í kolmunnatrollið í sumar og það var eitthvað af henni af norsk-íslenskum stofni. Það er því alveg ástæða til að ætla að þetta gæti orðið meira. Það er ekki laust við að menn fái nett- an fiðring í magann. Ekki að- eins væri það gaman ef síldin væri að veiðast hér út af Aust- fjörðum eins og hún gerði, held- ur yrði samningsstaða okkar líka mun betri.“ Bergur sagði brýnt að rann- saka frekar síldarmiðin fyrir austan og að það væri þá hlut- verk Hafrannsóknastofnunar- innar. vert magn sé að ræða gæti ver- ið komin upp sama staða og var hér á síldarárunum. Hjálmar segir samt enn of snemmt að segja nokkuð til um hvort nýtt síldarævintýri sé í uppsiglingu. Hann segir að fyrst þurfi að finna síldina og reyna að mæla hversu mikið er þarna á ferð- inni. Miðað við göngumynstur síldarinnar á síldarárunum ætti að vera tími allt fram í desem- ber til að gera mælingar. Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar- innar, segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort gerður verður út sérstakur leið- Norsk-íslensk síld veiddist við Glettinganes út af Austfjörðum Einkar feit og falleg Ljósmynd/Eiríkur Þ. Einarsson Jakob Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar- innar, Sveinn Sveinbjörnsson, Þorsteinn Sigurðsson og Guð- mundur Óskarsson fylgjast með þegar tekin eru sýni úr norsk- íslenskri síld sem veiddist út af Austfjörðum í síðustu viku. „ÞAÐ eru mjög merkileg tíðindi að síldin skuli láta á sér kræla við Ísland eftir 37 ára bið. Og þó að magnið sé ekki mikið þá er mjór mikils vísir. Við réttar um- hverfisaðstæður, þegar Íslands- straumurinn er veikur og sterkir ár- gangar í stofninum, gæti allt gerst á næstu fjórum til fimm árum,“ segir Jakob Jakobsson, fyrrum forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar og einn helsti síldarsérfræðingur þjóð- arinnar um árabil. Jakob segir að enn sé of snemmt að fullyrða um hvort norsk-íslenska síldin sé að taka upp gömul göngu- mynstur og hafi vetursetu hér við land en segir engu að síður nokkrar líkur á því. Hann segir það vera mik- ið hagsmunamál að fylgjast náið með hegðun síld- arinnar og hvetur til varkárni. „Ég er á þeirri skoðun að við ættum að fara varlega í að veiða mikið af þess- ari síld. Hún hefur nú rambað á leiðina milli Íslands og Noregs en eftir að stofninn hrundi hefur engin síld farið þessa leið fyrr en nú. Það eru dæmi um að þegar gönguvenjur byrja elti yngri síld þá eldri. Ef eitthvað af síldinni, sem nú er við Ísland, fer til Noregs og kem- ur síðan aftur til Íslands næsta sumar, þá er aldrei að vita nema hún dragi með sér meira af yngri síld. Grunnstefna Íslendinga hlýtur að vera sú að varlega verði farið í nýtingu á síldinni, á meðan hún er að ná fyrri hegðun.“ Á síldarárunum hélt norsk-íslenska síldin til við Ís- land í um 6 mánuði á ári, kom að Norðurlandi að vori eða snemmsumars en var við Austfirði á haustin og fram að eða yfir áramót þegar hún hélt aftur austur til Noregs. „Það var yfirleitt elsti hluti stofnsins sem kom lengst vestur, stærsta og besta síldin sem kölluð var Íslandssíld, verðmætasta saltsíldin í veröldinni,“ segir Jakob. Og hann viðurkennir að við þessi tíðindi hafi farið um sig gamall síldarfiðringur. „Þegar mest var veitt af síld við Ísland, á fyrri hluta 7. áratugarins, voru veidd hér við land hátt í 700 þúsund tonn af síld og uppistaðan í þeim afla var norsk-íslenska síldin. Eins er talið nokkuð víst að hún hafi verið mjög stór hluti af Norðurlandsveiðinni allt frá aldamótunum allt til ársins 1945. Það gæti því breytt miklu ef síldin færi að veiðast hér að nýju,“ segir Jakob. Ættum að fara varlega Jakob Jakobsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.