24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 1
24stundirþriðjudagur26. ágúst 2008161. tölublað 4. árgangur Myndlistarkonan Harpa Dögg Kjartansdóttir undirbýr fyrstu einkasýningu sína en þar endur- vinnur hún efni er hún klippir úr blöðum og bókum. Harpa Dögg FÓLK»38 Guðrún Jóhannsdóttir byrjaði að æfa skylmingar eftir að hafa slysast inn á námskeið með vinkonu sinni og hef- ur nú æft skylmingar í tíu ár, þar af fjögur ár með landsliði Kanada. Skylmingar í tíu ár HEILSA»24 Hugað að heilsunni »12 11 10 15 9 14 VEÐRIÐ Í DAG »2 Einar Örn Einarsson ferðaðist einn um Mið-Austurlönd og hefur aldrei fundist hann vera öruggari enda var honum iðulega boðið í te af ókunnugum. Aldrei öruggari »29 Ragnheiður Gröndal og hljómsveit Tómasar R. munu flytja lífsreynslu- ljóð með latínbíti á jazzhátíð Reykjavíkur en hátíðin er haldin í nítjánda sinn. Lífsreynsluljóð »26 Grímur Atlason ætlar að halda eina tónleika í viðbót, með uppáhalds- sveit sinni Tindersticks, áður en hann dregur sig í hlé frá tónleikahaldi. Grímur dregur sig í hlé »38 SÉRBLAÐ NEYTENDAVAKTIN »4 18% munur á Þykkmjólk Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Það er alveg ljóst að við treystum okkur ekki til að kaupa þennan hlut,“ segir Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), um hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja (HS), en stefna bæjarins á hendur OR vegna kaupanna verður dómtekin í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Þar er farið fram á að OR standi við gerðan samning og greiði bænum 7,7 milljarða króna auk dráttarvaxta fyrir 14,65 prósenta hlut bæjarins. Að sögn Stefáns Geirs Þórissonar, lögmanns Hafnar- fjarðar, eru dráttarvextirnir um 25 prósent, eða 5,2 milljónir á hvern dag. Hluturinn gjaldféll 10. mars síðastliðinn. Síðan eru liðnir 169 dagar og því eru drátt- arvextir þegar komnir í um 885 milljónir króna. Stefán á ekki von á að það takist að semja um niðurstöðu. „Ég hef ekki orðið var við neinar vísbendingar um sátt í málinu. Það standa allir fastir á sínu.“ Hjörleifur bendir á að þótt dráttarvextirnir séu vissulega orðnir háir hefði einnig verið mjög dýrt að taka erlent lán til að borga fyrir hlutinn. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafn- arfjarðar, segir bæinn ekki eiga annarra kosta völ en að stefna málinu til innheimtu. „Auðvit- að höfum við vænst þess að þeir gangi frá mál- inu með samkomulagi. Það væri meiri heiður að því. En það er erfitt að átta sig á hvað er að gerast í borginni. Maður veit aldrei við hvern maður á að ræða eða semja. Þetta eru auðvitað fjárhæðir sem við hefðum getað ávaxtað ef við hefðum fengið borgað á réttum tíma.“ Um milljarður í dráttarvexti  Dráttarvextir vegna kaupa Orkuveitunnar á hlut Hafnarfjarðar í HS orðnir 885 milljónir  OR treystir sér ekki til að ganga frá kaupunum  Málið fer fyrir dóm á fimmtudag ➤ Hafnarfjörður fékk hærra tilboð í hlutinn ásínum tíma frá Geysi Green Energy, en ákvað að selja OR. ➤ Áfrýjunarnefnd samkeppnismála vísaði frákröfu OR um að kaupin yrðu ógild. HLUTUR HAFNARFJARÐAR „Leiðinlegast var að við tókum flugvél til að vera fljótari, annars hefðum við tekið Norrænu til meginlandsins,“ segir Tina Kristín sem var stöðvuð á flugvellinum í Bonn því hún gat ekki sannað að hún bæri ábyrgð á bræðr- um sínum Nebo og Memo, á leiðinni til Krótatíu í frí, með German Wings. „Og svo sátum við bara föst í Bonn. Það var furðulegt að vera stöðvuð í Þýskalandi út af króatískum reglum sem enginn hafði sagt okkur frá. Flugvallarfólkið reyndi að hjálpa en það eina sem það gat boðið okkur var að skilja strákana eftir.“ Nýjar reglur settu fríið í uppnám 24stundir/Ómar„Hefði aldrei skilið bræður mína eftir eina á flugvelli“ »2 Í uppnámi Tina Kristín Smakovic, móðir hennar Darija Kospenda, og bræðurnir Nebo og Nemo. Heimsmarkaðsverð á bensíni og dísilolíu helst í hendur við verð á íslenskum bensíndælum. FÍB gagnrýnir álagningu olíufélaganna sem sögð er hafa snar- hækkað undanfarið. Bensínlítrinn fylgir fatinu »6 Steingrímur Hermannsson segir að skilyrði hafi ekki verið uppfyllt þeg- ar Umverfisstofnun veitti leyfi fyrir lagningu sæstrengs í friðlandinu við Surtsey. Stofnunin segir skilyrði uppfyllt. Segir skilyrði ekki uppfyllt »6 BILALAND.IS GRJÓTHÁLSI 1 & SÆVARHÖFÐA 2 FINNDU RÉTTA BÍLINN Á WWW.BILALAND.IS! Á nýja vefnum okkar, bilaland.is, geturðu fundið nákvæmlega þann bíl sem þú leitar að með einfaldri leit. Þú gramsar og rótar og færð allar upplýsingar um hvern bíl og skoðar fjölda mynda áður en þú kemur á staðinn - þannig verða bílakaupin miklu markvissari. JAZZINN Í BORGINNI! 26.-30. ÁGÚST 24stundirÞRIÐJUDAGUR-26. ÁGÚST 2008 17Kári Steinn Karlsson hleypur fyrir hinn virtaKaliforníuháskóla í Berkely en þar hlaut hannstyrk og nemur verkfræði. „Ég er í rauninnibara að læra og æfa allan daginn. Mérbauðst fullur styrkur en ég ákvað að takaminni styrk og setja frekar full-an kraft í námið.“ Fékk styrk í háskóla »20 Um 25 prósent Íslendinga fá kvíðaröskuneinhvern tíma á ævinni, að sögn SigurbjargarLúðvíksdóttur sálfræðings. Kvíðinn geturfarið að stjórna gjörðum fólks og haft áhrifá þau framtíðarplön sem hafa verið gerðen algengasta kvíðaröskuniner félagsfælni. Kvíðinn stjórnar lífinu »22 Það er ávísun á álagsmeiðsl að ætla sérof mikið í líkamsrækt, að sögn RóbertsMagnússonar, sjúkraþjálfara hjá Atlasendurhæfingu. Sé of mikið lagt á líkam-ann á skömmum tíma geta komið uppálagsmeiðsl því líkaminnræður ekki við álagið. Of mikið álag »23 24stundir/hag HEILSA AUGLYSINGAR@24STUNDIR.IS Listhúsinu LaugardalReykjavík Sími: 581 2233 Óseyri 2 Akureyri Sími 461 1150 Bjóðum 6 mánaða vaxtalausa raðgreiðslusamninga SUMAR TILBOÐ Ný

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.