24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir Eftir Kristínu Ýri Gunnarsdóttur kristing@24stundir.is „Ef fólk hefur verið með stöðugar áhyggjur í sex mánuði eða meira þá ætti það að athuga hvort um kvíðaröskun sé að ræða. Það er ekki nóg að finna fyrir kvíðanum í viku,“ segir Sigurbjörg Lúðvíks- dóttir, sálfræðingur hjá Kvíða- meðferðarstöðinni. „Sé kvíðinn farinn að trufla daglegar venjur og viðkomandi á erfitt með að fara út í búð eða í veislur er þetta orðið vandamál. Oft getur kvíðinn farið að stjórna því sem fólk tekur sér fyrir hendur og komið í veg fyrir að viðkomandi fari t.d. í skóla vegna hræðslu.“ Kvíðinn er mismunandi Ýmsar kvíðaraskanir eru til og má þar meðal annars nefna fé- lagsfælni, ofsakvíða og almenna kvíðaröskun. Algengasta kvíða- röskunin er félagsfælni og má ætla að 10 til 13 prósent fólks fái hana einhvern tímann á ævinni. „Fé- lagsfælni lýsir sér þannig að við- komandi á erfitt með að fara meðal fólks og inn í ýmsar aðstæður þar sem fjölmenni gæti verið. Algeng- ast er að eiga erfitt með að tala fyr- ir framan aðra. Annað hvort slepp- ir fólk því að vera innan um aðra eða dregur sig alveg í hlé, talar lítið sem ekkert og fer með veggjum,“ segir Sigurbjörg. Erfðir geta spilað inn í Sigurbjörg segir að það sé mis- jafnt hverjir greinist með kvíða, hjá sumum er þetta áunnið en ein- hverjar erfðir geta verið í þessu. Eins er misjafnt hvernig fólk bregst við hinum almenna kvíða. „Kvíði getur komið í kjölfar ein- eltis eða eftir að fólk hefur lent í áfalli. Umhverfið hefur mikið um þetta að segja.“ Meðferðarúrræði „Við vinnum mest með hug- ræna atferlismeðferð þar sem við skoðum þættina sem viðhalda vandanum og kennum nýjar leiðir. Læra þarf að horfast í augu við ótt- ann.“ Sigurbjörg segir að ekki sé ein leið sem henti öllum til að takast á við félagsfælni en það virkar vel að vinna í hópum. „Hópavinnan gef- ur betra tækifæri til að setja upp aðstæður og fólk tekst á við kvíð- ann með því að mæta í hópana. Sumir hafa sig ekki út úr húsi en finna fyrir stuðningi í hópavinnu. Fólk með félagsfælni leitar sér oft ekki aðstoðar fyrr en þunglyndi er farið að spila inn í og depurð farin að ná yfirhöndinni. Það er einnig algengt að leitað sé í áfengi eða vímuefni til að safna kjarki og fara út úr húsi.“ 24stundir/hag Félagsfælni er algengasta kvíðaröskunin hjá Kvíðameðferðarstöðinni Kvíðaröskun truflar daglegar venjur ➤ Kvíðameðferðarstöðin varstofnuð í maí árið 2007. ➤ Hún var opnuð formlegaföstudaginn 29. febrúar 2008. ➤ Kvíðameðferðarstöðin erfyrsta sálfræðistofan hér- lendis af þessu tagi þar sem áhersla er lögð á rannsóknir og meðferð við kvíða og skyldum vandkvæðum. KVÍÐAMEÐFERÐARSTÖÐIN25 prósent Íslendinga fá kvíðaröskun einhvern tímann á ævinni. Algeng- asta röskunin er fé- lagsfælni. Kvíðinn getur farið að stjórna gjörðum fólks og haft áhrif á þau framtíðarplön sem hafa verið gerð. Kvíðaröskun Sigurbjörg Lúðvíksdóttir vinnur á kvíða- meðferðarstöðinni Guð er máttugri en læknavís- indin, að mati rúmlega helmings Bandaríkjamanna samkvæmt ný- legri rannsókn vísindamanna þar í landi. Um 57 prósent þátttakenda í rannsókninni sögðust trúa því að Guð gæti læknað dauðvona sjúk- linga jafnvel þótt læknar hefðu úr- skurðað að útilokað væri að áframhaldandi meðferð bæri ár- angur. Þá töldu um 75 prósent að dauðvona sjúklingar og aðstand- endur þeirra ættu að hafa rétt á að fara fram á slíka meðferð. Af þeim læknum og öðrum heilbrigð- isstarfsmönnum sem tóku þátt í könnuninni sögðust tæplega 20 prósent telja að Guð gæti mögu- lega læknað dauðvona fólk sem læknavísindin gætu ekki komið til bjargar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að ljóst væri að læknar þyrftu að hafa þetta í huga þegar kæmi að því að tilkynna sjúkling- um og aðstandendum þeirra að engin leið væri fyrir þá að ná bata. Til þess að koma fólki í skilning um að áframhaldandi meðferð væri gagnslaus dygði því ekki alltaf að segja einfaldlega að fólk sem tryði á kraftaverk hefði rangt fyrir sér. Þvert á móti þyrftu læknar að leitast við að vinna sér inn traust fólks og koma því til leiðar að þeir vildu óska þess að kraftaverk gæti bjargað sjúklingnum, en að slíkt ætti því miður ekki eftir að gerast á þessari stundu fyrir þennan til- tekna sjúkling. Engin ástæða væri þó til að draga á langinn að koma fólki í skilning um alvöru ástands- ins eða koma að öðru leyti öðruvísi fram við þá sem tryðu á kraftaverk heldur en þá sem gerðu það ekki. Margir Bandaríkjamenn trúa á kraftaverk Telja Guð máttugri en lækna Polarolje Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarma starfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verlsun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, og Melabúð Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Fiskbúðinni Trönuhrauni

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.