24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir Undanfarna mánuði hafa gífur- legar hækkanir orðið á eldsneytis- verði, eins og flestir ökumenn hafa orðið varir við. Á myndinni hér til hliðar má sjá hvernig hækkanir á heimsmarkaði og útsöluverð hér heima hafa haldist í hendur. Myndin byggist á tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. „Þetta sýnir þróun á milli inn- kaupaverðs og útsöluverðs, en sýn- ir ekki beint álagninguna,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB. Lítraverð á heimsmark- aði er gengisleiðrétt miðað við hvern dag og borið saman við út- söluverð hvers tíma – en hvorug upphæðin er færð til núvirðis. „Við höfum verið að benda á – sem olíufélögin hafa líka viður- kennt – að álagning hefur aukist í sumar. Hún lækkaði hlutfallslega á vormánuðum en snarhækkaði í sumar. Við höfum verið að bíða eftir frekari lækkunum.“ Runólfur segir þær ástæður sem gefnar hafa verið fyrir hækkunum olíufélaganna hér heima og tregðu þeirra til að lækka verð í takt við lækkanir á heimsmarkaði duga skammt. „Við teljum ekki boðlega skýr- ingu að vegna aukins kostnaðar verði menn að auka álagningu. Það geta menn ekki gert í öðrum rekstri.“ andresingi@24stundir.is Útsöluverð eldsneytis helst í hendur við innkaupaverð á heimsmarkaði Álagningin við dæluna hækkar stöðugt 24stundir/bms Verðþróun á bensíni og dísilolíu 80 70 60 50 40 30 20 Ja n. 07 Fe b. 07 M ar .0 7 Ap r. 07 M aí .0 7 Jú n. 07 Jú l. 07 Ág ú. 07 Se p. 07 Ok t. 07 Nó v. 07 De s. 07 Ja n. 08 Fe b. 08 M ar .0 8 Ap r. 08 M aí .0 8 Jú n. 08 Jú l. 08 Ág ú. 08 195 185 175 165 155 145 135 125 115 105 Innkaup bensín Innkaup dísilolía Bensín - sjálfsafgr. Dísil - sjálfsafgr. Skalinn vinstra megin sýnir innkaupsverð í krónum á lítra, en sá hægri sýnir verð á dælu. Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Steingrímur Hermannsson, for- maður Surtseyjarfélagsins, segir að formleg skilyrði hafi ekki verið uppfyllt þegar Umhverfisstofnun veitti undanþágu fyrir lagningu sæstrengs í gegnum friðlandið við Surtsey. Sigrún Ágústsdóttir, sviðs- stjóri laga og stjórnsýslu hjá Um- hverfisstofnun, segir að skilyrðin hafi verið uppfyllt. Í reglugerð umhverfisráðherra um friðlandið í og við Surtsey seg- ir: „Mannvirkjagerð, jarðrask, efn- istaka og aðrar breytingar á landi og hafsbotni innan friðlandsins eru óheimilar nemi komi til leyfi Um- hverfisstofnunar og sveitarstjórnar Vestmannaeyjabæjar að fenginni umsögn Surtseyjarfélagsins.“ Umsögn sögð fullnægjandi Sigrún segir að umsögn Surts- eyjarfélagins hafi komið símleiðis frá Steingrími og að hún hafi verið á þá leið að hann hafi tekið undir umsögn ráðgjafarnefndar um mál- efni Surtseyjar, en þar var lagst al- farið gegn framkvæmdinni. Engin skrifleg gögn eru þó til sem stað- festa það. „Það stendur ekki í frið- lýsingunni að þessi umsögn þurfi að vera skrifleg. En það þarf að vera umsögn þannig að það var ekki hægt að ganga frá þessu leyfi fyrr en þessi umsögn kom fram,“ segir Sigrún aðspurð hvort umsögn í gegnum síma sé fullnægjandi. Steingrímur segir að umsögn Surtseyjarfélagsins hafi aldrei verið lögð fram sem slík. „Ég staðfesti að okkar afstaða væri samhljóma um- sögn ráðgjafarnefndarinnar. En það er ekki fullnægjandi þegar litið er á reglugerðina,“ segir hann. Rannsóknarskylda stjórnvalda Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við Háskóla Ís- lands, segir að á grundvelli stjórn- sýslulaga beri stjórnvöld almennt sjálfstæða rannsóknarskyldu. „Þau þurfa að tryggja að fullnægjandi umsagnir berist og eins að um- sagnir séu fullnægjandi. Þau þurfa sjálf að gæta að því að umsögnin sé fullnægjandi, bæði hvað varðar form og efni,“ segir hann en tekur fram að hann þekki ekki nægjan- lega til þessa máls og geti því ekki sagt til um það hvort skilyrði reglu- gerðarinnar hafi verið uppfyllt. Deilt um lögmæti leyfisveitingar  Formaður Surtseyjarfélagsins segir að skilyrði fyrir leyfi fyrir lagningu sæstrengs hafi ekki verið uppfyllt  Umhverfisstofnun er ósammála og segir þau hafa verið uppfyllt Sætrengur lagður Sæstrengur var lagður við Surtsey fyrir tveim vikum. ➤ Umhverfisstofnun veittihinn 8. ágúst síðastliðinn leyfi fyrir því að Farice legði tvo sæstrengi í gegnum friðlandið við Surtsey. ➤ Surtsey var tekin á heims-minjaskrá UNESCO 8. júlí síðastliðinn. Álit UNESCO á framkvæmdinni liggur ekki enn fyrir. SÆTRENGUR Í FRIÐLANDI „Við leggjum áherslu á að ná samningum áður en til verkfalla kemur,“ segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. „Það er alveg ljóst að ljósmæður eru á einu máli um að krefjast launaleiðréttingar, enda samþykktu 99% þeirra er kusu boðaðar verk- fallsaðgerðir,“ segir hún en tekur fram að aðgerðirnar endi með ótímabundnu verkfalli í lok septem- ber. „Okkur er alvara, við viljum af- stýra vandamálinu til framtíðar með því að leiðrétta laun ljósmæðra og það ætlum við okkur að gera,“ segir Guðlaug en tekur fram að vilji sé að skrifa undir samning sem flest félög innan BHM hafa nú þegar sam- þykkt um 20.300,- króna hækkun allra grunnlauna. Fjöldapóstur gekk manna á milli í júní til að vekja at- hygli á stöðu ljósmæðra og kom stuðningsfólk saman í kjölfarið við Stjórnarráð Ísland þar sem ríkis- stjórnin fundaði. Kennarasamband Íslands, Læknafélagið og hjúkrunar- fræðingar hafa einnig lýst yfir stuðningi við ljósmæður.áb Kjaranefnd ljósmæðra fundar með ríkissáttasemjara Alvarleg staða ef ekki semst Ljósmæður Boða til verkfalla ef ekki semst. Lögreglan rannsakar enn stórfellt smygl á hassi sem fannst í Norrænu við komu til Seyðisfjarðar 10. júní síð- astliðinn. Að Sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yf- irlögregluþjóns rannsókn- ardeildar, er meðal annars beðið eftir gögnum erlendis frá og erfitt er að svara til um hvenær takist að ljúka rannsókn. Tveir menn sitja í gæslu- varðhaldi vegna málsins, Ís- lendingur og sjötugur Hol- lendingur. Gæsluvarðhaldið rennur út 3. september næstkomandi. fr Hasshlass í rannsókn Beðið eftir gögnum tækni SÍÐUMÚLA 37 SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS F A R T Ö L V U R SvarLán er greiðsludreifing sem viðskiptavinum Svar tækni býðst til allt að 59 mánaða á kreditkort eða 36 mánaða á kennitölu. Mánaðargreiðslur eru frá 2.124 kr á mánuði!

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.