24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir Fyrir 30 árum átti ég þess kost að ganga í skóla í Svíþjóð og þótt ekki væri nema í tvo mánuði var það merkileg reynsla. Fyrir það fyrsta var skóladagurinn samfelldur. Allir fengu heitan mat í hádeginu og eru hrökkbrauð, kjötbolllur og týtu- berjasulta ofarlega í minningunni. Lítið var um heimanám og ég kunni því mjög vel því þótt mér hafi alltaf þótt gaman í skólanum leiddist mér ótrúlega að draga bæk- urnar upp að nýju þegar heim var komið. Skóladagurinn í Svíþjóð var aðeins lengri en tíðkaðist hér heima sem gæti verið ástæða þess hve lítil áhersla var lögð á heimanám. Verk- efnin voru einfaldlega kláruð í skól- anum. Fyrir vikið þurfti ég ekki að burðast með þunga skólatösku fram og til baka. Allar bækur, öll verkefni og ritföng voru geymd í skólanum nema í einstaka tilfellum þegar ég fékk heimaverkefni. Á föstudaginn sl. las ég hér í 24 stundum pistil Þóru Þórarinsdótt- ur um töskuburð íslenskra skóla- barna. Ég er henni svo hjartanlega sammála í öllu sem hún segir. Ég hef í gegnum árin furðað mig á þeim ótrúlega töskuburði sem við- gengst á Íslandi. Undanfarið hefur mátt lesa í fjölmiðlum viðtöl við iðjuþjálfa sem útskýra fyrir okkur hvernig töskur sé best að kaupa, hversu mikilvægt það sé að stilla þær rétt, hvernig raða eigi í þær til að minnka álagið á bakið og þar fram eftir götunum. Börnin eru þó ekki að leggja af stað í fjallgöngu eða neitt slíkt, þau eru einfaldlega að hefja skólagöngu að hausti. Í grunnskóla dóttur minnar hafa eldri bekkirnir ekki sínar eigin stof- ur. Þau fara því á milli tíma með allar bækur, pennaveski, nesti, íþróttadót og hvað þau annars hafa með sér í skólann. Þar sem fyrir- komulagið er með þessum hætti hafa foreldar stungið upp á því að settir verði upp læstir skápar þar sem börnin geta geymt dótið sitt. Slík ákvörðun vefst fyrir mönnun. Það er jú ekki gert ráð fyrir skápum í hönnun skólans (sem er nýr) og því erfitt að finna pláss fyrir þá og svo kosta þeir auðvitað pening. Ég get vart ímyndað mér hvernig það væri ef ég ætti engan fastan samastað í vinnunni, hefði ekkert skrifborð og þyrfti að fara á milli skrifstofa allt eftir því hvaða verk- efni ég væri að sinna. Ég myndi dröslast með öll gögnin sem til- heyra starfinu fram og aftur um vinnustaðinn og síðan heim að vinnu lokinni. Ég myndi auðvitað aldrei taka slíkt í mál og myndi svo sannarlega berja í borðið og krefjast viðunandi aðstöðu. Ég hlýt því að spyrja mig af hverju ég ber ekki fastar í borðið þegar hagsmunir dóttur minnar eru annars vegar. Höfundur er móðir tveggja grunnskóla- barna og stjórnarmaður í samtökunum Heimili og skóla Að berja í borðið fyrir barnið sitt UMRÆÐAN aBrynhildur Pétursdóttir Ég get vart ímyndað mér hvernig það væri ef ég ætti engan fastan sama- stað í vinnunni, hefði ekkert skrifborð og þyrfti að fara á milli skrifstofa allt eftir því hvaða verkefni ég væri að sinna. Með skólatöskur „Börnin eru þó ekki að leggja af stað í fjallgöngu eða neitt slíkt, þau eru einfaldlega að hefja skólagöngu að hausti.“ Ráðherrar ríkisstjórnar Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks hafa í löngu máli skýrt frá efnahagsráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar þegar þeir hafa verið krafðir skýringa á því hvers vegna stjórnvöld láta reka á reiðanum og gera helst ekki neitt. Í stuttu máli felast svokallaðar aðgerðir í því að halda áfram að bjóða almenningi og atvinnulífinu upp á hæstu mögulega vexti og síðan á að slá lán í útlöndum. Lán- takan á að geta farið fram í gegn- um norræna seðlabanka annars vegar og hins vegar aðra þegar ein- hver fæst til að lána ríkissjóði á viðunandi kjörum. Fleiri minni molar hafa fylgt í svokölluðum efnahagsaðgerðum, s.s. að afnema einhvern hluta af stimpilgjöldum og bæta fjarskiptasamband en ef- laust er átt við bætt GSM-sam- band. Ekki ber á neinum tilburðum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar til að spara eða þá að afla aukins erlends gjaldeyris. Ut- anríkisþjónustan er þanin út ómarkvisst í allar áttir án mikilla skýringa á því hvaða tilgangi brölt- ið og útgjöldin þjóna. Það að skoða allar leiðir til þess að afla aukins gjaldeyris í efna- hagsþrengingunum er ekki á dag- skrá ríkisstjórnarinnar. Það sem liggur beinast við að fiskveiðiþjóð- in reyni að gera betur er að ná fleiri þorskum í land. Við það eitt að gera hlé á niðurskurði á þorskveið- um fengi þjóðarbúið um 50 millj- arða króna, þ.e. ef veiðin yrði auk- in í helming þess sem veiðin var að jafnaði áður en lagt var í sérkenni- lega uppbyggingu á þorskveiðum með illræmdu kvótakerfi. Það yrði gríðarleg innspýting fyrir efnahag landsins og er upphæðin tvöfalt hærri en öll stóru álver landsins skila í aðra hönd innlendum fram- leiðsluþáttum. Við auknar þorsk- veiðar þyrfti ekki að fara í mikinn stofnkostnað, skipin eru klár og sömuleiðis fiskvinnslurnar, og veiðar yrðu hagstæðari þar sem sjómenn þyrftu ekki að miða veið- ar við það að vera á sífelldum flótta undan því að veiða þorsk. Það eru fjölmörg rök fyrir því að rétt sé að auka þorskveiðar, s.s. að reynsla fyrri ára á Íslandsmiðum sýnir að þegar rækilega var veitt umfram ráðgjöf reiknifiskifræði sem stjórn- völd fylgja í blindni stækkaði stofninn. Það hafði ekki afdrifarík áhrif á þorskstofninn heldur varð það frekar til þess að í kjölfar mik- illar umframveiði hafði verið ráð- lagt að bæta í veiðar næsta árs. Sömu sögu er að segja af veiðum langt umfram ráðgjöf reiknifiski- fræðinga á nálægum hafsvæðum, s.s. í Barentshafinu og við Færeyj- ar. Reynsla umliðinna ára sýnir svo að ekki verður um villst að núver- andi stefna hefur engu skilað á Ís- landsmiðum. Þorskveiðar eru við sögulegt lágmark. Hvergi í heim- inum hefur verið sýnt fram á að aðferðir reiknifiskifræðinga hafi skilað nokkrum árangri, þ.e. að veiða minna til að veiða meira seinna enda stangast aðferðin á við viðtekna vistfræði. Þeir háu herrar og þær háu frúr sem stjórna landinu um þessar mundir hafa lítinn skilning á því að illa hlýtur að ganga að fjölga hægvaxta þorski sem hefur greini- lega minna æti en fyrri kynslóðir. Það er haldið áfram með sömu gömlu aðferðirnar, þ.e. að veiða minna til að veiða meira seinna rétt eins og haldið er áfram með sömu gömlu peningastefnuna þó svo að hún skili ekki neinu nema meiri verðbólgu. Forsætisráðherra sem sér þá einu lausn að taka lán og helst nógu stór ætti að pæla í því að taka lánið hjá lífríkinu, þótt ekki væri nema fyrir það að erfiðlega hefur gengið að ná í lánið stóra sem redda átti hlutunum. Öll rök hníga að því að þeim mun stærra lán sem tekið er hjá líf- ríkinu þeim mun meira ætti vöxtur höfuðstólsins sem eftir stendur að örvast. Höfundur er líffræðingur Afla eða slá lán UMRÆÐAN aSigurjón Þórð-arsonReynsla um- liðinna ára sýnir svo að ekki verður um villst að núverandi stefna hefur engu skilað á Íslands- miðum. Þorskveiðar eru við sögulegt lágmark. ÞRIÐJUDAGUR 26.ÁGÚST • KL 18 Vonarsalur Efstaleiti – Agnar Már og tríó í tónleikahljóðritun Kr2200 Agnar vakti verðskuldaða athygli fyrir síðasta geisladisk sinn Láð og auk þess að fylla húsið á síðustu Jazzhátíð Reykjavíkur vann hann einnig verðlaun fyrir bestu tónsmíð á Íslensku tónlistarverðlaununum. Nú tekur hann upp þráðinn frá fyrstu sólóplötu sinni 01 og hljóðritar með sama mannskap, Bill Stewart á trommur og Ben Street á kontrabassa. • KL 20 Setning Jazzhátíðar í Iðnó Frítt – Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. • KL 21 Iðnó – K tríó. Kristján Martinsson píanó, Pétur Sigurðsson bassi, Magnús Trygvason Elíassen trommur Kr1500 K tríóið er skipað efnilegustu jazzleikurum landsins, en þeir eru allir nýútskrifaðir úrTónlistarskóla FÍH og jafnframt meðal eftirsóttustu hljóðfæraleikara landsins. Kristján hefur einnig stundað nám í Svíþjóð og þeir félagar munu halda uppi merkjum Íslands áYoung Nordic Jazz Comets í Kaupmannahöfn í haust. • KL 22 Vonarsalur Efstaleiti – Agnar Már og tríó í tónleikahljóðritun Kr2200 • KL 23 Bítbox á Glaumbar – Pönkrokklúðrasveit íslenska lýðveldisins Frítt Kári Hólmar Ragnarsson: Básúna, Leifur Jónsson: Básúna, Sturlaugur Jón Björnsson: Alt horn, Ívar Guðmundsson: Trompet, Jóhannes Þorleiksson:Trompet, MagnúsTrygvason Eliassen:Trommur Bítbox á Glaumbar er heimavöllur fyrir ýmiskonar bíttónlist sem starfræktur hefur verið í sumar undir handleiðslu Samma úr Jagúar. BítBoxinu er ætlað að verða heimavöllur fyrir ýmiskonar bíttónlist. Með bíttónlist er átt við Funk, Soul, Reggí, Jazz, Disko, Afro, Latin, hip hop og aðra góða Groove tónlist. DAGSKRÁIN Í DAG GLEÐILEGA JAZZHÁTÍÐ N O R R Æ N A H Ú S I Ð V O N A R S A L U R IÐ N Ó F R ÍK IR K J A N H Á S K Ó L A B ÍÓ N A S A F R ÍK IR K J A N G L A U M B A R V O N A R S A L U R IN G Ó L F S N A U S T H Á S K Ó L A B ÍÓ REYKJAVÍK w w w. m idi .is G L A U M B A R PO RT hö nn un

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.