24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 3

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 3
– bankinn þinn ... saman! 24stundir ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 3 Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is „Við erum búin að tilkynna þetta til skattstjóra því samkvæmt okkar heimildum eru starfsstúlkur veit- ingahússins ekki með skattkort og þar af leiðandi um svarta vinnu að ræða,“ segir Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs á Austur- landi, um þýskar stúlkur sem vinna á veitingahúsi á Breiðdalsvík. „Veitingahúsin í kring eru að keppa við ósanngjarna sam- keppni,“ segir Sverrir og bætir við að yfirvöld á svæðinu hafi ekkert gert í málinu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar félagsins. „Við teljum ástandið alvarlegt, starfsstúlkurnar greiða ekki skatt og njóta því ekki þeirrar trygginga- verndar sem atvinnurekendum ber lögboðin skylda til að veita starfs- fólki sínu,“ segir Sverrir. Vinna alla daga vikunnar AFLi starfsgreinafélagi barst ábending um að veitingastaðurinn væri rekinn með vinnuafli fimm þýskra stúlkna er vinna fullan vinnudag alla daga vikunnar og þiggja 80.000 kr. mánaðarlaun auk fæðis og húsnæðis. „Stúlkurnar greiða sjálfar fyrir farmiða sína til landsins og frá en virðast vera skráðar inn til landsins sem ferðamenn,“ segir Sverrir. „Eigendurnir ráða krakkana, auglýsa stöðurnar sem skemmtileg sumarstörf,“ segir hann en bætir við að hugmyndafræðinni svipi til léttra sumarstarfa í framandi landi fyrir ungt fólk. „En sú er ekki raun- in í þessu tilfelli, það sama er að gerast á sveitabæjum, krakkarnir enda sem kauplitlir verkamenn,“ segir hann og tekur fram að félagið hafi oft þurft að sækja unga fólkið og flytja það aftur heim. Ekki náðist í skattstjórann í Austurlandsumdæmi vegna sum- arfría. Þýskar stúlkur greiða ekki skatt og eru ekki tryggðar samkvæmt upplýsingum starfsgreinafélagsins AFLs Skekkir samkeppnisstöðuna Veitingahúsið Sam- kvæmt heimildum 24 stunda er þetta stað- urinn sem um ræðir. ➤ Félaginu hafa borist upplýs-ingar um að starfsfólkið sé skráð sem ferðamenn og greiði því ekki skatta. ➤ Félagið hafði fyrst afskipti afveitingahúsinu þegar viku- kaup stúlknanna var 5.000 krónur og þeim gert að vera á staðnum allan sólarhringinn. AFL STARFSGREINAFÉLAG Aðalmeðferð verður í skaða- bótamáli rannsóknaþjónustunnar Sýnis ehf. á hendur íslenska ríkinu á fimmtudag. Forsaga málsins er sú að Sýni sendi Samkeppniseftirlitinu at- hugasemd þar sem bent var á að rannsóknarstofnanir á vegum rík- issins brytu gegn samkeppnislög- um. Voru tilteknar stofnanir eins og Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins og Rannsóknarstofnun land- búnaðarins sem væru í beinni sam- keppni við Sýni án þess að rannsóknarstarfsemi þeirra og þjónusta væru fjárhagslega aðskil- in. Áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála úrskurðaði að hluti þessara ríkisstofnanna hefði ekki orðið við skilyrðum samkeppnisyfirvalda og er bótakrafan byggð á fjárhagslegu tjóni sem Sýni telur sig hafa orðið fyrir á árunum 1998 til 2004. Er ís- lenska ríkið krafið um 41 milljón króna í bætur vegna þessa. fr Ríkisstofnanir taldar brjóta samkeppnislög Ríkið krafið um 41 milljón í skaðabætur „Paul [Ramses] lendir á milli eittog tvö í nótt (aðfaranótt þriðju- dags) og hann hefur ennþá fullan áhuga á því að setjast hér að ásamt konu sinni og barni,“ sagði Katrín Theodórsdóttir héraðsdómslög- maður sem unnið hefur að máli Pauls Ramses fyrir hann. Paul hefur að undanförnu dvalið í Mílanó á Ítalíu. Í byrjun júlí neit- aði Útlendingastofnun að taka við beiðni hans um hælisvist og vísaði honum til Ítalíu, þaðan sem hann kom. Dómsmálaráðuneytið sneri við úrskurði stofnunarinnar síðast- liðinn föstudag. Ósk Pauls um hæli verður því tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun eins og hann hafði óskað eftir. Eig- inkona Pauls hefur dvalið hér á landi ásamt ungum syni þeirra. Paul, sem er frá Kenía, vill að lit- ið verði til erfiðrar stöðu hans í Kenía, þar sem hann segist vera í hættu ef hann snýr til baka, þegar mál hans verður tekið upp að nýju. Óljóst er hvenær mál hans verður til lykta leitt. magnush@24stundir.is Paul Ramses hefur enn fullan hug á því að setjast að hér á landi Dvelur hjá konu og barni Paul Ramses Lenti í nótt.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.