24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 33

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 33
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 33 Minningar Sir Seans Connerys um lífið í Skotlandi eru nú komn- ar út á bókahátíðinni í Edinborg. Útgáfa bókarinnar er einn af há- punktum hátíðarinnar en for- svarsmenn hennar hafa lýst bók- inni sem órúlegum sagnabrunni. Í bókinni, sem heitir Being a Scot, rifjar fyrrverandi James Bond-leikarinn upp minningar frá æskuárunum í Skotlandi í bland við sögulegar staðreyndir og sögur úr kvikmyndaheim- inum. Eitt sinn Skoti ávallt Skoti Módelið og brjóstabomban Jor- dan eða Katie Price gekkst nýlega undir sína fimmtu brjóstaskurð- aðgerð, í þetta sinn til að minnka brjóstin. Heldur virðist aðgerðin þó hafa farið illa þar sem að Jor- dan hefur í kjölfar hennar misst matarlystina auk þess sem hún sefur illa þar sem hún getur að- eins sofið sitjandi. Brjóstaminnk- unin gekk illa Falast hefur verið eftir því við fyrrverandi kryddpíuna Mel B. að hún sýni undirföt frá nýjustu línu Ultimo-undirfatalínunnar á tískuvikunni í New York. Mel B. er sögð vera í skýjunum yfir þessu tækifæri þar sem Ultimo sé í miklu uppáhaldi hjá henni og ætíð sé gott að minna á tilveru sína í Bandaríkjunum með einum eða öðrum hætti. Undirfatamódel fyrir Ultimo Sá orðrómur er nú á kreiki að Peaches Geldof hafi gifst til að pirra sinn fyrrverandi, en sagt er að þau hafi hætt saman eftir heiftarlegt rifrildi um skuldbind- ingarfælni hans. Stúlkan sem er 19 ára ku hafa gifst rokkaranum Max Drummey í Las Vegas fyrr í mánuðinum og er með því sögð hafa viljað gefa fyrrverandi fing- urinn. Peaches ku vera gift kona Sjónvarpskokkurinn knái Jamie Oliver læt- ur landa sín fá það óþvegið í viðtali við franska tímaritið Paris Match þar sem hann lætur ófögur orð falla um breska drykkjusiði og matarmenningu. Í viðtalinu segir Jamie meðal annars að Englendingar hafi miklu meiri áhuga á að hella sig fulla heldur en að borða góðan mat. Gengur hann meira að segja svo langt að halda því fram að betri mat megi finna í fátækrahverfum Suður-Afríku heldur en í enskum bæjum og borgum. Fyllirí á pöbbnum Eftir að hafa nöldrað um enskan skólamat hefur Jamie nú snúið sér að enskum heim- ilismat og matarvenjum á heimilum þar. Í viðtalinu er talað um að kannanir hafi sýnt að 80% bresku þjóðarinnar setjist ekki niður við matarborð til að borða kvöldmatinn. Þetta segir Jamie vera satt í London og stærri borg- um í Norður-Englandi og mega tengja þessa breytingu við það sem hann kallar hina nýju fátæk. Fólk kaupi sér risavaxin sjónvörp, síma og bíla en geri síðan lítið annað en drekka sig fullt á pöbbnum. Fólk sé því um leið nýríkt hvað varðar veraldleg gæði en tómt og fáækt innra með sér. Ósmekklegur brandari Ummæli Jamie koma í kjölfar ósmekklegs brandara um helförina sem hann lét flakka á ráðstefnu í Edinborg nýlega. Nú ætti kappinn sem eitt sinn játaði að hafa brennt fjölskyldu- djásnið við nakta eldamennsku því kannski að fara að hafa sig hægan svo hann máli sig ekki út í horn. mó Jamie Oliver gagnrýnir enska matarmenningu Vilja bara drekka sig fulla Ógeðslegt Jamie Oliver lætur ófögur orð falla um enska matarmenningu. EKKI MISSA AF ÚTSÖLUNNI Í HESTAGALLERY ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.