24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@24stundir.is Síðustu 20 mánuði hefur parið stundað fimleika í tvo klukkutíma tvisvar í viku af miklum móð hjá GGG-hópi Gerplu sem sam- anstendur af fólki með mismikla reynslu í íþróttinni. „Eftir fyrsta tímann varð ekki aftur snúið og þetta er best í heimi,“ segir Sig- urbjörg. Agnar er henni full- komlega sammála og segist ekki geta beðið eftir að komast á næstu æfingu. GGG-hópurinn er fyrir viljugt fólk sem reynir markvisst á sig undir leiðsögn reyndra þjálfara þar sem sá harðasti fyllist stolti þegar hann sér blóðugar ristar iðkenda eftir átök við bratta kaðla. Sístækkandi mengi „Sá yngsti í hópnum er 18 ára og ég held að sú elsta nálgist fimm- tugt,“ segir Sigurbjörg á meðan Agnar fer yfir tölfræði iðkenda. „Á fyrstu æfingunni okkar voru um 30 manns en haustið eftir skráðu 120 manns sig þannig að þetta er al- vöru,“ en megintilgangur GGG er að fá fólk til að samhæfa huga og líkama og framkvæma hluti sem það myndi undir venjulegum kringumstæðum ekki gera. „Mark- mið okkar er hins vegar að ná per- sónulegum árangri en maður er alltaf að vinna sig upp og fram- kvæma erfiðari æfingar,“ segir Agnar. Þau segjast blessunarlega hafa sloppið við meiðsli. „Það sem er hættulegast við fimleikana er þegar fólk hikar,“ segir Sigurbjörg og Agnar bætir því við að þá fari það að tapa. „Við höfum alveg sloppið við stórmeiðsli en ég hef nú lent nokkrum sinnum á hausnum,“ segir Agnar. „Enda verður maður aldrei góður í fimleikum án þess að slasa sig,“ segir Sigurbjörg. „Eða neinu,“ bætir Agnar við. Þau segja adrenalínið draga sig áfram en hver æfing er skipulögð með hörkuþreki í bland við notkun áhalda. Konungleg skemmtun „Það er ótrúlegt hvað fólk getur gert með vilja og gremju einni saman,“ segir Agnar og vísar í þeg- ar ólíklegustu manneskjur toga sig upp, að því er virðist, himinháa kaðla. „Síðan er gaman að fylgjast með framförum hjá sér og öðrum. Sumir hafa aldrei iðkað íþróttina og það er ótrúlegt hvað það er hægt að læra margt, sama á hvaða aldri maður er,“ segir Sigurbjörg. Fim- leikaæfingarnar eru mjög heilagur tími hjá parinu og þau skipuleggja líf sitt nánast í kringum þær. „Þetta er samt eiginlega ekki líkamsrækt í okkar huga. Við förum bara 2-3 í viku í fimleika og skemmtum okk- ur konunglega,“ segir Agnar. Fimleikadýr Sigurbjörg og Agnar segja að það gangi ekki að hegða sér sem kærustupar á fimleikaæfingum þar sem æfingarnar þarfnast mikillar einbeitingar. Þau spjalla þó oft um Tsukuhara og heljarstökk í frítíma. Fimleikadýr sem hafa ekki verið nógu lengi í föstu sambandi Ótrúlegasta fólk upp kaðla á vilja og gremju ➤ Hlaupa 10 hringi í kringumæfingasal og 400 sipp: 200 á báðum fótum, 100 á hægri fæti og 100 á vinstri. ➤ Froskahopp: 10 ferðir yfirstóra fimleikadýnu, spennu- æfingar, allsherjar þrek í 30 mín. ➤ Teygjur og hópaskipt stöðva-þjálfun í eina klukkustund á margvíslegum fimleika- áhöldum. MIÐVIKUDAGSÆFING GGGÞau heita Agnar Burgess og Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir og eru par. Fimleikar eru þeirra sameiginlega, brennandi áhugamál. Að tala við þau um íþróttina er eins og að fylgjast með börn- um inni í Nammilandi á laugardegi. 24Stundir/G.Rúnar Nú að loknu Reykjavík- urmaraþoni er eðlilegt að hlaup- arar spyrji sig hvenær þeir geti far- ið að þjálfa á nýjan leik fyrir næsta maraþon. Flestir sérfræðingar eru sammála um að ekki ætti að hlaupa meira en tvö maraþon á ári því líkaminn þarf tíma til að ná sér eftir maraþonhlaup. Vöðvar lík- amans eru í vægu áfalli eftir hlaup- ið og fari hlauparar of geyst af stað hægir það á bata þeirra og eykur til muna hættuna á varanlegum meiðslum. Depurð að loknu maraþoni Það er ekki óalgengt að hlaup- arar finni til depurðar að loknu maraþoni, enda hafa þeir þá náð markmiði sem hefur tekið mikinn tíma og orku að æfa fyrir. Dagarnir eftir maraþonið virðast því oft inn- antómir. Þangað til fólk er líkamlega og andlega tilbúið til þess að setja sér ný markmið er gott að hafa eft- irfarandi í huga í glímunni við kulnun og depurð. Hlauptu þér til ánægju án þess að hafa áhyggjur af því að fylgja æf- ingaáætlun. Bættu annars konar hreyfingu við hlaupaæfingarnar. Hættu hlaupum um stund. Eyddu meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Taktu þátt í félagsstarfi eða dægradvöl sem byggir á öðru en hreyfingu. Er líf að loknu maraþoni? Eðlilegt að finna til depurðar Viðbúin, tilbúin, hlaup Hlaupið af stað í Reykja- víkurmaraþoni. heilsa Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood SUMARLEIKUR 1. vinningur: Þórdís Kolbrún Gylfadóttir - iRobot Roomba ryksuguvélmenni 2. vinningur: Hólmfríður Þorsteinsdóttir - Picnic taska fyrir 4 3. vinningur: Anna Björg Sveinsdóttir - Stál blandari 4. vinningur: Hjördís Reykdal - Kleinuhringjajárn 5.-10 vinningana fengu: Iðunn Ólafsdóttir Sigríður Haraldsdóttir Gunnur Rós Grettisdóttir Elva Ósk S. Wiium Helene Engkjær Óttar Erlingsson Kæru vinningshafar, við viljum óska ykkur til hamingju með vinningana í Sumarleik Byggt og búið! Verðlaunahafinn Þórdís Kolbrún Gylfadóttir tekur hér á móti vinningnum úr höndum Samúels Drengssonar deildarstjóra. ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.