24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 28
Eftir Auði A. Ketilsdóttur fifa@24stundir.is Stærðfræðivefurinn rasmus.is hef- ur á tíu árum vaxið svo ört að hann heimsækja um 250 þúsund manns á ári og um 1.300 skólar eru áskrif- endur að honum. Hugo Rasmus stofnaði vefinn ásamt bróður sínum Tomasi Ras- mus en þeir hafa báðir kennt stærðfræði árum saman. Foreldrar rifja upp Hugo segir vefinn hugsaðan sem viðbót við kennskubækur og byggjast á námskrá grunn- og framhaldsskóla. Hann er byggður upp eftir efnisatriðum, frá því létt- asta upp í það erfiðasta. „Tíu ára krakki getur prófað sig áfram í þessu því vefurinn saman- stendur af kynningum og prófum. Eftir hvern kafla geta krakkarnir tekið próf og séð hvar þeir standa,“ segir Hugo og bætir við að töluverð áhersla sé lögð á að hafa kynning- arnar aðgengilegar og myndrænar. „Þegar komið er í eldri bekki grunnskóla er námsefnið farið að þyngjast en slakur nemandi getur alltaf bakkað og rifjað upp náms- efni fyrri ára,“ segir hann og bætir við að vefurinn henti ekki bara slökum nemendum: „Hann er líka mjög handhægur fyrir duglega nemendur sem eru stoppaðir af, þarna geta þeir haldið áfram.“ Þá segir hann foreldra hafa tekið vefnum fagnandi og nota hann til að rifja upp eigin stærðfræðiþekk- ingu. Nýtist bæði erlendis og hér Hugo segir efni rasmus.is hafa verið þýtt á önnur tungumál frá upphafi en það hefur skilað sér í miklum fjölda áskrifta erlendra skóla. Fjöldi tungumála kemur þó líka að góðum notum hérlendis. „Nemandi sem flytur til dæmis hingað til lands frá Svíþjóð og kann stærðfræði þó að hann kunni hana ekki á íslensku getur notað vefinn við nám og til að læra íslenskuna,“ segir Hugo og bætir við að þeir for- eldrar sem ekki eru aldir upp hér- lendis geti aðstoðað börnin sín sem eru í íslenskum skólum án þess að vera útlærðir í tungumálinu. Allt efni á vefnum hefur áður verið reynt við kennslu. Foreldrar taka stærðfræðivefnum fagnandi Stærðfræðikennsla á öllum skólastigum Tveir stærðfræðikennarar tóku sig til fyrir 10 árum og bjuggu til stærð- fræðivef. Nú er hann sótt- ur af nemendum 1.300 skóla víðsvegar í heim- inum og við hann vinna fjórir starfsmenn. ➤ Á vefnum er efni frá grunn-skóla upp í háskóla. ➤ Efni á vefnum er höfund-arréttarvarið en áskrift fylgir aðgangur fyrir nemendur og aðstandendur þeirra. ➤ Boðið er upp á stærðfræði-kennslu á átta tungumálum á vefnum. RASMUS.IS Í kennslustund Vefurinn er jafnt notaður við sjálfsnám og í kennslu. 28 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir Í allmörg ár hefur grunnskóla- nemendum verið boðið upp á að taka áfanga í framhaldsskólum í 10. bekk. Karl Kristjánsson, deildarstjóri í skóladeild menntamálaráðuneytis- ins, segir misjafnt hvernig þessu námi er háttað. „Oft er um sam- starfsverkefni milli grunn- og framhaldsskóla á ákveðnu svæði að ræða,“ segir hann og bætir við að náminu sé háttað á ýmsa vegu. Stundum sækja nemendurnir tíma í nærliggjandi framhaldsskólum en oft stundi þeir fjarnám frá þeim og njóta þá stuðnings frá grunnskól- anum. Hann segir þetta auka mjög samfelluna milli skólastiga en mikil áhersla hefur verið lögð á hana undanfarið. Hann segir algengast að nem- endur taki áfanga í kjarnagreinun- um, stærðfræði og tungumálum. Þá segir hann færast mjög í vöxt að grunnskólanemendur sæki menntaskólaáfanga enda gott að geta flýtt fyrir sér í menntaskóla- námi. fifa@24stundir.is Flýta fyrir sér í menntaskóla Stúdínur Fleiri grunnskólanem- endur taka nú áfanga á fram- haldsskólastigi. Nemendur Grunnskólanemendur geta tekið framhaldsskólaáfanga. Jarðhitaskóli Háskóla Samein- uðu þjóðanna fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir og heldur í tilefni af því ráðstefnu um jarðhita og þróunaraðstoð sem hefst í dag. Markmið Jarðhitaskólans er að aðstoða þróunarlönd, þar sem nýt- anlegur jarðhiti finnst, við að byggja upp og efla hóp sérfræðinga í jarðhitafræðum, sem geta unnið á hinum ýmsu sérsviðum í rann- sóknum á jarðhita og nýtingu hans. Við lok þessa skólaárs munu 400 nemendur frá 43 löndum hafa út- skrifast eftir sex mánaða sérhæft nám við Jarðhitaskólann og 15 lok- ið MSc-námi við Háskóla Íslands í samvinnu við Jarðhitaskólann. aak Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna þrítugur Hefur útskrifað 400 nema Konur sem gengið hafa í kynja- skipta skóla hafa umtalsvert hærri laun en kynsystur þeirra í blönd- uðum skólum. Enginn munur var á starfsvali kvennanna en líklegt talið að þær sem komu úr kyn- skiptum skólum væru sjálfsörugg- ari en hinar þegar kom að því að semja um kaup og kjör. Þetta er meðal þess sem lesa má úr breskri þjóðarrannsókn á þroska barna sem nær til allra þeirra sem fæddir eru í tiltekinni viku árið 1958 í Englandi, Skot- landi og Wales sem hefur verið fylgst reglulega með síðan. Niðurstöðurnar sýna að lítill munur var á þeim sem gengu í kynskipta skóla og blandaða, með nokkrum undantekningum þó. Þannig voru stúlkur úr kyn- skiptum skólum líklegri til að velja stærðfræði og raungreinar á menntaskólaaldri og drengir úr kynskiptum skólum líklegri til að velja tungumál og bókmenntir. Þessi munur hélst fram á háskóla- árin hjá stúlkunum þar sem þær voru líklegri til að velja náms- greinar þar sem karlar voru í meirihluta. Bresk rannsókn á þroska barna Fá hærri laun án stráka Hinn 31. ágúst verður ný náms- leið á meistarastigi við Háskólaset- ur Vestfjarða formlega sett af Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Um er að ræða meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun. Með tilkomu námsleiðarinnar verður í fyrsta sinn boðið upp á staðbundið háskólanám sem alfar- ið er kennt á Vestfjörðum. Haf- og strandstjórnun LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Tíu ára krakki getur prófað sig áfram í þessu því vefurinn samanstendur af kynningum og prófum. menntun F&F kort ehf. • Suðurlandsbraut 10, Rvk. 2. hæð • S. 568-3920 • ff@simnet.is Nýjar vörur frá Pause Café Galakjólar frá France Mode Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.