24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir Úthlutun lóðarinnar á Tryggvagötu 13 til Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) er enn til um- fjöllunar í borgarkerfinu og óvíst hvenær ákvörðun verður tekin um málið. Eins og sagt var frá í 24 stundum í byrjun sumar stóð vilji UMFÍ til þess að reka hótel í byggingunni. Slík- ur rekstur var hins vegar ekki í samræmi við vil- yrði fyrir lóðaúthlutuninni frá borgaryfirvöld- um og lýstu borgarfulltrúar því yfir að sú starfsemi ætti ekki heima í þessum rekstri. Enn stefnt að gistiheimili Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), segir að enn sé stefnt að því að hluti af húsnæði UMFÍ sem stefnt er að að rísi á Tryggvagötu 13 verði gistiaðstaða fyrir félagsmenn. „Að því hefur alltaf verið stefnt en frekari hótelrekstur er hins vegar kominn út af borð- inu. Það kom í ljós að andstaða var við slík áform og því var fallið frá því. Við erum hreyf- ing sem telur níutíu þúsund félagsmenn og vilj- um auðvitað fara í þessa framkvæmd í sátt við okkar félagsmenn og auðvitað við borgaryfir- völd. Nú bíðum við bara eftir því að gengið verði frá málinu í borgarkerfinu og ég er bjart- sýnn á að það fái farsæla lausn.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri seg- ir að málið sé í skoðun hjá framkvæmdasviði borgarinnar. „Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að gerast í þessu máli, það er bara í ferli. Rekstur gistiheimilis í höfuðstöðvunum var alltaf hluti af umsókn UMFÍ og það var staðfest í borgaráði á sínum tíma. Við munum auðvitað standa við þá ákvörðun.“ Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri á framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar, segir að um- sögn um úthlutun lóðar sé langt komin og reikna megi með að hún verði lögð fyrir á fundi borgarráðs á fimmtudaginn kemur eða í næstu viku. freyr@24stundir.is Umsögn um úthlutun lóðar til UMFÍ fyrir borgarráð á næstu dögum Tryggvagata 13 Umsögn um út- hlutun lóðarinnar til UMFÍ verður lögð fyrir borgarráð á næstu dögum. Enn stefnt að rekstri gistiheimilis Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Þótt sektirnar, 50 þúsund krónur á dag, sem eigendur iðnaðarhús- næðisins á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði eru beittir, séu komnar upp í rúmar 5 milljónir króna hafa þeir enn ekki rýmt ólöglegu vistarverurnar í húsinu. Búsetan er í ósamræmi við skipulag og samþykkta notkun hússins. „Við teljum að ástandið sé óbreytt og að leigjendur séu enn rúmlega 20,“ segir Bjarki Jó- hannesson, sviðsstjóri skipulags- og byggingasviðs Hafnarfjarðar- bæjar. Bæjaryfirvöld hafa ekki heimild til annarra aðgerða en að beita dagsektum til að fá eig- endur til að rýma ólöglegu vist- arverurnar, að sögn Bjarka. Stenst ekki samþykktir ,,Við höfum reynt að fylgja eft- ir herferð slökkviliðsins gegn ólöglegri búsetu. Slökkviliðið gerði athugasemdir vegna ónógra eldvarna í þessu húsi. Þá settu eigendur upp einhverja reyk- skynjara og veggi en þeir voru ekki með samþykktar teikningar að því. Slökkviliðið tók þetta gott og gilt fyrir sitt leyti en við erum náttúrlega ekki sáttir því að þetta stenst ekki samþykktir um land- notkun,“ tekur Bjarki fram. Guðmundur Benediktsson bæjarlögmaður segir leigusalana þrjá eftir því sem næst hefur ver- ið komist. „Dagsektirnar skiptast eftir eignarhlutföllum og þær hækka á meðan ólögleg búseta er í húsinu.“ Sjá alvöruna í þessu Hann segir bæjaryfirvöld ekki hrædd um að geta ekki innheimt dagsektirnar. „Við höfum áður beitt dagsektum til að þrýsta á menn að ljúka framkvæmdum og höfum undantekningarlaust fengið viðbrögð þegar komið er í lögfræðilega innheimtu og menn sjá fyrir sér að uppboð sé fram- undan. Þá sjá menn alvöruna í þessu. Þessar kröfur njóta auk þess lögveðsréttar og ganga þess vegna framar öðrum kröfum. Við erum vel tryggðir.“ Íhuga að sekta fleiri Við könnun slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins í desember í fyrra kom í ljós ólögleg búseta í Hafnarfirði á 35 stöðum. „Það kemur að því að fleiri verða beittir dagsektum,“ segir Bjarki. Til athugunar er hjá yfirvöld- um í Hafnarfirði að breyta land- notkun í einu af gömlu iðnaðar- svæðunum í Hafnarfirði og skilgreina það sem athafnasvæði en á slíkum svæðum er leyfilegt að hafa starfsmannabústaði, að því er Bjarki greindi í viðtali við 24 stundir fyrir tæpu ári. Bú- setuleyfi færi þó eftir öryggis- málum og starfseminni sem fyrir væri. Sektirnar komnar í rúmar 5 milljónir  Ólöglegu vistarverurnar við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði enn ekki rýmdar  Sektir upp á 50 þúsund krónur á dag  Bæjaryfirvöld viss um að geta innheimt sektirnar Ólöglegar vistarverur Standast ekki samþykkt um landnotkun.➤ Slökkvilið höfuðborgarsvæð-isins kortlagði ólöglegt hús- næði á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. ➤ Samkvæmt kortlagningunnibjuggu að minnsta kosti 1.200 manns í óleyfilegum vistarverum í atvinnu- húsnæði. ÓLEYFILEG BÚSETA Foreldrar í Linköping í Sví- þjóð hafa verið sektaðir um 12 þúsund sænskar krónur eða rúmlega 155 þúsund íslenskar krónur vegna skróps sonar þeirra á táningsaldri. Í nóvember í fyrra tilkynnti unglingurinn um veikindi en þar sem foreldrarnir komu ekki á boðaðan fund skóla- yfirvalda var ekki hægt að fá staðfest að strákurinn, sem mætti aðeins í nokkra daga yf- ir veturinn, væri veikur. Arna Hauksdóttir, ráðgjafi í menntamálaráðuneytinu, seg- ir að ekki sé kveðið á um refsi- heimildir gagnvart foreldrum í nýjum grunnskólalögum. „Gangi barn af einhverjum ástæðum ekki í skóla hefur það yfirleitt komið til kasta barnaverndaryfirvalda að hlutast til um málið.“ ibs Skrópaði í skólanum Foreldrarnir greiði sekt Umhverfisnefnd Alþingis er nú komin til Edinborgar í Skotlandi til þess að kynna sér framkvæmd landsskipulagsáætlana. Nú er til umfjöllunar í nefndinni ný skipulagslög Þórunnar Svein- bjarnardóttur umhverfisráðherra. Þriðji kafli þeirra laga, sem fjallar um landsskipulagsáætlun, hefur verið mjög umdeildur á milli stjórnarflokkanna tveggja. Þórunn og Samfylkingin hafa lagt mikla áherslu á að kaflinn verði hluti af nýjum skipulagslögum og telur Þórunn að þau geti orðið mikil- vægt stjórntæki í þágu umhverfis- verndar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með Kjartan Ólafsson, varafor- mann umhverfisnefndar, í farar- broddi, hafa hins vegar lagst gegn ákvæði um landsskipulag. Kjartan hefur jafnvel gengið svo langt að segja ólíklegt að það verði hluti af lögunum. ejg Heimsækja Edinborg Umhverfisnefnd Al- þingis kynnir sér landsskipulag. ● Sandgerðisdagar Hátíðahöld hefjast í Sandgerði í dag sem ná hápunkti um helgina. Boðið verður upp á listsýningar, golfmót, skemmti- siglingar, dorgveiðikeppni, fjöl- skylduratleik, grillveislu og dansleik svo eitthvað sé nefnt. ● Sauðfjárbændur funda Félag sauðfjárbænda í Dala- sýslu hefur boðað til opins fundar í félagsheimilinu í Búðardal annað kvöld kl. 20.30. Efni fundarins er hækk- un aðfanga til sauðfjárbænda og verðskrár fyrir dilkakjöt haustið 2008. ● Selfosskirkja Kirkjan stendur fyrir Tólf spor- um, andlegu ferðalagi í vetur. Kynningarfundur verður í Sel- fosskirkju 10. september, kl 20. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Að þessu sinni könnuðu Neytendasamtökin verð á MS þykkmjólk m/jarðarberjum í 1/2 l umbúðum. Munur á hæsta og lægsta verði reyndist vera 17,8% eða 30 krónur. Þetta er minni munur en oft er í mat- vöruverslunum en þó algengt þegar um er að ræða ýmsar landbúnaðarvörur. Tekið skal fram að könn- unin er ekki tæmandi. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 18% munur á þykkmjólk Jóhannes Gunnarsson NEYTENDAVAKTIN MS þykkmjólk m/jarðarberjum, 1/2 l Verslun Verð Verðmunur Bónus 169 Krónan 170 0,6% Kaskó 171 1,2% Fjarðakaup 182 7,7% Melabúðin 194 14,8% Skagfirðingabúð 199 17,8% Icelandair Cargo flutti í tvígang hergögn fyrir Bandaríkjastjórn til Georgíu. Seinni ferðin var farin upp úr miðjum júlí en stríðsátök brutust út í Georgíu 7. ágúst. Gunnar Már Sigurfinnsson framkvæmdastjóri segir að um riffla án skotfæra hafi verið að ræða. „Þetta eru bara flutningar sem flokkast undir eðlilega flutn- inga og eru hluti af okkar daglega lífi. Öll flugfélög taka þátt í slíkum flutningum á hverjum einasta degi og ekkert við þá að athuga. Við myndum aldrei taka að okkur svona flutninga nema það væri fullt leyfi fyrir þeim og þar með fáum við staðfestingu á því að þetta eru eðlilegir flutningar. Enginn gat séð fyrir þá hörmulegu atburði sem síðar urðu og ef okkur hefði órað fyrir þeim hefðum við ekki tekið að okkur þessa flutninga.“ fr Icelandair Cargo flutti hergögn til Georgíu „Eðlilegt og hluti af okkar daglega lífi“ STUTT

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.