24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 21
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 21 Eftir Kristínu Ýri Gunnarsdóttur kristing@24stundir.is „Það sem skiptir mestu máli er að þvo hárið ekki oft, helst ekki oftar en þrisvar sinnum í viku með sjampói og hárnæringu. En það er í lagi að skola það á hverj- um degi en of mikið sjampó get- ur leitt til þess að hárið verði feitt. Svo er mikilvægt að skola næringuna vel úr,“ segir Elvar Logi Rafnsson, hársnyrtimeistari og eigandi hárgreiðslustofunnar Kompaníið. „Ef við erum alltaf að þvo á okkur hárið þá er fituframleiðsl- an alltaf í gangi og nær aldrei jafnvægi. Fólk sem þvær hárið sjaldnar finnur hvernig hárið verður betra með tímanum.“ Leiðbeiningar mikilvægar Elvar segir það mikilvægt að nota vandaðar hárvörur. „Hár- greiðslufólk er til staðar til að aðstoða við rétt val á hárvörum, við förum á sérstök námskeið til að læra það,“ segir hann. „Það er til mismunandi sjampó fyrir mismunandi hár- gerðir. Til dæmis á fólk með gróft hár helst að nota mýkjandi sjampó og hárnæringu.“ Elvar mælir einnig með að notað sé sjampó og hárnæring af sömu gerð til þess að ná sem bestum árangri. Djúpnæring mismunandi „Hér á stofunni hjá okkur er- um við með átta mismunandi gerðir af djúpnæringu,“ segir Elvar. „Níutíu prósent Íslendinga eru með litað hár og í flestum tilvikum þarf að nota djúpnær- ingu. Þeir sem eru með litað ljóst hár ættu að nota djúpnæringu einu sinni í viku. Hárið verður viðkvæmara þegar það er ljóst að lit,“ segir Elvar og bætir við að það sé sérstaklega mikilvægt að hafa fínt hár. „Flott hár, góður dagur,“ segir Elvar að lokum. Mikilvægt er að hugsa vel um hárið Ekki þvo hárið oft í viku Það skiptir máli að nota réttar hárvörur og skola vel úr hárinu þegar það er þvegið. Hárgreiðslu- fólk gefur ráð um rétta vöru sem hentar öllum hárgerðum. ➤ Kompaníið er staðsett á ann-arri hæð Turnsins í Kópavogi, Smáratorgi 3 ➤ Það eru tíu hárgreiðslumennsem vinna á stofunni. ➤ Eigendur hárgreiðslustof-unnar eru þrír. KOMPANÍIÐ Margir kannast við að vera ósáttir við sjálfa sig og hafa eytt mörgum tímum fyrir framan speg- il í sjálfskoðun. Það neikvæða er það helsta sem tekið er eftir, hrukkur hér og þar og líkaminn ekki eins og hann á að vera. Snyrtifræðingar segja hins vegar að ekki eigi að standa nálægt spegl- inum þegar litið er í hann. Mik- ilvægt er að hafa trú á sjálfum sér og læra að allir eru misjafnir. Eng- inn er eins gagnrýninn á aðra og sjálfan sig en mikilvægt er að muna að hver og einn hefur sína kosti. Sjálfstraust er mikilvægt að byggja upp og tengist það því mik- ið hvernig við tölum við okkur sjálf. Til að byggja upp sjálfstraust þarf að einbeita sér að jákvæðum hugsunum, minni sjálfsgagnrýni og að sjá það sem gott er. Til að venja sig á að hugsa já- kvætt um sjálfan sig er gott að skrifa niður þá hluti sem ánægju- legir eru í fari sínu og lesa þá reglu- lega, smám saman bætast fleiri við á listann. Að sama skapi á ekki að draga sig niður þegar eitthvað er ekki nógu gott heldur hrósa sér og reyna að gera betur næst. Neikvæð gagnrýni hefur áhrif á álit okkar Hrós er mjög mikilvægt Dansráð Íslands | Faglærðir danskennarar Borgartún 6 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is VIÐ BJÓÐUM UPP Í DANS Innritun og upplýsingar á í síma 553 6645 Mambó Tjútt Freestyle Break Salsa Brúðarvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskeið fyrir hópa Hiphop Börn – Unglingar – Fullorðnir dansskoli.is eða Jazz Dansfélag Reykjavíkur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.