24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 23
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 23 Eftir Maríu Ólafsdóttur og Kristínu Ýri Gunnarsdóttur „Langflestir sem koma með eymsli til okkar hafa verið að skipta um skóbúnað og jafnvel ekki valið rétt- an búnað eða fólk sem setur sér of há markmið,“ segir Róbert Magn- ússon, sérfræðingur í íþrótta- og sjúkraþjálfun hjá Atlas endurhæf- ingu. „Tökum sem dæmi 30 til 35 ára manneskju sem vinnur skrif- stofuvinnu og vill byrja að hlaupa. Vöðvarnir eru þá tilbúnir til að styrkjast á meðan allur sinavefur er langt á eftir. Sé of mikið lagt á lík- amann á skömmum tíma gætu komið upp álagsmeiðsli því hann ræður ekki við álagið. Það er ávís- un á álagsmeiðsli að ætla sér of mikið. Við leggjum því áherslu á að hlauparar eigi að hafa aðeins meira vægi á styrktarþjálfun og leggi ekki bara áherslu á úthaldið,“ segir Róbert og bætir við: „Við sér- hæfum okkur í greiningu, meðferð og endurhæfingu íþróttamanna og verkjasjúklinga sem eiga við meiðsli í baki, mjaðmagrind eða hálsi að stríða. Við reynum að setja þetta upp þannig að hver sjúkra- þjálfari hafi ákveðið sérsvið sem hann sér um. Þannig reynum við að ná ákveðinni sérhæfingu í hverjum meiðslum fyrir sig. Við leggjum upp með að fá inn metn- aðarfulla sjúkraþjálfara sem eru til- búnir að ná lengra á hverju sviði fyrir sig.“ Sjúkraþjálfari með í æfingasal Róbert segir að í deiglunni sé að hefja samstarf við World Class í Laugum en það sé á byrjunarstigi. „Ég hef verið með aðstöðu þar í kjallaranum og fengið til mín hlaupara með ýmiss konar meiðsli,“ segir hann. „Hugmyndin er að sjúkraþjálfarar geti farið með í tækjasal World Class og tekið þar virkan þátt í endurhæfingu sem sjúkraþjálfun snýst að miklu leyti um.“ Róbert segir að það sem þurfihelst að varast ef um hlaup er að ræða sé stöðnun í æfingapró- grammi. „Fólk hefur verið að sækja til okkar og fá leiðbeiningar um hvernig best er að æfa. Við förum þá í gegnum hreyfingar líkamans og metum hreyfigetu og til dæmis styrk axla og mjaðma og förum yf- ir hvaða vöðva þarf að styrkja,“ segir Róbert. „Sé fólk búið að æfa lengi í tækjasal þá er það að búið að styrkja sömu vöðvana mikið og þá er hætta á að það skapist ákveðið vöðvaójafnvægi. Við skoðum þá hvernig hægt er að jafna út álagið til þess að minnka líkurnar á meiðslum.“ 24stundir/G.Rúnar Atlas endurhæfing hefur það markmið að þjóna íþróttafólki Ávísun á álagsmeiðsl að ætla sér of mikið ➤ Meiðslin skiptast í tvo flokka,slys og áverka- og álags- meiðsli. ➤ Meiðslin eru misalgeng eftiríþróttagreinum. ➤ Álagsmeiðsli eru algeng ííþróttum ➤ Álagsmeiðsli myndast vegnaþess að iðkandi leggur meira á líkamann en hann þolir. ÍÞRÓTTAMEIÐSLÞað er ávísun á álags- meiðsl að ætla sér of mik- ið, að sögn Róberts Magnússonar sjúkraþjálf- ara. Sé of mikið lagt á lík- amann á skömmum tíma geta komið upp álags- meiðsl því líkaminn ræð- ur ekki við álagið. Róbert Magnússon sjúkraþjálfari hjá Atlas endurhæfingu. „Það getur verið ákveðin for- vörn að fá góðar upplýsingar þegar stunda á íþróttir og réttur skóbún- aður skiptir miklu máli,“ segir Ragnheiður Ásta Einarsdóttir sjúkraþjálfari sem rekur Göngu- greiningu ásamt Benedikt Helga- syni. „Oftast kemur fólk til okkar út af verkjum í fótum, hnjám, baki eða mjöðm. Einnig kemur til okk- ar fólk með áverka eftir slys,“ segir Ásta. Hefðbundin greining „Við skoðum fólk og tökum af því sjúkrasögu þess, myndbands- upptöku af göngulagi og skoðum út frá því skekkjur í fótum og upp í skrokkinn. Síðan tökum við þrýsti- plötu mynd sem sýnir hvernig álag dreifist á fótinn sjálfan við ástig.“ Ásta segir að þegar helstu upp- lýsingar séu komnar um ein- staklinginn sé farið í að skoða þetta allt saman í heild og athugað hvort hægt sé að finna einhver tengsl við skekkju. Börn og fullorðnir „Það kemur til okkar öll flóran, börn, fullorðnir og alls kyns íþróttafólk,“ segir Ásta. Ásta segir íþróttafólk geta þjást af alls kyns álgaseinkennum og bendir á að þau viti til dæmis um gott innlegg sem hentar fótbolta- mönnum vel til að minnka álag á þá. „Það er heilmikil fjárfesting að kaupa sér góða íþróttaskó því þeir eru ekki ódýrir svo það getur mun- að heilmiklu að fá góðar ráðlegg- ingar um hvað hentar best.“ kyg Göngugreining gefur góð ráð um rétt val á íþróttabúnaði Góðar upplýsingar skipta miklu máli Göngugreining Gott er að fá góðar upplýsingar um skóbúnað. SagaPro er náttúruvara úr íslenskri ætihvönn ætlu› fleim sem flurfa oft á salerni› á nóttunni. Vaknar flú oft á nóttunni? Sæktu styrk í íslenskt náttúruafl! www.sagamedica.is Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum „Ég hef›i ekki trúa› a› ein lítil SagaPro tafla úr ætihvönn fyrir svefn myndi breyta svo gersamlega lífi mínu úr 4 til 5 salernisfer›um á hverri nóttu í eina e›a enga. Ég óska öllum fullor›num karl- mönnum til hamingju me› SagaPro og ekki sí›ur eiginkonum fleirra“. In gv iH ra fn Jó ns so n, út va rp sm a› ur                                                       !  " # $% &     % '   (         )    %    ***' ' + ,-%   ..+ ../ 0  %                   ÓSKUM HANDBOLTASTRÁKUNUM INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ SIGURINN Á ÓLYMPÍULEIKUNUM

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.